Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 41
I
I HOLLANDI
Jóhann Valdimarsson:
„Ekki veit ég hvort að sköpun
sú sem haft hefur hönd mína sem
jarðveg megi teljast til einhverra
stórvirkja, en eitthvað hefur hugur
minn hneigst að málverkinu sökum
litaskorts í sálartetrinu. Sem stend-
ur stendur yfir athugun á sveigðum
þríhyrningi og spöröskjum og
kannski má tengja litasétterínguna
við heim andanna.“
Elsa D. Gísladóttir:
„Ég hef verið á beit í ýmsum
hólfum, sé það ekki fyrir mér að
bindast einum staur og rótnaga
þann blett. í verkum mínum dreg
ég því fram huglæga munúð efni-
viðarins sem verður fyrir valinu
hveiju sinni. Hugmyndin að baki
getur verið mismunandi eðlis, allt
frá því að vera vitsmunaleg yfir í
persónulega innlifun eða ósk-
hyggju."
Guðrún Hjartardóttir:
„Ég reyni að svara hverri hug-
mynd á réttan hátt og hefti þær
ekki í einum miðli. Einn draumur
getur orðið kveikja að heilli innstill-
ingu, einn dagur að málverki, einn
litur að gerningi og augnablik að
framhaldssögu.“
Bokki:
„Ég leik mér með hugmyndir
mínar og sögur og kem þeim frá
mér á hentugan máta sem gefur
mér gleði í sköpuninni, gef mér
þannig rými fyrir nýjar. Ég set mér
engar reglur svo ég læsi mig ekki
inni í lokuðum heimi og ormétnum
hugmyndum um hvernig eigi að
vinna sér inn réttindi til að kallast
listamaður, þar sem ekki virðist
hafa skilist að þjálfunin kemur með
sköpuninni, en ekki sköpunin með
þjálfuninni. Með þessu fæ ég að
síeppa mér lausum og koma mér
inn í verk mín. Ég er enn nógu
ungur til að halda að ég geti breytt
einhverju."
Pétur Orn Friðriksson:
„Verk mín vinn ég yfirleitt í
hreyfiskúlptúr sem er ansi marg-
fléttaður. Hann er mér eiginlegri
frekar en þröngur miðill sem gleyp-
ir hugmyndir oft í innantómar út-
færslur. Allir hafa sömu eiginleika
til að upplifa þær kenndir sem
manneskjan er samsett úr, nema
hvað misjafnt er hvernig viðkom-
andi gleymir eða man. Þegar ég set
upp verk ætla ég því að endurvarpa
eigin útgáfu þess sem sér, frekar
en mína að þeirri stemmningu sem
í verkinu felst. Fólk speglast og lit-
ast af umhverfinu og breytist ein-
ungis af sjálfu sér í ævintýrunum."
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
Nýtt blað fyrir útlendinga
Morgunblaðið/RAX.
Ritstjórar blaðsins, Sigríður Þorsteinsdóttir og Róbert Mellk.
Foreign Living er blað, sem kom-
ið er út og er ætlað útlendingum
á íslandi og fjallar um útlend-
inga, einkum þá, sem sest hafa
að hérlendis. Blaðið verður að
mestu leyti skrifað á ensku, en
að hluta til á öðrum tungumálum.
Það er í dagblaðsformni og kemur
út aðra hveija viku. Efni þess
verður viðtöl, greinar, hagnýtar
upplýsingar, tilkynningar, ráð-
gjöf, lesendadálkur og fréttir,
sem hafa gildi fyrir þennan
ákveðna hóp sérstaklega.
Um útgáfu blaðsins segir útgefend-
urnir Róbert Mellk og Sigríður Þor-
steinsdóttir ritstjórar: „Það er erfitt
að koma frá öðru menningarsamfé-
lagi og aðlaga sig nýju umhverfí,
ekki síst er sest er að hjá smáþjóð,
þar sem vina- og fjölskyldubönd eru
jafn sterk og hér á landi. Ákveðin
einmanakennd og saknaðartilfinning
er til staðar, hvort sem einstaklingur
er nýfluttur hingað eða hefur búið
hér árum eða jafnvel áratugum sam-
an. Hlutverk Foreign Living er að
þjóna öllum þessum hóp,“ segja þau.
Ritstjórnarnir sögðu að fyrsta
tölublaðið yrði sent til allra einstakl-
inga 16 ára og eldri, sem fælddir
eru erlendis, en búsettir á íslandi.
Nákvæmar tölur um fjölda útlend-
inga búsettra í landinu liggja ekki
fyrir, en samkvæmt aðgengilegum
gögnum er fjöldi þeirra nálægt 10
þúsund.
Víkveiji, útgáfuþjónusta gefur
blaðið út.
Haukadalur við Heklurætur:
Eldunnn blossaði allt i einu upp
Slökkvitækið virkaði ekki en betur fór en á horfðist
Selfossi.
„MÉR FANNST dálítið kalt inni
og ætlaði að hlýja mér með vél-
inni en þá blossaði allt upp,“
sagði Jónína Hafliðadóttir hús-
freyja á bænum Haukadal við
Heklurætur. Slökkviliðið á Hellu
var kvatt að bænum klukkan
17.00 á miðvikudag vegna elds í
Sóló oliueldavél. Jónína, gestir
hennar og nágrannar náðu að
slökkva eldinn í vélinni og áður
en hann breiddist út en eldhúsið
fylltist af reyk. Snarræði þeirra
bjargaði bænum sem skemmdist
lítið, aðallega af reyk.
Jónína, sem er níræð að aldri og
dvelur á dvalarheimilinu Lundi á
Hellu, var ásamt dóttur sinni, syni
hennar og annarri konu heima í
Haukadal. Konurnar voru inni í
stofu að skoða myndir og bréf frá
fýrri tíma og pilturinn nýkominn inn
frá því að að gæta að lambám þeg-
ar eldurinn kom upp.
„Ég heyrði eitthvert hljóð og
hljóp fram og sá þá að allt logaði.
Það var mikill hiti og hávaði í skor-
steininum. Það bokstaflega logaði
í öllum rörunum og svo bullaði og
sauð í hitakútnum uppi á lofti,“
sagði Heiða Magnúsdóttir, dóttir
Jónínu.
Konurnar hringdu strax á næstu
bæi eftir hjálp. Sonur Heiðu, Atli
Haukur, greip slökkvitækið á bæn-
um en þegar til átti að taka virkaði
það ekki. Með hjálp nágrannanna,
sem komu fljótt á vettvang, tókst
þeim að kæfa eldinn og bjarga
bænum.
„Við urðum virkilega hræddar
þegar slökkvitækið virkaði ekki.
Leitar að
fyrirsætum
Hinn þekkti tískuljósmyndari og
fyrrum fyrirsæta Huggy, eða
Hugrún Ragnarsdóttir, verður
hérlendis næstu vikuna í leit að
fyrirsætum, en hún tekur m.a.
myndir fyrir stærstu fyrirsætu-
skrifstofuna í London.
Hún kemur hér í myndatökuleið-
angur fyrir Tímaritið 3T og hyggst
einnig mynda fyrirsætur, sem hafa
á því áhuga. Huggy uppgötvaði
m.a. Bertu Maríu Wagfjörð sem
hefur vakið mikla athygli ytra og
Bryndísi Bjarnadóttir sem nýlega
vann Elite keppnina. Þær stúlkur
sem hafa áhuga á myndatökum
geta leitað upplýsinga hjá Módel
79, Icelandie Models eða 3T.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Jónína Hafliðadóttir húsfreyja, Heiða Magnúsdóttir, Elín Teitsdóttir
og Atli Haukur Haraldsson við gömlu Sólóeldavéiina þar sem eldur-
inn blossaði upp.
Hávaðinn varð strax svo mikill í
skorsteininum sem trekkti gífur-
lega,“ sagði Elín Teitsdóttir. Jónína
húsfreyja hélt ró sinni enda ýmis-
legt borið við gegnum tiðina við
Heklurætur. „Ég er sko ekki hrædd
við neitt,“ sagði hún. Það var held-
ur ekki á henni að sjá eftir að allt
var um garð gengið. Það sem hún
hafði áhyggjur af var að trygging-
arnar þyrftu að mála eldhúsið og
það sem fyrst.
„Við vorum dauðhrædd um að
það yrði sprenging þegar við sáum
þetta í fullum loga og þetta var
óhugnalegt í byijun," sagði Atli
Haukur. Ásamt nágrönnunum
helltu þau vatni á sótið undir eldvél-
inni en áréðu ekki að skvetta vatni
inn í vélina sem greinilega hafði
yfirfyllst af olíu. Þar sem slökkvi-
tækið virkaði ekki notuðu þau lítinn
brúsa með uppþvottalegi til þess
að sprauta inní vélina og drepa í
síðustu logunum í brennaranum.
Slökkviliðsmenn frá Hellu voru
komnir á vettvang 28 mínútum eft-
ir útkallið en Haukadalur er 30 kíló-
metra frá Hellu. Þeir grandskoðuðu
húsið og reykháfinn en hvergi
leyndist glóð. Þá yfirfóru þeir
slökkvitækið og lýstu eins og aðrir
furðu sinni á því að það virkaði
ekki þar sem það var einungis ríf-
lega ársgamalt.
Sólóeldavélin var yfirfarin, lokað
fyrir leiðslur og ráðstafanir gerðar.
Vélin fékk þann dóm að haria þyrfti
að hreinsa áður en hún væri notuð
aftur en rafmagnshitun er í húsinu
og gamla vélin því aðeins notuð til
að skerpa á hitanum ef þarf. Útkall-
inu lauk með því að slökkviliðsmenn
settust við eldhúsborðið og gerðu
sér ásamt öðrum viðstöddum að
góðu tvær vænar tertur sem Jónína
og konurnar báru á borð. Þeir höfðu
á orði að þetta væri óvenjulegur
endir á útkalli, að drekka kaffi við
upptök eldsins. Yfir kaffibollanum
og tertunum varð niðurstaðan af
bilun slökkvitækisins sú að réttast
væri fyrir fólk í sveitum að hafa
alltaf tvö slökkvitæki tiltæk á bæn-
um. Það væri ekki víst að Þvol-
brúsi dygði í öllum tilfellum.
Sig. Jóns.
Lamba
frá kr. 990.-
Nautasteikur
frá kr. 1090.-
LAUGAVEGI 34 S: 13088
Nýr og glæsiiegur veitingastaöur
** sem kemur spánskt ffyrlr sjónlr
„Svo á jörðu
sem á himni“
eftir Jóhann
Valdimarsson.
Úrklippa úr hol-
Iensku blaði þar
sem greint er frá
eldsvoðanum og
sýnd mynd af
byggingunni þar
sem íslensku ung-
mennin höfðu sam-
an vinnustofu.
Skömmu eftir að greinin var
skrifuð gerðust þeir válegu
atburðir í borginni Enschede,
að brennuvargur fór á stúf-.
ana og kveikti í á fjórum stöð-
um í „Nino-hverfinu“.
Milljóna tjón varð í eldsvoðan-
um og byggingar á um fimmtán
þúsund fermetra svæði urðu eld-
inum að bráð. Margir listamenn
urðu fyrir tjóni í eldsvoðanum
og þar á meðal íslensku nemarn-
ir í listaakademíunni AKI.
Húsið, þar sem þau eru saman
með vinnustofu, stóð af sér eld-
inn, en flest verkin eyðilögðust
af sóti, reyk og vatni. Gunnar
Straumland missti til dæmis öll
16 verkin sem hann var búinn
að vinna og ljúka við. Pétur Örn
Friðriksson missti alla hreyfi-
skúlptúra sína nema einn, og
hin fengu eitt til tvö verk heil
úr eldinum. Þar með er öll vinna
þessara ungmenna í vetur farin
forgörðum.
-klp