Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Fasteignamarkaðurinn: Meira um makaskipli GoU vióhald á eignum farió aó segja meira tíl sin i söluverói GÓÐA veðrið síðustu daga hef- ur bara haft góð áhrif, en mark- aðurinn er almennt dálítið erfiður við að eiga en ekki endi- lega daufur, því að það er mik- ið um fyrirspumir. Fólk virðist taka sér mjög góðan tíma og skoða mikið af eignum og velta hlutunum rækilega fyrir sér, áður en það lætur til skara skriða. Það er minna um, að fólk sé að stækka við sig úr 2ja herb. upp í 3ja eða 4ra herb. íbúðir. Það er hins vegar meira um fasteignaviðskipti af öðmm toga t. d út af skilnuðum og peningavandræðum, svo sem þegar fólk þarf að selja út af fjárhagserfiðleikum. etta kom fram í viðtali við Brynjar Harðarson, við- skiptafræðing hjá Fasteignasöl- unni Húsakaupum. — Slíkt gerist alltaf í samdrætti, sagði Brynjar. — Það er meira um makaskipti á eignum og eðli viðskiptanna breyt- ist. Ef svona samdráttur er mjög varanlegur, þá aukast önnur við- skipti. Það verður t. d. erfiðara fyrir námsnenn, sem eru erlendis í námi að halda íbúðum sínum hér heima vegna breytinganna á námslánakerfinu. Þeir sem hafa stefnt bogann hátt, hvað snertir greiðslubyrði, eiga erfiðara með að láta dæmið ganga upp, þegar tekjumöguleik- ar dragast saman. Þegar fólk ger- ir tilboð, er það líka mun stífara nú og lætur ekki bjóða sér hækk- anir í gagntflboðum. Þetta verður því allt þyngra og fyrirhafnar- meira. Brynjar kvað kaupendur vera mun meira á varðbergi gagnvart ástandi eigna, hvort heldur um einbýli eða fjölbýli væri að ræða. — Gott eða lélegt viðhald er farið að skipta meira máli í endanlegu söluverði eigna, sagði hann. — Það er hins vegar auðveldara að kaupa íbúð í dag að því leyti, að fast- eignaverð hefur verið mjög stöð- ugt lengi, en það þýðir, að það hefur orðið verðlækkun í reynd. Verðbólgan í landinu hefur verið 0,5-0,7% á mánuði eða 6-7% yfir árið. Fasteignaverð hefur hins vegar staðið að kalla í stað í nærri tvö ár og það þýðir, að fasteignir hafa í raun lækkað á bilinu 10-15% á þessum tíma. Þar við bætist, að húsbréfakerf- ið felur nú í sér meiri stöðugleika en áður. Afföllin hafa minnkað frá því sem var og haldizt þannig og því er fýsilegra nú fyrir fólk, sem virkilega þarf að stækka við sig í húsnæði, að ijármagna sín kaup með húsbréfum. Það er því hægt að reikna út nákvæmlega greiðslubyrðina og gera þannig áætlanir inn í framtíðina. Verð á nýju húsnæði of hátt? Það hefur aðeins lifnað yfir markaðnum, en ég álít að verð fari ekki hækkandi nema síður sé, sagði Gísli Sigurbjörnsson í fast- eignasölunni Stakfelli. — Fólk er lengur að taka ákvarðanir varð- andi kaup og tekur þær ekki nema að vandlega yfirveguðu máli. Það er nægilegt framboð á eignum, enda standa víða auðar íbúðir og hús og því ýmsir góðir kostir í boði fyrir kaupendur. Gísli kvað verð á nýju húsnæði vera of hátt fyrir markaðinn. — Þá á eg bæði við glænýtt hús- næði og nýjar eignir, sem komnar eru í sölu aftur eftir þijú til fimm ár, frá því þær voru byggðar, sagði hann. — Það er mikið um slíkar eignir, sem eru óseldar. Hitt breytist ekki að vissar eignir eru alltaf auðseljanlegar. Þar ráða bæði hverfi og gæði. En margir eiga erfitt með að sætta sig við, að verð hefur farið lækkandi, en það er samt staðreynd, sérstak- lega að því er snertir stærri eign- ir. Góðar sérhæðir haldast samt alltaf vel í verði, en það eru eink- um dýr einbýlishús, sem gengur erfiðlega að selja á þeim verðum, sem seljendur setja upp. Gísli kvað fjarveru lögfræðinga, sem annast þinglýsingar, ekki hafa komið að sök, enn sem kom- ið er. — Breytingamar á dóms- málakerfinu breyta engu varðandi gang þinglýsinga, sagði Gísli að lokum. — Það þarf að þinglýsa öllum gögnum eins óg fasteigna- veðbrefum og kaupssamningum og öðrum slíkum skjölum og það þarf einnig að vera hægt að af- lýsa þeim veðskuldabréfum, sem aflétta á af eignum, sem verið er að selja. Ef þetta ástand dregst hins vegar á langinn, gæti það valdið miklum vandræðum. Smiðjan Opnir Iqallaragliiggar ÞAÐ MUN nokkuð algengt að ýmis smádýr, svo sem mýs, rott- ur eða kettir, fari inn um opna kjallaraglugga. Það er því eðli- legt að sumum hijósi hugur við að láta glugga standa opna ef þeir eru við yfirborð jarðar eða jafnvel neðar. En það eru líka stundum stærri skepnur en dýrin sem ég nefndi er reyna að komast inn óboðnar. Er nema von að fólk velti fyrir sér hvort yfirleitt sé hægt að opna kjallaragluggana? Erfið- ast er sjálfsagt að veijast mann- inum. En leita má ráða til að loka rottur, mýs og ketti úti. Þéttriðið vírnet Það er gamalt og gott ráð að festa mjóan renn- ing af fínriðnu vírneti í kringum opnanlega ramma í kjallaragluggum. Frá- gangur á slíku neti þarf þó að vera nokkuð góður því að mýsnar þurfa ekki stóra glufu til þess að smeygja sér í gegn. Ég hygg að bestur árangur náist ef blikk- smiðir taka að sér að lóða eða kveikja saman og beygja svona umbúnað. Ég ætla að láta þijár skýring- armyndir fylgja þessari grein,í fyrsta lagi fyrir glugga sem opn- ast út á hlið, í öðru lagi fyrir glugga sem opnast út að neðan og hafa lamir á efri kanti og í þriðja lagi fyrir glugga sem opn- ast að ofan með lamirnar á neðri kanti. Þessi vímet þarf að vera hægt að skrúfa af karminum, t.d. ef skipta þarf um rúðu eða gera við gluggann að öðru leyti. Skýringarmyndir Á 1. myndinni geri ég ráð fyr- ir að glugginn opnist til hliðar. Þá er vírnetsrenningurinn hafður hæfilega breiður svo að opna megi gluggann nægjanlega mik- ið. Á jaðar vímetsins sem snýr að karminum þarf að beygja 15 mm breiða brún sem síðar verður skrúfuð föst við gluggakarminn. Einnig þarf að setja brot á brún- ina er út snýr. Að ofanverðu get- ur verið gott að hafa þríhyrnda plötu úr blikki sem einskonar vatnsbretti yfir glugganum, en að neðanverðu sé sniðinn sams- konar þríhymingur úr vírneti. Brot þarf að beygjast á alla jaðra þríhymingsins. A hlið þeirri sem snýr að karminum þarf að vera vinkilbeygð brún sem skrúfa má í til festingar við gluggakarminn. eftir Bjama Ólafsson Það er áríðandi að vírnetið liggi svo þétt við gluggaram- mann sem unnt er, þó þarf að vera hægt að opna hann og loka honum. Á 2. myndinni opnast ramminn út að neðanverðu. Þar er gert ráð fyrir mjóu vatnsbretti úr plötu ofan við lam- irnar en þríhyrndu stykkin til hliðanna og undir rammanum skulu vera sniðin úr fínriðnu vírneti. Jaðramir sem leggj- ast að gluggakarm- inum eiga að beygj- ast svo að 15 mm kantur leggist að karminum og verður að skrúfa þá fasta við karminn. Brúnir á hinum jöðmnum skulu beygjast um 90°Jnn á glugga- kamíinn. Á 3. skýringar- mynd opnast gluggaramminn út að ofanverðu og eru hengslin þar á neðri kanti rammans. Við svona opnun er al- veg sérstaklega mikil þörf á að hafa heila plötu að ofanverðu. Vel má segja að það skipti ekki miklu máli á tveimur fyrri gerð- unum að hafa heila plötu yfír rammanum, en á þessum er það nauðsynlegt, svo að ekki rigni inn þegar glugginn er opinn. Vandvirkni Ekki verður fullt gagn að svona vírnetsvöm nema því að- eins að hún sé vel gerð. Ég tel að kveikja þurfí saman netið á öllum homunum og einnig sé nauðsynlegt að kveikja vírnetið við plötuna að ofanverðu. Rétt er að mála gluggaram- mann og karminn að utanverðu áður en vírnetið er skrúfað á karminn og síðan þarf að mála vírnet og plötu, svo að það ryðgi ekki og því þarf auðvitað að halda við. Onnur ráð Auðvitað em til ýmis önnur ráð til þess að veijast óvelkomnum gestum sem vilja leita inn um kjallaraglugga. Eitt vel þekkt ráð er að smíða tréramma sem pass- ar vel inn í karminn að innan- verðu. Rammi þessi er þá klædd- ur öðru megin með þéttriðnu vír- neti. Síðan er þessi vímetsrammi festur með skrúfum innan við opnanlega gluggann. Að lokum vil ég svo minna á að kjallaragluggar óhreinkast mun meira en efri gluggar í hús- um. Það er því ástæða til að ganga þannig frá svona umbún- aði að auðvelt sé að taka netið frá til þess að hægt sé að hreinsa gluggann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.