Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 14
14 B
MOEGUimAR
iFASTEíGNIR
UNIsIUilAGUE 14.JUNLJ.-922.
SALA - LEIGA
Þetta fallega 240 fm einbýlishús á Seltjarnarnesi er til
sölu eða leigu. Flísar á forstofu, holi og eldhúsi, parket
á herb. Alno-innr. í eldhúsi, mjög rúmgott flísal. bað,
stór falleg stofa með arni, 4 svefnherb, 2 stofur. Mikið
útsýni. Tvöfaldur bílskúr. Laust fljótl.
Skipti koma til greina.
Stakfell
Fasteignasala Suðurlandsbraut 6
687633 if
Lögfrædmgur
Þórhildur Sandholt
t
Sölumenn
Gísli Sigurbjörnsson
Sigurbjörn Þorbergsson
Opið 13-15.
Atvinnuhúsnæði
AUSTURSTRÖND
Mjög gott atvinnuhúsnæði ó jarðh. (verslun-
arhæð) og kj. Húsnæðið er í misstórum ein-
ingum.
VAGNHÖFÐI
Mjög gott iðnaöarhúsnæði um 900 fm.
Tvennar stór innkeyrsludyr og tvennar
minni.
HÓLMGARÐUR
127 fm húsn. á götuhæö. Innkeyrsludyr.
Verð 3,8 millj.
SMIÐJUVEGUR KÓP.
Ný og glæsil. hæð 513 fm m. sérinng. Hent-
ar vel til hverskonar félagsstarfsemi eða
skrifstofureksturs.
BÍLDSHÖFÐI
Gott iðnaðarhúsnæöi 122 fm + 60 fm milli-
loft. Góðar innkeyrsludyr.
Einbýlishús
HLIÐARGERÐI
120-130 fm einbhús hæð og ris. m. mjög
góöum 40 fm bílsk. Góð staðsetn. f Smá-
íb.hverfinu.
BÆJARGIL
Gullfallegt fullb. 206,7 fm einbhús. Hæð og
ris. m. innb. bilskúr.
YSTASEL
Glæsil. einbhús, 231,3 fm m. tvöf. 49 fm
bílsk. Hús m. 4 svefnherb. Sauna, auk, 2ja
mjgö stórra herb. á nerði hæð. Verð 18 millj.
HJALLABREKKA - KÓP.
Glæ8il. 2ja íbúða hús með bílskúr og falleg-
um garði. íbúðarstærðir: 212,3 og 65,3 fm.
SÆVIÐARSUND
Mjög gott einbhús 240 fm m 32 fm bílsk.
Lítil aukaíb. er í húsinu. Mögul. á aö taka
góða eign uppí.
Rað- og parhus
GRUNDARGERÐI
123,8 fm steypt parhús á góöum stað í
Smáíb.hverfi. 4 svefnherb. Góöur 38 fm
bílsk. Verð 10,5 millj.
AKURGERÐI
Snoturt steypt parhús 129 fm, laust nú
þegar. 3-4 svefnherb. Suðurgarður. Verð
11 míllj.
TUNGUVEGUR
Gott 130 fm raðhús. Mjög falleg og snyrtil.
eign, kj. og tvær hæðir.
Hæðir
STÓRAGERÐI
Mjög góð 128 fm neðri sérh. ásamt góöum
bílskúr.
GRÆNAHLÍÐ
Efri sérhæð í þríbhúsi. íb. fylgir innb. bílsk.
Heildarstærð 180,7 fm. 5 svefnherb., stofa,
borðst. Stórar suðursv. íb. fylgir aukabílsk.
á lóð. Verð 13,2 millj.
RAUÐALÆKUR
117,6 fm íb. á 3. og efstu hæö í fjórbhúsi.
íb. meö stórri stofu, 2 stórum svefnherb.
og sérþvhúsi. Suðursvalir.
GLAÐHEIMAR
Vel staösett og mjög góð neðri sérh. 133,5
fm í fjórbýlish. 4 svefnherb. Góðar stofur.
Tvennar svalir. Parket. 28 fm bílskúr fylgir.
HRAUNTEIGUR
111 fm neðri sérhæð. 2 stofur, 2 svefn-
herb. Nýtt eldhús. Mikið endurn. eign m.
bílskúr.
RAUÐALÆKUR
Glæsileg íbúð með 4 svefnherb. og tveimur
stofum, 131,4 fm á efstu og útsýnishæð.
Suðurevalir.
SNORRABRAUT
4ra herb. efri hæð í steinh. 21 fm bílsk.
fylgir eigninni. Verö 7,5 millj.
4ra-6 herb.
JÖRFABAKKI
4ra herb. íb. á 3. hæð í góðu 3ja hæða
fjölb. Sérþvottah. í íb. Gott útsýni.
HRAUNBÆR
Gullfalleg 4ra-5 herb. ib. á 3. hæö, 106 fm.
(b. er nýyfirfarin og laus nú þegar.
ÞVERBREKKA - KÓP.
Falleg 5 herb. íb. á 5. hæð í lyftuhúsi. Góð-
ar innr. Parket. Glæsil. útsýni.
NÖNNUGATA
Falleg íb. 107 fm á 2 hæðum. Mjög góð
stofa, tvö svefnherb. Svalir í suður og norö-
ur. Frábært útsýni. Laus strax.
DALSEL
Góö 4ra-5 herb. íbúð á 3. hæð 106,7 fm.
Þvottahús í íbúðinni. Suðursvalir. Gott út-
sýni. Tvö stæöi í bílgeymslu.
3ja herb.
HATUN
Gullfalleg 3ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuh. Ib.
nýl. endurn. Laus strax. Verð 6,5 millj.
MIÐBRAUT - SELTJ.
Gullfalleg 3ja herb. íb. á 1. hæð í 4-býlis-
húsi 92 fm nettó. Verð 8 millj.
GRETTISGATA
Mikið endurn. og falleg 3ja herb. risíb. í
steinh. Góð lán f. Byggingarsj. 2 millj. 441
þús. Verð 6,2 millj.
RÁNARGATA
3ja-4ra herb. falleg risíb. Suðursvalir.
JÖKLASEL
Gullfalleg 3ja herb. íb. 97,6 fm á 1. hæð f
nýl. húsi. Pvhús og búr innaf eldhúsi. Góö
lán áhv. 2,1 millj. Verð 8,0 millj.
ENGIHJALLI
Felleg 3ja herb. íb. á 1. hæð 78,1 fm. Meira
og minna endurn. eign. Góð lán 1926 þús.
Verð 6,5 millj.
MOSFELLSBÆR
Falleg 90 fm neðri hæð í tvíbýlishúsi. Sérinn-
gangur. Góður bílskúr. Laus strax.
HÁTÚN
Falleg 3ja herb. kjallaraíbúð meö sérinn-
gangi, 85 fm. Laus strax.
FURUGRUND
Vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 2. hæö.
Lán sem fylgja 4.350 þús., að mestum hluta
byggingasjóður.
2ja herb.
AUSTURSTRÖND
Mjög falleg 2ja herb. íb, 61,2 fm á 4. hæð
j lyftuh. Parket á gólfum. Bílskýli fylgir. Verö
6,5 millj.
VINDÁS
Mjög falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð. Suðuríb.
Áhv. byggingarsjóöslán 2 millj. 440 þús.
Laus strax.
KLEPPSVEGUR
2ja herb. íb. á 1. hæð í fjölbhúsi. 59,3 fm.
íb. er laus fljótl. Verð 5 millj.
BERGSTAÐASTRÆTI
2ja-3ja herb. gamalt timbureinbhús á bak-
lóð. Laust 1. ágúst.
FURUGRUND
Ósamþ. 2ja herb. íb. í kj. 56,1 fm. (b. er
laus nú þegar. Verð 3,5 millj. Góð eign.
SÓLHEIMAR
Góð 2ja-3ja herb. íb. 71,8 fm á 6. hæð í
lyftuh. Suðuríb. m. góðum svölum. Húsvörð-
ur. Verð 6,4 millj
SEILUGRANDI
Gullfalleg íb. á 3. hæð í nýl. húsi. Góðar
svafir. Bflskýlí. Laus fljótl. Húsnæðisstjlán
áhv. 2,4 millj. Verð 6 millj.
LYNGMÓAR
Falleg 2ja herb. íb. í Garöabæ 56,2 fm. Góð
lán fylgja.
GAUKSHÓLAR
Snotur 2ja herb. íbúö á 5. hæð í lyftuhúsi.
Glæsilegt útsýni. Húsvörður. Verö 4,8 millj.
VINDÁS
Falleg og góð 2ja herbergja íbúð 59 fm á
2. hæð. Laus fljótt. Góð lán. Verð 5,1 millj.
VALLARÁS
Falleg einstaklib. á 4. hæð í lyftuh. Laus
strax. Byggingarsjóðslán 1,4 millj. Góð kjör.
VINDÁS
35 fm falleg einstaklingsíbúð í nýlegu húsi.
Góð lán 1,4 millj. og góð kjör. Verð 3,8
millj. Laus strax.
RANGÁRVALLASÝSLA
SUMARBÚSTAÐALÓÐIR
Sumarbústaöalóðir í landi Reyni-
fells, Rangárvallasýslu. Lóðirnar
eru um einn hektari af stærð
hver á fallegum útsýnisstað í
uppsveitum sýslunnar.
íbúöir eldrl BHM-feloga , útlit suöur
Helgarsími 33771.
Útlitsteikning af suðurhlið á fyrirhugaðri ibúðarbyggingu eldri félaga innan BHM. í henni eiga að
verða 38 íbúðir, þar af tuttugu og fjórar 4ra herb., tólf 3ja herb. og tvær 2ja herb. íbúðir.
38 íbúðir ■ Þjónustumiðstöð ■ Mikið útsýni
íbnóir Itllll eiga
að vera glæsi-
legar og randaóar
— segir Guómundur Kr. Guómundsson arkilekl
VIÐ Suðurgötuna sunnanverða á
að rísa glæsilegt fimm hæða fjöl-
býlishús með 38 íbúðum fyrir
eldri borgara. Þar er að verki
byggingarfélagið Skildinganes
hf., sem stofnað var af eldri fé-
lögum innan Bandalags háskóla-
manna (BHM) og hefur það eitt
að markmiði að reisa þetta hús.
Stjórnarformaður þess er Val-
garð Briem hrl., en aðrir í stjórn
eru Vilhjálmur Jónsson lögfr.,
fjrrverandi forstjóri Esso, Davíð
Olafsson, fyrrverandi seðlabank-
asQ'óri, Skúli Guðmundsson verk-
fræðingur og Kristín Guðmunds-
dóttir híbýlafræðingur.
Ibúðirnar þarna verða flestar í
stærra lagi, þyí að af þeim verða
tuttugu og fjórar 4ra herbergja eða
127 ferm brúttó, en einnig vérða í
húsinu tólf 3ja herb. íbúðir um 101
mmmm&mmm ferm. hver. Þessar
íbúðir verða allar
á fjórum efri hæð-
um hússins, en að
auki verða tvær
2ja herb. íbúðir
rúml. 50 ferm.
hvor á fyrstu hæð.
Aldursskilyrði
eru 60 ár. íbúðirn-
ar taka því mið af þörfum aldraðra
og í tengslum við þetta hús mun
Reykjavíkurborg reisa þjónustu-
miðstöð, sem borgin mun einnig
reka. Þjónustumiðstöðin á að
standa fyrir sunnan húsið og það
verður innangengt úr því í hana.
Hún er ekki einungis ætluð fyrir
þetta hús heldur einnig fyrir hverf-
ið í kring. Þjónustumiðstöðin verður
um 300-400 ferm. og því fremur
lítil miðað við aðrar þjónustumið-
stöðvar, sem risið hafa eða eru í
smíðum.
— Þessar íbúðir eiga allar að
verða afar vandaðar og búnar sömu
kostum, þó að þær verði ekki allar
jafn stórar, sagði Guðmundur Kr.
Guðmundsson arkitekt í viðtali við
Morgunblaðið, en hann og sam-
starfsmenn hans eru að hanna hús-
ið. — Allar íbúðirnar munu snúa á
móti suðri með mjög víðu útsýni til
suðurs yfir sjóinn til Bessastaða og
Keilis. Endaíbúðirnar verða að sjálf-
sögðu einnig með gluggum á göfl-
um og fá því þar að auki gott útsýn-
is ýmist til austurs eða vesturs.
Guðmundur Kr. Guðmundsson
er fæddur 1937 og alinn upp í höf-
uðborginni. Hann gekk í Mennta-
skólann í Reykjavík og varð stúdent
þaðan 1957. Síðan hann hélt hann
eftir Magnús
Sigurðsson
Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt. Mynd þessi er tekin þar, sem
fjölbýlishúsið á að rísa. Útsýnið er til suðurs út yfir sjóinn til Bessa-
staða og Keilis.
til Þýzkalands til náms í arkitektúr
við háskólann í Stuttgart og lauk
þar prófi í þeirri grein 1963. Eftir
heimkomuna starfaði hann í nokkur
ár á arkitektastofu Skarphéðins
Jóhannsonar, en frá árinu 1967
hefur hann rekið eigin stofu í félagi
við aðra. Hún hefur nú aðsetur að
Þingholtsstræti 27 í Reykjavík og
nefnist Arkþing.
Yfirbyggðar svalir
íbúðarhæðirnar í fyrirhuguðu
húsi BHM verða fjórar og inndregn-
ar til endanna, þannig að húsið
verði stallað. Allar svalir snúa móti
suðri. Þær verða stórar ög hægt
verður að yfirbyggja þær að hluta.
Stigahúsin eru þrjú og þrjár íbúðir
á hverri hæð um hvert þeirra. Á
jarðhæð verða geymslur og bílskúr-
ar og þeim þannig fyrir komið, að
nánast er ekið inn í þá undir húsið.
Þeir sem ekki hafa áhuga á bíl-
skúr, eiga kost á bílskýli undir þaki.
— Þetta hús mun rísa milli hjóna-
garða stúdenta og Reykjavíkurflug-
vallar, segir Guðmundur. — Vegna
aðflugs er ekki hægt að byggja
nema á efri helmingi lóðarinnar.
Suðurgatan liggur meðfram húsinu
að vestanverðu, en það mun standa
við götu, sem liggur til norðurs frá
Þorragötu og enn hefur ekki verið
lögð, en framkvæmdir verða vænt-
anlega hafnar við á næstunni. Allt
þetta hverfi á raunar eftir að njóta
góðs af breyttu skipulagi, því að
áformað er að lengja Njarðargötuna
þvert yfir Vatnsmýrina. Sú gata á
eftir að verða aðalumferðaræðin á
þessu svæði.
En er ekki alltaf mikið ónæði af
flugvélum á þessu svæði. — Flug-
vélarnar éru alltaf að verða hljóðlát-
ari, segir Guðmundur. — Einng er
búið að takmarka flug yfir Reykja-
vík að því leyti, að flugtak og lend-
ing stærri flugvéla er nú bannað á
nóttunni.
Að sögn Guðmundar var sendur
spurningalisti til þeirra, sem höfðu
áhuga á að kaupa íbúðir þarna og
stærðarskiptingin síðan miðuð við
óskir þeirra. Meiri hlutinn óskaði
eftir 4ra herb. íbúðum en minni
hlutinn eða um þriðjungur hafði
mestan áhuga á 3ja herb. íbúðum.
— Því hefur gjarnan verið haldið
fram um sumar af þeim íbúðum,
sem hér hafa verið byggðar fyrir
aldraða, að sameignin þar sé of
stór og íbúðirnar því að sama skapi
dýrar af þeim sökum, heldur Guð-
mundur áfram. — í þessu húsi verð-
ur sameignin lítil og raunar ekki
önnur en gangar og geymslur og
50 fermetrar á jarðhæð miðhúss,
þar sem aðstaða verður fyrir hús-
vörð o. fl. og ef til vill gufubað og
trimherbergi.
Skipulagsnefnd Reykjavíkur-