Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
ITV \ er sunnudagur 24. maí, 145. dagur ársins
1992. Árdegisflóð kl. 11.53 og síðdegisflóð
kl. 24.18. Fjara kl. 5.40 og kl. 17.51. Sólarupprás í Rvík
kl. 3.44 og sólarlag kl. 23.08. Sólin er í hádegisstað í Rvík
kl. 13.25 ogtungliðí suðri kl. 7.19. (Almanak Háskólaís-
lands.)
Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. (Róm.
12,15.)
ARNAÐ HEILLA
GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, mánudag 25. maí, eiga
gullbrúðkaup hjónin Aðalheiður Guðmundsdóttir og Jón
Þ. Einarsson, ábúendur í Neðridal í Biskupstungum, en
þar er Jón fæddur, en hún er frá Böðmóðsstöðum í Laugar-
dal. Þau verða á flandri með sonum sínum 8 og tengdadætr-
um á gullbrúðkaupsdaginn.
(\/\ára afmæli. Næstkom-
í/U andi þriðjudag, 26.
maí, er níræð Gunnvör Rósa
Falsdóttir, hannyrðadama
frá Bolungarvík, dvalar-
heimilinu Felli, Skipholti 21,
Rvík.
Q /\ára afmæli. Á morgun,
ÖV/ mánudaginn 25.
þ.m., er áttræð Ólöf Sigur-
björg Jóhannesdóttir frá
Kvígindisfirði, A-Barð.,
Furugrund 20, Kópavogi.
Hún tekur á móti gestum í
safnaðarheimili Árbæjar-
kirkju við Rofabæ eftir kl. 20
á afmælisdaginn.
FRÉTTIR/MANNAMÓT
FRETTIR
ÞENNAN DAG árið 1788
fæddist stærðfræðingurinn
Björn Gunnlaugsson. Þenn-
an dag árið 1929 var Sjálf-
stæðisflokkurinn stofnað-
ur.
í DAG er bænadagur, „dagur
sem sérstaklega er helgaður
fyrirbænum. Eftir siðaskipti
voru yfirleitt fyrirskipaðir
3—4 bænadagar á ári sbr.
kóngsbænadag. Þessi siður
var endurvakinh að nokkru
leyti árið 1952 með hinum
KROSSGATAN
E
9
33
13
T
H_b=
122 . 23 24
HHH27
LOÐRETT: - 2 á húsi, 3
hold, 4 köttinn, 5 lítið skip, 6
púka, 7 spil, 9 skafrenningur,
10 furða, 12 tímabil, 13 nirf-
ill, 18 hægt, 20 slá, 21 grein-
ir, 23 guð, 24 tveir eins.
LÁRÉTT: — 1 óþæg, 5
versna, 8 gufa, 9 afturenda,
11 ánægja, 14 ótta, 15 ávöxt-
ur, 16 alda, 17 leðja, 19 mjög,
21 ástundunarsama, 22
gramdist, 25 munir, 26
óhreinka, 27 kyrri.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 lúins, 5 vætan, 8 ýktir, 9 listi, 11 raska,
14 puð, 15 fjáða, 16 iðjan, 17 nær, 19 arma, 21 iðni, 22
aldraða, 25 aur, 26 óar, 27 nía.
LÓÐRÉTT: - 2 úti, 3 nýt, 4 skipan, 5 virðir, 6 æra, 7
auk, 9 lífvana, 10 skálmar, 12 skjóðan, 13 afneita, 18 æðra,
20 al, 21 ið, 23 dó, 24 ar.
Miðlunar- rrlw
tillaga
samþykkt
almenna bænadegi þjóðkirkj-
unnar, sem haldinn er 5.
sunnudag eftir páska ár
hvert,“ segir í Stjörnu-
fræði/rímfræði.
AÐSTOÐARSKÓLA-
STJÓRAR. í Lögbirtinga-
blaðinu auglýsir fræðslustjóri
Reykjavíkurumdæmis lausar
aðstoðarskólastjórastöður við
fimm skóla í höfuðstaðnum,
með umsóknarfresti til 5. júní
nk. Þessir skólar eru: Hóla-
brekkuskóli, Selásskóli,
Hamraskóli, Húsaskóli og
Grandaskóli.
NORÐURBRÚN 1, félags-
og þjónustumiðstöð eldri
borgara. Á morgun, mánu-
dag, kl. 14.15 verða tónleikar
á vegum fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur: Ingibjörg Mart-
einsdóttir syngur, Lára
Rafnsdóttir leikur á píanó og
Eiríkur Öm Pálsson leikur á
trompet. Vegna vorsýningar
félagsstarfsins verður tekið á
móti munum á sýninguna í
skrifstofunni í Norðurbrún 1
daga 25., 27. og 29. þ.m. en
sýningin stendur yfir 30.
maí—1. júní. Á Dalbraut
18—20 verður líka tekið á
móti sýningarmunum.
FÉL. eldri borgara. í dag
verður spiluð félagsvist í Ris-
inu eftir kl. 14 og dansað í
Goðheimum kl. 20. Mánudag
er opið hús í Risinu 13-17.
Undirbúningi Reykjanesferð-
ar er að ljúka. Hún verður
farin nk. miðvikudag. Skrif-
stofa fél. sér um skráningu
þátttakenda. Lögfræðingur
félagsins verður í Risinu til
viðtals á þriðjudag.
FRÍMERKI. Póstur og sími
tilk. í Lögbirtingi um 'næstu
frímerkjaútgáfu. Það verður
16. júní, sem gefin verða út
tvö frímerki sem helguð eru
útflutningsverslun og við-
skiptum íslendinga. Þau
verða í verðgildunum 30 og
35 krónur.
FÉL. breiðfirskra kvenna
efnir til vorferðar vestur í
Dali. Þær Anna, s. 33088 og
Halldóra, s. 45018, veita nán-
ari úppl.
KOPAVOGUR. Fél. eldri
borgara heldur bingó-fund
mánudagskvöldið kl. 20 á
Digranesvegi 12.
KVENFÉL. Hreyfils. Loka-
fundur á starfsárinu verður
nk. þriðjudagskvöld kl. 20.
Verður haldinn í rútubíl en
ekið verður til Hveragerðis
og verður lagt af stað frá
Hreyfilshúsinu kl. 20. Tilk.
þarf þátttöku til Þorbjargar,
s. 671389 eða Elísu, s. 36324,
á mánudag.
FRIÐUN æðarvarps. í Lög-
birtingi hafa sýslumaður
Húnavatnssýslu og lögreglu-
stjórinn í Barðastrandarsýslu
tilkynnt friðlýsingu æðar-
varpslanda og fuglafriðun í
landareign fjölmargra jarða í
sýslunum. Éinnig sellátra, í
tilk. sýslumannsins á Blöndu-
ósi. Bæjarfógetinn í Ólafsvík
tilk. í Lögbirtingi friðun
lagna, látra og varplanda í
lögsagnarumdæminu Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýslu
og Ólafsvíkurkaupstað. Loks
hefur sýslumaður N-Múla-
sýslu tilk. í blaðinu friðun
æðarvarps fyrir jörðinni
Skálanesi í Seyðisfirði.
BANDALAG kvenna í
Reykjavík. Afmælisfagnað
heldur bandalagið á föstudag-
inn kemur, 29. þ.m., á Kjar-
valsstöðum. Minnst verður 75
ára afmælis bandalagsins.
Þær Guðrún, s. 37151 og
Auður Stella, s. 612297 taka
á móti þátttökutilk.
HEIÐAVALLASVÆÐIÐ í
Kópavogi. Skipulagsstjóri
tiik. í Lögbirtingablaðinu að
gerð hafi verið tillaga að deili-
skipulagi svæðisins en það
afmarkast af Melaheiði,
Tunguheiði, Lyngheiði og efri
Víghólum. Hefur tillagan ver-
ið lögð fram til sýnis í skrif-
stofu bæjarskipulagsins og
verður þar til sýnis til 1. júlí,
segir í tilk.
KIRKJUSTARF
HÁTEIGSKIRKJA. Biblíu-
lestur mánudagskvöld kl.
21.00.
SELTJARNARNES-
KIRKJA. Fundur í æskulýðs-
félaginu í kvöld kl. 20.30.
ÁRBÆJARKIRKJA. For-
eldramorgunn þriðjudag kl.
10-12.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Fundur í æskulýðsfélaginu
mánudag kl. 20.30. Söngur,
leikir, helgistund.
SKIPIN
reykjavíkurhöfnT
Togararnir Már og Snæfugl
fóru á veiðar í gær. Kyndill
fór á ströndina. í dag fer fer
Grundarfoss til útlanda og
togarinn Ásbjörn er væntan-
legur inn til löndunar.
MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM
Alþingi samþykkti í gær
að greiða starfsmönnum
ríkisins, er hafa undir
650 kr. mánaðarlaun 300
kr. uppbót á ári með
hverju barni innan 16
ára aldurs, þó þannig að
samanlögð laun og upp-
bót mega ekki fara yfir
650 kr. á mánuði. Hér
hefur verið stigið spor
sem telja verður mjög
merkilegt og þýðingar-
mikið. Störfum Alþingis
lýkur í dag, þingfundum
frestað og Alþingi rofið,
en þannig að þingmenn
halda umboði sínu til
kjördags. Ákveðið hefur
verið að þingkosningar
fari fram sunnudaginn
5. júlí. Er það viku síðar
en kosningalög ráðgera.
Hreppsnefndarkosning-
um, sem vera áttu síð-
asta sunnudag í júní,
verður frestað til 12. júlí.
Ekki þótti rétt að láta
þær kosningar fara fram
á undan þingkosningun-
um.
☆
Sex blaðamenn frá dag-
blöðunum í Reykjavík og
Ríkisútvarpinu fór í gær
í flugferð um nágrenni
Reykjavíkur. Flugmaður
var Órn Johnson. Var
flogið í 37 mín. og farið
á þeim tíma m.a. til Þing-
valla. Hæst var flogið í
1.200 m hæð og há-
markshraði var rúmlega
200 km á klst.
ORÐABÓKIN
Bráð
Af sjálfu sér leiðir, að
þeir, sem tjá sig í Qölmiðl-
um, hvort sem það er á
prenti eða í mæltu máli,
komast ekki hjá því að
segja oft sömu hugsunina
með svipuðu eða jafnvel
sama orðalagi. Slíkt verð-
ur vitaskuld þreytandi
bæði fyrir þann, sem orðin
velur og ekkert síður fyrir
hinn, sem les eða hlýðir
á. Þá er auðvitað ekki
annað að gera en freista
þess að færa hugsanir sín-
ar í sem fjölbreyttastan
búning, enda þótt hið
sama felist í þeim orðum,
sem valin eru hveiju sinni.
En hér er það, sem vanda
þarf vel til orðalags og
þá ekki sízt til þess, að
orðin geti ekki valdið mis-
skilningi og verði umfram
allt ekki tvíræð. Ég kunni
t.d. ekki við þetta orðalag
í fréttum Ríkisútvargsins,
meðan á stríðinu við Iraka
stóð í fyrra: „Þeir komu
140 flugvélum undan til
írans, svo að þær yrðu
ekki Bandamönnum að
bráð.“ Þannig er, að
frummerking no. bráð er
„veitt dýr, (hrátt) kjöt af
veiddu dýri, æti, fengur“,
enda er merkingin mat-
föng einráð í fornu máli
og að ég hygg að mestu
leyti enn í dag. í OH eru
fjölmörg dæmi um þessa
nierkingu allt frá 16. öld.
Af framansögðu er eðli-
legast að halda þessari
fornu merkingu orðsins,
þótt merkingin herfang
almennt þekkist í nútíðar-
máli. - jaj.