Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 6

Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 Norsk skólaheimsókn á Selfossi: Vmattubönd treyst með heimsóknum skólabamanna Selfossi. GLAÐLEGUR og prúður hópur 52 norskra 13 ára barna frá Moltemyr-skólanum í Arendal í Noregi er í heimsókn á Selfossi. Með þeim eru 11 kennarar og foreldrar. Arendal er vinabær Selfoss og eru norsku börnin að endurgjalda heimsókn barnanna frá Selfossi til Arendal í byrjun maí. Undirbúningur ferðarinnar hefur staðið í þrjú ár af hálfu beggja skólanna. Á hvorum stað hafa starf- að nefndir foreldra og kennara til þess að afla fjár til fararinnar og standa að öllu eins og best verður á kosið. Norsku börnin gista í Sól- vallaskóla og þaðan er farið í skipu- lagðar ferðir. Strax eftir komuna til landsins skellti hópurinn sér í Bláa lónið sem Haukur Halldórsson: Úrskurður- inn getur haft áhrif á kaup o g sölu á fram- leiðslurétti HAUKUR Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að úrskurður ríkisskattanefndar í kvótamáJinu geti haft áhrif á kaup og sölu á framleiðslurétti í Iandbúnaði. „Almenna reglan í Iandbúnaðin- um hefur verið sú að ekki sé heim- ilt að færa keyptan framleiðsluk- vóta til gjalda en hins vegar hefur verið farið með söluna samkvæmt sérstökum ákvæðum. í búvöru- samningi á síðasta ári gerðum við ráð fyrir að reynt yrði að eyða skattalegri óvissu,“ sagði hann. Haukur sagði að ef sú regla yrði gildandi að kaup á framleiðslurétti verði frádráttarbær en hjá seljanda verði litið á söluna sem breytingu á eign, sem yrði skattlögð eins og um venjulegan söluhagnað væri að ræða, þá gæti þetta haft veruleg áhrif á hveijir teldu sér hag í að selja framleiðslurétt sinn og hveijir ekki. „Væntanlega mun þetta greiða fyrir að menn vilji frekar kaupa framleiðslurétt, vegna þess að þeir fá að gjaldfæra hann en hins vegar muni afstaða seljenda velta á hvort þeir hafi eignir til afskrifta eða hvort þeir hafa safnað upp tapi. Þessi úrskurður getur haft áhrif á það,“ sagði Haukur. -----» ♦ »------ Gabb á kostnað Pósts og síma NOKKUÐ hefur borið á því að hringt hafi verið í fólk og því tilkynnt að það hafi unnið síma í happdrætti á vegum Pósts og síma. Enjgin fótur er hins vegar fyrir happdrættinu. Valið er símanúmer, spurt eftur tilteknum manni og honum tilkynnt að hann hafi unnið síma í happ- drætti á vegum Pósts og síma. Sím- ann geti vinningshafinn sótt í hús- næði Pósts og síma í miðbænum. Nokkuð er um að að fólk hafí haft samband við Póst og síma til þess að spyijast frekar fyrir um happdrættið en enginn fótur er fyr- ir því og ástæða til þess að vara fólk við þessu gabbi. þótti mikil upplifun. Síðan var ekið á Selfoss þar sem vinir þeirra á Selfossi tóku á móti þeim en í ferð Selfyssinganna til Arendal mynduð- ust eðlilega vinatengsl milli barn- anna. í Noregsferð Selfyssinganna var keppt í knattspyrnu drengja og stúlkna og mátti landinn lúta í lægra haldi. Á fyrstu dögum Norð- mannanna á Selfossi var slegið upp keppni í handbolta og þá sýndu heimamenn meistaratakta og sigr- uðu í báðum flokkum. „Það er verst að skilja ekkert í málinu, maður getur ekki fylgst með neinum fréttum þar sem maður veit ekkert hvað stendur í blöðun- um,“ sagði einn fararstjóri Norð- mannanna. Þrátt fyrir það geta börnin talað saman þó frá sitt hvoru landi séu. Það bregður fyrir ensku því Selfyssingarnir bregða henni af einhveijum ástæðum frekar fyrir sig en dönskunni. Það er svo ekki sem verst því þá tala báðir aðilar annað tungumál en sitt eigið og standa jafnt að vígi. Á öðrum degi dvalarinnar fóru Norðmennirnir til Vestmannaeyja og áttu ekki orð til eftir þá ferð. Flogið var frá Bakka og voru þijár Iitlar vélar notaðar til að feija hóp- inn yfir. Síðan rak hver dagskrárlið- urinn annan. Það voru heimsóknir til pennavina, hestaferð, Þingvalla- ferð, ferð að Gullfossi og Geysi. Af hálfu heimamanna er allt gert til þess að gera ferðina eftirminni- lega fyrir gestina og ekki var annað að sjá en fyrstu dagarnir tækjust vel að þessu leyti. Gestirnir eru greinilega vel meðvitaðir um veður- farið. Þegar sólin skín eru bolir og stuttbuxur áberandi og allir sólgnir að fara í sundlaugina. Þegar síðan dregur fyrir sólu og hann gerist rigningarlegur skartar hópurinn mislitum regnfötum. Ljóst er að markmið skólanna með gagnkvæmum heimsóknum mun nást með því að í hugum barn- anna og foreldra þeirra varða nöfn vinabæjanna Selfoss og Arendal gædd vissum ljóma og góðar endur- minningar þeim tengdar. Og hver veit nema endurfundir verði þegar fram líða stundir. - Sig. Jons. I skoðunarferð í Mjólkurbúi Flóamanna. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Drög að úthlutunarreglum LÍN: Mjög* vegið að bamafólki - segir formaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs „NÁMSMENN eru mjög reiðir vegna þessara nýju tillagna og telja sig þegar vera búna að taka á sig miklar byrðar. Við töldum okkur vera beitt nyög miklu óréttlæti með lagasetningu Al- þingis og ennfrekar er svo geng- ið fram núna með 500 milljóna króna viðbótarskerðingu. Þarna er meðal annars mjög vegið að barnafólki,“ segir Páll Magnús- son, formaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs Háskóla íslands, um þau drög að nýjum úthlutun- arreglum LIN sem meirihluti sljórnar hefur kynnt námsmönn- um. Samþykkt var ályktun á fundi hagsmunanefndar sem haldinn var í gær vegna þessa máls. Þar er bent á að síðast liðið vor hafi náms- lán verið skert um 17%. í síuðustu viku hafi Alþingi samþykkt lög sem heimili stórhertar endurgreiðslur, 3% vexti á lán og að þau verði að- eins greidd út eftirá. „Hagsmunanefnd hafnar þessum síendurteknu árásum á íslenskt námsfólk. Með nýjasta útspili ríkis- stjórnarinnar er verið að skera nið- ur í lánasjóðnum um 500 milljónir króna með aðferðum sem lýsa fá- dæma skilningsleysi á högum námsmanna, ekki síst barnafólks. Það er augljóslega ekki stefna þess- arar ríkistjórnar að á íslandi hafí allir jafna möguleika til menntun- ar,“ segir í ályktuninni. Að sögn Páls hafa námsmenn ekki mótað ákveðnar tillögur um breytingar á drögum stjórnarmeiri- hlutans en fyrirhugað sé að halda fund í samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna næstkomandi þar sem gengið verði frá sameiginleg- um tillögum fyrir fund í stjórn LIN sem fram fer sama dag. Djúpvegur í Steingrímsfirði: Lægsta tilboð 20 millj ónum undir áætlun LÆGSTA tilboð í lagningu Djúp- vegar um Fellabök í Steingríms- firði sem Vegagerðin bauð ný- lega út reyndist rúmur helming- ur af kostnaðaráætlun. Áætlunin var 42,7 milljónir en lægsta til- boðið, frá Fyllingu hf. á Hólma- vík, var tæpar 23 milljónir kr. eða 53,7% af áætlun. Tilboðið er því tæpum 20 milljónum kr. und- ir kostnaðaráætlun. Umræddur vegur er 2,4 km að lengd og á vinnu við hann að ljúka fyrir 1. nóvember næstkomandi. Tíu tilboð bárust, flest á bilinu 27 til 40 milljónir, en eitt var langhæst, rúmar 84 milljónir kr. Vegagerðin bauð nýlega út 0,4 km kafla á Víknavegi um Fitjar á Reykjanesi sem á að vinna fyrir mitt sumar. Lægsta tilboðið er frá Hauki Guðmundssyni í Njarðvík, 17,6 milljónir kr., sem er 82,7% af kostnaðaráætlun. Áætlun Vega- gerðarinnar gerði ráð fyrir 21,3 milljóna króna kostnaði við lagn- ingu vegarkaflans og voru önnur tilboð en Hauks yfir þeirri áætíun. Mörg* verkefni og mikilvæg framundan segir Einar Sigurjónsson, nýkjörinn forseti SVFI EINAR Sigurjónsson, skipstjóri, var kjörinn forseti Slysavarnarfé- lags Islands á 24. landsþingi þess um síðustu helgi, og tók hann við starfinu af Orlygi Hálfdánarsyni, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Einar hefur setið hartnær þrjátíu ár í stjórn Slýsa- varnafélagsins, og verið til sjós sem skipstjóri og stýrimaður um árabil. Undanfarin ár hefur hann starfað sem verksljóri hjá ís- lenska álfélaginu samhliða störfum að slysavarnamálum. Morgun- blaðið ræddi við Einar í tilefni kjörsins. „Ég er sonur Siguijóns Einars- sonar, skipstjóra á Garðari. Ég er fæddur inn í sjómannastéttina og inn í slysavarnastarfið, því for- eldrar mínir voru af þeim árgangi sem átti þátt í stofnun Slysa- varna’félags fslands árið 1928. Móðir mín, Rannveig Vigfúsdótt- ir, var í 23 ár formaður slysa- vamadeildarinnar Hraunprýði í Hafnarfirði, og hún gekk með mig þegar hún og faðir minn áttu þátt í stofnun Slysavarnafélags- ins. Það má því segja að ég hafi sopið áhugann á slysavarnamál- um með móðurmjólkinni,“ sagði Einar. „Svo er ég auðvitað svo að segja fæddur og uppalinn til sjós, og það hafði sín áhrif.“ Einar kvaðst aðeins hafa verið fimm ára gamall þegar hann byij- aði að fara til sjós með föður sín- um á Garðari. „Að loknum gagn- fræðaskóla fór ég aftur til sjós, og svo lá leiðin í. Sjómannaskól- ann. Þaðan útskrifaðist ég 1951 og byijaði þá strax sem stýrimað- ur á togurum, en nú eru um fimmtán ár síðan ég hætti í stýri- mennsku og skipstjóm." Árið 1967 lá leið Einars til Sviss, en þangað fór hann með hópi manna á vegum íslenska ál- félagsins til að kynna sér starf- semi álvera. Þar dvaldi hann í hálft annað ár, en sneri að því loknu heim, og hefur síðan starfað sem verkstjóri hjá ÍSAL. Formleg afskipti Einars af slysavarnamálum hófust árið 1964, er hann tók við formennsku slysavamadeildarinnar Fiska- kletts í Hafnarfirði. Síðan þá, eða í tuttugu og átta ár, hefur hann setið í stjórn Slysavarnafélags íslands. Aðspurður um framtíðaráform sín sem forseti Slysavarnafélags- ins svaraði Einar því til að það væri nú ekki hans að ráða því einn. Þó kvaðst hann persónulega hafa mestan áhuga á slysavörnum til sjós, og tók í því samhengi sérstaklega fram mikilvægi hins mikla og góða starfs sem unnið hefur verið í nýliðafræðslu við Slysavarnaskólann. Þó margt sé enn í úrvinnslu í starfshópum á vegum Slysavarna- félagsins síðan á landsþingi þess um síðastliðna helgi, taldi Einar sérstaka ástæðu til að láta sig varða nokkur hugðarefni sfn. „Það má sem dæmi nefna sérhæfingu björgunarsveitanna, en ég hef mikinn áhuga á því að þær verði sterkari í því sem þær einbeita sér að. Svo erum við með ákveðin verkefni í gangi, eins og Vörn fyrir böm, Gemm bæinn betri Einar Siguijónsson, nýkjörinn forseti Slysavarnafélags ís- lands. fyrir börnin og Aukið öryggi i landbúnaði. Þetta munum við halda áfram með af fullum krafti núna. Og svo við snúum okkur aftur að sjómönnunum, hef ég miklar áhyggjur af smábátaslys- unum — þau finnst mér ógnvæn- leg, svo og slysin á mönnum til sjós. Þetta eru atriði sem brenna á okkur,“ sagði Einar. Þegar rætt er um slysavarna- mál er skemmst að minnast sam- einingar Flugbjörgunarsveitar- innar og Hjálparsveita skáta í Landsbjörgu. Þegar Einar var inntur eftir mögulegu samstarfi Slysavarnafélagsins við Lands- björgu vísaði hann til samþykkta tveggja landsþinga, þar sem Slysavarnafélagið lýsti sig reiðu- búið til samstarfs. „Því miður slitu þeir þeim viðræðum á sínum tíma og það hefur ekki farið í gang síðan. Við höfum áhuga á auknu samstarfi við Landsbjörgu, og er það yfirlýst stefna þingsins," sagði Einar. „Við höfum nefnt þann mögu- leika að björgunarsamtökin reki sameiginlega stjórnstöð, og finnst mér það mjög af hinu góða. Nú rekum við mjög góða stjórnstöð sem er í tengslum við Tilkynning- askylduna. Svo á Landsbjörg mjög góðan þjálfunarskóla fyrir björgunarsveitamenn. Þarna eru tvö stór atriði sem mér finnst að eigi að skoða vel.“ Einar kvaðst ekki telja samein- ingarviðræður vera á döfinni eins og er. Hann lagði þó ríka áherslu á samvinnu Slysavamafélagsins og Landsbjargar, en taldi samein- ingarmálin vera framtíðarverk- efni ef flötur fyndist á því. „Ég hef alltaf verið á móti þessum umræðum um ríg milli aðilanna,“ sagði hann. „í öll þessi ár sem ég hef starfað við þessi mál hef ég aldrei orðið var við þennan ríg þegar á herðir og leit og björgun eru annars vegar.“ Einar sagði að starfið sem for- seti Slysavarnafélagsins legðist vel í sig, og hann horfði björtum augum til framtíðar. „Slysavarna- félagið heldur alltaf sinni stefnu, sama hver kemur þar við sögu. Þetta er þannig málstaður. Það er svo gott fólk í þessari stjórn að ég er viss um að við munum halda uppi merki félagsins. Ég er bjartsýnn á það.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.