Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 19
19
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
Þórarinn Jónsson á Melnum var
nærri níræður þegar Olafur K.
Magnússon tók þessa mynd af
honum í vinnu við að afferma
Guilfoss í Reykjavíkurhöfn.
Hann var i þjálfun, gekk lengst
af heim til sín fram á Selljarnar-
nes og inn í Reykjavík til vinnu
og lifði á kartöflum og soðningu,
stundum dálitlu af kjöti, sagði
hann í viðtali.
Landlæknir kveðst ekki í vafa
um að fólk hafi betra af því að vinna
lengur. En slíkt þurfi að vera við
hæfi. Fólk verði rótlaust ef það vill
vinna en fær það ekki. Hann bend-
ir á að hver niðurstaðan af annarri
sýni að eldra fólk er miklu hressara
nú að það var áður fyrr. Nú hafa
menn hollari og betri fæðu, stunda
meira líkamsrækt og færri reykja.
Þetta kemur m.a. fram í könnun
Hjartavemdar sem gerð var á at-
vinnu, lífháttum og heilsufari fólks
50-61 árs á Reykjavíkursvæðinu
1967-68 og 1985-86. Þar sést að
heilsufar eldra fólks hefur batnað
mikið á síðustu áratugum. í báðum
aldurshópum hefur kólesterol í blóði
og blóðþrýstingur lækkað en
lungnaþol aukist marktækt og dán-
artíðni úr hjarta- og æðasjúkdóm-
um hefur lækkað verulega. Eðlileg
afleiðing betra heilsufars er að fleiri
aldraðir vilja hafa eitthvað fyrir
stafni. Og þá er heilsusamlegt að
vinna. Kveðst Ólafur eindregið
þeirrar skoðunar að koma eigi á
sveigjanlegum vinnutíma fyrir aldr-
aða. Fólk eigi að geta sest í helgan
stein en alls ekki of snemma.
Vinnulok metin eins og örorka
Þegar borin eru undir hann um-
mæli Þórs Halldórssonar, yfirlæknis
öldrunardeildar Landspítalans, hér
í blaðinu nýlega um að hæfni fólks
ætti að ráða vinnulokum og að
hana megi meta eins og örorku,
sömu lögmál yrðu látin ráða um
örorku- og ellilaun, svaraði land-
læknir: Því ekki það? Yrði þá auðvit-
að að miða við það fólk sem vill
halda áfram vinnu. Líka sé til fólk
sem bíði eftir að fá að hætta vinnu
og geti það. Hann kvaðst hafa veitt
því athygli erlendis að auðugt fólk
og fólk í einkarekstri haldi ótrautt
áfram starfi sínu, setjist ekki í helg-
an stein eins og það er kallað. Hvort
heldur vinnulok verða við tilskilinn
hámarksaldur eða fyrr leiða þau
yfirleitt til skorts á verkefnum og
óvirkni. Áður fyrr var rosknu fólki
talið hollast að setjast í helgan stein
og hvílast, en það kemur ekki heim
við nútíma læknisfræðiþekkingu og
verður að teljast með öllu úrelt. Til
að fólk haldi líkamlegri og andlegri
hæfni sem Iengst er líkamleg og
andleg örvun nauðsynleg til að við-
halda góðri sjón, heyrn og hreyfí-
getu svo og félagslegri og sálrænni
aðlögunarhæfni. Þótt heilsufar
65-74 ára fólks á Norðurlöndum
hafí batnað hin síðari ár fer í vöxt
að fólk láti af störfum jafnvel áður
en eftirlaunaaldri er náð. En vinnu-
lok við 65-70 ára aldur valda oft
stöðnun og óvirkni. Slíkt er ekki
læknisfræðilega réttlætanlegt, seg-
ir Ólafur, og leiðir oft til ótímabærr-
ar hrörnunar og innlagna á stofnan-
ir. Meðferð öldrunar er ekki algjör
hvíld heldur andleg og líkamlég
örvun.
„Minnkun starfsgetu skiptir
meira máli heldur en vefrænar
breytingar“,segir Ólafur ennfrem-
ur. „Mörg líffæri búa yfír mikilli
aukagetu. Sum þeirra má skerða
um þijá fjórðu hluta án þess að
nokkur greinileg starfsskerðing
komi í ljós. Margs konar geta sem
skiptir okkur máli nær hámarki um
kynþroskaaldur en er síðan að
mestu óbreytt í langan tíma þar til
hægfara skerðing verður með háum
aldri. Fram að 70 ára aldri er and-
ieg hæfni flestra lítt eða ekki skert
og má jafna henni við getu þrítugra
eða fertugra. Þó verður að taka
fram að snerpunni hrakar heldur.
Eftirlaunaaldur á því að vera sveigj-
anlegur og byggjast á læknisfræði-
legu og félagsfræðilegu mati á
starfsgetu og hæfni hvers og eins.
Vitaskuld á ekki að skerða rétt
manna til eftirlauna er þeir hafa
áunnið sér. En það eru mann-
réttindi a,ð halda óskertum starfs-
réttindum svo lengi sem hæfni og
starfsorka leyfa. Æskilegt er að
eftirlaunaaldur verði mun sveigjan-
legri en nú er, þannig að fólk geti
vaiið um hvenær það hættir störfum
á aldursbilinu 60-75 ára,“ sagði
landlæknir.
90% vilja sleppa fullu starfi
fyrir minnkað
Hér hefur verið talað um slæm
áhrif á heilsu og vellíðan aldraða
sem vilja vinna fram yfír tilsettan
Bruðlað með
dýra menntun
Á RÁÐSTEFNU um tengsl menntunar og atvinnulífs fyrr í mánuð-
inum, þar sem fenginn var erlendur fyrirlesari auk innlendra,
virtist aðaláherslan lögð á að það mundi skipta sköpum fyrir
Islendinga að hafa í framtíðinni tiltækt fólk sem kann til starfa
á sínu sviði í bland við vel menntað fólk til nýsköpunar. Það leið-
ir hugann að því bruðli sem verður með kunnáttu og dýra mennt-
un, sem kostað hefur stórfé, þegar starfsaldur hins vel hæfa
nýtist í tiltölulega stuttan tíma áður en honum er ýtt út af vinnu-
markaðinum. T.d. þegar hæft fólk kemur ekki til starfa fyrr en
um eða eftir þrítugt og fer svo kannski að hætta 60-70 ára.
Iatvinnuleysislöndunum í kring-
um okkur fer vaxandi að
hæfu fólki sé ýtt út. T.d. hitti
undirritaður blaðamaður nýlega í
Frakklandi 55 ára sálfræðing og
litlu eldri mann hennar, sem munu
hafa það eitt fyrir stafni það sem
eftir er ævinnar að rækta blóm í
garðinum sínum í Normandí. Þótt
ekki sé svo langt gengið hér nema
í undantekningartilfellum, vekur
það spurningar um þjóðfélagslegt
bruðl ef hæfni og menntun eru
ekki betur nýtt. Eða öfugt, ef kost-
að er svo miklu upp á skammvinna
nýtingu? Höfum við efni á að van-
nýta þessa stofna? Stefán Ólafsson
prófessor var einn ræðumanna á
fyrrnefndri ráðstefnu og hefur
fengist mikið við kannanir á lífs-
háttum og lífskjörum hér á landi.
Við veltum því þessum spurningum
upp við hann og við Sveinbjörn
Björnsson háskólarektor.
Algengt er að fólk komi til starfa
á vinnumarkaðinn eftir hafa verið
í háskólanámi í 8-13 ár, sem kem-
ur þá ofan á framhaldsskólanámið.
Stúdentar útskrifast hér 19-20 ára
gamlir. Skemmsta háskólanám er
3-4 ár og síðan fara margir í fram-
haldsnám, taka til dæmis 5 ár í
vinnu við doktorsritgerð. Þá orðnir
28 ára. En margir koma líka seinna
úr námi, svo sem læknar og þeir
sem fara í framhaldsnám í útlönd-
um. Má þá reikna með að þeir séu
35 ára þegar þeir eru tilbúnir til
starfa. Ög svo er um fleiri. Svein-
björn segir það alltaf mikinn missi
að tapa svo þessu fólki 33-35 ára
til starfa í í öðrum löndum. En það
sé líka slæmt að missa það of fljótt
úr störfum hér. Stefán segir að
þetta megi kalla mikið fjárfest-
ingabruðl, sérstaklega ef fólk er
búið að mennta sig eða þjálfa til
starfa lengi. Að nýta það ekki sé
óskynsamlegt.
Hveiju er þá búið að kosta til?
Reikna má með að kostnaður við
hvern námsmann sé upp undir
milljón á ári. Meðalkostnaður við
hvern nemanda í Háskóla íslands
í kennslu er 300 þúsund kr. í dýr-
ustu greinunum fer hann upp und-
ir milljón. í ýmsum öðrum skólum
er kostnaðurinn meiri, svo sem t.d.
bændaskólunum, þar sem kennslu-
kostnaður er 700-800 þúsund
krónur á mann. Til framfæris
metur lánasjóðurinn að hann þurfí
40-50 þús til að lifa og stundum
bætast á skólagjöld, sem verður
þá um hálf milljón á ári. Þetta
kemur heim við aðra athugun sem
sýnir að milljón kr. á mann á ári
er ekki of ílagt. Eftir 8- 13 ár eru
þetta orðin umtalsverð heildarút-
gjöld þegar fjöldinn er orðinn
svona mikill. Erlendis er kostnaður
yfírleitt hærri og þar koma oft til
dýr skólagjöld. Kennslukostnaður-
inn við háskólann í Tromsö er t.d.
rúm milljón og 600 þúsund í
Gautaborg, sem kemur þá á reikn-
ing frændþjóða okkar.
Hagfræði og skynsamleg
velferðarstefna
Ekki virðist ágreiningur um að
slíkur tilkostnaður skili sér ! þjóð-
félaginu. En hve lengi? Er það
ekki mikið bruðl að nýta hann
ekki eins lengi og kostur er? Báðir
taka þeir Sveinbjörn og Stefán
undir það. Háskólarektor telur að
verklok eigi að vera sveigjanleg
eftir heilsufari, jafnvel frá sex-
tugu. Verði fólk fyrir áföllum svo
starfíð sé orðið því kvalræði, eigi
það ekki að verða fangar starfsins
en eiga möguleika á að hætta. En
líka séu dæmi um að menn séu í
fullum afköstum áttræðir. Svein-
björn lítur sér nær og bendir á að
margt hér á íslandi sé byggt upp
í áhlaupum. Svo er um háskólann,
þar sem nemendum fjölgaði gífur-
lega upp úr 1970 og kennurum
þá líka. Stærstur hópur prófessor-
anna er því úr um 15 árgöngum,
fjölmargir fæddir upp úr 1930.
Þegar kemur fram um 2000 er
hópurinn farinn að nálgast sjötugs-
aldurinn. Slíkt er ekki hagkvæmt.
Kemur að því að stór hópur kenn-
ara nær a svipuðum tíma 67 ára
markinu. Sumir eldast vel og eru
virkir fram á hættutíma og fram
yfír það, en aðrir búa við skerta
heilsu og þverrandi orku. Svigrúm-
ið sé því æskilegast. Mikilvægt sé
að rífa starfandi fólk ekki upp úr
sínU umhverfí og ekki megi gleyma
því að þetta fólk sitji oft inni með
mikla starfsreynslu og þekkingu.
„Ég lít svo á að fólk eigi að
geta gengið að störfum á hvaða
aldri sem er meðan það er fullf-
rískt,“ segir Stefán.„Það er búið
að fjárfesta í þvi og það hefur
reynslu. Ekki síst ef það er velferð-
aratriði fyrir það sjálft. Í þessu er
bæði hagfræði og skynsamleg vel-
ferðarstefna og gerist ekki oft að
þetta tvennt fer saman." Hann
bendir á að eitt af því sem mælt
sé með í Evrópubandalaginu í
umræðum um fækkun í hópi yngra
fólks til að bera framfærslubyrgð-
ina af vaxandi íjölda eftirlauna-
fólks, sé að hagkvæmt sé að leyfa
fólki að halda áfram að vinna.
Skynsamlegt geti verið að hækka
eftirlaunaaldur og gefa um leið
svigrúm fyrir þau 5-10%, sem ekki
séu vel færir um það. Það verði
meginstefnan á næstu áratugum.
Hvar liggja þá mörkin? í þessu
samhengi er fróðlegt að skoða
skýrslu Stefáns Ólafssonar um
könnun Félagsvísindastofnunar HÍ
og Hagstofunnar um Lífskjör og
lífshætti á íslandi á árinu 1990,
sérstaklega með tilliti til svara
fólks á aldrinum 65-75 ára. Þar
kemur fram að 36,7% þeirra stund-
uðu launaða vinnu. Þegar þeir eru
spurðir, sem ekki eru í launaðri
vinnu, kemur í ljós að flestir, eða
62%, hafa hætt vegna aidurstak-
markana. Aðeins 21% vegna veik-
inda eða fötlunar. Bendir þetta
ekki til þess að þeir gætu stundað
vinnu? Af vinnandi fólki starfa
yfir 40% hjá hinu opinbera, en eft-
ir greinum má sjá störf við þjón-
ustu, landbúnað, fískveiðar og
fiskvinnslu, byggingariðnað og al-
mennan iðnað, samgöngur og
verslun. Helmingurinn af þessu
fólki er í fullri vinnu og nær 40%
af þeim sem eru í vinnu hafa 37
stunda vinnuviku að meðaltali en
vjnna 43,3 stundir. Eru semsagt
ríflega fullvinnandi. 80% telja þetta
hæfilegan vinnutíma. Og þá kemur
merkilegt í ljós, nær 70% svara
því neitandi að þeir séu útkeyrðir
eftir vinnudaginn, aðeins 12% segj-
ast vera það. Mun færri 65 til 75
ára telja sig þreytta að fullum
vinnudegi loknum en yngra fólkið,
þar sem 51% af aldurshópnum
16-24ra ára segjist koma þreytt
heim og 59% af fólki á besta aldri
eða 25-66 ára. Kannski er eldra
fólkið harðara af sér, en í það
minnsta finnst því sjálfu það ekki
vera útkeyrt. Meiri hlutinn af þessu
fólki 65-75 ára telur sig semsagt
geta unnið fulla vinnu án þess að
þreytast of mikið. Ekki virðist fjár-
hagsafkoman hafa þarna afger-
andi áhrif, því aðeins tæplega 13%
segjast vera fremur eða mjög
óánægðir með íjárhagsafkomu
sína.
Ef litið er á fyrrnefnda könnun
kemur í ljós að aðeins lítið brot
af 65-75 ára gömlum segjast eiga
erfitt með að hreyfa sig um og 88%
segjast ekki eiga í neinum erfið-
leikum með að fara ferða sinna
með strætisvögnum né með þát-
töku í félagslífi. Þegar tekið er til-
lit til þess að 80% aldraðra telur
fullan vinnutíma hæfílegan og ekki
er verið að þvinga það til að vinna,
virðist það styðja það sem Stefán
Ólafsson sagði, að skynsamlegt sé
og góð hagfræði fyrir samfélagið
að leyfa öldruðum að vinna áfram,
en hafa gott svigrúm fyrir þau
5-10 % sem ekki eru vel færir um
það.
Fæðingarár fastráðinna kennara í Verkfræði-
og raunvísindadeild Háskóla íslands 1980
Fæðingarár
kennara
Fjöldi
Aldur
1980
1910-19
1920-29
1930-39
1940-49
1950-59
Fæðingarár
1910
3
4
26
20
0
I
I I
1920
Aldur
2000
61-70
51-60
41-50
31-40
21-30
Emeriti
Emeriti
61-70 ára
51-60 ára
41 -50 ára
1930
1940
1950
Stór hluti kennara í Háskóla íslands kemur á eftirlaunaaldur á
sama tíma.