Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
INNLENT
vikuna 16/5-22/5
Ekki hægt
að eignfæra
kvóta
RÍKISSKATTANEFND hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
það standist ekki skattalög að
eignfæra keyptan langtímakvóta
í bókhaldi heldur beri að skrá
slíkan kvóta sem rekstrarkostnað
og gjaldfæra allan á því ári sem
hann er keyptur. Á sama hátt
ber þeim sem selur kvóta að
tekjufæra hann í bókhaldi á því
ári sem hann er seldur. Það var
útgerðarfyrirtæki á Vestfjörðum
sem kærði úrskurð ríkisskatt-
stjóra um að eignfæra eigi kvóta
og afskrifa um 8% á ári eins og
skip. Úrskurði þessum má áfrýja
til Hæstaréttar.
Lífeyrissjóðir ættu að hafa
20% eigna í erlendum bréfum
íslenskir lífeyrissjóðir ættu að
hafa það langtímamarkmið að
hafa 20% eigna sinna í erlendum
verðbréfum og ávaxta þær þann-
ig að því er fram kom í máli
Sigurbjörns Gunnarssonar,
deildarstjóra hjá Landsbréfum,
en um næstu áramöt falla niður
fjárhæðatakmarkanir sem verið
hafa á kaupum innlendra aðila á
erlendum verðbréfum. Með þessu
móti takist að draga verulega úr
áhættu af fjárfestingum og bæta
arðsemi um allt að 20%.
Bæjarsljórn í Eyjum vill
afnema kvótasölu
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
hefur samþykkt að flýta eins og
frekast er unnt endurskoðun
sjávarútvegsstefnunnar með það
að leiðarljósi að_ sala á fiskkvóta
verði afnumin. Átta bæjarfulltrú-
ar greiddu tillögunni atkvæði en
einn sat hjá.
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra og formaður
ráðherranefndar EFTA, ræðir
við Frank Andriessen, varafor-
seta framkvæmdastjórnar Evr-
ópubandalagsins.
Framlög frá atvinnuleysis-
tryggingarsjóði til að
auka atvinnu
Akureyri og H,úsavík hafa lagt
inn umsóknir í atvinnuleysis-
tryggingarsjóð um framlög til
atvinnuskapandi verkefna fyrir
fólk sem annars væri á atvinnu-
leysisbótum. Fleiri sveitarfélög
hafa hugað að því sama. Um-
sóknirnar verða teknar fyrir á
fundi stjómar sjóðsins í næsta
mánuði og segist forstöðumaður
hans frekar eiga von á að já-
kvætt verði tekið í þessa málaleit-
an.
200 milljóna útgjöld
vegna EFTA
Gera' má ráð fyrir að útgjöld
íslendinga vegna aðildar að
EFTA og samningsins um Evr-
ópskt efnahagssvæði verði um
200 milljónir króna á ári. Ráð-
herrafundur EITA var haldinn í
Reykjavík í vikunni og var þar
gert samkomulag um hvernig
skipta beri kostnaðinum. Tals-
verður hluti þessarar upphæðar
má ætla að renni aftur tií lands-
ins í formi ýmissa styrkja. Einnig
náðu ráðherrarnir samkomulagi
um að öll tungumál ríkjanna
væru jafnrétthá og að EFTA-
dómstóllinn verði staðsettur í
Genf.
ERLENT
NATO til
friðargæslu
MANFRED Wörner, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, skýrði. frá því á
fimmtudag, að samstaða væri um
það meðal aðildarríkja band-
alagsins, að það tæki að sér
friðargæslu
utan landamæra
aðildarríkjanna
ef RÖSE, Ráð-
stefnan um ör-
yggi o g sam-
vinnu í Evrópu,
færi fram á það.
Verður sam-
þykkt ályktun
þess efnis á
utanríkisráðherrafundi NATO í
Ósló 4. júní nk. en leiðtogafundur
RÖSE-ríkjanna 52 verður
mánuði síðar. Opnar þessi sam-
þykkt fyrir verulegar breytingar
á hlutverki Atlantshafsband-
alagsins.
Sviss sækir um EB-aðild
RÍKISSTJÓRN Sviss hefur
ákveðið að sækja um aðild að
Evrópubandalaginu, EB, og vill,
að umsóknin verði tekin fyrir
samtímis umsóknum Austurríkis,
Svíþjóðar og Finnlands. Þrír ráð-
herrar af sjö voru á móti umsókn-
inni og þar af einn, sem þó er
hlynntur EB-aðild. Hann óttaðist,
að í þjóðaratkvæðagreiðslu síðla
árs um aðild Sviss að Evrópska
efnahagssvæðinu, EES, gerðu
margir kjósendur lítinn greinar-
mun á því og EB og því væri
meira hætta á, að það fyrrnefnda
yrði fellt. Líklega er ótti hans
ástæðulaus því í skoðanakönnun
í vikunni var 61% Svisslendinga
hlynnt EB-aðild og hefur hlutfall-
ið aldrei verið hærra.
íslam gegn Armenum
ÁTÖKIN í Nagorno-Karabak og
azerska sjálfstjórnarlýðveldinu
Nakhítsjevan milli Armena og
Azera hafa vakið mikil viðbrögð
í sumum íslömskum ríkjum. Arm-
enar eru kristnir en Azerar mú-
slimar og hafa dagblöð í íran
hvatt til samstöðu meðal
íslömsku ríkjannagegn Armeníu.
Tyrkneskt dagblað hafði það
einnig eftir Turgut Ozal Tyrk-
landsforseta, að strax ætti að
senda tyrkneskt herlið til Nak-
hítsjevan og stjórnarandstaðan í
landinu styður þá kröfu. Suley-
man Demirel, forsætisráðherra
NATO-ríkisins Tyrklands, vill þó
fara hægt í sakirnar og forðast
að stofna til eins konar trúar-
bragðastyijaldar milli kristinna
manna og múslima.
Herútboð meðal Serba
YFIRMENN í júgóslavneska
sambandshemum hafa skorað á
alla serbneska karlmenn í Bosníu
á aldrinum 18-60 að taka sér
vopn í hönd í stríðinu gegn Króöt-
um og múslimum í landinu og
þykir herkvaðningin ekki auka á
friðarlíkurnar. A fimmtudag
leyfðu Serbar 7.000 íslömskum
konum og börnum, sem höfðu
verið í herkví í Sarajevo í þijá
daga, að forða sér burt en jafn-
framt var tilkynnt, að brottflutn-
ingi sambandshersins frá Króatíu
hefði verið frestað. Kenndu Serb-
ar um árásum Króata.
Wörner
Tekur íslam við sem aðal-
óvinur vestrænna ríkja?
í augum íslamskra bókstafstrúarmanua eru Vesturlönd óvinur-
inn, sem ber ábyrgð á fátækt og pólitísku og efnahagslegu arð-
ráni í löndum þeirra. Þeir leggja lýðræði og guðleysi að jöfnu
og vilja útrýma spillandi áhrifum vestrænna hugmynda.
Hugsanlegt að
þrjú íslömsk ríki
komist í hóp
kjarnorkuvelda á
næstu árum
FYRIR skömmu voru undirrit-
aðir viðskiptasamningar milli
fimm fyrrum sovétlýðvelda,
sem öll eru íslamstrúar, og
írans, Tyrklands og Pakist-
ans. „Við erum öll hluti af
stærri trúar- og hugsjóna-
heild,“ sagði Rafsanjani, for-
seti írans, við það tækifæri
en vonast er til, að með samn-
ingunum hafi verið lagður
hornsteinn að stóru, íslömsku
efnahagsbandalagi. „Kóranin
er og verður okkar vegvísir."
Ekkert virðist eðlilegra en að
íbúarnir í Azerbajdzhan,
Úzbekístan, Túrkmenístan,
Kírgízístan og Tadzhíkístan teng-
ist trúbræðrum sínum og ná-
grönnum nánari böndum og
heimsfriðnum ætti ekki að standa
meiri ógn af því en þegar 12
kristnar þjóðir í Evrópu komu
saman í Evrópubandalaginu.
Samt sem áður hefur þessi þróun
valdið nokkrum kuldahrolli meðal
valdamanna á Vesturlöndum. í
augum margra þeirra eru íslams-
trúarmenn, einkum harðlínu-
mennirnir í þeirra hópi, að taka
við af kommúnistum sem aðal-
óvinur vestræns lýðræðis. Stjórn-
völd r íran, sem beittu sér fyrir
bandalaginu, eru táknræn fyrir
flest það, sem Vesturlandabúum
finnst ógeðfelldast í fari íslams.
Um 40 ára skeið þurftu Vestur-
lönd ekki á öðrum óvini að halda
en kommúnismanum. í honum
birtist allt, sem fólk vildi ekki,
síst af öllu þeir, sem urðu að búa
við hann. Kommúnisminn var
guðlaus og grimmur og hættuleg-
ur vegna útþenslustefnunnar.
Hann var 20. aldar útgáfa af djöfl-
inum eins og hann birtist í guð-
fræðiritum á miðöldum.
íslam í stað kommúnismans
Utanríkisstefna vestrænna
ríkja, einkum Bandaríkjanna, hef-
ur verið einföld. Bandarískir ráða-
menn, allt frá Truman til Reag-
ans, efuðust aldrei um, að Sovét-
menn stæðu fyrir alþjóðlegu sam-
særi um að ná heimsyfirráðum
með hernaðarlegu ofbeldi en nú,
þegar kommúnisminn er horfinn,
hver á þá að
taka við hlut-
verki óvinarins?
íslam getur
fyllt þetta hug-
sjónalega tóma-
rúm að sumu
leyti. Kóraninn segir, að kirkja
og ríki séu eitt en í áugum kris-
tinna manna, sem flestir fylgja
fjölflokkalýðræði, jafngildir það
kúgun og einræði. Því verður
heldur ekki neitað, að íslam er í
sókn, að sumu leyti af efnahags-
legum ástæðum. Olíufurstarnir í
arabalöndum hafa efni á að boða
trúna og kaupa henni áhangendur
hvar sem tækifæri gefst. íslömsku
ríkin hafa líka fengið meira en
sinn skammt af samviskulausum
leiðtogum, sem kúga sína eigin
þegna af óvanalegri grimmd og
styðja hryðjuverkamenn erlendis.
Af öllum íslömsku ríkjunum eru
þau ekki mörg, sem talist geta
lýðræðisríki í vestrænum skiln-
ingi. Jafnvel velviljaðir ráðamenn
á borð við Hussein Jórdaníukon-
ung hafa alla þræði í sinni hendi.
KonungsQölskyldurnar í Saudi-
Arabíu, Oman og Kúvæt þola
enga andstöðu og í Pakistan skipt-
ist á stjórn hersins og „sterkra"
manna. í Egyptalandi, Indónesíu
og Túnis er ekki einræði en varla
lýðræði heldur. Aðeins í Tyrklandi
er unnt að tala um lýðræði en það
er markað af herbyltingum og
kúguninni á Kúrdum.
„Kristnum“ þjóðum kennt um
Ekki fer á milli mála, að sumar
greinar íslams hatast út í allt, sem
vestrænt er. Bókstafstrúarmenn
kenna „kristnum“ þjóðum um fá-
tæktina og pólitískt og efnahags-
legt arðrán í löndum sínum og
þeir líta á vestrænar hugmyndir
sem spillingu. Þegar meirihluti
kjósenda í Alsír kaus íslömsku
frelsishreyfinguna studdu þeir
flokk, sem lagði ekki aðeins lýð-
ræði og guðleysi að jöfnu, heldur
lofaði að hreinsa landið af vest-
rænum áhrifum. Það er þess
vegna sem valdataka hersins þar
hefur lítt verið
hörmuð á
Vesturlöndum.
Vesturlanda-
menn hafa
ástæðu til að
vera á varðbergi
en ótti við, að dag einn vakni
þeir við íslömsk yfirráð, sem neyði
konur til að bera blæju og karl-
menn til að biðjast fyrir fimm
sinnum á dag, er augljóslega
ímyndun. Hugsjónabaráttan er nú
háð í íslömsku ríkjunum sjálfum,
milli íhaldsmanna og róttæklinga.
Ríkisstjórnum Persaflóaríkjanna
og Egyptalands stendur miklu
meiri ógn af bókstafstrúarmönn-
um en nokkru sinni kommúnis-
manum.
Á síðustu árum hafa hins vegar
líkur á, að eitthvert eða einhver
íslömsku ríkjanna komi sér upp
kjarnorkuvopnum aukist stórlega
og af því hafa menn miklar
áhyggjur. Er ekki óttast sérstak-
lega, að slíkum vopnum verði beitt
gegn Vesturlöndum, heldur miklu
fremur, að þau verði notuð í átök-
um milli íslömsku ríkjanna sjálfra
eða gegn ísrael. Japanska leyni-
þjónustan spáir því einnig, að
beitt verði kjarnorkuvopnum í
styijöld milli Pakistana og Ind-
veija um Kasmír.
íslömsk sprengja
Ef hugað er að íslömsku ríkjun-
um þá er staðan sú, að Alsírmenn
hafa unnið að smíði kjarnorku-
sprengju í Ain Ouessera-kjarn-
orkuverinu frá árinu 1983 og
upphaflega með aðstoð Kínveija.
Talið er, að herbyltingin á dögun-
um hafi meðal annars verið gerð
til að koma í veg fyrir, að sprengj-
an, hve langt sem hún er komin,
félli í hendur Íslömsku frelsis-
hreyfingunni og bókstafstrúar-
mönnum.
Pakistanar viðurkenndu ný-
lega, að þeir réðu yfir tækni til
að smíða kjarnorkuvopn en lýstu
jafnframt yfir, að áæSanir um það
hefðu verið lagðar á hiluna. Er
því þó varlega trúað.
íranir hófust handa við sína
kjarnorkuvopnaáætlun árið 1987,
í stríðinu við íraka, eða héldu öllu
heldur. áfram með áætlun keisara-
stjórnarinnar frá miðjum áttunda
áratugnum. Talið er, að þeir geti
verið komnir með kjarnorkuflug-
skeyti eftir tvö ár.
Þegar Persaflóastríðið fyrra
hófst þurfti Saddam Hussein ír-
aksforseti aðeins eitt ár til að ljúka
við smíði kjarnorkusprengju með
aðstoð Frakka. Skemmdarverk,
sem unnin voru á OSIRAK-rafaln-
um í Frakklandi, töfðu smíðina
en írakar voru aftur komnir vel
á veg í Persaflóastríðinu síðara.
Síðan hefur búnaði og rannsókna-
stöðvum víða í írak verið eytt en
vitað er, að Saddam hefur ekki
gefið sprengjuna upp á bátinn.
Muammar Gaddafi Líbýuleið-
togi sagði einu sinni, að „arabísk
sprengja væri mikilvægari en
frelsun Palestínu“ en á Vestur-
löndum er aðeins talið „hugsan-
legt“, að Líbýa komist yfir
sprengjuna. Enn minni líkur eru
taldar á, að Saudi-Arabía og Sýr-
land komist í hóp kjarnorkuveld-
anna.
BAKSVIÐ
Svein Sigurdsson