Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
„ÞAÐ ER ÓDÝRARA FYRIR UNGLING AÐ NÁ SÉR í HASSVÍMU HELD-
UR EN ÁFENGISVÍMU. 10 KRAKKAR, BYRJENDUR í NEYSLU, GETA
SEST AÐ EINU HASSGRAMMI í PÍPU OG REYKT SIG „SKAKKA“
Á ÞVÍ FYRIR 1.500 KRÓNUR EÐA 150 KRÓNUR Á MANN. . .AF
MÁLI LÖGREGLUMANNANNA MÁ RÁÐA AÐ FYRIR MARGA
14 OG 15 ÁRA UNGLINGA SÉ ÞESSI LEIÐ NÚ SÍST
ERFIÐARI EN SÚ AÐ FÁ EINHVERN TIL AÐ KAUPA
FYRIR SIG ÁFENGI.
eftir Pétur Gunnarsson
FÍKNIFNALÖGREGLUNNI virðast miklar breytingar hafa
orðið á fíkniefnamarkaði hér á Iandi á undanförnum misser-
um og telur nauðsynlegt að óháðum aðila á borð við félags-
vísindastofnun Háskóla íslands verði falið að kanna raun-
verulegt umfang fíkniefnaneyslu hér á landi og niðurstaða
könnunar af því tagi verði síðan lögð til grundvallar ákvörð-
unar. Fíkniefnalögreglan hefur sífellt afskipti af yngri neyt-
endum og að sögn Björns Halldórssonar lögreglufulltrúa
og Ólafs Guðmundssonar, rannsóknarlögreglumanns í for-
varnadeild lögreglunnar, er talsvert farið að bera á has-
snotkun meðal nemenda í efstu bekkjum nokkurra grunn-
skóla og virðist hass í vaxandi mæli hafa tekið við hlut-
verki áfengis sem vinsælasti vímugjafinn, enda sé það nú
sá ódýrasti. Jafnframt sé hópurinn sífellt að breikka þar
sem stór hluti þeirra sem hófu neyslu fyrir um 20 árum sé
enn að. Þeir segja að þótt hass sé enn fíkniefni númer 1,2 og
3 hér á landi sé svo komið að engar sveiflur séu lengur í
framboði á amfetamíni, öfugt við það sem áður var. Svo
mikið sé til af ametamíni á svörtum markaði um þessar
mundir að neytendur geti leyft sér að hafna mjög lélegu,
útþynntu efni og fái nú meiri styrkleika út úr hverju grammi
sem þeir kaupa. Neytendahópurinn sé yngri en áður og á
meðferðarheimilinu á Tindum þekkist dæmi um 13 ára barn
sem fengið hafi meðferð vegna amfetamínneyslu, sem það
hafi byrjað í 11 ára gamalt. LSD er sagt áberandi um þess-
ar mundir eftir að hafa ekki verið fáanlegt að heitið geti
svo árum skiptir.
ndanfarin misseri
hefur lögreglan
heyrt háværan
orðróm, sem hún
telur ástæðu til að
taka mark á, um
að heróín sé hér í umferð. Lagt
hefur verið hald á 23 töflur af
„ecstasy“ eða alsælu, sem er
hvorttveggja ofskynjunarlyf og
örvandi efni, og í tísku í Bandaríkj-
unum og Evrópu enda ranglega
sagt ekki ávanabindandi og skað-
laust. Björn Halidórsson fullyrðir
að bæði innflutningur og fjár-
mögnun fíkniefna hér á landi sé
mjög skipulögð starfsemi en það
eigi hins vegar ekki við um smá-
söludreifinguna.
Um mitt.ár 1990 var all um-
fangsmikil fíkniefnasala stöðvuð í
húsi Breiðholti, á heimili tveggja
bræðra á unglingsaldri sem stjórn-
uðu viðskiptum með hass. Rann-
sókn málsins leiddi til þess að um
80 manns, allur þorri þeirra undir
tvítugu og margir á grunnskóla-
aldri, voru í kjölfarið kærðir fyrir
neyslu og vörslu á fíkniefnum.
Björn Haildórsson segir að segja
megi að í þessu máli hafi lögregl-
unni fyrst birst það hvaða breyt-
ingar væru að verða í þessum
heimi og að táningar á grunn-
skólaaldri ættu auðvelt með að
nálgast hass og margir þeirra virt-
ust sækjast eftir því. „Það er ódýr-
ara fyrir ungling að ná sér í hass-
vímu heldur en áfengisvímu. 10
krakkar, byijendur í neyslu, geta
sest að einu hassgrammi í pípu
og reykt sig „skakka“ á því fyrir
1.500 krónur eða 150 krónur á
mann,“ segir Ólafur Guðmunds-
son. Fram kemur að verð á hassi
hafi verið allstöðugt lengi, um
1.500 krónur grammið en þó eitt-
hvað mismunandi eftir stöðu og
samböndum neytenda á markaðin-
um.
Ólafur segir að enginn sem byiji
neyslu ætli sér að verða fíkill og
sjálfsagt geri börn og táningar sér
ekki grein fyrir því að hin virku
Að sögn lögreglu
bendir margt til að svo
mikið sé tilaf amet-
amíni á svörtum mark-
aði um þessar mundir
að neytendur geti
leyft sér að hafna
mjög lélegu, útþynntu
efni og fái nú meiri
styrkleika út úr hverju
grammi sem þeir
kaupa.
efni í kannabisefnum séu ekki
vatnsleysanleg eins og alkóhól
heldur bindist þau fituvef í líkam-
anum og séu því 30 daga að skilj-
ast út en það kalli á það að sífelit
þurfí meira magn til að fínna áhrif.
En eftir að neyslan sé byijuð geti
þessi þróun orðið.hröð, og algengt
sé að maður sem kominn er út í
harða neyslu eða raunveruleg mis-
notkun á kannabisefnum reyki eitt
gramm á dag og dæmi eru um
að dagsneyslan séu 3 grömm.
Aðspurðir um dreifingarleiðir
efnisins til unglinga segja þeir að
þær geti verið með misjöfnum
hætti en algengt virðist að það sé
keypt í gengum gamla skólafé-
laga. Í efstu bekkjum grunnskól-
anna þekkist krakkar orðið mjög
vel eftir að hafa flest hver verið
saman í skóla í mörg ár. En í efri
bekkjunum vill það henda að ein-
hveijir detta út úr skóla, iðulega
vegna óreglu og fíkniefnaneyslu.
Þetta séu unglingar sem umgang-
ist mest sér 5-15 árum eldra fólk,
séu í mikilli og daglegri snertingu
við fíkniefni og eigi auðvelt með
að útvega gömlum skólafélögum
hass. Af máli lögreglumannanna
má ráða að fyrir marga 14 og 15
ára unglinga sé þessi leið nú síst
erfiðari en sú að fá einhvern til
að kaupa fyrir sig áfengi.
Er þá verið að tala um venjuleg-
an unglingahóp í Reykjavík?
„Það er erfítt að segja hvað á
að kalla venjulegt en maður veit
dæmi þess að það var verið að slá
saman í fjölmennt partí í 9. bekk
og það er verið að safna fyrir því
að kaupa um 20 grömm af hassi.
Það þýðir það að eitthvað á annað
hundrað manns ætla að nota af
efninu. Þetta eru unglingar í
grunnskóla í borginni," segir Björn
Halldórsson. Hann segist gera sér
grein fyrir því að fyrir allan þorra
almennings hljómi lýsingar eins
og út úr kvikmynd en segir að
þeim sem vinni við fíkniefnamál
sé ljóst að það sé ómögulegt fyrir
þá sem ekki séu í návígi við þenn-
an heim í gegnum vinnu sína eða
ættingja að gera sér grein fyrir
því hvernig ástandið er í raun.
Auk þess sem lögreglan segir
að sá hópur unglinga sem notar
hass hafí verið að breikka síðustu
mánuði segja þeir amfetamín hér
orðið stöðugan vágest en fyrst fór
að bera á því hér um 1980 og síð-
an hefur hlutur þess stöðugt auk-
Tíminn sem það tekur
neytandann að kom-
ast á það stig að verða
algjörlega forfallinn
virðist styttast, neysl-
umunstrið breytist og
í dag er algengt að
menn fari að sprauta
sig með amfetamíni,
sem er síðasta stig í
neyslu þess, eftir 2
ára notkun.
ist. Nú er svo komið að undanfar-
in misseri hefur aldrei borið á
skorti á efninu, þvert á moti virð-
ist það sem lögreglan kemst yfír
verða sterkara og mjög lélegt efni
sem áður hefði rokið út, selst nú
ekki.
Ólafur segir að tíminn sem það
taki neytanda að komast á það
stig að verða algjörlega forfallinn
virðist vera styttast, neyslumun-
strið breytist og í dag sé algengt
að menn fari að sprauta sig með
amfetamíni, sem er síðasta stig í
neyslu þess, eftir 2 ára vímuefna-
neyslu. Neytendahópurinn stækki
og það sé í viðskiptum með amfet-
amínið sem mestir peningar séu
fyrir neytendur og þar með mögu-
leikar á að fjármagna eigin neyslu
enda virðist markaðurinn fyrir
kaupendur ekki mettur.
Bæði fjárþörf neytendanna og
sá möguleiki sem þeir eiga til að
vinna sér inn peninga með dreif-
ingu efna og einnig hið mikla
magn sem sé í umferð hafi í för
með sér að annað hvort þurfi þeir
sem eru í sölu þessara efna að
finna nýja neytendur eða taka á
sig verðlækkun.
Neytandi, sem kaupi til dæmis
3 grömm af amfetamíni fyrir
4.500-5.000 krónur og ætli að
nota það magn, geti þynnt það
út þannig að hann eigi 10 grömm,
noti þijú sjálfur og selji hin sjö.
Of ungir til að muna sögur um
skaðsemi LSD
Undanfarna mánuði hefur verið
til hér mjög mikið af sýru, eins
og LSD er kallað, en það efni
hafði varla sést hér að heitið gæti
um nokkurra ára skeið^ að sögn
Björns Halldórssonar. A áttunda
áratugnum olli LSD talsverðu
heilsutjóni meðal neytenda hér á
landi og í kjölfarið varð almenn
hræðsla við efnið til þess að neyt-
endur kærðu sig ekki um það, að
sögn Ólaf Guðmundssonar. Það