Morgunblaðið - 09.07.1992, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992
Gosdrykkir
Iðnaður
Verðbréfamarkaður
Þjónusta
Tveir lítrar á svipuðu
verði og hálfur lítri
TVEGGJA lítra Pepsí- og kókflöskur kosta rétt um og yfir hundrað
krónur út úr búð þessa dagana á meðan sömu drykkir í hálfslítra
flöskum kosta um 90 krónur. Björgúlfur Guðmundsson, forsljóri
Gosan, sagði aðspurður að þar byðu menn sérstakt sumar- og kynn-
ingarverð á tveggja lítra flöskunum í tilefni þess að Pepsi kynnti
nýlega nýtt vörumerki. Bæring Ólafsson, sölustjóri Vífilfells, sagði
hins vegar að aðeins væri um að ræða hluta af markaðssetningu á
ársgrundvelli.
„Það er ekki það að framleiðslu-
kostnaður hafí lækkað svona mikið
hjá okkur,“ sagði Björgúlfur. „í
kjölfar þess að nýja vörumerkið var
kynnt hér, var hins vegar samið við
Pepsi um að við fengjum ákveðna
upphæð til kynningar. Okkur var
síðan í sjálfsvald sett hvort við
notuðum þá upphæð til auglýsinga
eða til að lækka verð á ákveðnu
magni af framleiðslunni. Við ákváð-
um að fara þá leið frekar og láta
neytendur njóta þess,“ sagði Björg-
úlfur.
„Til samræmis við þá upphæð
sem við sömdum um við Pepsi gát-
um við lækkað verðið á ákveðnum
lítraijölda. Við eigum enn eftir eitt-
hvað magn á þessu lága verði, en
það mun þó ekki endast eins lengi
og við áætluðum í upphafi vegna
mikillar sölu,“ sagði Björgúlfur.
Að sögn Bærings var Vífilfell
með svipað tilboð í fyrrasumar þar
sem verðlækkun var á kóki í tveggja
lítra flöskum. „Það var mjög vin-
sælt og grilltilboð okkar nú er í
beinu framhaldi af því sem hluti
af fyrirfram ákveðinni markaðs-
setningu okkar á ársgrundvelli."
Grænn Tuborg
á markað hérlendis
Morgunblaðið/Kristján
SAMSTARFSSAMNINGUR — Rafn Rafnsson (t.h.) formaður Félags húsgagna- og inn-
réttingaframleiðenda og Pétur Pálsson hjá Birninum hf. handsala samninginn. Á myndinni er einnig Krist-
ján Guðmundsson viðskiptafræðingur hjá Landsambandi iðnaðarmanna.
Húsgagnaframleiðendur
kaupa af Birninum
SAMSTARFSSAMNINGUR um vörukaup var undirritaður milli
Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda og byggingavöru-
verslunarinnar Björninn hf. síðastliðin þriðjudag. Samningurinn
nær til spónapiatna og allra annarra vara sem Björninn hf.
selur. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar viðskiptafræðings hjá
Landsambandi iðnaðarmanna og framkvæmdasljóra Félags hús-
gagna- og innréttingaframleiðenda markar þessi samningur
tímamót í innkaupum fyrirtækja í þessari iðngrein. I Félagi
húsgagna- og innréttingaframleiðenda eru um 40 fyrirtæki.
Undirbúningur samstarfs
fyrirtækja í húsgagna- og inrétt-
ingaiðnaði um sameiginleg inn-
kaup á spónaplötum hefur staðið
frá því sl. haust þegar gerð var
könnun meðal aðildarfyrirtækja
félagsins um hverjir hefðu áhuga
á að vera með í slíku samstarfi.
Kristján sagði að undirtektir
hefðu verið góðar og gefíð
ástæðu til að vinna frekar í mál-
inu. „Hráefniskostnaður vegur
mjög þungt í húsgagna- og inn-
réttingaframleiðslu og öll lækkun
á verði aðfanga leiðir til aukinnar
hagræðingar. I samningnum
felst að hvert aðildarfyrirtæki
getur valið um að kaupa spóna-
plöturnar af lager seljanda eða
flytja þær beint inn með milli-
göngu Bjarnarins. Einnig er um
umtalsverðan afslátt að ræða
sem kemur fyrirtækjum vel og
lækkar hráefniskostnaðinn enn
meira.“
Sunkist - nýr appelsínugosdrykkur
TUBORG Gron er væntanlegur í verslanir ÁTVR fyrir mánaðarlok.
Olgerðin Egill Skallagrímsson bruggar bjórinn samkvæmt
einkaleyfasamningi og verður hann seldur í dósum og margnota
flöskum. Leópold Sveinsson markaðssljóri hjá Ölgerðinni sagði að
áhersla verði frekar lögð á flöskurnar því í markaðssetningu Tu-
borg Gron í Danmörku er tekið mið af umhverfissjónarmiðum. Öl-
gerðin hefur einnig sett á markað nýja tegund af appelsínugosdrykk
sem kemur frá Bandaríkjunum og nefnist Sunkist.
Nýi appelsínu-
gosdrykkurinn
nefnist Sunkist.
Tuborg Gron er
með 4.6% alkóhól-
innihald miðað við
rúmmál. Leópold
sagði að fyrir um
5 árum hafi verið
farið af stað með
kynningarherferð
á Tuborg Gron í
Danmörku og nú
væri bjórinn einn
sá vinsælasti þar í
landi.
Tuborg Gron verður seldur í
ÁTVR og á veitingastöðum og er
búist við að leyfi fáist til að vera
með bjórinn á krana.
Ölgerðin hefur hafið framleiðslu
á appelsínugosdrykknum Sun-kist
með einkaleyfi frá Sunkist Groswer
Inc. í Bandarikjunum. Drykkurinn
inriiheldur 5% appelsínusafa og er
léttkolsýrður. Fyrst um sinn verður
drykkurinn fáanlegur í 33 og 50
cl dósum, en eftir nokkrar vikur
verður hann í hálfs og tveggja lítra
plastflöskum.
En tekur þessi nýi appelsínu-
drykkur ekki af sölu Egils appels-
íns? „Við teljum að svo verði ekki.
Samkvæmt þeim könnunum sem
við höfum gert virðast neytendur
gera skýran greinarmun á milli
rauðra og appelsínugulra appelsínu-
drykkja. Framleiðsla á Sinalco hef-
ur verið hætt og er búist við að
Sunkist komi í staðinn. Svo virðist
sem hræringar á markaðnum hafi
ekki áhrif á Egils appelsínið," sagði
Leópold.
Skuldabréfaútgáfa eignaleiga
nálgast 1,6 milljarða á árinu
EIGNALEIGURNAR fjórar
hafa það sem af er árinu staðið
fyrir skuldabréfaútboðum fyrir
samtal nálægt 1,6 milljarða
króna að nafnverði. Þar vegur
þyngst útgáfa Glitnis sem gefið
hefur út markaðsskuldabréf
fyrir 890 milljónir. Þá hefur
Lýsing verið með útboð að fjár-
hæð samtals um 350 milljónir
og seldust þau bréf upp á
skömmum tíma. Nýlega voru
Kynning og markaður annast
alþjóðalega ráðstefnu íÞýskalandi
FYRIRTÆKIÐ Kynning og markaður hf. (KOM) sem sérhæfir sig
í kynningarstarfsemi af ýmsu tagi og ráðstefnuhaldi hefur að
undanförnu unnið að undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu um fisk-
sölumál í Hamborg í Þýskalandi. Ráðstefnan sem ber yfirskriftina
Groundfish Forum verður haldin dagana 28-30. október nk. og
verður þar sérstaklega fjallað um sölu á bolfiski. Hún er ekki
opin heldur er eingöngu boðið sérstaklega til hennar en búist er
við 110-140 þátttakendum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt kynn-
ingarfyrirtæki tekur að sér ráðstefnuhald erlendis eftir því sem
næst verður komist.
Ráðstefnan er haldin í kjölfar
SIAL matvælasýningarinnar í Par-
ís og er fyrst og fremst ætluð
stjómendum fisksölufyrirtækja.
Svipuð ráðstefna heíur verið haldin
árlega en að sögn Jóns Hákons
Magnússonar, framkvæmdastjóra
KOM, þótti hún of stór og umræðu-
efnið ekki nægilega afmarkað.
„Upphafsmennirnir að ráðstefn-
unni voru þeir Friðrik Pálsson, hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Johann C. Lindenberg frá Nordsee
Frozen Fish í Þýskalandi og Peter
Hyldoft hjá Paul Agnar Seafood í
Danmörku. Friðrik taldi að hægt
væri að skipuleggja ráðstefnuna
hér á landi og fékk mig í lið með
sér til þess. Þetta er útflutningur
á íslensku hugviti þar sem við
sjáum um allar bókanir, dag-
skrána, samninga við hótel, kynn-
ingu o.fl. Þátttakendur koma frá
Japan, Nýja-Sjálandi, Kína, Rúss-
landi, Bandaríkjunum, Kanada,
Grænlandi og Suður-Ameríku. Með
síma, tölvum og telefaxi getum
undirbúið ráðstefnuna hér þannig
virðisaukinn verður eftir í landinu.
Það skiptir verulegu máli í þessu
sambandi að búið er að lækka
síma- og telefaxgjöldin og póst-
þjónustan er mjög góð enda þótt
hún sé ennþá dýr,“ sagði Jón Há-
kon.
Hann kvaðst telja að ef ráðstefn-
an gengi vel yrði hún hugsanlega
haldin árlega og þá mætti búast
við að hún yrði haldin hér á landi
innan fárra ára. „Bókanir hafa
verið mjög góðar en okkur þykir
ennþá merkilegra að við fáum mik-
ið af bréfum frá mönnum sem
ekki var boðið. Þeir vilja komast á
ráðstefnuna sem er merki um að
hún er eftirsótt. Hún er aðallega
ætluð fyrir þá sem eru í sölu á
botnfiskafurðum og framleiðendur
sem selja fisk til veitingahúsa."
síðan gefin út skuldabréf Lindar
að fjárhæð 150 milljónir sem vel
hefur gengið að selja og Féfang
hefur sömuleiðis gefið út bréf
að fjárhæð 100 milljónir. Loks
má nefna að Samvinnusjóðurinn
sem stundar ýmiskonar fjár-
mögnun gaf út skuldabréfaflokk
að fjárhæð 100 milljónir í mars
sem nú er uppseldur.
Þetta kemur fram í nýju frétta-
bréfi frá Landsbréfum um fjármál
og fjárfestingar lífeyrissjóða.
Kaupendur skuldabréfa eignaleig-
anna og Samvinnusjóðs hafa aðal-
lega verið einstaklingar og ýmsir
sjóðir en aðeins að litlum hluta líf-
eyrissjóðir.
Skuldabréf eignaleiganna eru í
flestum tilfellum aðeins með
ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra en
þau eru öll efnahagslega sterk, í
eigu banka eða annarra fjármála-
fyrirtækja og hafa flest skilað
hagnaði undanfarin ár. Ávöxtun
bréfa þessara fyrirtækja er að jafn-
aði 1,5-2 prósentustigum yfír
bankabréfum. Fréttabréfíð vekur
athygli á því að fáir lífeyrissjóðir
hafí fjárfest í bréfunum þar sem
heimildir til þess vanti í reglugerð-
um sjóðanna. Nokkrir lífeyrissjóðir
hafí þó að undanförnu endurskoð-
að reglugerðir sínar m.a. um heim-
ildir til fjárfestinga og í framhaldi
af því fjárfest í skuldabréfum
eignaleiga.