Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 42
42____________ MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
Í---------—-------------------------------PTT7 I----»—» :----rr r—-----k —f : -------j----------------
MOTORHJOLAKAPPAKSTUR
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Fyrsta beygjan og Ástralinn Michael Doohan hefur þegar tekið forystu. Hann vann flórða kappakstur sinn á árinu — hefur unnið þá alla — og er efstur í stigakeppninni um heimsmeistaratitilinn.
Ofurhugar nútímans
KVARTMILLJÓN áhorfenda,
svipuðum fjölda og byggir ís-
land, var þjappað inn á áhorf-
endasvæðið við Jerez-kapp-
akstursbrautina á Spáni, þegar
liður íheimsmeistaramótinu t
mótorhjólakappakstri fór þar
fram fyrir skömmu. í 30 stiga
hita og sól óku ofurhugar nú-
tímans 175 hestafla og aðeins
130 kilóa mótorhjólum á þriðja
hundrað kílómetra hraða. Utan
hringsins voru þúsundir mótor-
hjóla í eigu áhugasamra áhorf-
enda, sem hver átti sína hetju
á kappaksturshringnum. Sama
stemmning var og á fótbolta-
leik, áhorfendur fögnuðu sín-
um mönnum og fylgdust hug-
fangnir með toppmönnunum,
sem fá 180 milljónir hver í tekj-
ur á ári fyrir utan auglýsinga-
tekjur og ýmiskonar bónusa
fyrir góðan árangur. Morgun-
blaðið fylgdist með keppninni
og skoðaði þá bestu.
Bandaríkjamaðurinn Wayne Ra-
iney á Yamaha er heimsmeist-
ari í flokki 500 cc mótorhjóla, sem
eru þau hjól sem
Gunnlaugur flestra augu beinist
Rögnvaldsson að á svona kapp-
skrifar akstri, þó baráttan
sé oft enn meiri í
flokki kraftminni hjóla, þar sem
ungir ökumenn reyna að sanna sig.
En í ár er það Ástralinn ungi Mich-
ael Doohan, sem hefur unnið fyrstu
fjögur mót ársins á Honda, en Rain-
ey hefur þrívegis náð öðru sæti.
Aðrir kappar í fremstu röð hafa
verið Kevin Schwantz og Doug
Chandler á Suzuki, sem eru nú í
þriðja og fjórða sæti í stigakeppn-
’ inni til heimsmeistara. Þessir fjórir
kappar aka öflugustu og best búnu
mótorhjólunum, sem með aðstoð
flókinna mælitækja og tölvubúnað-
ar er stillt upp fyrir hveija af 13
brautum ársins, en lega brautanna
gerir það að verkum að útfæra
þarf hjólin misjafnlega í hvert
skipti.
I raun er ótrúlegt að sjá hve
mikið er lagt uppúr því að ná
árangri í kappakstri á mótorhjólum,
en þó ekki. Arangurinn nýtist hjóla-
verksmiðjunum í auglýsingaher-
ferðum, og tæknilið keppnisliðanna
prófa oft nýjungar sem notaðar eru
í venjuleg götuhjól. Þróunin hefur
reyndar orðið svo hröð að nútíma-
hjól sem aka hérlendis á götum eru
ekki ósvipuð í útliti og keppnishjól
og ekki mikið kraftminni sum hver.
Þessi kraftur leiðir til þess að þau
ná svipaðri hröðun og straumlínu-
1 lagaðir Formula 1 keppnisbílar og
Stóru liðin hafa 4-5 hjól tilbúin fyrir
á æfingum eða í tímatökum.
hámarkshraðinn er 320 km á
klukkustund. Það er ekki lítið á
tæki, þar sem stjórnandinn er ber-
skjaldaður gegn veðri og vindum,
lofmótstöðu og svo brautinni ef
hann fellur við.
Reyndar eru kapparnir í sterkum
göllum, með hlífar á hnjám, olnbog-
um og innan klæða á baki þeirra
eru plastplötur sem verja hrygginn
og þá eru hjálmarnir af bestu gerð,
eins og reyndar allir akstursíþrótta-
menn ættu að nota í keppni. Öku-
mennirnir eru allir með sérstaka
þjálfara, sem undirbúa þá líkam-
lega, og þeir bestu hafa oftast
menn sem geta aðstoða andlega;
veitt þeim styrk og stuðning, að-
stoða þá við hvernig þeir eigi að
einbeita sér að vérkinu hveiju sinni,
og jafnvel um fæðuval. Margir
keppenda ferðast á milli móta í
risavöxnum hjólhýsum og ófáir
ferðast með alla fjölskylduna, konu
og börn, lifa einskonar sígaunalífi
í kringum kappakstursmótin. Risa-
vaxnir trukkar flytja mótorhjólin
og allt hafurtaskið milli staða, í
þeim eru varahlutir, verkfæri ýmis-
konar og tölvubúnaður sem notaður
er til stillingar. Það er ótrúleg sjón
að sjá 20-30 slíka trukka á sama
svæði og hvert keppnislið með
12-14 keppnishjó! á einu og sama
svæðinu.
Kvartmilljón áhorfenda fylgdist með aðförum keppenda, sem óku oft á yfir 300 km hraða eftir brautinni og í beygjum
á allt að 250 km hraða.
eða menn farið útaf á æfingum, sem
standa í tvo daga, áður en sjálf
keppnin hefst.
A fyrstu æfingunum reyna öku-
mennirnir og tæknimenn þeirra að
finna bestu uppstillinguna fyrir
brautina, breyta vélar- og dempara-
stillingum miðað við hvað ökumanni
finnst eftir nokkra prufuhringi og
hvað tölvubúnaður um borð í hjólun-
um gefur til kynna, þegar hann er
tengdur móðurtölvu í viðgerðar-
skýlinu. Þegar menn eru orðnir
sáttir við hjólin reyna þeir að aka
eins hratt og kostur er, leggja lík-
amann í takt við inngjöf bensíns.
Hröðunin er gífurleg, bestu tækin
eru innan við þijár sekúndur úr
kyrrstöðu upp í 100 km hraða. Þau
eru mjög hágíruð; ná 130 km hraða
í fyrsta gír og eru tíu sekúndur að
ná 250 km hraða. Uppröðun kepp-
enda í sjálfan kappaksturinn ræðst
af því hvaða tíma þeir ná í tímatök-
um, þannig að sá hluti undurbún-
ingsins er mikilvægur. Ekkert er
verra en að þurfa að taka framúr.
Þó nýtist mönnum oft að aka fyrir
aftan annan keppanda, sem klýfur
vindinn og skjótast síðan framúr á
síðustu stundu þegar hentar, en þá
þurfa hjólin að vera svipuð að afli.
Hitinn á Jerez brautinni gerði
mönnum erfitt fyrir, dekkinn hitn-
uðu og ökumenn þurftu að gæta
þess að missa ekki gripið of fljótt
með of ákafri inngjöf. Michael Doo-
han náði langbesta tíma í tímatök-
um og var því fyrstur í rásmarkinu
hvern ökumann, ef eitthvað skyldi bila
Til öryggis eru stóru liðin með
4-5 mótorhjól tilbúin í slaginn fyrir
hvern ökumánn, vélar geta bilað
í keppninni, með tæplega 30 kappa
aðra fyrir aftan sig, sem allir vildu
ná langt, en með misgóð tæki und-
ir höndum. Þegar dró nær ræsingu
fór kliður um áhorfendasvæðið,
stemmningin varð rafmögnuð og
þegar græna ljósið birtist sprakk
múgurinn, hver gargaði í kapp við
annan eins og um nautaat væri að
ræða. Greinilega blóðheitir. þeir
spönsku. Fólk var um allar hæðir,
oft klætt í merktum treyjum liða
sinna eða með húfur, merki eða
fána. Mótorhjólaeign er mikil á
Spáni og margir vilja meina að
mótorhjólakapparnir séu vinsælli en
bestu nautabanar landsins og þá
er nú mikið sagt.
Doohan náði strax forystu í
keppninni, í raun hafði hann yfir-
burði frá byijun, enda nú talinn
vera með aðeins öflugri vél en
helstu keppinautar hans, Wayne
Rainey, Kewin Schwantz og Doug
Chandler. Rainey fylgdi honum af
fremsta mætti og hélt öðru sætinu
af öryggi, en barátta var um næstu
sæti á eftir milli Niall McKenzie,
Schwantz og Chandlers, sem lauk
með því að McKenzie náði í verð-
launasætið, sem gladdi breska
áhorfendur á keppninni. í flokki 250
cc mótorhjóla vann Loris Reggiani
á Aprilia eftir æsispennandi keppni,
sem var mun líflegri en keppni
þeirra stóru, en Luca Cadalora hef-
ur unnið þijú mót í þeim flokki, en
hann ekur undir sömu merkjum og
Doohan, fyrir Honda.