Morgunblaðið - 02.07.1992, Page 2

Morgunblaðið - 02.07.1992, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992 Hlutabréf Landsbréf hefja útreikning á nýrri hlutabréfavísitölu LANDSBRÉF hf. hófu í gær útreikning á nýrri hlutabréfavísitölu sem hlotið hefur nafnið Landsvísitala hlutabréfa. Tilgangurinn er að veita aðilum sem stunda viðskipti með hlutabréf hér á landi, haldgóðar upplýsingar um verðþróun hlutabréfa á markaðnum. Helstu notkunarmöguleikar vísitölunnar felast í þeirri nýjung að hún er reiknuð út fyrir einstakar atvinnugreinar og félög, auk þess að vera reiknuð út fyrir markaðinn í heild. Landsvísitölu hlutabréfa er ætl- að að vera breiður og marktækur mælikvarði á þróun hlutabréfa- verðs á íslandi óháð því hvert verð- bréfafyrirtækjanna annast við- skiptin. Inn í vísitöluna eru tekin verð allra almenningshlutafélaga sem almenn viðskipti eiga sér stað með á markaði hérlendis þar sem viðskiptaverð er tilkynnt. Hægt er að reikna út þijú mis- munandi stig innan Landsvísi- tölunnar, en hún er byggð upp með þeim hætti að hlutabréfum er skipt í nokkra atvinnugreina- flokka. Þannig má reikna út vísi- tölu einstakrar atvinnugreinar auk vísitölu einstaks hlutabréfs og Landsvísitölunnar í heild. Vísitalan er reiknuð í lok hvers viðskipta- dags og byggir á því verði sem síðast var skráð í viðskiptum með viðkomandi hlutabréf, annað hvort á Verðbréfaþingi íslands eða Opna tilboðsmarkaðnum. Gildi vísi- tölunnar á upphafsdegi var 100 stig. Landsvísitala hlutabréfaverðs, svo og vísitölur einstakra atvinnu- greina eru vegnar miðað við mark- aðsverðmæti hlutabréfa. Verð- breytingar á hlutabréfum stærri félaga hafa því meiri áhrif á vísi- töluna en verðbreytingar hluta- bréfa smærri félaga. í vísitölunni eru verðbreytingar hlutabréfa mældar að teknu tilliti til útgáfu jöfnunarhlutabréfa sem hefur því ekki áhrif á hana til lækkunar. Greiðsla arðs, að svo miklu leyti sem hún leiðir af sér lækkun á gengi viðkomandi hlutabréfa, leið- ir hins vegar til lækkunar vísi- tölunnar. Jafnframt útreikningi á Lands- vísitölu íilutabréfaverðs munu Landsbréf einnig reikna út reglu- lega arðsemivísitölu þar sem tekið verður mið af verðbreytingum hlutabréfa auk þess sem tekið verður tillitt til arðgreiðslna af hlutabréfum. Sjóflutningar Ameríkuflutningar lítill hluti hjá Eimskip og Samskip Aukin samkeppni stuðlar að hagstæðari flutningsgjöldum FLUTNINGAR Samskipa og Eimskips á milli íslands og Bandaríkj- anna eru nyög lítill hluti af heildaráætlanaflutningum fyrirtækj- anna. Fyrirhuguð er aukin samkeppni á þessari flutningaleið þar sem hollenska skipafélagið Van Ommeren hyggst hasla sér þar völl. Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóri Samskipa segir að fyrir- tækið hafi verið að auka sína hlutdeild í Ameríkuflutningum en þrátt fyrir það séu þeir einungis um 10-20% af heildargámaflutn- ingum Samskipa. Ómar segir alltaf einhverjar verðbreytingar eiga sér stað í flutningunum en aukin samkeppni ætti að stuðla að hagstæðari flutningsgjöldum. Van Ommeren er fjölþjóðlegt fyrirtæki með skrifstofur í 50 lönd- um og þ.á.m. í Bandaríkjunum og sér um 35% af sjóflutningunum fyrir vamarliðið. Hjörleifur Jakobsson forstöðu- maður áætlanaflutninga Eimskips segir flutninga á milli íslands og Bandaríkjanna vera um 10% af áætlanaflutningum fyrirtækisins. Að mati Hjörleifs eru heildarsjó- flutningar á milli íslands og Bandaríkjanna eitthvað innan við 100 þúsund tonn á ári. „Sam- keppnin er alltaf af hinu góða, erlend skipafélög hafa áður verið í siglingum á milli íslands og Ameríku og slík samkeppni er því ekki ný fyrir Eimskip." Samskip eru nú í sinni annarri ferð á milli íslands og Bandaríkj- anna fyrir varnarliðið. Ómar Jó- hannsson segir Ameríkuflutning- ana hafa gengið mjög vel og í samræmi við það sem gert hafí verið ráð fyrir. Hann segir að lengst af hafí samkeppni vantað í þessa flutninga og sú samkeppni sem nú sé hafi gert það að verkum að verð séu oft lægri en almennar verðskrár segi til um. Þar sem stutt er síðan ákvörðun um almenna flutninga á milli ís- land og Bandaríkjanna var tekin hjá Van Ommeren er ekki hægt, að svo stöddu, að fá upplýsingar um hvaða verð þeir hyggjast bjóða á þessari flutningaleið. SAMSTARF —Tæknival hf. hefur samið við HP á ís- landi um sölu á einkatölvum og jaðartækjum. Frá vinstri á myndinni eru Birgir Sigurðsson, fjármálastjóri HP á Islandi, Guðfinna Hákonardóttir, sölumaður fyrir HP vörur hjá Tæknivali, Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri HP á Is- landi, Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals, And- ers Herlov, sölustjóri hjá Hewlett Packard A/S í Danmörku og Jónas Hreinsson, sölustjóri hjá Tæknivali. Tölvur Tæknival semur við HP um sölu á jaðartækjum TÆKNIVAL hf. hefur samið við HP á íslandi um sölu á eink- atölvum og jaðartækjum, s.s. geislaprenturum og bleksp- rautuprenturum frá Hewlett Packard. HP er þannig komið með tvo söluaðila þar sem sö- lusamningur við Örtölvutækni- Tölvukaup hf. var endumýjað- ur í júní. Frosti Bergsson, fram- kvæmdastjóri HP á íslandi, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið telja að samstarfið við Tæknival myndi auka markaðshlutdeild Hewlett-Packard búnaðar á ís- landi. „Tæknival seldi um 3.400 einkatölvur á síðasta ári og var þá söluhæsta fyrirtækið á einkat- ölvumarkaðnum á íslandi. Þá hefur fyrirtækið sölunet um allt land auk sérstaks sölusamnings við Innkaupastofnun ríkisins.“ HP á íslandi hefur einnig end- umýjað sölusamning við Örtölvu- tækni-Tölvukaup hf. þannig að fyrirtækið mun halda áfram að selja einkatölur og jaðartæki frá Hewlett Packard. Frosti sagði að hér væri um að ræða sambæri- lega sölusamninga þannig að nú fengju kaupendur HP búnaðar aukinn valkost varðandi söluaðila og þjónustu. llUJ.I-ll Eldur-ís vodka Yfir 100 Hobart hrærivélar enn í notkun, framleiddará árunum 1919-27. Þetta köllum við endingu! VhobartV í FARARBRODDI HEILDVERSLUN HF. Fákafeni 9-108 Reykjavík - sími 678200. aftur á markað íslenska brennivínið framleitt óbreytt FYRIRHUGAÐ er að hefja framleiðslu um mánaðamótin júlí- ágúst á áfengi því sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins seldi framleiðslurétt á nú í vikunni. Að sögn Halldórs Krisljánssonar sem keypti framleiðslurétt, framleiðslutæki, lager, vöruheiti og uppskriftir fyrir rúmar 15 milþ'ónir króna verður engum upp- skriftum breytt og íslenska brennivínið því framleitt óbreytt. Hins vegar sagði Halldór að Eldur-ís vodka verði aftur sett á markað og ýmsar hugmyndir væru um vöruþróun og umbúðir sem ættu eftir að skýrast betur á næstunni. Fyrirtæki Greiðslu- stöðvun Asiaco runnin út TYEGGJA mánaða greiðslu- stöðvun Asiaco hf. rann út I gær. Að sögn Baldvins Haf- steinssonar, hdl, tilsjónarmanns fyrirtækisins var ekki sótt um framlengingu á greiðslustöðv- uninni. Páll Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Asiaco, vildi fátt eitt um málið að segja á þessu stigi annað en að stefnt væri fram á veginn að lokinni fjárhagslegri endur- skipulagningu í rekstrinum. Halldór rekur ásamt konu sinni, Kristínu Stefánsdóttur, heildversl- unina Rek-ís hf. sem flytur aðal- lega inn snyrtivörur með vöruheit- inu No Name. Framleiðslan á áfenginu verður aðskilin eining og sagði Halldór að hann ásamt föður sínum, Kristjáni Halldórssyni, ætli að reka starfsemina. Halldór sagði að í byijun verði farið rólega af stáð og tíminn notaður til að stilla og undirbúa framleiðsluna. „Byij- að verður á að framleiða þessar hefðbundnu tegundir, íslenskt brennivín, Kláravín, Tindavodka, Dillon-gin, Gamalt brennivín, Óð- alsbrennivín og Hvannarótar- brennivín. Þá kaupum við upp- skriftina af Eldur-ís vodka erlend- is frá og framleiðsla verður hafin á því á ný.“ Leigt verður húsnæði undir starfsemina og verða 3 starfsmenn í framleiðslunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.