Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
SUNNUDAGUR 24. MAI 1992
23
SÆSTRENGJAVERKSMIÐJA A
ÍSLANDIOG AUÐLINDASKATT-
UR Á ÚTFLUTTA RAFORKU
eftir Edgar
Guðmundsson
Auðlindaskattur á útflutta
raforku?
Á ársfundi Landsvirkjunar 10.
apríl síðastliðinn flutti Jón Sigurðs-
son ávarp og komst þar m.a. svo
að orði: „Verði raforka flutt til ann-
arra landa um sæstrengja yrði verð-
mætasköpunin í íslenska hagkerf-
inu vitaskuld minni en þegar orka
er nýtt hér á landi. Meðal annars
af þeirri ástæðu tel ég að ákvarða
þurfi sérstakt leyfisgjald-auðlinda-
gjald á raforkuvinnslu vegna beins
útflutnings." Með öðrum orðum:
Auðiindaskattur er einskonar ígildi
þeirrar verðmætasköpunar sem
orðið hefði í islensku atvinnulífi
vegna frekari nýtingar orkunnar i
stóriðju eða öðrum iðnaði hér á
landi. Raforka til útflutnings án
frekari verðmætasköpunar er því
svipuð hráefnaútflutningi.
Þessi orð ráðherra marka tíma-
mót þar sem þau leggja í raun
grunninn að stofnun sæstrengja-
verksmiðju á íslandi.
Sæstrengjáverksmiðja
Skipta má verkefninu „raforku-
útflutningur til Evrópu“ í tvennt,
annars vegar virkjanir, flutningslín-
ur og tengimannvirki í landi, hins
vegar sæstrengi til orkuflutnings
milli stranda þessir tveir þættir eru
svipaðir að stærð og umfangi.
Islendingar hafa nú þegar aflað
sér mikillar þekkingar og reynslu
við undirbúning og gerð virkjana,
flutningslína og alls konar annarra
orkumannvirkja í landi. Á hinn bóg-
inn hafa sæstrengir aldrei verið
framleiddir á íslandi, enda ekki til-
efni til slíks fyrr en nú.
Um málið gilda því svipuð við-
horf og gagnvart álverksmiðjunni í
Straumsvík þegar hún var í undir-
búningi. Hér hafði aldrei verið rek-
in álbræðsla og því voru fengnir
Edgar Guðmundsson
„Okkur ber að hámarka
verðmætasköpun á ís-
landi við útflutning á
raforku og það gerum
við best með byggingu
sæstrengjaverksmiðju
á íslandi. Það þarf hins
vegar að hefjast handa
strax við undirbúning
málsins þar sem naum-
ur tími er til stefnu.“
Helstu rök?
Helstu rök fyrir byggingu sæ-
strengjaverksmiðju á Islandi eru
þessi:
1) Rök Jóns Sigurðssonar ráð-
herra; að leggja á auðlindaskatt
verði sæstrengirnir framleiddir utan
Íslands. Færa má fyrir því sterk rök
að slíkur skattur yrði að vera svo
fullu. Engin ástæða er svo til að
staldra við þegar þessu verkefni
lýkur.
3) Líklegt er að strengirnir yrðu
teknir á land í Evrópu á allt að fjór-
um mismunandi stöðum t.d. í Skot-
landi, Noregi, Þýskalandi og Hol-
landi. Það gefur augaleið að mjög
erfitt er að réttlæta staðsetningu
verksmiðju í einhverju þessara
landa ef hægt er að staðsetja hana
á íslandi á annað borð.
4) Fjárfesting í sæstrengjaverk-
smiðju er hlutfallslega lítil sé borið
saman við áætlaða heildarfjárfest-
ingu í strengjunum. Talið er að
verksmiðja kosti um 5 milljarða en
4 strengir kosti alls um 150-200
milljarða. Hér er því verið að tala
um 3-4%o afskriftir sem skiptir
engu máli í þessu dæmi. Þótt sum-
ir strengjaframleiðendur segjast
hafa næga afkastagetu til að tak-
ast á við þetta verkefni er í versta
falli hægt að kaupa af þeim núver-
andi vélbúnað og setja hann upp
hér á landi. Þar með væri hægt að
minnka afskriftakostnað enn frekar
frá þeirri óveru sem að ofan grein-
ir. Flestum ber hins vegar saman
um að byggja verði nýja verksmiðju
fyrir þetta verkefni og má í því
sambandi benda á að 400 km (8x50
km) sæstrengjaverkefni yfir Ermar-
sund var skipt milli verksmiðju Alc-
atel í Calais og verksmiðju Pirelli í
Southampton, þar reyndist vægi
afkastagetu í fyrirliggjandi verk-
smiðjum lítið lóð á vogarskálunum.
5) Islendingar eru menntunarlega
vel í stakk búnir til að takast á við
verkefnið, bæði varðandi undirbún-
ing framkvæmda og þau störf sem
vinna þarf við framleiðslu. Hér er
um að ræða nokkur hundruð störf
sem krefjast að verulegu leyti mik-
illar menntunar svo sem á sviði
verkfræði, lögfræði, auk iðnskóla-
menntunar.
6) Síðast en ekki síst má benda á
að verkefnið er fyrst og fremst ís-
lenskt, raforkan er framleidd hér-
lendis og það er okkar að leggja
Nýjasta sæstrengjaverksmiðjan í heiminum er þessi verksmiðja ABB í Svíþjóð.
erlendir aðilar til að byggja og reka
slíka verksmiðju.
Hér liggur því beinast við að
gera slíkt hið sama og fá erlenda
samstarfsaðila um byggingu sæ-
strengjaverksmiðju, aðila sem hafa
yfir að ráða þekkingu og reynslu á
þessu sviði. Þessi gjörningur yrði
að sjálfsögðu háður þeirri forsendu
að fjárhagslegar og tæknilegar for-
sendur væru fyrir sölu raforku um
sæstrengi til Evrópu yfirleitt.
hár að tæpast væri markaður fyrir
orkuna í Evrópu á því verði sem
þyrfti að fást fyrir hana komi til
eðlilegrar skattlagningar af þessu
tæi.
2) Staðsetning sæstrengjaverk-
smiðju á íslandi er mjög rökrétt
enda orkan framleidd og flutt héð-
an. Ef framleiddir væru t.a.m. 4
strengir, væru verkefni tryggð til
20-25 ára sem er miklu meira en
nóg til að afskrifa verksmiðjuna að
sæstrengjaverksmiðju á íslandi er
ekki spurning um vilja hinna er-
lendu framleiðenda, heldur um
stefnufestu okkar sjálfra um það
að þessi verksmiðja skuli byggð hér
á landi og það sé ófrávíkjanleg for-
senda íslenskra stjórnvalda enda
náist ekki pólitísk samstaða um
annan kost á Islandi. Ráðherra hef-
ur þegar stigið fyrsta og mikilvæg-
asta skrefið með yfirlýsingu sinni
um „auðlindaskatt" á útflutta raf-
orku nema til komi frekari verð-
mætasköpun í verkefninu en leiðir
af sjálfum virkjununum. Bygging
sæstrengjaverksmiðju á íslandi
gjörbreytir þessari mynd og gerir
því þær augljósu kröfur til ráðherra
að hann taki nú af skarið og lýsi
því yfir að það sé stefna íslenskra
stjórnvalda að sæstrengjaverk-
smiðja verði byggð á íslandi til að
sinna þessu risaverkefni, verði það
á annað borð talið hagkvæmt að
selja raforku til útflutnings.
Lokaorð
Yfirlýsing Jóns Sigurðssonar iðn-
aðarráðherra markar að mínum
dömi tímamót, enda getur öll þjóðin
tekið undir orð hans í þessum efn-
um. Okkur ber að hámarka verð-
mætasköpun á íslandi við útflutn-
ing á raforku og það gerum við
best með þyggingu sæstrengjaverk-
smiðju á íslandi. Það þarf hins veg-
ar að hefjast handa strax við undir-
búning málsins þar sem naumur
tími er til stefnu.
Allmargir aðilar hérlendis úr hópi
stærstu verkfræðifyrirtækja lands-
ins og úr röðum Háskólans hafa
stofnað með sér samtök í því skyni
að stuðla að byggingu sæstrengja-
verksmiðju á Islandi. Þessi samtök
hafa þegar unnið mikið brautryðj-
endastarf fyrir eigin reikning í um
8 mánaða skeið og átt m.a. viðræð-
ur, bæði hérlendis og erlendis, við
fjölmarga aðila úr hópi vélafram-
leiðenda, kapalframleiðenda, orku-
kaupenda auk innlendra hagsmuna-
aðila og ráðamanna. í þessum við-
ræðum hefur ekkert komið fram
sem getur talist neikvætt varðandi
fyrirætlanir okkar. Þvert á móti
höfum við fengið margfaldlega
staðfestingu á að hér er ekki ein-
ungis um raunhæfan kost að ræða,
heldur fullkomlega sjálfsagðan og
eðlilegan kost. Hér er því ekkert
mýrarljós á ferðinni heldur einhver
besti iðnaðarkostur sem íslending-
um kann að bjóðast á næstu áratug-
um, iðnaðarkostur sem skapar
hundruðum manns atvinnu við há-
tæknistörf, kostur án mengunar og
umhverfisvandamála, kostur sem
íslensk stjórnvöld hafa í hendi sér
ef útflutningur á raforku verður að
veruleika, og að síðustu iðnaðar-
kostur sem getur öðru fremur gert
útflutning á raforku að veruleika.
Hér er ekki eftir neinu að bíða.
Höfundur ér verkfræðingur og
upphafsmaður að hugmyndinni að
byggingtí sæstrengjaverksmiðju á
Islandi.
línurnar hvernig við hyggjumst há-
marka íslenska þátttöku í nýtingu
hennar.
Fram til þessa hafa erlendir
framleiðendur sæstrengja verið
einna fremstir í flokki hvatamanna
um verkefnið og er ekki nema gott
eitt um það að segja, þessi við-
skipti verða þau langstærstu sinnar
tegundar í heiminum á komandi
áratugum. Að fá þessa aðila til
samstarfs um byggingu og rekstur
► EINA SÉRVERSLUNIN <
SINNAR TEGUNDAR -
Á LANDINU * 1 2
◄
Starfsfólk gefur persónulega
þjónustu og ráðgjöf
HJÁ OKKUR FÆRÐU:
□ Bækur
O Bækur
O Bækur
Q Bækur
Q Bækur
O Bækur
Q Bækur
Q Bækur
Q Bækur
Q Bækur
um dulræn málefni
um sjálfsrækt
um heilun
Omram M. Aivanov
um meðvirkni
um fullorðin börn
um heilsufæði
um nudd
Edgar Cayce
Sanaya Roman
I
Q Bækur White Eagle
Q Bækur um heimspeki indíána
Q Bækur um stjörnuspeki
Q Margar gerðir sjálfshjálpar-
bóka á íslensku og ensku o.m.fl
Q Snældur nVhugleiðslutónlist
Q Snældurm/leiddumhugleiðslum
Q Snældur m/ slökunaræfingum
Q Orkusteina og kristalla
Q Pendúla úr kristal og málmi
Q Tarot spil - margar gerðir
Q Rúnir
Q Englakort
Q Reykelsi - margar gerðir
Q Reykelsisstatíf
Q Mondíal armbandið
Q Náttúrulegar snyrtivörur
Q Náttúrulegar hársnyrtivörur
Greiðslukort/póstkröfuþjónusta
I
4
l
◄
l
YUCCAGULL
I Ánægðir viðskiptavinir koma aftur og aftur til að I
kaupa þetta einstæða náttúrulega fæðubótarefni
I
I
...OG HVERS VEGNA?
í mörg ár hafa farið fram rannsóknir í Bandaríkjunum á YUCCA
plöntunni. Niðurstöður úr þeim rannsóknum sýna ótvírætt, að
YUCCA plantan og afurðir úr henni hjálpa til að brjóta niður
fæðuna og halda ristlinum hreinum.
TILVITNANIR í NEYTENDUR:
„Meltingin hefur aldrei verið eins góð og eftir að ég fór að taka
inn YUCCAGULL."
„Premur vikum eftir að ég fór að taka inn YUCCA GULL fóru
psoriasis útbrotin að gróa og verkirnir f liðamótunum hurfu að
mestu leyti."
„Eftir eins mánaðar skammt af YUCCA GULLI fann ég til verulegs
bata á liðagigt í höndum."
GLAS AF YUCCA GULLI MEÐ 30 DAGA
SKAMMTI KOSTAR AÐEINS KR. 490
Einkaumboð á íslandi:
I
beuR^ip
Laugavegi 66,
símar 623336 & 626265.
SÖLUSTAÐIR: BETRA LÍF, Laugavegi 66.
HLAUPTU OG KAUPTU, Borgarkringlunni.
HEILSUVAL, Barónsstíg 20.
FERSKA, Völvufelli.
HEILSUBÚÐIN, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirdi.
STÓRMARKAÐURINN, löavelli 14b, Keflavík.
HÖNDIN HF., Tryggvabraut 22, Akureyri.
SNYRTISTOFA PÓRDÍSAR, Garðarsbr. 62, Húsavík.
I