Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 47
I
Leikhópurinn Perlan.
Leikhópurinn Perlan
sýnir Mídas konung
LEIKHÓPURINN Perlan sýnir á Hressó á listahátíð, 17. júní.
Perlan sýnir leikverkin Síðasta blómið og Karnivalið í skógin-
um. Leikgerð og leikstjórn er I höndum Sigríðar Eyþórsdótt-
ur en tónlistina samdi Eyþór Arnalds sérstaklega fyrir leik-
verkin.
Perlan æfir nú Mídas konung
af kappi um þessar mundir.
Búningsgerð annast Dominuiqe
Pauline og Þórunn Sveinsdóttir.
Tónlistin er eftir Eyþór Amalds
og leikstjóri er Sigríður Eyþórs-
dóttir.
Leikhópurinn Perlan heldur
nú út í sumarið en sameinast á
ný síðsumars með opnun sýn-
ingarinnar á Mídasi konungi.
VANNMN
FJÖLSKYLDA?
Heildarvinningsupphæöin :
84.911.205 kr.
Röðin :X11-221-212-X222
13 réttir: 10raðirá
12 réttir: 350raöirá
11 réttir: 4.419 raöirá
10 réttir: 34.173 raöir á
Engin röð kom fram meö 13 rétta hértendis aö þessu sinni.
Þaö er því um aö geta aö vera meö og tippa á 13 rétta fyrir
næsta laugardag kl 12.00.
2.292.600 - kr.
41.240-kr.
3.450 - kr.
940-kr.
MORC-UNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992
I
I
I
Sandspyrna:
Signrjón Haraldsson fljótastur
ÍSLANDSMÓTIÐ i sandspyrnu fór
fram um helgina i Jósepsdal og
var 31 keppnistæki í keppninni,
þar á meðal ný sérsmíðuð jeppa-
spyrnugrind, sú fyrsta sinnar teg-
unar hériendis undir stjórn Haf-
liða Guðjónssonar, en Hlöðver
Gunnarsson sá um hönnunina. ís-
landsmeistarinn í sandspyrnu,
Sigmjón Haraldsson, náði besta
tíma dagsins, vann bæði allt flokk-
inn og fiokk sérsmíðaðra fólks-
bíia, en keppt var í 8 flokkum.
Sjómannadagurinn í Keflavík:
Þrír sjómenn heiðraðir
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Sjómennimir þrir sem heiðraðir vom í Keflavík á sjómannadaginn
ásamt eiginkonum sínum. Á myndinni frá vinstri til hægri em:
María Jónsdóttir eiginkona Einars Hannessonar sem stendur við
hlið hennar. Þá kemur Loftur Pálsson ásamt eiginkonu sinni Guð-
rúnu Einarsdóttur og lengst til hægri era Sigvaldi Jónsson og eigin-
kona hans Bima Geirmundsdóttir.
Keflavík.
ÞRÍR sjómenn hlutu heiðursmerki
sjómannadagsins í Keflavík að
þessu sinni. Það vom þeir Einar
Hannesson skipstjóri, Loftur Páls-
son vélstjóri og Sigvaldi Jónsson.
Snorri Gestsson formaður Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins
Vísis heiðraði þá félaga og eigin-
konum þeirra vom jafnframt færð
blóm við þetta tækifæri.
Saman hafa þeir félagar verið
tæplega 100 ár til sjós. Einar Hann-
esson byijaði sem landmaður en fór
til sjós árið 1944 á Svaninum með
Marteini Helgasyni og var Einar með
honum til ársins 1950 að hann lauk
30 tonna skipstjóraprófi. Árið 1952
var Einar á Ver og var þar í 9 ár,
eða til ársins 1961 að hann gerðist
skipstjóri á Ólafí KE 49. Með Ólafi
var Einar til ársins 1973 en þá tók
hann við Sæborgu sem hann var með
til ársins 1981. Hann var síðan á
ýmsum bátum til ársins 1989 að
hann fór í land. Loftur Pálsson vél-
stjóri hóf sinn sjómennskuferil ungur
að árum á heimaslóðum sínum vestur
á Ströndum. Hann lauk vélstjóra-
prófi á ísafirði árið 1951 og hefur
starfað síðan sem vélstjóri á bátum
frá Suðumesjum. Meðal báta sem
Loftur var á voru: Framtíðin, Reykja-
röstin, Heimir KE, Andri, Harpa og
Jöfur. Sigvaldi Jónsson fór til sjós
15 ára í Keflavík og meðal báta sem
hann var háseti á má nefna Guðfínn,
Björgvin og Lóminn þar sem hann
var í mörg ár. Sigvaldi stundar enn
sjóinn á trillu sem hann gerir út sjálf-
ur.
-BB
„Það verður slagur um titla í
mörgum flokkum í sumar, en mér
sýnist að í flokki sérútbúinna fólks-
bíla verði baráttan milli Siguijóns,
Grétars Frankssonar og Gunnlaugs
Emilssonar, núverandi meistara f
fólksbílaflokki, sem mun þerjast við
tvo erfíða andstæðinga. Ámi Kóps-
son og Gísli G. Jónsson eru skæðast-
ir í flokki sérútbúinna jeppa. Það er
í raun barátta í öllum flokkum þó
keppnistækin séu ekki mörg í hveij-
um,“ sagði Katrín Helga Reynisdótt-
ir, keppnisstóri Kvartmíluklúbbsins,
sem hélt keppnina. Siguijón Haralds-
son náði besta tíma dagsins í spymu-
brautinni, fór á 4.007, en íslandsmet
hans er 3.975, sem var sett í blaut-
ari sandi en var um helgina. Í flokki
standard fólksbfla vann Úlfar Ey-
steinsson á Concord. Ekið var í
tveimur jeppaflokkum, Ámi Kópsson
lagði Gísla G. Jónsson í úrslitum í
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Hafliði Guðjónsson mætti á sér-
smíðaðri spymugrind en lenti í
smávægilegum vandamálum.
Þetta er fyrsta grind sinnar teg-
undar hérlendis.
Einarsson Héðin Þorvaldsson. í sleð-
aflokknum voru mikil tilþrif hjá þeim
félögum Benedikt Valtýssini og Karli
Gunnlaugssyni sem óku mikið breytt-
um sleða. Benedikt hafði betur þrátt
fyrir ævintýralega kollsteypu í úr-
slitahrinunni og hlaut hann tímann
4.293. í flokki motor cross hjóla
vann Kristján Viktorsson á Yamaha
á 5.618 en Guðmundur Sigurðsson
varð annar.
Benedikt Valtýsson lagði Karl
Gunnlaugsson að velli í vél-
sleðaflokki en Karl mætti í
sandspymukeppni í fyrsta
skipti eftir slæmt slys er henti
hann í fyrra í slíkri keppni.
sérútbúnum flokki á 4.661 sekúndum
en í standard flokki vann Þorsteinn
Heimsbréf, 26,3% raunávöxtun
á ársgrundvelli síðustu 3 mánuði
Þar sem lítið samband er á milli hagsveiflna hér innanlands og erlendis og íslenska hagkerfið er einhæft
eru íjárfestingar í erlendum verðbréfum skynsamleg leið til að dreifa áhættu.
Heimsbréf eru ávöxtuð með kaupum í hlutabréfum erlendra iyrirtækja
og traustum skuldabréfum og henta því vel fyrir þá sem vilja dreifa áhættu
og njóta góðrar ávöxtunar til lengri tíma.
Víðast í heiminum er spáð góðri ávöxtun hlutabréfa næsta árið og því eru
horfur góðar fyrir þá sem fjárfesta í Heimsbréfum.
Allar nánari upplýsingar veita ráðgjafar Landsbréfa hf.
og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land.
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24. 108 Heykjavtk. sími 91-879200. fax 91-078898
Löggilt verðbréfafyrirtœki. Aðili að Verðbréfaþingl íslands.