Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 ATVINNUÞATTTAKA ALDRADRA Sjálfsögð mannréttindi aldur. En verður fólk ekki bara feg- ið að sleppa? Hve stór hluti hópsins vill fá að vinna lengur en gert er ráð fyrir? Kannanir hafa verið gerð- ar á þessu og í alveg nýrri könnun hér kemur í ljós að 60% þeirra sem spurðir voru hvort æskilegt sé að fresta lögbundnum starfslokum telja það vera, en 40% ekki. Það athyglisverða er að unga fólkið fram að þrítugu er næstum jafn ákveðið þeirrar skoðunar að starfs- lokum eigi að fresta og alveg jafn margir í aldurshópunum á miðjum aldri fram til 67 ára. Hægt er að velta fyrir sér af hveiju. Út af fyr- ir sig er merkilegt að unga fólkið skuli hafa hugsað um þetta. En í þessu litla landi eru flestir í nálægð við aldrað fólk og sjá hvernig því líður og vegnar þegar og eftir að það er látið hætta að vinna. Og miðaldra fólkið er kannski farið að hugsa til eigin elliára. Námskeið hafa verið haldin til undirbúnings starfslokum, en landlæknir segir að margir séu tortryggnir á þau, taka það sem vísbendingu um að ýta eigi þeim af vinnumarkaðnum. Athyglisverðust er þó hin afdráttar- lausa afstaða eldra fólksins til þess að hætta fyrr í fullu starfi ef kost- ur er á minnkuðu starfi til lengri tíma. Þar segja yfir 90% að þeir mundu vinna áfram í hlutastarfi. Þegar skoðaður er vilji fólksins sjálfs virðist það vera kosturinn sem flestir telja að eigi að taka, að þeir fái að skipta heilsdagsstarfi fyrir hlutastarf eftir að eftirlaunaaldri er náð. Þetta styðst ekki við eina könnun heldur margar og er gerð grein fyrir einni, um lífskjör og lífs- hætti á íslandi í meðfylgjandi rammagrein. Af hveiju ætli stafí þá vaxandi kapp á að láta fólk hætta 67 eða 70 ára? Er það svona óhagkvæmt fyrir þjóðfélagið að það vinni? Ávinningur vafasamur Á Norðurlöndum, Bretlandi og víðar eru menn farnir að spyija sig hvað hafi áunnist við þetta. Það var m.a. til umræðu á fundi landlækna í Finnlandi nýlega, að því er Ólafur Ólafsson tjáir mér. Hvort það bæti nokkuð hag ríkisins að halda fólki atvinnulausu er umdeilt, í fyrsta lagi vegna framleiðslutaps sem af hlýst, en í ofanálag koma svo eftir- laun, tryggingar o.fl. sem þarf þá að greiða út. Rætt var um að þarna skipti í tvö horn á atvinnumarkaðin- um og að e.t.v. skoðuðu menn þetta ekki rétt. Annars vegar koma út- gjöldin af því að láta starfsfólk hins opinbera hætta á sama aðila, þ.e. ríkissjóð. Launin færast bara á milli kassa í sama sjóðnum. Þegar um einkafyrirtæki er að ræða losnar atvinnurekandinn aftur á móti við þessi útgjöld, en þau koma engu síður á aðra sjóði. Ávinningurinn getur því verið einhver hjá einkaað- ilunum en tæplega hjá ríkinu. Þetta kom til umræðu á fundi landlækn- anna í Finnlandi nýlega í sambandi við umræður um slæm áhrif atvinn- uleysis á heilsufarið, sem Ólafur Ólafsson kvað engann efast lengur um. Ef til vill ætti að hugsa þetta mál allt öðru vísi, að því er Ólafur sagði. Af þessu má ráða að það kemur ekki af sjálfu sér að flokka áldraða sem sjúkiinga. Eða eins og Páll Skúlason prófessor benti á í nýlegri grein, að almennt er fólk í þessum hópi í sjálfu sér sjálfstætt og sjálf- bjarga, en hefur yfirleitt ekki að- stæður eða tækifæri til að nýta sér sjálfstæði sitt, eða réttara sagt það fær ekki að vera sjálfbarga, vegna þess að öldungurinn er of gamall. Hann má ekki lengur stunda sína vinnu heldur á að setjast í helgan stein. Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? ER ÆTTARMÓT í UPPSIGLINGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið aS næla nöfn (oótttakenda í barm þeirra. I Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta e&a önnur tilefni. Einnig fást foar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. HafSu samband viS sölumenn okkar í síma 688476 eSa 688459. Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar 688476 og 688459 • Fax: 28819 SIMANUMER heðinn: GARÐASTÁL STÓRÁSI 6 SÍMI 91 - 652000 PÓSTHÓLF15 210 GARÐABÆ = HEÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI6 • GARÐABÆ » SÍMI 652000 ♦ FAX 652570 Hönnun • smíði • viðgeröir- þjónusta Starfslokin sem mjúkust Á UNDANFÖRNUM árum eða áratugum virðist stundum sem kapp sé lagt á að stytta starfsævi fólks. Og margir hafa haldið að það sé stefna félaga launafólks. En upp á plakatið sem dreift er, þar sem taldir eru upp kostir þess að fólk haldi áfram að hafa atvinnu á efri árum bæði fyrir einstaklingana og fyrir samfélagið, skrifa öll stærstu verkalýðs- og launþegafélögin og fleiri samtök. Taka þannig undir það að eldra fólk eigi að geta unnið áfram. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, tók undir þá skoðun þegar við bárum þetta undir hann. H'að einstaklinginn varðar segir þar: Að hafa atvinnu eru sjálfsögð mannréttindi. Að hafa atvinnu er viður- kenning á þátttöku í samfélaginu. Að hafa atvinnu eykur sjálfsvirðingu og heilbrigði. Að eiga möguleika á sveigjanlegum vinnutíma mildar starfslokin. Að hafa atvinnu auðgar mannlífið. Hvað samfélagið varðar: Starfsreynsla og þekking eiga samleið í samfélaginu. Sveigjanlegur vinnu- tími og starfslok þýða í flestum tilvikum: Færri heimsóknir í heilbrigðiskerfið. Minni afskipti félagslegrar þjónustu, minni notkun lyfja. Atvinnuþátttaka fólks á efri árum skapar verðmæti. Úndir þetta skrifa: Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Iðntæknistofnun íslands, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Samband al- mennra lífeyrissjóða, Landssamband lífeyrissjóða, Landssamband iðnaðarmanna, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Félag bókagerðarmanna, Rauði kross íslands, Trésmíðafélags Reykjavíkur, Farmanna- og fiskimannasamband Islands, Öryrkjabandalag ís- lands, Öldrunarráð íslands, Verkakvennafélagið Sókn, Bændasamtökin, Verkamannafélagið Hlíf, Verkamannafélagið Dagsbrún, Landssamtökin Þroskahjálp, Námsflokkar Reykjavíkur, Kenna- rasamband íslands, Sjómannasamband íslands og Verkakvennafélagið Framsókn. Magnús L. Sveinsson minnti á yfirlýsingu sem gefín var út i þjóðarsáttarsamningunum, þar sem segir: í þeim tilgangi að auðvelda starfs- mönnum aðlögun að því að láta af störfum munu Vinnuveitendasamband íslands og Vinnu- málasamband samvinnufélaganna beina þeim tilmælum til félagsmanna sinna að þeir leggi sig fram um að koma til móts við óskir starfs- manna um að fá að minnka starfshlutfall sitt á síðustu árum eftir eftirlaunaaldur. Kvað hann þetta sýna viðhorf verkalýðshreyfíngarinnar. í þessum þjóðarsáttasamningum náðist samkomulag um uppsagnir á síðasta hluta hins opinbera starfsaldurs, þar sem uppsagnarfrestur lengist fyrir þá sem unnið hafa 10 ár eða lengur eftir því sem þeir verða eldri, í fjóra mánuði eftir 55 ára aldur, fimm mánuði eftir sextugt og sex mánuði þegar starfsmaður er orðinn 63 ára, en starfsmaðurinn getur hins vegar sagt upp starfi með þriggja mán- aða fyrirvara. Til hærri aldurs náði þetta samkomulag ekki, en Magnús segir: „Grundvallarviðhorf mitt er að starfsaldurslok verði ákveðin með tilliti til heilsufars. Að þau séu sem mjúkust og þannig að menn finni sem minnst fyrir þeim. Að vinnan sé ekki bara peningaspurs- mál heldur sé um að ræða sálarheill, að fólk hafi lífsfyllingu. Fólki við fuila heilsu finnst eins og fótunum sé kippt undan því ef að það er gegn vilja sínum látið hætta að vinna.“ Þegar Magnús er spurður hvort hart sé gengið eftir því að eldra fólk hætti störfum á opinberum verklokatíma, segir hann það vera misjafnt, fari eftir fyrirtækjum. í minni fyrirtækjum sé vægar tekið á því að aldaðir haldi áfram. En minni fyrirtækjum fari bara fækk- andi. Mikilvægt sé að fólk fái að vinna sem lengt, allir fái að vinna eins lengi og þeir vilja og geta. Og ekki eigi að vanmeta þekkingu eldra fólks og reynslu. I auknu atvinnuleysi megi samt setja við þetta spurningamerki, þar sem þeir sem komnir eru yfir sjötugt hafi þó lífeyrisgreiðslur. En sjálfsagt sé þá að skoða alla myndina. Við erum til alls líkleg, stendur m.a. á þessu pla- kati um atvinnu- þátttöku fólks á efri árum. læstu námskeið verða haldin í þessum mánuði, 29. til 31. maí. Skráningar eru í símum: 20010 620700 og 21618 Áhugafólk um almenna dansþátttöku á íslandi LÆRÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUM!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.