Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 Arne Ardeberg stjömufræðingur og framkvæmda- stjóri NOTSA, samtaka um sjón- aukann, segist vonast eftir þátt- töku íslendinga sjonaukinnH Á KANARÍEYJUM Arne Ardeberg, framkvæmdastjóri norræna sjónaukans. eftir Sverri Guðmundsson EFTIR margra ára fræðilegar rannsóknir finnst ís- lenskum stjarnvísindamönnum kominn tími til færa út kvíarnar og byrja að stunda athuganir. En það yrði of dýrt að byggja sjónauka hér á landi. Þess vegna vonast vísindamennirnir til þess að komast inn í samstarf Norðurlandanna um sjónaukann á La Palma á Kanaríeyjum. Nýlega var staddur hér á landi Arne Ardeberg, stjörnufræðingur frá Svíþjóð og fram- kvæmdastjóri NOTSA, samtaka um rekstur sjónauk- ans. Hann kom hingað til að ræða við íslenska stjarn- vísindamenn um hugsanlega aðild að sjónaukanum. Arne Ardeberg er prófessor í stjömufræði við há- skólann í Lundi í Sví- þjóð. Þar hefur starf hans einkum beinst að athugunum á sólkerfunum, sérstakiega Vetrar- brautinni. Meðal annars hefur hann rannsakað sögu og gerð Vetrar- brautarinnar; hvernig elstu stjörn- umar „fæðast“, og lífshlaup þeirra. Á seinni árum hefur starf Arde- bergs í auknum mæli snúist um norræna sjónaukann á Kanaríeyj- um. Hann er framkvæmdastjóri NOTSA, sem em samtök Norður- landaþjóðanna fjögurra um rekstur sjónaukans á Kanaríeyjum. Ardeberg segir að á Norðurlönd- unum sé löng hefð á stjömufræði- rannsóknum. Danir og Svíar hafí verið aðilar að evrópsku samstarfí og Finnar hafi starfað í samvinnu við Rússa. Norðmenn og íslending- ar hafi hins vegar verið dálítið utan- veltu í alþjóðlegu samstarfi. Það sem hins vegar hafí háð ðllum lönd- unum síðustu 30-40 árin hafi verið skortur á stómm sjónaukum til at- hugana. En stórir sjónaukar em dýrir og það hefur ekki verið á færi annarra en ríkustu þjóða heims að byggja þá. Ódýr kostur Það var árið 1984 sem Norður- lönd ákváðu að fara út í að byggja sjónauka á Kanaríeyjum, sem jafn- ast gæti á við þá bestu í heimi. Arne Ardeberg segir, að það hafi alltaf verið ljóst að Norðurlöndin gætu ekki byggt eða rekið stóran sjónauka, því hafi þeim í NOTSA verið uppálagt að halda öllum kostnaði í lagmarki. Valið stóð, að sogn Ardebergs, um ódýran sjón- auka eða engan sjónauka. NOTSA hafí þá farið að athuga hvernig byggja mætti ódýran sjónauka sem yrði sambærilegur stóm sjónaukun- um varðandi gæði. Veita skildi tveimur atriðum forgang; að fá sem skarpasta mynd af þeim stjörnum sem til athugunar eru, og að sjón- aukinn nýttist til margháttaðra rannsókna. Það liðu mörg ár þar til starfíð við sjónaukann komst í gang. 1990 Norræni sjónaukinn á La Palma á Kanarieyjum. var fyrsta árið sem starfað var á fullu. En nú þegar er hægt að sjá góðan árangur af starfinu, að sögn Arne Ardebergs. Hann segir að vel hafí tekist til við útfærslu á speglum sjónaukans, sem geri það að verk- um að allar úlínur þeirra stjarna, sem kannaðar eru, sjáist mun greinilegar en með öðrum og stærri sjónaukum. Það sem áður var álitið risastjama, hefur í rauninni verið tvær eða þrjár venjulegar stjörnur. Þá sjáist stjörnuþokur mun greini- legar í þessum sjónauka en öðrum. Við sjónaukann starfa sex menn, en auk þess starfa tveir nemar við stöðina. Til samanburðar nefnir Ardeberg sambærilegan breskan sjónauka á sömu eyju, þar sem 22 rannsóknarmenn starfa. Af þessu megi sjá að norræni sjónaukinn er mjög ódýr. Ardeberg segir að þessi skipan hafi gefist mjög vel en neit- ar ekki að gott væri að geta ráðið nokkra menn í viðbót. Mikil ásókn er í störf við sjónaukann, og eru þrjár tii fjórar umsóknir um hveija stöðu. Mikill áhugi er líka meðal landa utan Norðurlandana á að komast inn í samstarfið, en Arde- berg segir að engin tök séu á að taka inn fleiri lönd, en það gildi ekki um ísland. „ísland var ekki með frá fyrstu byijun, sem mér finnst mjög mið- ur,“ segir hann og bætir við, að hann geri ráð fyrir að íslendingar verði orðnir aðilar að norræna sjón- aukanum áður en langt um líður. — En hvað geta Islendingar lagt af mörkum í samstarfínu? „Ég er kominn hingað til þess að ræða það við íslenska stjarnvís- indamenn. En ég e'r sannfærður um að hér er fyrir hendi sérstök kunn- átta, sem mun nýtast í samstarfínu. Ég veit að hér hafa menn stundað merkar stjarnfræðirannsóknir á svokallaðri alheimsfræði, „cosmo- logi“ og nifteindastjömum,“ segir Ardeberg. Framtíð norræna samstarfsins um sjónaukann virðist trygg, þrátt fýrir blikur á lofti varðandi aðra norræna samvinnu. Samningurinn 1984 var til tíu ára og verður end- urnýjaður til tíu ára. Þá eru einnig í gangi viðræður um aukið sam- starf á sviði menntunar milli land- anna. Kostnaður við rekstur sjón- aukans skiptist, eins og í öðru nor- rænu samstarfi, eftir þjóðarfram- leiðslu. Ef íslendingar gengju inn í samstarfið yrði það kostnaður uppá 600.000 krónur á ári. Full aðild mikilvæg Hingað til hafa íslenskir vísinda- menn fengið að starfa við sjónauk- ann sem einstaklingar, og komið inn í verkefni sem em í gangi hveiju sinni. Einar H. Guðmundsson, for- maður Stjamvísindafélags Islands, segir að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska stjarnvísindamenn að fá fulla aðild að samstarfinu um sjónaukann, þeir hafí hingað til aðallega stundað fræðilegar rann- sóknir, en með aðildinni myndi að- staða þeirra til beinna athugana gjörbreytast. Að sögn Einars hefur vísindaráð gefið jákvæða umsögn um umsókn þeirra stjarnvísindamanna að sam- starfinu um sjónaukann. Málið er nú í athugun í menntamálaráðu- neytinu og bjóst Einar við að af- greiðsla þess tæki nokkurn tíma. Einar segir að stjarnvísindi séu til- tölulega ódýr visindi, og að aðild að sjónaukanum sé langbesti kost- urinn fyrir íslenska stjarnvísinda- menn. — En af hveiju eiga Islendingar að stunda stjarnvísindi sem ekkert gefa í aðra hönd, nú á samdráttar- tímum? x „Það er menningarlegt atriði,“ segir Einar H. Guðmundsson. „Þa.ð er ljóst að stjarnvísindin skila ekki hagnaði samstundis. Ég myndi svara þessu með annarri spurningu: Hvers vegna eiga íslendingar að stunda tónlist og bókmenntir o.s.frv.? Ef íslendingar vilja vera í hópi menningarþjóða, þá stunda þeir stjarnvísindi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.