Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 16
VIÐSKIPn AMNNUIÍF
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992
IMYNDIN —— Anna M. Gunnarsdóttir, lita- og fatastílisti,
segir að fólk í viðskiptum eigi að gera sér grein fyrir þeim áhrifum
sem klæðaburður þess og framkoma hefur á viðskiptavinina.
Er toppurinn að
vera í teinóttu?
í HINUM harða heimi viðskiptanna þar sem fyrirtækin keppa
um hyili viðskiptavinanna eru menn í sifellt ríkari mæli að gera
sér grein fyrir því hve útlitið getur haft mótandi áhrif á viðhorf
fólks við fyrstu kynni. „Aðalmálið í viðskiptum er að mynda eina
heild með klæðaburði og framkomu," segir Anna M. Gunnarsdótt-
ir sem rekur Módclskólann Jönu. Hún er með kennarapróf í lit-
greiningu og fatastfl frá The Academy of color and style, hefur
atvinnu af þvi að aðstoða fólk við að klæða sig á viðeigandi hátt
og er sérhæfð í því að útfæra einkennisklæðnaði.
Að sögn Önnu eru ráðamenn í
íslenskum fyrirtækum að vakna
til vitundar um mikilvægi þeirra
hefða sem víðast hvar eru ríkj-
andi í sambandi við klæðaburð í
viðskiptum. Hún tekur sem dæmi
að í Englandi sé það útbreidd
skoðun að karlmaður sem klæðist
stökum jakka og gráum buxum
sé kominn stutt á framabraut-
inni, stundi hann viðskipti á annað
borð. Ef hann er klæddur einlitum
jakkafötum er hann kominn að-
eins lengra og ef fötin eru teinótt
er tekið ofan fyrir honum. „Nú
þegar Evrópa er að opnast jafn
mikið og raun ber vitni er mjög
mikilvægt að íslendingar geri sér
grein fyrir þessum hefðum sem
gengið er út frá í fjölda landa og
má raunar sumar kalla alþjóðleg-
ar,“ segir Anna.
Viðskiptalitirnir eru að sögn
Önnu helst grátt sem er tákn jafn-
vægis, blátt sem táknar heiðar-
leika og olívugrænt sem táknar
rólyndi. „Þetta er auðvitað mjög
gróf flokkun," segir Anna, „en
stendur þó fyrir sínu. Þeir sem
vilja eiga viðskipti við Japani ættu
t.d. að forðast að vera klæddir í
rauðar flíkur. Það fellur ekki í
kramið þar og er ekki einu sinni
vel séð að einkaritari forstjóra
sem Japani ætlar að eiga við-
skipti við. Þeim japanska þætti
það langt frá því að vera traust-
vekjandi."
Þegar Anna vinnur með fyrir-
tækjum og stofnunum fer ráðgjöf-
in venjulega þannig fram að hún
heldur fyrirlestur fyrir starfshóp-
inn og talar síðan við hvern ein-
stakling í einrúmi. Þá á viðkom-
andi að vera búinn að skipuleggja
fataskáp á 60 mismunandi vegu
svo Anna geti gengið úr skugga
um að það hafí skilið leiðbeiningar
hennar. Síðan á það m.a. að segja
henni frá hugmyndum sínum um
viðskiptaímyndina út frá viðkom-
andi vinnustað. Þáttur í ráðgjafa-
vinnu Önnu er að þefa af fólkinu
sem hún er að vinna með til að
komast að raun um hvort það
angi af svitalykt, táfýlu eða and-
remmu og síðan vinnur hún á við-
komandi þáttum með fólkinu ef
vandamálin eru til staðar.
Anna kom heim úr námi árið
1990. Fyrsta fyrirtækið sem hún
var með ráðgjöf hjá var íslands-
banki, en þar var hún aðallega
með ráðgjöf á fyrirlestrarformi.
Síðan vann hún með Vífilfelli hf.,
Pósti og síma, Eimskip hf. og nú
síðast Landsbréfum hf. Þá hefur'
Anna verið með fyrirlestur í Bún-
aðarbanka og hjá Kaupmanna-
samtökunum. „Eg er upppöntuð
tvo til þtjá mánuði fram í tímann
í fyrirtækjaráðgjöfinni. Síðan
fylgi ég hveiju fyrirtæki fyrir sig
eftir og í hvert sinn sem nýr
starfskraftur er ráðinn tek ég
hann í gegn svo hann falli í þann
hóp sem fyrir er.“
Anna segir að einfaldasta leiðin
sé að koma starfsfólki þjónustu-
fyrirtækja í einhvers konar ein-
kennisklæðnað. Þannig myndist
auðveldlega sú heildarmynd sem
verið er að sækjast eftir, þó fleiri
leiðir séu færar. Þá sé mikilvægt
að hver og einn velji sér klæðnað
sem henti vaxtarlaginu. „Síðan
getur hvert fyrirtæki fyrir sig
verið með nokkrar mismunandi
gerðir af fylgihlutum í gangi, s.s.
slæður og bindi. Ég get tekið sem
dæmi að starfsfólk Pósts og síma
er nú komið i einkennisklæðnað
eftir minni ráðgjöf. Þar eru í gangi
sex tegundir af slæðum og bind-
um sem fólk velur út frá því
hvernig ég hef litgreint það,“ seg-
ir Anna.
■iUiHU.IU.llll
Nýr viðskiptafulltrúi
í Bandaríkjunum
ÚTFLUTNINGSRÁÐ hefur ráð-
ið Jón Sigurdsson viðskiptafull-
trúa í New York, þar sem önnur
af tveimur viðskiptaskrifstofum
ráðsins er en hin er í Berlín.
Markmið fulltrúans er að að-
stoða íslensk fyrirtæki við að
koma vöru og þjónustu á mark-
að í Bandaríkjunum og Kanada.
Einnig mun hann aðstoða við
að koma á samvinnu milli ís-
lenskra og erlendra fyrirtækja.
Jón Sigurðsson segir útflutning
til Bandaríkjanna hafa minnkað
verulega undanfarin ár og sé það
miður í ljósi þess að auknum hag-
vexti verði ekki náð með aukinni
sókn í sjávarútvegi, sem borið hafi
uppi hin góðu lífskjör hér á landi
í áratugi. „Annars vegar er það
vegna gengisþróunar og einnig
vegna þess að áhersla á markaði
í Evrópu hefur verið mikil,“ segir
Jón.
Áður en Jón fór til New York
heimsótti hann á bilinu 40-50 fyr-
irtæki hérlendis og segir hann að
mörg þeirra hafa sýnt áhuga á að
komast inn á markað í Bandaríkj-
unum eða auka markaðsstarf sitt
þar. „Þó bjóða ekki öll þessi fyrir-
tæki sem vöru og þjónustu sem
er líkleg til að finna hljómgrunn á
þessum markaði. Hins vegar eru
hér allnokkur fyrirtæki sem stunda
mjög öguð vinnubrögð og hafa
þróaða vöru og þjónustu í boöi.
Þessi fyrirtæki geta án efa náð
árangri með markvissu markaðs-
starfi enda hafa íslendingar mjög
staðgóða þekkingu á Bandaríkjun-
um. Tiltölulega margir íslendingar
eru menntaðir þar og hefð er fyrir
miklum samskiptum landanna.
Þessi tiltölulega miklu samskjpti
og þekking okkar á þessu mikla
markaðssvæði ætti að koma okkur
til góða og gefa örlítið forskot sem
við getum nýtt okkur. Með þessu
VIÐSKtPTAFULL-
TRÚIIMN — Jón Sigurðs-
son, viðskiptafulltrúi Útflutn-
ingsráðs í New York.
er ég alls ekki að draga úr mikil-
vægi annarra markaða og leggja
til að markaðsstarf þar verði
minnkað heldur einungis að benda
á mikilvægi þess að veðja ekki á
einn hest.
Ég mun leggja áherslu á að
aðstoða þau fyrirtæki sem eru helst
megnug að markaðsfæra sína vöru
og þjónustu í Bandaríkjunum og
Kanada, bæði stórum fyrirtækjum
og smáum. Mikilvægt er að ein-
blína ekki á sjávarafurðir heldur
kanna einnig möguleika á að flytja
héðan út þjónustu og hugvit. Skrif-
stofa Útflutningsráðs í New York
mun ekki vinna sigrana heldur
fyrirtækin sjálf, þó vissulega geti
hún orðið góður liðsauki og þarf-
ur,“ segir Jón Sigurðsson viðskipt-
afulltrúi.
T o r g i ð
Langþráð f rumvarp til samkeppnislaga
FRUMVARP til samkeppnislaga
var lagt fyrir Alþingi hinn 3. apríl
síðastliðinn og bíður nú fram-
halds fyrstu umræðu. Með frum-
varpinu er stefnt að því að efla
virka samkeppni á íslandi þar
sem hún tryggir best hag neyt-
enda, atvinnulífsins og þjóðfé-
lagsins í heild, líkt og segir í
greinargerð frumvarpsins. í síð-
astliðinni viku stóð Verslunarráð
íslands fyrir fundi um frumvarpið,
þar sem framsögumenn voru
Björn Friðfinnsson ráðuneytis-
stjóri og Vilhjálmur Egiisson
framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs.
Björn gerði grein fyrir efni
frumvarpsins og reifaði helstu
breytingar sem það felur í sér. í
frumvarpinu er lögð höfuðá-
hersla á að efla samkeppni og
að draga úr verðlagsafskiptum.
Því er m.a. lagt til að nafni
Verðlagsstofnunar verði breytt í
Samkeppnisstofnun og nafni
Verðlagsráðs í Samkeppnisráð.
Gert er ráð fyrir að banná-
kvæðum við samkeppnishömlum
sem taldar eru skaðlegar fjölgi,
en jafnframt verður misbeitingar-
reglan áfram í gildi gagnvart
þeim hömlum sem nauðsynlegt
er að leggja sérstakt mat á hvort
hafi skaðleg áhrif í för með sér.
í greinargerðinni segir að frá
bannákvæðunum séu und-
anþáguheimildir, t.d. ef þær geta
leitt til aukinnar samkeppni, auk-
innar framleiðni eða þegar sér-
stakar aðstæður er varða al-
mannaheill eru fyrir hendi.
Það nýmæli er í frumvarpi til
samkeppnislaga að heimild er til
að banna samruna fyrirtækja eða
yfirtöku fyrirtækis á öðru fyrir-
tæki ef það dregur verulega úr
samkeppni. Þá er einnig mögu-
leiki á að ógilda samruna eða
yfirtöku sem þegar hefur átt sér
stað.
Vilhjálmur Egilsson lýsti yfir
ánægju sinni með að frumvarpið
væri komið fram en taldi þó að
ýmsu þyrfti að breyta áður en
það yrði að lögum, t.d. gagnrýndi
hann mikið vald Samkeppnisráðs
og Samkeppnisstofnunar. Varp-
aði hann fram þeirri spurningu
hvort ekki væri verið að fela þeim
verkefni sem almennirdómstólar
ættu að sinna.
í frumvarpinu er kveðið á um
að móðurfyrirtæki og dótturfyrir-
tæki í sömu grein eða fyrirtæki
innan sömu'fyrirtækjasamstæðu
geti gert með sér samninga, eða
haft með sér samvinnu, enda
þótt af því leiöi takmörkun sam-
keppni. í þessu sambandi telur
Vilhjálmur að í frumvarpið vanti
ákvæði um að fyrirtæki sem út-
hlutað hefur verið sérréttindum
á einhverju sviði eigi ekki að geta
notað þann hagnað sem þau
hafa af verndaðri starfsemi til
þess að niðurgreiða samkeppn-
isstarfsemi. Hann nefndi sem
dæmi Póst og síma, sem hefur.
einkaleyfi á fjarskiptum hérlend-
is, jafnframt reki fyrirtækið sölu-
deild á notendabúnaði. Nauðsyn-
legt væri að stofna hlutafélag um
vernduðu starfsemina sérstak-
lega og hins vegar samkeppnis-
starfsemina. Samningar á milli
slíkra félaga ættu að vera skrif-
legir og sýnilegir, t.d. um skipt-
ingu á kosthaði.
Miklar breytingar eru fram-
undan á íslensku viðskipta- og
atvinnulífi, þ. á m. er fyrirhuguð
sala á mörgum ríkisreknum fyrir-
tækjum og ætla má að í ýmsum
greinum eigi fyrirtæki eftir að
sameinast. Við það munu öflugri
en hugsanlega færri fyrirtæki
keppa á markaði. Samkeppnis-
lögin, sem líklega taka gildi um
næstu áramót, koma ekki af-
dráttarlaust í veg fyrir fákeppni
að sögn Vilhjálms Egilssonar, en
ef fyrirtæki misnota aðstöðu sína
gefa lögin heimild til að komið
só í veg fyrir það.
Hinum nýju lögum er ætlað
að koma í staðinn fyrir núgild-
andi samkeppnislög frá 1978, en
þau hafa aldrei gegnt því hlut-
verki sem þeim var ætlað. Að
margra mati eru þau lög ómark-
viss og jafnvel óframkvæmanleg.
Mikilvægt er að nú takist betur
til, lögin séu skýr og samkeppnis-
hömlur séu eins takmarkaðar og
unnt er. Til að stuðla að því er
mikilvægt að frumvarpið fái ítar-
lega og vandaða umfjöllun í at-
vinnulífinu, sem endurspeglist
hjá löggjafarvaldinu, ekki síst í
Ijósi þess að samkeppnislögin
koma til með að hafa mikil áhrif
á atvinnulífið næstu árin eða ára-
tugi. ÁHB