Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 25
SkMwHH
i
UNBLAÐIÐ SUNNUD4GUB ^4. 1992,
Í i '; í í iLilJsÍ iil k'íá.'s I ’ i I:i 1
ILUUi .UA;
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Heilbrigt líf
- allra hagnr
Vaxandi skilningur er á
því meðal almennings,
að útivera og hreyfing bætir
heilsufar og vellíðan og það
er ekki sízt á vorin, sem
fólk finnur þörf hjá sér til
að halda á vit náttúrunnar,
hrista af sér vetrarslénið.
Réttur tími hefur því verið
valinn til stofnunar al-
mannasamtaka um eflingu
almenningsíþrótta og úti-
vist. í dag verða stofnuð
samtökin „íþróttir fyrir
alla“ en einkunnarorð þeirra
eru „Heilbrigt líf - allra hag-
ur.“
Það er íþróttasamband
íslands, sem hefur haft
frumkvæðið að stofnun
samtakanna og tilgangur-
inn er meðal annars að fá
sem flesta til að stunda
íþróttir, hreyfingu og úti-
vist, án þess að stefnt sé
að keppnisíþróttum sérstak-
lega. Segja má, að stofnun
samtakanna komi í kjölfar
trimm-átaksins frá 1970,
sem vakti áhuga fjölda Is-
lendinga á íþróttaiðkun og
heilsurækt. __
Markmið ÍSÍ með stofnun
samtakanna er að virkja til
samstarfs alla þá aðila, sem
láta sig varða hollustu og
heilbrigði almennings, sveit-
arfélög, stofnanir, fyrirtæki,
starfsmannafélög og vinnu-
staðahópa og einnig ein-
staklinga. Það er vonandi,
að sem flestir taki áskorun
ÍSÍ um aðild að saintökun-
um og stuðli þannig að
bættu heilbrigði og auknum
lífsgæðum landsmanna - í
raun betra þjóðfélagi.
í upplýstu samfélagi nú-
tímans ætti öllum að vera
ljóst, að hvers kyns óhóf er
heilsuspillandi. Góðri heilsu
og vellíðan er sérstaklega
ógnað af reykingum, offitu,
neyzlu áfengis og annarra
vímuefna. Síðustu árin hef-
ur athyglin meir og meir
beinzt að skaðsemi hreyf-
ingarleysis fyrir nútíma-
manninn, sem í æ ríkari
mæli vinnur líkamlega
áreynslulaus störf fyrir
framan tölvuskjái og sezt
síðan fyrir framan sjónvarp-
ið á kvöldin.Hann ferðast til
og frá vinnu í bíl og skrepp-
ur varla milli húsa nema
akandi. Læknar telja nú, að
hreyfingarleysið sé jafn
skaðlegt heilsu manna og
reykingar.
Unnt er hins vegar að
vinna gegn þeim sívaxandi
sjúkdómum, sem stafa af
reykingum, offitu og hreyf-
ingarleysi og það má gera
með fjölbreyttu og hófsömu
mataræði, tóbaksbindindi
og ekki sízt hreyfingu og
útivist. Þess vegna ber að
fagna framtaki Iþróttasam-
bands íslands um stofnun
samtakanna „Iþróttir fyrir
alla“. Hið forna spak-
mæli,„Heilbrigð sál í hraust-
um líkama“, er mikilvægara
að hafa í huga nú á dögum
en nokkru sinni fyrr.
ENGINN
vJ md »maður er öðr-
um líkur; þ.e. enginn
er sem betur fer eins
og annar. Við erum
eins ólík og hugsazt
getur. Það er eðli
mannsins að vera hann sjálfur, samt
fer óhemju tími í það að vera eins-
og aðrir. Einstaklingurinn leitar
sjálfs sín viðstöðulaust í öðrum;
þessvegna þekkjum við ást og vin-
áttu, hjálpsemi og mannúð. En svo
finnum við ekki sjálf okkur í öðrum
og þá vandast málið; þá blómstrar
illska, óvinátta, hatur.
Kommúnisminn féll m.a. vegna
þess að maðurinn er ekki félagsvera
í eðli sínu. Samt vill hann vera fé-
lagsvera. Hann leitar inní hjörðina;
hænsnabúið. Það er ekkert sam-
yrkjubú í hauskúpunni á neinum
manni heldur ástríðufull þrá eftir
einstaklingsbundnum þroska og
fullkomnun sem sættir manninn við
sjálfan sig og umhveffi sitt; það
hefur enginn áhuga á því að þrosk-
ast inní hópsálina, þótt margir sæki
þangað. Litningar mannsins eru
komnir úr dýraríkinu. Og honum
hefur ekki enn tekizt að samræma
kröfuhörð siðalögmál sín og þær
mennsku kröfur sem hann gerir til
sjálfs sín, þessum uppruna sem
berar vígtennurnar í hvert skipti
sem dýrið telur ástæðu til. Þannig
er maðurinn með andstæðum sín-
um. Hann á rætur í tveimur heimum
og það er hin eina raunverulega
áskorun að reyna með einhverju
móti að samræma þetta tvöfalda
eðli svo maðurinn geti unað sæmi-
lega sáttur við sjálfan sig. Og guð
sem allir menn virðast leita að,
hver með sínum hætti.
Ég hef minnzt á Sartre sem hélt
því fram við værum dæmd til frels-
is. Við heyrum bergmál af orðum
hans einsog annarra hugsuða. Af
penna hans blikar stundum einsog
glampi af sverði. En hann var eins-
og Rousseau, Breeht og fleiri svo-
kallaðir andans menn sem reyndu
HELGI
spjall
að bera manneskjunni
vitni; hann var eigin-
gjarn og raunar óbil-
gjarn gagnvart þeim
sem næstir honum
stóðu; gat sýnt þeim
fyrirlitningu, niður-
lægt þá. Paul Johnson fullyrðir að
varla hafi nokkur karlmaður farið
eins illa með nokkra konu og Sar-
tre með Simone de Beauvoir. Hann
hafi auðmýkt hana með svipuðum
hætti og Brecht ástkonur sínar, og
raunar eiginkonu. En Beauvoir lét
allt yfir sig ganga, og var vinur
Sartres og aðdáandi fram í rauðan
dauðann, skrifaði merka samtals-
bók við hann sem ég hef áður vitn-
að til, saknaði hans og minntist
eins eftirminnilega og henni einni
var lagið. Það var meiren brekku-
munur á þeim boðberum tilvistar-
stefnunnar Sartres og Camus, enda
var fátt með þeim þegar stundir
liðu og Camus tók manneskjuna
framyfir kenninguna.Samt fjallar
Sartre um ábyrgð mannsins og
umgengni við aðra, tilaðmynda í
sínu magnaða leikriti, Lokaðar dyr.
En miðað við Breeht virðist Sar-
tre hafa verið alltaðþví heilagur
maður. Og Paul Johnson segir
Brecht hafi helzt átt að taka upp
svofelld einkunnarorð, Vertu góður
við sjálfan þig(!) þvíað þau hefðu
lýst afstöðu hans betur en allt ann-
að. Sjálfur skrifaði Brecht einhvers
staðar að ekki mætti gleyma því
að listin væri svik — einsog lífið
sjálft. Kenningar væru fólki mikil-
vægari, einkum ef þær þjónuðu því
sem hann taldi öreiga á framfæri
kommúnistískrar góðmennsku.
Einsog flestir hugsuðir tók hann
hugmyndir framyfir fólk, segir Paul
Johnson og það var þess vegna sem
hann átti auðveldara með að til-
einka sér verk og hugmyndir ann-
arra og skrifa uppúr þeim leikrit
sín en frumsemja mikil listaverk.
Hann átti því auðveldara með að
skapa týpur en karaktera, segir
Paul Johnson og hann notaði týp-
umar sem fulltrúa hugmynda sinna.
Þess vegna er ekki víst verk hans
verði eins lífseig og margir haída.
Johnson segir hann eigi erfitt með
að finna jákvæða hlið á Brecht þótt
hann hafí leitað að henni logandi
ljósi. En ég tel mig þó hafa fundið
eina hlið sem er mikilvæg og Brecht
til framdráttar; þótt hann hafi verið
flatur fyrir sínum herra, Stalín og
stefnu hans, þá féll hann aldrei
fyrir nazisma eða þeim „sjarma“
Hitlers sem margir skynsamir menn
drógust að — og féllu fyrir.
Þetta minnir óneitanlega á per-
sónu í Cakes and Ale eftir, W.S.
Maugham, Alroy Kear rithöfund,
sem óx uppúr fólki einsog fötum.
Kunni á gagnrýnendur. Ef þeir réð-
ust á hann bauð hann þeim út í
hádegisverð og þegar þeir höfðu
étið helminginn af ostrunum höfðu
þeir einnig gleypt alla gagnrýnina.
Þegar næsta bók kom svo út töluðu
þeir um ágæti verksins, ótrúlegar
framfarir eða snilld. Kear neitaði
aldrei fjölmiðlasamtölum og talaði
jafnfúslega um uppáhaldsmatinn
sinn og guð. Og svo er ágætt að
minnast þess sem Maugham sagði
um skáldsagnapersónur, að þær
væru ekkert nema eftirlíkingar af
höfundum sínum.
Þegar við tölum um merka menn
og ókosti þeirra, eða þverstæðurnar
í eðli þeirra, getum við ekki ætlazt
til þess að komast að neinum sann-
leika. Motesquieu talar einhvers
staðar í ritum sínum um „að af-
henda vindinum lauf sannleikans“.
Sannleikurinn í lífí þessara manna
er svona lauf. Við verðum að bera
einhvern hlýhug til þeirra ef við
eigum að kunna að meta þá. En
hið sama á við um þverbrestasöm
stórmenni andans og ríkisstjórnir.
Mönnum verður að þykja vænt um
ríkisstjórn segir Montesquieu, til að
halda í henni lífi. Án einhvers kon-
ar væntumþykju skiptir hún engu
máli.
M.
(meira næsta sunnudag.)
—--------------------------------------MORGUNBLAÐID SUNNUDAGUR 24. ^, 1992-----------
-------------------------mm------------A-----*---....................—_____----------
25
----,—
—
HELZTU VÍSBEND-
ingar um heildar-
áfengisneyzlu íslend-
inga eru innflutnings-
skýrslur _ og sölu-
skýrslur Áfengis- og
tóbaksverzlunar ríkis-
ins. Þær eru saman-
burðarhæfar milli ára. Þær gefa þó ekki
tæmandi mynd af neyzlunni þar sem þæri
ná ekki til óskráðrar neyzlu. Samkvæmt
skýrslum þessum hefur áfengisneyzla ís-
lendinga nær tvöfaldast á árabilinu 1966-
1989, það er úr 2,31 lítrum hreins vínanda
á hvern einstakling í 4,13 Iítra. Að auki
er talið líklegt að óskráð neyzla sé um 0,8
lítrar af hreinum vínanda á hvern íbúa
landsins. Finnar og Svíar drekka þó enn
meira en íslendingar og Danir reyndar
tvöfalt meira, eða 9,43 lítra af hreinum
vínanda á mann. Norðmenn eru hinsvegar
á svipuðu drykkjuróli og við með 4,03 lítra
á mann árið 1989.
Misjafnt
drukkið ölið
SKÖMMU FYRIR
lok þingsins var
lagt fram stjórnar-
frumvarp til laga
um áfengisvarnir
og aðrar vímuefnavarnir. í athugasemdum
með frumvarpinu er margs konar fróðleik-
ur, sem að hluta til er nýttur í Reykjavíkur-
bréfi að þessu sinni.
í athugasemdum frumvarpsins segir að
opinber áfengissala á hvert mannsbarn sé
algengasti og traustasti mælikvarði á
áfengisneyzlu þjóða. Ef sá mælikvarði er
réttur hafa Norðurlandaþjóðir hert drykkj-
una meir en góðu hófi gegnir síðustu tvo
áratugina. Árið 1989 drukku þessar þjóðir
sem hér segir af hreinum vínanda á hvern
einstakling (innan sviga drykkjumagn
1966): Danir 9,43 lítrar (5,30), Finnar
7,60 lítrar (2,50), Svíar 5,38 lítrar (4,80),
íslendingar 4,13 lítrar (2,21) og Norðmenn
4,03 lítrar (2,86).
í athugasemdum framvarpsins segir:
„Lítið er vitað um óskráða neyzlu íslend-
inga, en árið 1975 áætlaði Bjarni Þjóðleifs-
son læknir heimabrugg landsmanna svara
til 0,8 lítra af hreinum vínanda á hvern
íbúa árlega. Þetta er svipað og Norðmenn
áætla, og gæti ennþá verið nærri lagi hér-
lendis þar sem engar meiriháttar breyting-
ar hafa orðið á verðlagi áfengis miðað við
kaupmátt síðan 1975. Innflutt tollfijálst
áfengi mun á árinu 1984 hafa numið um
0,6 lítrum hreins vínanda á hvern lands-
mann 15 ára og eldri, en smyglað áfengi
0,2 vínandalítrum, samkvæmt niðurstöðu
Ásu Guðmundsdóttur, sálfræðings á Geð-
deild Landspítala.“
Samkvæmt framansögðu hafa íslend-
ingar tvöfaldað það magn hreins vínanda
á hvern einstakling, sem þeir láta ofan í
sig ár hvert, á rúmlega tuttugu árum, en
eru samt sem áður aðeins hálfdrættingar
frænda sinna Dana. Fréttabréfi Sigrúnar
Davíðsdóttur frá Kaupmannahöfn hér í
blaðinu síðastliðinn sunnudag lauk á þess-
um orðum: „Danir eiga erfitt með að átta
sig á að dijúgur hópur landa þeirra stundi
heldrykkju í stað hófdrykkju.“
Tíuaf
hundraði
með helm-
ing1 neyzl-
unnar
ENN SEGIR í
athugasemdum
frumvarpsins:
„Ætla má af
könnunum á Norð-
urlöndum, að sá tí-
undi hluti fullorð-
inna áfengisneyt-
enda, sem að jafn-
aði innbyrðir mest áfengi, taki til sín um
það bil helming af áfengissölunni. í þessum
hópi eru að sjálfsögðu þeir, sem mest er
hætt við heilsutjóni af völdum áfengis.
Vert er að benda á það í þessu samhengi,
sem fáum mun kunnugt, að áfengistjón
er nokkru meira meðal þeira 90 af hundr-
aði, sem teljast hófdrykkjumenn, vegna
þess hve margir þeir eru, þrátt fyrir það
að líkur hvers einstaks hófdrykkjumanns
til að hljóta áfengistjón séu margfallt minni
en ofdrykkjumannsisins.
Rannsóknir benda til að tvöföldun á
heildarneyzlu áfengis í þjóðfélaginu leiði
til fjórföldunar á fjölda ofdrykkjumanna
og fjórföldunar heilsutjóns af völdum
neyzlunnar
Á ellefu ára tímabili, 1975-1985, fjór-
faldaðist íjöldi innlagna af þessum sökum
og fjöldi þeirra sem komu í fyrsta sinni
þrefaldaðist. í árslok árið 1985 höfðu 3,6
af hundraði fullorðinna íslendinga verið
lögð inn á stofnun a.m.k. kosti einu sinni
á ævinni vegna misnotkunar áfengis eða
annarra vímuefna. Konum, yngra fólki og
þeim sem voru búsettir utan höfuðborgar-
svæðisins fjölgaði hlutfallslega í hópi
þeirra, sem leituðu sér meðferðar vegna
misnotkunar áfengis eða annarra vímuefna
á þessu tímabili. Við athugun á aldurs-
hópnum 40-49 ára árið 1985 kom í ljós
að 9,8% íslenzkra karla á þessum aldri
höfðu hlotið meðferð við áfengis- og vímu-
efnasýki, en aðeins 3,1% kvenna.“
Það er ástæða til að staldra við þessar
margt fróðlegu tölur og íhuga vel og vand-
lega, hvort ekki sé ástæða - og hún brýn
- til að stórefla almenna fræðslu um
meðferð og neyzlu áfengis, ekki sízt í skól-
um og fjölmiðlum.
Ungt fólk í
vímuefna-
vanda
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 23. maí
VANDINN VEGNA
ofneyzlu áfengis,
sem er löglegur
vímugjafi og raun-
ar gildur liður
tekjumegin á ljár- •
lögum íslenzka ríkisins,^ er ærinn, eins og
hér hefur verið rakið. Á seinni áratugum
hefur illt versnað - svo ógnvekjandi verð-
ur að telja - vegna tilkomu ólöglegra
fíkni- og ávanaefna, sem setja svip sinn á
þjóðlífsfréttir í æ ríkari mæli. Verst er
máski hlutdeild þessara ólöglegu efna í
fjölgun ofbeldisverka, þar sem saklausir
eru fórnarlömb, þótt ekki skuli gert lítið
úr hörmungum þeirrar helgöngu, sem
neytendur eitursins hafa leiðst út í, fyrir
þá sjálfa og aðstandendur þeirra. Mikil er
sök þeirra, sem gera sér gróða úr ógæfu
náungans, með því að koma hættulegum
fíkniefnum í umferð. Gegn glæpum af
þessu tagi verður vart of hart við brugðizt.
Að frumkvæði landlæknis var nýlega
safnað tölulegum upplýsingum frá ýmsum
aðilum um ungt fólk í vímuefnavanda, sem
vitnað er til í athugasemdum með því
stjórnarfrumvarpi sem fyrr er getið. Þar
segir m.a.:
„Meðal unglinga sem leita aðstoðar fé-
lagasamtaka og félagsmálastofnana ber
mest á þeim sem 1) búa við erfiðar heimil-
isaðstæður, 2) hafa horfið frá grunnskóla-
námi 3) eru atvinnulausir. Ofnotkun áfeng-
is og annarra vímuefna er til muna algeng-
ari á heimilum þeirra unglinga, sem síðar
■ eiga við vímuefnavanda að stríða, en þeirra
;sem ekki lenda í slíkum vandræðum.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík
hafði árið 1989 afskipti af 206 ungmenn-
um á aldrinum 15 - 25 ára vegna fíkni-
efnaneyzlu. Árið áður voru höfð afskipti
af 261 ungmenni. Vímuefni tengdust mest-
um hluta afbrota þessara unglinga.
Fangelsismálastofnun ríkisins upplýsir
að ijöldi 15-21 árs gamalla pilta í fanga-
vist vegna fíkniefnabrota hafi verið 9 árið
1979, 40 árið 1984 og 25 árið 1989.
Árið 1989 voru 233 unglingar á aldrin-
um 15-21 árs með ákærufrestun. Flestur
þeirra neyttu áfengis og um 10% þeirra
neyttu ólöglegra vímuefna. 85% hópsins
voru piltar.
Árið 1987 vistuðust á Vogi (SÁÁ) vegna
ofneyzlu áfengis og annarra vímuefna 331
einstaklingur 25 ára og yngri, 30% stúlk-
ur. Af 500 sem voru yngri en 30 ára not-
uðu 40% kannabis, 20% amfetamín og 16%
höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð.
Þótt gert sé ráð fyrir að sömu einstakl-
ingar komi fyrir í fleiri en einum framan-
greindra hópa ungmenna, þá er ljóst að
þau skipta ekki aðeins tugum heldur
hundruðum.“
Það er skylda samfélagsins að aðstoða
þau ungmenni sem í raunir hafa ratað á
umræddum vettvangi og jafnframt, að
beita sér fyrir fyrirbyggjandi fræðslu og
hertri fíkniefnalöggæzlu.
Fíkniefnin
eru víða
mikið þjóð-
félagsböl
GILDANDI LÖG
um önnur vímuefni ,
en áfengi eru fýrst
og fremst lög nr.
65/1974, urn
ávana- og fíkniefni,
ásamt breytingum
1980, 1982 og
1985. í lögunum er ríkisstjórn íslands
heimilað að gerast aðili að alþjóðasamning-
um um ávana- og fíkniefni og ákveðið,
að hugtakið ávana- og fíkniefni taki einn-
ig til ávana- og fíknilyfja. í lögunum er
kveðið á um það að varsla og meðferð
þessara efna, eins og þau eru skilgreind í
6. grein laganna, sé óheimil á íslenzku
yfirráðasvæði og heilbrigðisráðherra heim-
ilað að mæla svo fyrir í reglugerð að
varzla og meðferð annarra fíkniefna, sem
sérstaklega mikil hætta stafar af sam-
kvæmt alþjóðasamningum, sé einnig
óheimil.
Brot gegn viðkomandi lögum og reglu-
gerðum og öðrum fyrirmælum, sem sett
hafa verið þessi lög varðandi, varða sekt-
um, varðhaldi eða fangelsi í allt að 6 ár,
samanber breytingu nr. 13/1985. Spurn-
ing er hvort ekki sé ástæða til að herða
viðurlög gegn fíkniefnasölu.
Með Iögum nr. 52/1973 er kveðið á um
sérstakan dómara og rannsóknadeild í
ávana- og fíkniefnamálum, þ.e.a.s. stofnað
var til sérstaks dóms, sem ljallar um öll
brot á lögunum um ávana og fíkniefni eða
notkun slíkra efna. Þetta var m.a. gert til
að hraða meðferð fíkniefnamála í réttar-
kerfinu.
Mikilvægt er, með hliðsjón af eðli og
umfangi þessa vandamáls, að skapa rann-
sóknardeildinni og dómstólnum viðunandi
starfsaðstöðu. Það verður að leita allra
tiltækra ráða til að koma í veg fyrir að
fíkniefnavandinn verði það þjóðfélagsböl
og vítisvettvangur hér á landi sem hann
er því miður orðinn víða um heim.
Helztu ný-
mæli frum-
varpsins
I UMRÆDDU
stjórnarfrumvarpi
um áfengisvarnir
og aðrar vímuefna-
varnir er í fyrsta
skipti tekið sérstak-
lega á öðrum vímuefnum en áfengi í lög-
gjöf. Það er meira en tímabært.
í frumvarpinu er skilgreint, hvað átt er
við með öðrum vímuefnum en áfengi. Þar
er og sett fram skýr stefnuyfirlýsing, þess
efnis, að væntanlegum lögunum sé ætlað
það markmið að draga úr neyzlu áfengis
og koma í veg fyrir neyzlu annarra vímu-
efna og þar með það tjón, sem neyzlan
veldur á heilsu manna, fjölskyldulífi, sam-
skiptum, eignum og atvinnu. Sem og að
hafa áhrif á viðhorf almennings til neyzlu
vímuefna.
í frumvarpinu eru ótvíræð ákvæði um
það, hver eigi að fara með yfirstjórn
áfengisvarna og annarra vímuefnavarna,
þ.e.a.s. heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra. Þar með er vandamálið skilgreint
sem heilbrigðisvandamál. Áfengis- og
vímuvarnaráð skal starfa á vegum ráðu-
neytisins. Og áfengis- og vímuefnanefndir
skulu starfa í hverju læknishéraði og koma
í stað áfengisvarnarnefnda. Nefndunum
fækkar þannig úr rúmlega 200 í 8.
í frumvarpinu eru og lagðar þær skyld-
ur á félagsmálanefndir sveitarfélaga að
sinna áfengis- og vímuefnavörnum með
skipulegum hætti. Þeim ber m.a. að leita
uppi þau börn og ungmenni, sem eiga við
vímuefnavanda að stríða, og koma þeim
til hjálpar sem og fjölskyldum þeirra.
Þá er í frumvarpinu kveðið á um
fræðslustarfsemi innan grunnskóla, í
framhaldsskólum og sérskólum. Lagt er
til að í menntamálaráðuneytinu verði starf-
rækt sérstök námsstjóm í áfengis- og
vímuefnavörnum og að Áfengis- og vímu-
efnaráð standi fyrir almennu forvarnar-
og upplýsingastarfi í samvinnu við land-
lækni.
Ýmsar fleiri nýjungar eru í frumvarp-
inu. Þar er og lagt til að 2% af brúttósölu
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins renni
í sérstakan sjóð sem standa skuli undir
kostnaði við við áfengis- og vímuefnavarn-
ir samkvæmt lögum. Veija má allt að
helmingi ijárins til uppbyggingar og end-
urbóta stofnana svo og endurmenntunar
starfsmanna, sem stunda áfengis- og
vímuefnavarnir eða meðferð vímuefna-
sjúklinga.
Það gildir um þetta frumvarp, eins og
önnur mannanna verk, að sjálfsagt má enn
færa sitt hvað til betra horfs en þar er
kveðið á um. Og það verður væntanlega
gaumgæft vel í meðferð Alþingis. Mergur-
inn málsins er að þar er tekizt á við aðkall-
andi verkefni, mörkuð opinber stefna í
viðamiklu vandamáli og vörðuð leið til
nokkurra úrbóta.
Trúlega verða þingmenn og rfjölmiðlar
sparneytnari á umfjöllum um þetta frum-
varp en hávaðamálin, sem mest eru þæfð
á þingi og í þjóðmálaumræðu, þótt á stund-
um fari meira fyrir umbúðum en inni-
haldi. Frumvarp þetta tekur sem fyrr seg-
ir á brýnu viðfangsefni, sem Alþjóða heil-
brigðismálastofnunin telur „eitt mesta
heilbrigðisvandamál sem heimurinn stend-
ur frammi fyrir“, samanber ályktun frá
árinu 1979. Og það markar opinbera
stefnu i vörnum samfélagsins i þessu stóra
vandamáli. Með frumvarpinu er mikið
færst í fang og það á skilið þjóðarathygli.
„Frumvarp þetta
[um áfengisvarnir
og aðrar vímu-
efnavarnir] tekur
á brýnu viðfangs-
efni, sem Alþjóða-
heilbrigðismála-
stofnunin telur
„eitt mesta heil-
brigðisvandamál
sem heimurinn
stendur frammi
fyrir“, samanber
ályktun frá árinu
1979. Og það
markar opinbera
stefnu í vörnum
samfélagsins í
þessu stóra
vandamáii. Með
frumvarpinu er
mikið færst í fang
og það á skilið
þjóðarathygli.“