Morgunblaðið - 02.07.1992, Side 8
XJöfðar til VZterkurog
A JLioiks i oilum starfsgreinum! pter0mMufoifo VIÐSKIFn AMNNUIÍF kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992
Fyrirtæki
Nýráfangi ráðgjafarverkefnis-
ins Frumkvæði-framkvæmd
IÐNTÆKNISTOFNUN og Iðn-
lánasjóður hafa tekið upp að nýju
ráðgjafarverkefnið Frumkvæði-
framkvæmd sem hófst fyrir rúmu
ári síðan. Tilgangur verkefnisins
er að veita iðnfyrirtækjum ráð-
gjöf við stefnumótun, fjárhags-
lega endurskipulagningu og fjár-.
málastjórnun, vöruþróun og
markaðsaðgerðir, fraraleiðslu-
skipulagningu og gæðastjórnun.
Þau fyrirtæki sem taka þátt í
verkefninu skilgreina þarfir sínar
með aðstoð verkefnisstjóra sem
velur ráðgjafa og skipuleggur
samskipti þeirra við viðkomandi
fyrirtæki.
í ársbyrjun hófst nýr áfangi ráð-
gjafarverkefnisins og hafa töluverð-
ar breytingar átt sér stað á fram-
kvæmdinni. Þær fela m.a. í sér að
umsóknartíminn er opinn allt árið
svo lengi sem fjármagn leyfir þátt-
töku nýrra fyrirtækja. Þetta gerir
kleift að fyrirtæki geta sótt um að-
gang að verkefninu ef aðkallandi
vandamál koma upp sem þarf að
leysa með ráðgjöf. Þá hefur sú breyt-
ing orðið að fyrirtækjum gefst að-
eins kostur á að sækja um ráðgjöf
á tveimur sviðum í einu í stað þriggja
áður. Breytingin byggir á fenginni
reynslu að fyrirtækin hafa yfirleitt
ekki nógu mikinn mannafla eða getu
til að vinna þrjú verkefni samhliða.
Karl Friðriksson er verkefnis-
stjóri, en í stjóm Frumkvæði-fram-
kvæmdar sitja Þórður Valdimarsson
frá Iðnlánasjóði, Ingvar Kristinsson
frá Iðntæknistofnun og Kristján
Guðmundsson frá Landssambandi
iðnaðarmanna.
Leðuriðjan Atson setur nýja
vöru á markað
Leðuriðjan Atson er meðal þeirra
fyrirtækja sem tóku þátt í ráðgjaf-
arverkefninu Frumkvæði-fram-
kvæmd á síðastliðnu ári. Þar var
lögð áhersla á vöruþróun og mark-
aðsaðgerðir ásamt stefnumótun sem
er enn í vinnslu. Fyrirtækið byggir
á gömlum merg og hefur framleitt
seðlaveski, buddur og margs konar
smáleðurvöm auk þess að reka versl-
un.
Að sögn Nönnu Mjallar Atladótt-
ur, framkvæmdastjóra Leðuriðjunn-
ar Atson, hefur fyrirtækinu tekist
með þátttöku í verkefninu að koma
með nýja vöru á markaðinn sem
nefnist dagskinna. Þetta er dagbók-
arkerfi með nokkrum tegundum
eyðublaða sem fólk getur notað til
að setja upp sitt eigið kerfi. Dag-
skinna er leðurvara úr kálfskinni í
þremur litum.
Nanna sagði að meginmarkmið
fyrirtækisins með þessari endurskip-
ulagningu væri tvíþætt. Annars veg-
ar að ná fram betri árangri í fram-
leiðslunni með bættum vinnubrögð-
um og nýjum vélum og hins vegar
betri skipulagningu í markaðs- og
sölumálum.
„Þrátt fyrir mjög mikla sam-
keppni við erlendan innflutning höf-
um við sterka stöðu á markaðnum.
í fyrra var 35% söluaukning hjá
fyrirtækinu sem er talsvert miðað
við aðstæður í þjóðfélaginu og við
áætlum að það verði 25% söluaukn-
ing í ár“, sagði Nanna Mjöll. „Það
er svolítið erfítt að segja hversu
mikill árangurinn hefur verið með
tilliti til markaðshlutdeildar þar sem
við erum komin inn á nýjan markað
með tilkomu dagskinnu".
Nanna Mjöll sagði að það ríkti
almenn ánægja með verkefnið
Frumkvæði-framkvæmd sem hefði
virkað sem mikil vítamínsprauta á
starfsemi fyrirtækisins.
Fólk
Framkvæmda-
stjóri Lífeyris-
sjóðs Vestur-
lands
MJÓNAS Dalberg Karlssonheíuv
tekið við starfí framkvæmdastjóra
Lífeyrissjóðs Vesturlands á Akra-
nesi. Hann mun hafa umsjón með
stjómun almenns rekstrar, ráðning-
um starfsfólks og málefnum Lífeyr-
issjóðs Vesturlands í samráði við
stjóm. Jónas útskrifaðist sem stúd-
ent frá Mennta-
skólanum við
Hamrahlíð árið
1983, búfræðingur
frá Menntaskól-
anum á Hvann-
eyri árið 1985 og
rekstrarfræðingur
fráSamvinnuhá-
skólanum á Bi- ,
fröst nú í vor.'
Hann starfaði hjá Sparisjóði
Reykjavíkur á ámnum 1988-1990.
Jónas er 29 ára og er í sambúð með
Ásrúnu Kristjánsdóttur, dans-
kennara og eiga þau eitt bam.
Jónas
Nýr starfsmað-
urhjá Gatna-
málasljóra
MBENEDIKT M. Aðalsteinsson
hefur hafíð störf hjá Gatnamála-
stjóranum í Reykjavík. Hann mun
einkum hafa umsjón með innsetn-
ingu á verk- og kostnaðarbókhaldi
ásamt öðrum störfum. Benedikt út-
skrifaðist með verslunarpróf frá
Samvinnuskólan-
um á Bifröst árið
1977, stúdentspróf
frá Fjölbrauta-
skólanum í Breið-
holti árið 1987 og
mun útskrifast
sem viðskiptafræð-
mgur frá Háskóla
íslands í október á
þessu ári. Hann starfaði hjá Kaup-
félagi Eyfirðinga á árunum 1977-
1985, í Samvinnubankanum í
Reykjavík með námi á árunum 1985-
1987 og sem dæmakennari við Við-
skiptadeild Háskóla íslands á þessu
ári. Benedikt er 34 ára og kvæntur
Benedikt
Jóhönnu Davíðsdóttur, hjúkmnar-
fræðinema og eiga þau 2 börn.
Framkvæmda-
stjóri Blikk-
smiðjunnar hf.
M ÓLAFUR Eggertsson hefur tek-
ið við starfi framkvæmdastjóra
Blikksmiðjunnar hf. tæknideild
Ó.J. & Kaaber. Hann útskrifaðist
sem kennari frá Kennaraháskóla
íslands árið 1966 og rekstrartækni-
fræðingur frá Östfold Tekniske
Höyskole í Sarpsburg í Noregi árið
1976. Ólafur kenndi við Iðnskólann
í Reykjavík á tímabilunum 1969-
1973 og 1976-1978 og var sölu-
stjóri hjá Olíu-
félaginu Skejj-
ungi á áranum
1978-1986. Þá var
hann einnig deild-
arstjóri hjá
Byggingavöru-
deild Sambands-
ins á áranum
1986-1987 og
markaðsstjóri hjá
Sindrastáli hf. á árunum 1987-
1991. Ólafur er kvæntur Málfriði
Gunnarsdóttur, sérkennara og eiga
þau þijú böm.
Framkvæm da-
sijóri Banda-
lags íslenskra
farfugla
MKJARTAN Steinsson hefur tekið
við starfi framkvæmdastjóra
Bandalags íslenskra farfugla.
Hann mun hafa umsjón með rekstri
Bandalags íslenskra farfugla og far-
fugia í eigu þess, ferðaskrifstofu
farfugla auk samskipta við alþjóða-
hreyfíngu farfugla. Kjartan útskrif-
aðist sem stúdent
úr Verzlunar-
skóla íslands árið
1984 og viðskipta-
fræðingur frá Há-
skóla Islands um
síðustu áramót.
Hann hefur einnig
séð um fjármál hjá
Hótel Valhöll
samhliða námi.
Kjartan er 27 ára og í sambúð með
Magndísi M. Sigurðardóttur.
KJartan
Ólafur
ð
Umhverfisvernd hluti af rekstri fyrirtækja
UMHVERFISMÁL eru ofarlega í
hugum manna þessa dagana.
Mikið hefur verið ritað og rætt
um málefni tengdu umhverfinu
og kapp lagt á að gera öllum
Ijóst mikilvægi umhverfisvernd-
ar til að tryggja örugga framtíð.
Stjórnendur fyrirtækja verða
ekki undanskildir þeirri ábyrgð
sem lögð er á herðar allra íbúa
jarðarinnar. Aukinn þrýstingur
er á fyrirtæki að haga starfsem-
inni á þann hátt að það skaði
ekki umhverfið eða í það
minnsta að dregið sé úr skaðan-
um eins og kostur er.
Nú hefur verið gefið út frum-
varp að íslenskum staðli um
stjórnun umhverfismála í fyrir-
tækjum. Svo virðist sém fljótt
hafi verið brugðist við í þessu
efni hér á landi því staðallinn
er þýðing á nýjum breskum
staðli, BS7750, sem gefinn var
. út á þessu ári. í frumvarpinu eru
tilteknar kröfur sem þarf að upp-
fylla til að hægt verði að byggja
upp, koma á og viðhalda um-
hverfismálakerfum innan fyrir-
tækja, kerfum sem hafa það að
markmiði að tryggja að yfirlýstri
stefnu í umhverfismálum sé
fylgt. s (
Jafnt stór sem smá fyrirtæki
hafa tækifæri til að nýta sér
staðalinn til að koma á ákveð-
inni og markvissri umhverfis-
stefnu. í frumvarpinu eru þó
ekki settir fram sérstakir mæli-
kvarðar á frammistöðu í um-
hverfismálum. Staðlinum er
meira ætlað að vera viðmið eða
leiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem
vilja taka upp markvissa um-
hverfisstefnu sem hluta af heild-
arstefnu. Því verður ekkert fyrir-
tæki skyldugt að hafa umhver-
fiskerfi en gera má þó ráð fyrir
að markaðurinn krefjist þess að
fyrirtæki sýni aukna umhyggju
fyrir umhverfinu þannig að þau
sjá sig knúin til að sinna um-
hverfismálum til jafns við önnur
málefni er snerta reksturinn.
Ekki er gert ráð fyrir opinberu
eftirliti, því er það í höndum
stjórnenda hvernig til tekst og
hvernig eftirlitsstarfi verður
háttað. Búast má við að fyrir-
tæki sem taka mið af staðlinum
gefi gott fordæmi og bæti þann-
ig ímynd sýna út á við þegar það
getur sýnt fram á að umhverfis-
mál eru stjórnendum þess hug-
leikin og skipta máli í rekstrin-
um.
Líkt og gæðastaðall hefur
áunnið sér fastan sess má bú-
ast við að umhverfisstaðall geri
slíkt hið sama - og ekki líði á
löngu þar til viðskiptavinir krefj-
ist þess að fyrirtæki sýni fram á
að vel sé gætt að umhverfinu í
allri starfseminni.
Gefinn er kostur á að gagn-
rýna frumvarpið þar til 1. septe-
mer nk. en þá verður það lagt
fyrir og ef það verður samþykkt
er ætlunin að selja staðalinn
þeim sem áhuga hafa að taka
upp umhverfiskerfi í fyrirtækj-
um. Þess má geta að 2.700 ein-
tök af staðlinum hafa þegar ver-
ið seld í Bretlandi. Þegar og ef
gefinn verður út slíkur umhverf-
isstaðall hér á landi má búast
við að næsta skref verði vottun,
þ.e. líkt og í gæðamálum verði
það ábyrgir aðilar sem gegna
því hlutverki að votta að vel sé
staðið að umhverfismálum inn-
an fyrirtækisins. Á næstu árum
'gæti verið hugsanlegt að fyrir-
tæki gæfu út sérstaka umhverf-
isskýrslu sem sett yrði fram sem
fylgirit ársskýrslu.
Fyrirtækjum verður í sjálfs-
vald sett hvort þau tileinka sér
umhverfisvæn vinnubrögð, en
spurning er hvort til álita komi
að sett verði upp opinbert eftir-
litskerfi og þá gæti komið til
sekta ef ekki er staðið við fyrir-
fram mótaða stefnu og umhverf-
inu á einhvern hátt stefnt í voða
með starfseminni.
Þegar viðskiptavinirnir fara í
auknum mæli að krefjast þess
að fá vitneskju um hversu
„grænt" fyrirtækið er gæti það
orðið til þess að stjórnendur sjái
ekki annað fært en að koma upp
ákveðinni umhverfisstefnu og
eftirlitskerfj til að mæta sífellt
kröfuharðari neytendum. Til að
vernda markaðinn og halda í
viðskiptavinina þyrftu fyrirtækin
þá um leið að leggja sitt af
mörkum til að vernda umhverfið.
Ekki verður horft fram hjá því
að stjórnendur verða á næst-
unni að gefa umhverfismálum
gaum til að styrkja samkeppnis-
stöðu fyrirtækja sinna í heimi
þar sem æ meiri áhersla er lögð
á verndun umhverfisins.
MSig.