Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 1
b
Nyir og
gamHr
glnggar
Þegar gluggar eru smíðaðir
í ný hús, miðast gerð
þeirra yf irleitt við staðlaðar
gerðir þess tíma, hvað snertir
rúðustærðir, pósta og opnan-
leg fög. Hið sama má einnig
segja um gluggaefnið, sem
notað er. Það tekur breytingum
eftir því sem árin líða. Þetta
kemur m. a. fram í þætti Bjarna
Ólafssonar, Smiðjan, hér í
blaðinu í dag.
Hann segir þar, að mikil
breyting hafi orðið á efnisnotk-
un til gluggasmíða á þessari
öld. Þeir, sem eiga gamalt hús,
sem þeir hafa áhuga á að gera
við og halda sem mest við upp-
runalega gerð, eiga ekki að
þurfa að kvíða neinu varðandi
það að fá smfðaða glugga í lík-
ingu við þá glugga, sem fyrst
voru í húsinu. Fjölmargir tré-
smiðir hafa snúið sér að því
að gera við gömul hús. 2
38 íbúðir
fyrireldri
meóliuii
BHM
VIÐ Suðurgötuna sunnan-
verða á að rísa glæsilegt
fimm hæða fjölbýlishús með
38 íbúðum fyrir eldri borgara.
Þar er að verki byggingarfélag-
ið Skildinganes hf., sem stofn-
að var af eldri félögum innan
Bandalags háskólamanna
(BHM) og hefur það eitt að
markmiði að reisa þetta hús.
íbúðirnar þarna verða flestar f
stærra lagi, þvf að af þeim
verða tuttugu og fjórar 4ra
herbergja eða 127 ferm brúttó,
en einnig verða f húsinu tólf
3ja herb. íbúðir um 101 ferm.
hver.
í viðtali við hönnuð hússins,
Guðmund Kr. Guðmundsson
arktekt, hér í blaðinu f dag er
fjallað um þessar íbúðir. Þær
verða allar á fjórum efri hæð-
um hússins, en að auki verða
tvær 2ja herb. íbúðir rúml. 50
ferm. hvor á fyrstu hæð. Ald-
ursskilyrði eru 60 ár. íbúðirnar
taka því mið af þörfum aldr-
aðra og í tengslum við þetta
hús mun Reykjavíkurborg reisa
þjónustumiðstöð, sem borgin
mun einnig reka. Þjónustumið-
stöðin á að standa fyrir sunnan
húsið og það verður innan-
gengt úr þvf f hana. Hún er
ekki einungis ætluð fyrir þetta
hús heldur einnig fyrir hverfið
fkring.
14
Sveiflur I
einbýBs-
húsaverói
Verð á einbýlishúsum á höf-
uðborgarsvæðinu tók
töluverðum breytingum á árun-
um 1984-1991. Frá 1984 til
1986 lækkaði raunverð veru-
lega og var í lágmarki á fyrri
árshelmingi 1986, þegar það
mældist 82,5% miðað við láns-
kjaravísitölu. Síðan tók við
tfmabil hækkunar, sem náði
hámarki á fyrri árshelmingi
1989 og mældist þá 108,3%
miðað við sömu vfsitölu. Seinni
hluta árs 1989 lækkaði raun-
verð á einbýlishúsum svo aft-
ur. Árin 1990 og 1991 ein-
kenndust hins vegar af stöðug-
leika í verðlagi.
Teikningin hér til hliðar sýnir
þróun fermetraverðs í einbýlis-
húsum og raðhúsum á höfuð-
borgarsvæðinu miðað við láns-
kjaravísitölu á árunum 1984-
1991 á föstu verðlagi seinni
árshelmings 1991. Aárinum
1984 til 1991 hefur núvirt fer-
metraverð f þessum húsum
hækkað um 286% og lán-
skjaravísitala um 268% á sama
tfmabili, þannig að núvirt fer-
metraverð hefur hækkað um
4,8% miðað við lánskjaravísi-
tölu á þessu tímabili. Með nú-
virði er átt við það, að allar
greiðslur séu reiknaðar til
staðgreiðslu við gerð kaup-
samnings.
(Heimild: Markaðsfréttir
Fasteignamats ríkisins).
Þróun fermetraverðs í einbýlis-
húsum 1984-1891
á föstu verðlagi seinni
árshelming 1991
70
Þús.
I kr.
65
HEIMIU
SUNNUDAGUR 14. JUNI1992
BLAÐ