Morgunblaðið - 02.07.1992, Side 3

Morgunblaðið - 02.07.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNIJLÍF FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992 B 3 Bankamál Nýtt skipulag á útibúa- neti Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu NÝTT skipulag á útibúaneti Landsbankans á höfuðborgar- svæðinu tekur gildi í haust. Er það sambærilegt á við skipulagið sem verður tekið upp á lands- byggðinni. Stofnuð verða þijú umdæmisútibú á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. aðalbanki, Austur- bæjarútibú og Breiðholtsútibú. Landsbankinn er nú að undirbúa stofnun útibús á Seltjarnarnesi og er stefnt að opnun þess þann 10. júlí. Ennfremur er stefnt að opnun útibús í Kópavogi fyrri- hluta ágústmánaðar en bæði þessi nýju útibú verða lítil og munu fyrst og fremst sinna þjónustu við einstaklinga. Þá er gert ráð fyrir að loka vegamótaútibúi á Lauga- vegi 7 fyrir næstu áramót og selja þá fasteign sem að öllu leyti er í eigu bankans. útibúið í aðalbanka munu heyra Bankastrætisútibú, Vesturbæjar- útibú og Seltjarnarnesútibú. Undir Austurbæjarútibú munu heyra Múlaútibú, Miklubrautarútibú, Suð- urlandsbrautarútibú og Háaleytis- útibú. Undir Breiðholtsútibú munu heyra Árbæjarútibú, Höfðabakka- útibú, Langholtsútibú og útibúin í Hafnarfirði og Kópavogi. Afgreiðsl- ustaðir á Hótel Loftleiðum og í Toll- vörugeymslu munu áfram heyra undir aðalbanka og afgreiðslan í Sundahöfn heyra undir Langholts- útibú. MIÐBÆRINN - Fleiri verslanir í miðbænum hafa opið á laug- ardögum í sumar en síðasta sumar. Verslun Fleiri verslanir í miðbænum með opið á laugardögum MEIRIHLUTI verslunareigenda í miðborginni eða 55% eru reiðubún- ir að hafa opið á laugardögum í sumar. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar eru í fréttabréfi Þróunarfélags Reykjavíkur. Pétur Sveinbjarnarson framkvæmda- stjóri félagsins segir að ekki sé hægt að fyrirskipa verslunareigend- um í iniðborginni að hafa opið á ákveðnum tíma en nú virðist sem fleiri verslanir hafi opið á laugardögum þetta sumarið en í fyrra. „Breytingamar mun ekki hafa mikil áhrif á þjónustu við viðskipta- vini. Með þessu er verið flytja ákveðna verkþætti úr útibúum í umdæmisútibú og jafnframt er gef- inn möguleiki á því að vera með takmarkaða þjónustu á ákveðnum stöðum. í nýju útibúunum í Kópa- vogi og á Seltjamamesi verður helst veitt einstaklingsþjónusta en ekki gert ráð fyrir þjónustu á staðnum við stór fyrirtæki þó það sé hægt að þjóna fyrirtækjum með ákveðna hluti með því að senda á milli útibúa," sagði Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans. Eins og á landsbyggðinni mun ákvarðanataka á höfuðborgarsvæð- inu færast að einhverju leyti frá aðalbanka til umdæmisútibúa. Undir í könnuninni voru spumingar lagðar fyrir 218 verslunareigendur og verslunarstjóra við Laugaveg, Skólavörðustíg, Bankastræti og í Kvosinni. Þegar spurt var um æski- legan opnunartíma voru flestir sem svömðu kl. 10-14 en athygli vekur að stór hluti svaraði að það ætti að vera lokað á sumrin. Einnig var spurt um opnun yfir vetrartímann og var meirihlutinn sem vill hafa opið kl. 10-14. Tæp 60% svarenda svara þeirri spurningu játandi hvort þeir myndu fylgja meirihlutanum varðandi opnunartíma á laugardög- um. Pétur segir að ætlunin hafi verið að niðurstöður könnunarinnar yrðu leiðbeinandi fyrir verslanir og von- ast hefði verið til að góð samstaða næðist um ákveðinn opnunartíma á sumrin. „Mér sýnist að slík sam- staða sé að nást þannig að almennt verði opið kl. 10-14 á laugardögum. En á þessu svæði er mikið af litlum verslunum þar sem fátt starfsfólk er og því er það freistandi að hafa lokað á laugardögum yfir sumarið til að starfsfólk fái frí um helgar en slíkt er auðvitað bagalegt fyrir ferðamenn og þá sem ætla að versla í miðborginni." Iðnaður Bíró Stein- ar og GKS í viðræðum Leitað eftir hag- kvæmni í rekstri VIÐRÆÐUR hafa verið milli for- svarsmanna Biró hf. Steinar og GKS hf. um sameiningu á fyrir- tækjunum en þau fást bæði við húsgagnaframleiðslu. Að sögn Rafns Rafnssonar framkvæmda- stjóra Bíró hf. Steinar er verið að skoða ýmsar leiðir sem aukið gætu hagkvæmni í rekstri en á þessu stigi málsins væri ekki hægt að skýra frá efnisatriðum viðræðnanna. Framkvæmda- stjóri GKS, Þorsteinn Jóhanns- son, vildi ekki láta neitt eftir sér hafa um málið. Rafn sagði að allar forsendur gæftr tilefni til að fyrirtæki í hús- gagnaiðnaði gætu haldið þeirri hlut- deild sem þau nú hafa en auðvitað væru menn að skoða leiðir sem gætu leitt til enn meiri hagkvæmni í rekstri og þá sérstaklega með til- liti til nýtingar á fastaíjármunum. „Menn í þessari grein og væntan- lega í öðrum greinum eru að skoða allar mögulegar leiðir til að ná sem mestri framleiðni miðað við nýjar forsendur og framtíð. Við viljum láta fagleg og viðskiptaleg sjónar- mið ráða ferðinni en þetta er fyrst og fremst spuming um að ef þessi leið kemur til með að skila hag- kvæmari rekstri er hún áhugaverð." Hjá Bíró hf. starfa 16 starfsmenn og í Stáliðjunni sem er undirverk- taki eru um 35 manns. Hjá GKS hf. eru 50 starfsmenn. Ferðamál Nú eru 0§BQ=Dlg(LD -bílarnir á mjög hagstæöu veröi. ISUZU-NKR, 5.5 tonna heildarþyngd, kr 1.910.000.- ISUZU-NPR, 7 lonna heildarþyngd, kr. 2.265.000.- ISUZU-FSR, 9 tonna heildarþyngd, kr. 3.200.000.- Ryðvörn, skráning og virðisaukaskattur eru innifalin í verði. Árleg ókeypis þjónustuskoðun frá framleiðendum í Japan fylgir öllum ISUZU bílum. ISUZU verksmiðjurnar eru stærstu útflytjendur vörubíla í heiminum, enda eru ISUZU bílarnir viðhaldslágir, sparneytnir vinnuþjarkar. EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX Ævwm TíltiðsOrffq HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVlK, SlMI 634000 - 634060. Atlantsflug hagræddi flugi eftir samstarfsslit við Flugferðir Flugfélagið með næg verkefni í sumar ATLANTSFLUG hf. er með næg verkefni í sumar og fram að ára- mótum þrátt fyrir að fyrirtækið hafi misst farþegaflutninga á vegum Flugferða-Sólarflugs sem gert hafði verið ráð fyrir í sum- ar. Halldór Sigurðsson fram- kvæmdastjóri félagsins sagði í samtali að þvi væri ekki að neita að erfiðleikar hefðu orðið í rekstrinum eftir að samningum var rift við Flugferðir-Sólarflug en nú væri fyrirtækið að komast úr þeirri dýfu. „Við hagræddum fluginu í sumar og tókum inn minni flugvél í flutninga frá ís- landi en við ætluðum okkur f upphafi,“ sagði Halldór. Atlantsflug rekur nú tvær flug- vélar, 170 sæta Boeing-727 og 124 sæta Boeing-737. Félagið flýgur fyrir Samvinnuferðir-Landsýn til Benidorm, Korfu, Dublin og Palma. Þá er flogið vikulega til Barcelona fyrir Heimsferðir og síðan eru er- lendir ferðamenn fluttir hingað til lands á vegum þýskra ferðaskrif- stofa frá 5 borgum í Þýskalandi. Stærri vélin er notuð í flug frá Bretlandi til Ítalíu og Grikklands fyrir einstök bresk flugfélög. Hall- dór sagði að þeir væru með fast- bundna samninga í allt sumar. „Hlutimir hafa bjargast en urðu aðeins öðmvísi en við áttum von á. Því er ekki að neita að þegar við misstum út svo stóran bita sem farþegaflutningamir fyrir Flugferð- ir-Sólarflug áttu að vera hafði það áhrif. En eftir riftun samninga við þá um mánaðamótin aprfl-maí hag- ræddum við í rekstrinum þannig að áfallið varð ekki eins mikið þeg- ar við síðan misstum aftur flutnjng- ana nokkmm vikum síðar. En því er ekki að leyna að það var erfítt fyrstu tvær vikumar eftir að þeir hurfu en við emm að komast úr þeirri dýfu núna. Við emm með nóg af verkefnum í sumar og alveg fram til áramóta fyrir báðar vélamar," sagði Halldór. Hlutabréf Til sölu eru nokkur hlutabréf í Softis hf. á genginu 10. Nafnverð einstakra bréfa er 10.000,- kr. Þeir sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi tilboð sín til Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Rvk. fyrir 6. júlí n.k. merkt: „Softis LS-1000“ Ath. Fyrir liggur heimild ríkisskattstjóra um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestinga einstaklinga í atvinnurekstri. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.