Morgunblaðið - 09.07.1992, Side 4

Morgunblaðið - 09.07.1992, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992 Prentiðnaður Rætt við Hálfdán Steingrímsson forstjóra nýs sameinaðs fyrirtækis Steindórsprent-Gutenberg hf. „Ég er ánægður með kaupin en það þarf töluverðan kjark til að fara út í slíka sameiningu nú þegar verið er að spá öllu norður og niður,“ segir Hálfdán Steingrímsson forsljóri en fyrirtæki hans Steindórsprent keypti allt hlutafé í Prentsmiðjunni Gutenberg hf. fyrir tæpar 85 milljónir. Hálfdán hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Steindórsprent hf. frá árinu 1951 með góðum árangri. Fyrirtækið er skuldlaust og skrifstofu- og stjórnunarkostnaður er aðeins 5% af veltu. Hálfdán er ánægður með kaupin en segir að hann sé auðvit- að að fórna hluta af sínu frelsi þegar fyrirtækið stækkar svo mikið sem raun er við sameiningu fyrirtækjanna tveggja. Eignaform á nýja fyrirtækinu sem nefnt verður Steindórsprent-Gutenberg hf. verður óbreytt og því áfram fjölskyldufyrirtæki. Húsnæði Steindórs- prents í Ármúla verður selt og starfsemin flutt í 2.300 fm húsnæði Gutenberg í Síðumúla. Steindórsprent var stofnað árið 1934 af Steindóri Gunnarssyni, Eggerti Kristjánssyni, Kristjáni Ágústssyni og Einari Jónssyni. Hálfdán tók við rekstrinum af tengdaföður sínum, Steindóri, 1. apríl árið 1951. Ingibjörg Steindórs- dóttir, kona Hálfdáns, hefur starfað í prentsmiðjunni alla tíð með manni sínum og nú starfa þar sonur þeirra, Steindór, og tengdadóttir, Sólrún Björnsdóttir. Fyrirtækið er í eigu þeirra hjóna og þriggja bama þeirra. Prentsmiðjan var fyrst til húsa í Aðalstræti 4, þá flutti hún í Kirkjustræti 4 og síðan í Tjarnar- götu 4 þar sem Happdrætti Háskól- ans hefur nú aðsetur en árið 1969 var starfsemin flutt í húsnæðið að Ármúla 5. Var með hagstæðasta tilboðið Gutenberg er fyrsta ríkisfyrir- tækið sem selt er samkvæmt einka- væðingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Tilboð Steindórsprents í Gutenberg hljóðaði upp á 84.900.000 krónur og segir Hálfdán að hann hafi ver- ið búinn að gera sér grein fyrir hvers virði Gutenberg væri og til- boðið hafi byggst á því mati. Guten- berg var hins vegar bókfært á 148 milljónir en fasteignir fyrirtækisins voru ofmetnar um 25 milljónir og vélar um 23,7 milljónir. Þá hvíldu á fyrirtækinu óbókfærðar skuldir upp á 10 milljónir. Tvö önnur tilboð bárust í prent- smiðjuna. Tilboð frá Prentsmiðjunni Odda var svipað að upphæð og til- boð Steindórsprents en ísafoldar- prentsmiðja bauð 119 milljónir sem var 80.900 þúsund krónur að nú- virði. Hálfdán segir að sér hafi ver- ið sýnt mikið traust því að það hafi verið vilji starfsfólksins í Gut- enberg að Steindórsprent keypti fyrirtækið frekar en hinir aðilarnir. Þá var það mat Landsbréfa að til- boð Steindórsprents væri hagstæð- ast fyrir seljandann. Eiginfjárstaða Steindórsprents er talin það góð að kaupverðið verð- ur greitt fyrir júlílok. Þegar Hálfdán er spurður hvort ekkert mál verði að greiða 85 milljónir á svo skömm- um tíma svarar hann því til að hann geymi peningana ekki undir koddanum heldur verði eignir seldar til að losa fjármagn. „Enda gæti ég varla sofið almennilega með svo hátt undir höfði ef það væri allt undir koddanum." Þarf á þekkingu starfsmannanna að halda Gutenberg var í 2.300 fm hús- næði í Síðumúla og er ætlunin að selja um 700 fm húsnæði Steindórs- prents í Ármúla 5 og hafa alla starf- semina undir einu þaki í Síðumúlan- um. Hálfdán segir að bestu tækin á báðum stöðum verði valin þannig að prentsmiðjan verði sem fjölhæf- ust til að þjóna viðskiptavinum sem best. I Steindórsprenti störfuðu 15 manns en í Gutenberg um 60 manns. Öllu starfsfólki varð að segja upp og segir Hálfdán að það hafi verið það erfiðasta í sameining- unni en jafnframt að það hafi verið nauðsynlegt formsins vegna. „Starfsfólkið í Gutenberg býr yfir mikilli þekkingu í prentiðnaði og sömuleiðis það starfsfólk sem ég hef haft í Steindórsprenti. Ég þarf á allri þeirri þekkingu að halda og vonast til að viðskiptin vaxi þannig að þörf verði fyrir allt starfsfólkið.“ Hálfdán á von á því að sameiningin blessist en taka verði tillit til mann- legra tilfinninga sem þar spili inn í. Stefnt er að því að í lok mánaðar- ins verði sameiningin gengin yfír að mestu og að starfsmenn fái að vita s.em allra fyrst um störf sín. Ná hagræðingu í stjórnun fyrirtækisins Hálfdán segir að fyrsta verkefnið verði að ná fram hagræðingu í stjórnun fyrirtækisins. „I Steindórs- prenti höfum við verið að þróa síð- SAMEINING Á myndinni sem tekin er í húsnæði Stein- dórsprents í Ármúlanum eru, talið frá vinstri, Steindór Hálfdánar- son, Sólrún Björnsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Hálfdán og eigin- kona hans Ingibjörg Steindórsdóttir. Búast má við að í nógu verði að snúast hjá þessu fólki næstu vikurnar meðan sameiningin er að ganga yfir en stefnt er að því að henni verði að mestu lokið fyrir mánaðamótin. astliðin 6 ár stjórnunarkerfi sem hefur leitt til þess að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður er innan við 5% af veltu. Stjórnunarkerfið hefur reynst okkur mjög vel því Stein- Morgunblaðið/Kristján STEIIMDÓRSPRENT-GUTENBERG HF. Hálfdán Steingrímsson sem rekið hefur fjölskyldufyr- irtækið Steindórsprent hf. í rúm 41 ár segir að nýja fyrirtækið þurfi á þekkingu starfsmanna beggja fyrir- tækjanna að halda og vonast hann til að viðskiptin vaxi þannig að þörf verði fyrir allt starfsfólkið. Efst er Tjarnargata 4, þar sem Steindórsprent var lengi til húsa, og er húsnæðið enn í eigu Hálfdáns. Ármúli 5 þar sem Steindórsprent hefur verið síðan 1969 en húsnæðið verður nú selt þegar prentsmiðjan verður flutt. Síðumúli 18 þar sem Gutenberg hf. hefur verið með starfsemi sína. Þar verður Steindórsprent-Gutenberg hf. með alla starfsemina undir einu þaki. dórsprent var algjörlega skuldlaust. í Gutenberg var skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 9-10% af veltu og ef næst sú hagræðing sem stefnt er að þá blasir við að spara megi um 1 milljón á mánuði eða 10-12 milljónir á ári. Nái ég þessum tökum á fyrirtækinu þá þróast áframhald- ið.“ Hálfdán sem verður 72 ára nú í haust sér fram á tíma þar sem mikið verður að gera og segir hann að sonur hans, Steindór, og Guð- mundur Kristjánsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Gutenberg, komi til með að starfa að sameiningunni og að koma stjórnunar- og skrifstofu- haldi í það horf sem stefnt er að. „Sameiningin hvílir aðallega á þeirra herðum enda finnst mér mig skorta nægilegt þrek í þetta. Þegar maður skuldar engum neitt þá er maður afskaplega frjáls. En nú fórna ég hluta af mínu frelsi og ef ég stend mig ekki þá má búast við að ég verði sendur í fjárhagslega gjörgæslu," segir Hálfdán og brosir í kampinn. Ekki er að efa að Hálfdán og hans fóik hafi í nógu að snúast næstu mánuðina og leikur blaða- manni forvitni á að vita hvers vegna hann fór út í að stækka fyrirtækið og kaupa Gutenberg? „Eftir sameininguna verður í fyrsta lagi hægt að veita viðskipta- vinunum enn betri þjónustu. Einnig styrkir þetta samkeppnisstöðu okk- ar á markaðnum og gefur mögu- leika á að ná hagræðingu í rekstrin- um. Er ekki alltaf verið að segja að maður eigi að skila landinu aftur því sem maður hefur tekið frá því. Nú er ég að skila prentverkinu enn stærra en það var og er þá í raun að skila landinu aftur,“ segir Hálf- dán að lokum. MSig. Hlutabréf Fyrsta einkavæðingin tekist vel - segir Albert Jónsson ráðgjafi hjá Landsbréfum hf. FYRSTU einkavæðingu ríkisfyrirtækis samkvæmt einkavæðingaáætlun ríkisstjórnarinnar lauk þegar allt hlutafé í Prentsmiðjunni Gutenberg hf. var selt í síðustu viku. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu fól Landsbréfum hf. að sjá um sölu allra hlutabréfa ríkissjóðs í Gutenberg hf. í april síðastliðnum. Stefnt var að sölu fyrir lok júní og gekk það eftir þegar Steindórsprent hf. keypti Gutenberg hf. 29. júní sl. fyrir 85 miHjónir króna. En hvernig gekk einkavæðingin fyrir sig séð frá sjónarhóli ráðgjafana hjá Landsbréfum? Albert Jónsson ráðgjafa í fyrir- tækjadeild Landsbréfa varð fyrir svörum og er það mat hans að einka- væðingin hafi tekist mjög vel. Albert sagði að töluverður hluti verkefnis þeirra í Landsbréfum hafi verið að finna út verðmæti fyrirtæk- isins til að ríkissjóður hefði viðmið þegar tilboðin myndu berast. Farið var í gegnum alla ársreikninga Gut- enbergs, atvinnugreinina sem slíka og allan rekstur fyrirtækisins. Þá var iöggiltur fasteignasali fenginn til að meta fasteignir fyrirtækisins og sér- fróðir aðilar mátu vélar og tæki. „Þessar upplýsingar voru síðan not- aðar til að finna út það verð sem við töldum líklegt að seija ætti fyrirtæk- ið á. Mat Landsbréfa á Gutenberg var trúnaðarmál og var einungis fyr- ir einkavæðinganefndina." Landsbréf auglýstu fyrir hönd rík- issjóðs bréfin í Gutenberg í kringum 20. maí sl. Þá var kallað eftir að þeir sem áhuga hefðu skiluðu inn skriflegri yfirlýsingu um áhuga á viðræðum án skuldbindinga. Lands- bréf útbjó sölulýsingu þar sem komu fram helstu upplýsingar um fyrir- tækið sem talið var nauðsynlegt að þyrfti til að byggja tilboð á. I iok maí höfðu 8 aðilar lýst yfir áhuga á kaupum en þeim fækkaði niður í 3 þegar að tilboðum kom um 20. júní. „Tilboðin voru mismunandi og til að gera þau sambærileg voru þau núv- irt. Síðan var því tilboði tekið sem hagkvæmast þótti og var það tilboð Steindórsprents hf. Þeir sem gerðu tilboð fengu ekki að vita hvert mat okkar á Gutenberg var en tilboðin voru raunhæf og nálægt því sem við mátum fyrirtækið á.“ Albert sagði að vinnan við upplýs- ingaöflunina hafi skilaði sér vel. „Upplýsingamar hafa eflaust auð- veldað vinnuna fyrir væntanlega kaupendur að komast að rétta tilboð- inu. Einnig kom það seljandanum vel að hafa viðmið um verðmæti fyrir- tækisins." En hvemig er ísland frábrugðið öðrum löndum þegar kemur að einkavæðingu? „Island er lítill mark- aður og kaupendur færri en gerist erlendis. En við getum notað viður- kenndar erlendar aðferðir sem gefa góðar vísbendingar um verðmæti fyrirtækja. Þó verður að hafa í huga RÁÐGJAFI — Albert Jónsson hjá Landsbréfum. að reikningsverðið er enginn heilagur sannleikur. Það sem skiptir máli er að forsendurnar sem notaðar er í útreikningana séu réttar þannig að niðurstaða dæmisins verði rétt. Ég tel að þessi fyrsta einkavæðing hafi tekist mjög vel og endirinn á þessu dæmi hafi verið góður,“ sagði Albert. MSig. Þekking starfsmanna mikilvæg fyrir fyrirtækið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.