Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 1
112 SIÐUR B/C
117. tbl. 80. árg.
SUNNUDAGUR 24. MAI1992
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
^ ## Morgunblaðið/RAX
REYKJA VIKURHOFN
Rólegt í Sarajevo eftir yfirlýsingu um brottflutning sveita:
Kröfur um aukiim þrýsting
á Serbíu verða æ háværari
Belgrad, Washington, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
RÓLEGT VAR í Sarajevo, höfuðborg
Bosníu, aðfaranótt laugardagsins í kjöl-
far yfirlýsingar Serba um að þeir hygð-
ust rýma herbúðir sínar í borginni um
helgina. Þó bárust fregnir af einstaka
skærum. Hafa sveitir múslíma og Króata
lofað að þær muni leyfa Serbum að yfir-
gefa borgina óáreittir.
Robert Dole, leiðtogi Repúblikanaflokks-
ins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í
gærmorgun ræðu í Sterling-háskólanum í
heimaríki sínu, Kansas, þar sem hann hvatti
til aðgerða gegn innrás Serba í Bosniu-Hers-
egóvínu. „Það er bæði sorglegt og skammar-
legt að heimsbyggðin skuli hafa látið Milo-
sevic [forseta Serbíu] komast upp með
þetta,“ sagði Dole. „Við höfum gefið út
harðorðar yfirlýsingar, ákveðið nokkrar
vægar refsiaðgerðir, en ekki þorað að ihuga
ákveðin, bein afskipti sem eru eina leiðin
til að stöðva Milosevic.“
Dole sagðist ekki vera að leggja til að
bandarískar hersveitir yrðu sendar til fyrr-
um Júgóslavíu heldur að Bandaríkin myndu
taka upp virkari stefnu í málinu sem hann
teldi að bæri að byggja á fimm atriðum.
Algjöru viðskiptabanni á Serbíu, frystingu
eigna Serbíu erlendis, riftun stjórnmálasam-
bands við Serbíu, tafarlausri mannúðarað-
stoð til Bosníu og að Bandaríkjamenn tækju
forystuna í því að sjá til þess að sendar
yrðu friðargæslusveitir til landsins.
Á föstudag ákvað Bandaríkjastjórn að
vísa hermálafulltrúum júgóslavneska sendi-
ráðsins í Washington úr landi og kalla eigin
hermálafulltrúa i Belgrad heim. James Ba-
ker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er
nú staddur í Evrópu og átti á föstudags-
kvöld fund með John Major, forsætisráð-
herra Bretlands. Að þeim fundi loknum
sagði Baker að hinn siðmenntaði heimur
yrði að byija að ihuga hvað hann gæti gert,
pólitískt og efnahagslega, til að stöðva átök-
in. Einungis ef slíkar aðgerðir reyndust
árangurslausar væri orðið tímabært að taka
hernaðarlega íhlutun til athugunar. í gær
átti Baker fund með utanríkisráðherrum
Evrópubandalagsins í Lissabon.
Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bret-
lands, sagði í viðtali við BBC í gær að mjög
varasamt gæti reynst að senda herlið til
Júgóslavíu. „Sannleikurinn er að enginn er
reiðubúinn eins og stendur að senda inn
sveitir til að beijast í þessari stöðu og sitja
síðan fastar um ókominn tíma,“ sagði Hurd.
Lýðveldunum Slóveníu, Króatíu og Bosn-
íu var á föstudag veitt aðild að Sameinuðu
þjóðunum og í tilefni þess urðu margir til
að gagnrýna yfirgang Serba gagnvart þess-
um þjóðum. Sagði Samir Shihabi, forseti
allsheijarþings SÞ, að umheiminum bæri
skylda til að vernda fullveldi og landamæri
nýju aðildarríkjanna. Diplómatar hjá SÞ
sögðust búast við að öryggisráðið myndi
taka refsiaðgerðir gegn Serbum til umræðu
þegar í byijun næstu viku. Meðal þeirra
refsiaðgerða sem líklegar væru mætti nefna
bann við flugsamgöngum og oliusölubann.
Hörkukona
hefur hungur
MIRIAM Santiago,
sem kölluð hefur
verið „Járnfrú
austursiris", hóf í
gær hungurverk-
fa.ll til að mótmæla
meintu kosninga-
svindli, sem hún
segir stjórn Coraz-
on Aquino hafa fyrirskipað til að
tryggja Fídel Ramos sigur í forseta-
kosningunum, sem fram fóru II. maí.
Úrslit þeirra liggja ekki enn fyrir og
segir Santiago svindlið eina ástæðu
þess. „Það er enginn siðferðilegur
munur á stjórn Corazon Aquino og
stjórn Ferdinands Marcosar, fyrrum
forseta, að þessu leyti,“ sagði Santiago.
Hún hótar að svelta sig í hel.
McKinley tek-
ur sinn toll
McKinley-fjallið í Alaska, hæsta fjall
Norður-Ameríku, hefur tekið óvenju
háan toll af mannslífum undanfarna
daga. Hafa sjö fjallgöngumenn beðið
bana á fjallinu síðustu vikuna, þar af
þrír Bandaríkjamenn. Þrír Kóreumenn
í háskólaleiðangri hröpuðu til bana í
byijun vikunnar er þeir reyndu að kom-
ast til baka niður fáfarna og snar-
bratta leið sem kölluð er „Miðaustur-
landahraðleiðin". Þá varð svissneskur
karlmaður fjallaveiki að bráð á McKinl-
ey sl. sunnudag. Sjöundi maðurinn sem
beið bana á fjallinu hrapaði á föstudag,
en hann hefur starfað sem leiðsögu-
maður á fjallinu.
Fær Suchinda
hæli í Svíþjóð?
Heimildarmenn
úr röðum hers og
þingmanna sögðu í
gær að dagar
Suchinda Krapra-
yoons á stóli for-
sætisráðherra Tæ-
lands væru taldir
og viki hann að lík-
indum úr embætti um helgina. Átti
hann fund með Bhumibol konungi í
fyrrinótt og er talið að þar hafi hann
boðist til að segja af sér. í gær var
ekki vitað hvar Suchinda var niðurkom-
inn en þingmaður úr röðum stjórn-
arandstæðinga sagði að óskað hefði
verið eftir pólitísku hæli fyrir hann í
Svíþjóð.
NORRÆNI
SJÓNAUKINN
Á KANARÍEYJUM
SUÐRIÐ
ANDAR 22
Gypsy Kings eru Jýrsta
atriði listahátíðar
BREYTTUR 10
FÍKNIEFNAHEIMUR
ATVINNUÞÁTTTAKA
ALDRADRA
c f fuglaheimi
Sjálfsögð
mannréttindi
Brian Pilkington
teiknar Dýraríki
íslands.