Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 36

Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 Neyðarvakt tannlækna Símanúmer hjá neyðarvakt tannlækna á höf- uðborgarsvæðinu misprentaðist í nýrri út- gáfu símaskrárinnar. Neyðarvaktin er opin laugardaga og helgi- daga frá kl. 10-12 og rétt símanúmer er 681041. Fólki er bent á að færa númerið inn á síðu 1 í símaskránni 1992. Starfsstyrkur til listamanna í Garðabæ Menningarmálanefnd Garðabæjar veitir í fyrsta skipti starfsstyrk 1992. Auglýst er eft- ir umsóknum listamanna. Einnig auglýsir nefndin eftir rökstuddum ábendingum frá Garðbæingum, einstaklingum sem og sam- tökum listamanna eða annarra um hverjir skulu hljóta starfsstyrk. Menningarmála- nefnd er þó ekki bundin af slíkum ábending- um. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfsstyrks, sem búsettir eru í Garðabæ. Nánari upplýsingar fást hjá Lilju Hallgríms- dóttur, sími 657634, og Gylfa Baldurssyni, sími 656705. Ábendingum eða umsóknum skal skila til Bókasafns Garðabæjar v/Ás- garð, 210 Garðabæ, fyrir 1. júní 1992. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Þátttaka Tryggingastofn- unar í tannlæknakostnaði barna og unglinga Nýr samningur milli Tryggingastofnunar og Tannlæknafélags íslands hefur tekið gildi. Sjúkratryggingarnar greiða nú fyrirbyggjandi meðferð barna 15 ára og yngri að fullu. Fyr- ir aðrar tannlækningar þessa aldurshóps (þó ekki Reykjavíkurbarna 6-15 ára) er 85% kostnaður endurgreiddur nema fyrir tann- réttingar, gullfyllingar, krónu- og brúargerð. í Reykjavík greiða böm, 6-15 ára, 15% kostnaðar hjá skólatannlækni samkvæmt gjaldskrá hans, sem er 20% lægri en einka- tannlækna. Fari þau til einkatannlæknis end- urgreiðir Tryggingastofnun 68% kostnaðar. Fyrir 16 ára unglinga endurgreiðist 50% kostnaðar. Tryggingastofnun ríkisins. Sumarhúsalóðir Eigum til sölu nokkrar lóðir undir sumarhús í landi Þjóðólfshaga í Holtum. Kalt vatn og rafmagn að lóðarmörkum. Fallegt útsýni til allra átta. Stutt í alla þjónustu svo sem í sund á Laugarlandi og í verslun og þjónustu að Vegamótum, Rauðalæk og Hellu. Eigum einnig gullfallega 1,5 ha lóð við norð- anvert Apavatn, stendur við vatnið. Á lóðinni má byggja tvö hús ef vill. S.G. einingahús hf., Selfossi, sími 98-22277. Frá Myndlistaskólanum í Reykjavík Umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 1992-93 verða að hafa borist skólanum fyrir 1. júlí nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslunum Pennans í Austurstræti 18, Hallarmúla og Kringlunni. Umsóknareyðublöðunum fylgja allar upplýs- ingar um deildir skólans. Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Skólastjóri. Söngskglinn í Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist í Söngskólanum f Reykjavík veturinn 1992-’93 er til 27. maí nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Hverfisgötu 45, sími 27366, daglega frá kl. 10.00-17.00, þar sem allar nánari upplýs- ingar eru veittar. Skólastjóri. Fiskvinnsluskólinn Trönuhrauni 8 - 220 Hafnarfirði, símar 91-52044 og 91-53547. Umsóknarfrestur um skólavist veturinn 1992-1993 er til 10. júní 1992. Kennsla f vinnslu sjávarafurða. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Lyngási 7-9 — 210 Garöabæ — S. 52193 og 52194 Innritun Innritun í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir haustönn 1992 er hafin. Boðið er upp á nám í þessum brautum: 4 ára nám: Eðlisfræðibraut - eðlisfræðilína. Eðlisfræðibraut - tölvulína. Félagsfræðibraut - félagsfræðilína. Félagsfræðibraut - sálfræðilína. Félagsfræðibraut - fjölmiðlalína. Hagfræðibraut - hagfræðilína. Hagfræðibraut - tölvulína. íþróttabraut. Málabraut - nýmálalína. Málabraut - ferðamálalína. Náttúrufræðibraut. Tónlistarbraut. 2 ára nám: Viðskiptabraut. Uppeldisbraut. Sjúkraliðabraut - fyrri hluti. íþróttabraut - fyrri hluti. 1 árs nám: Tækniteiknun. Umsóknir skal senda í Fjölbrautaskólann í Garðabæ, Lyngási 7-9. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Símar eru 52193 og 52194. Þeir, sem þess óska, geta fengið send um- sóknareyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum í síðasta lagi 5. júní nk. Námsráðgjafar eru til viðtals í skólanum frá kl. 9.00-15.00. IÐNSKÓLINN I HAFNARFIRÐI REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI SÍMAR 51490 OG 53190 Innritun á haustönn 1992 Innritað er á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Við innritun skulu nem- endur láta fylgja prófvottorð frá þeim skólum er þeir hafa áður stundað nám í. Síðasti inn- ritunardagur er 4. júní. Innritað verður í eftirtaldar námsbrautir: - 2. stig fyrir samningsbundna iðnema. - Grunndeild háriðna. - Grunndeild málmiðna 1. og 2. önn. - Framhaldsdeild í málmiðnum. - Grunndeild rafiðna 1. önn. - 3. önn í rafeindavirkjun. - Grunndeild tréiðna 1. og 2. önn. - Tækniteiknun 1. hluti. - Tækniteiknun framhaldsdeildir. - Tækniteiknun með tölvu. Tækniteiknurum og tæknifólki er gefinn kostur á að sækja þá áfanga í Auto-CAD sem eru kenndir í tækniteiknuninni. - Hönnunarnám er byggir á verkstæðinu sem grunni. Námið innifelur almennan kjarna og teikningar auk grunnþekkingar í meðferð tækja og efnis á sviðum tré, málma, plasts og steinaslípunar o.fl. svo og markaðsþekk- ingu. - Námskeið í trefjaplastiðn. Gefinn verður kostur á fjarnámi í bóklegum greinum, sem undanfara fyrir verklega hluta námsins. - Enskunám fyrir vinnuvélafólk. Gefinn verður kostur á fjarnámi, er verður undanfari verk- legra námskeiða, sem fyrirhuguð eru á vo- rönn. - Meistaraskóli fyrir iðnaðarmenn. - Fornám, auk upprifjunar á námsefni 10. bekkjar innifelur námið verkefnavinnu í verk- Stæðum skólans og starfskynningu frá at- vinnulífinu. Á vorönn verður boðið nám fyrir 1. og 3. stig samningsbundinna iðnema, 3. önn hár- greiðslu, 2. önn í grunndeild rafiðna, 4. önn í rafeindavirkjun, námskeið í vinnuvélatækni auk hluta af ofannefndu námsframboði. Aðalfundur Hafarnarins hf. Aðalfundur Hafarnarins hf. verður haldinn þriðjudaginn 2. júní kl. 14.00 í húsakynnum félagsins á Vesturgötu 5, Akranesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 16. gr. samþykkta félagsins þar sem fjölgað verður úr 3 í 5 í stjórn félagsins. 3. Tillaga um heimild til hlutafjáraukningar. Reikningar félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá þriðjudegi 26. maí 1992. Stjórn Hafarnarins hf. Framhaldsaðalfundur Lögmannafélags íslands Framhaldsaðalfundur Lögmannafélags ís- lands verður haldinn í fundarsalnum Höfða á Hótel Loftleiðum mánudaginn 25. maí 1992 kl. 15.00. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um breytingu á 17. gr. samþykkta fyrir L.M.F.Í. 2. Tillaga stjórnar um sérstakt iðgjald í Ábyrgðarsjóð L.M.F.Í. 3. Tillögur kjaranefndar um breytingar á gjaldskrá félagsins. Stjórnin. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.