Morgunblaðið - 09.07.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992
B 5
Könnun
Lánstraust Islend-
inga hefur aukist
síðustu sex mánuði
LÁNSTRAUST íslendinga hefur aukist síðustu sex mánuði, skv.
könnun tímaritsins Institutional Investor’s sem birtist í síðasta
tölublaði. Miðað við lönd Vestur-Evrópu þykir lánstraust íslend-
inga þó ekki mikið. Þar erum við í 17. sæti af 19 löndum eins og
sést á meðfylgjandi korti, og sem fyrr eru það aðeins Grikkir og
Tyrkir sem þykja verri skuldarar. Hins vegar hafa aðeins þijár
þjóðir Vestur-Evrópu aukið lánstraust sitt meira en ísland á þessu
tímabili.
Sem fyrr nýtur Sviss mesta
lánstrausts í Vestur-Evrópu og
hefur nú skotist upp fyrir Japan
sem traustasti skuldari heims.
Japan er í öðru sæti og Þýskaland
í því þriðja. ísland er í 31. sæti
heimslistans.
Könnun Institutional Investor’s
er framkvæmd meðal alþjóðlegra
banka, en hver þeirra má ekki
leggja mat á heimaland sitt. Bank-
arnir gefa löndum stig frá 0 til
100 allt eftir lánstrausti viðkom-
andi lands. Því fleiri stig sem land
fær, því traustari skuldari er það.
Skv. niðurstöðum úr síðustu könn-
un er lánstraust íslendinga 54,2
stig og hefur það aukist um eitt
stig frá síðustu könnun. Í tímarit-
inu segir að skýra megi þessa
hækkun með þeim ávinningi sem
EFTA löndin hljóta af því að tengj-
ast Evrópubandalaginu nánar með
samningnum um Evrópskt efna-
hagssvæði.
Islendingar eru nokkrir eftirbát-
ar annarra Norðurlanda hvað láns-
traust varðar, en eru þó eina Norð-
urlandaþjóðin að Danmörku und-
anskilinni sem jók lánstraustið frá
síðustu könnun. Hin Norðurlöndin
innan EFTA lækkuðu öll, Svíþjóð
Vestur Evrópa
Svsoðisröð Sept Mare 1991 1992 Heims- röð Bnkunn Institutional Investore Sex mán. breyting Áre- breyting
1 1 Sviss 1 92,5 0,1 -0,6
2 2 Þýskaland 3 90,4 0,5 -0,2
3 3 Holland 4 88,0 0,4 0,2
4 4 Frakkland 5 87,2 0,1 -0,1
6 5 Austurríki 7 84,7 0,4 0,4
5 6 Bretland 8 83,7 -1,1 -0,9
7 7 Lúxemborg 9 83,3 0,6 -
8 8 Belgia 11 79,8 0,2 -0,1
9 9 Ítalía 13 78,5 -0,6 -1,0
10 10 Noregur 14 77,1 -1,3 -1,1
11 11 Svíþjóð 15 77,0 -1,4 -2,3
13 12 Spánn 17 76,2 0,6 0,2
14 13 Danmörk 18 73,5 1,3 0,7
12 14 Finnland 19 72,9 -2,6 -4,2
15 15 íríand 20 69,1 1,5 1,1
16 16 Portúgal 24 64,9 1,6 1,4
17 17 ÍSLAND 31 54,2 1,0 -0,2
18 18 Gríkkland 36 47,6 0,5 -0,1
19 19 Tyrkland 41 43,7 1,0 0,9
Svæðismeðaleinkunn 75,0 0,2 0,2
um 1,4 stig, Noregur um 1,3 stig
og Finnland um 2,6 stig. Sviss
hækkaði hins vegar um 0,1 stig
og Austurríki um 0,4.
Könnunin, sem er gerð á sex
mánaða fresti nær til 119 landa
og skv. henni er meðaltals láns-
traustið á heimsvísu 37,5 stig.
Þegar meðaltalslánstraustið er
skoðað eftir heimsálfum er N-
Ameríku hæst með 84,4 stig og
V-Evrópa kemur næst með 75
stig.
Málningar
límband
sem aldrei bregst
J.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52
Apple kynnir
áætlanir um nýja tölvu
T ---
NÚ Á fyrstu vikum sumars kynnti Apple fyrirtækið nýja tölvu sem
það hefur hafið hönnun á. Fyrirtækið vonast til þess að nýja tölvan,
sem nefnd er Newton, verði til þess að færa tölvunotkun frá skrif-
borðunum og í vasa notenda.
Áætlanirnar um Newton hljóma
vissulega vel. Vélin verður drifin
af nýjum örgjafa frá RISC, knúin
af rafhlöðu og verður á stærð við
myndbandsspólu. Áætlanir ganga
út frá því að fyrstu vélarnar komi
á markað fyrri hluta næsta árs.
Apple telur að tölvan muni geta
tekið við hlutverki minnisblaða og
myndrita og að auki gegnt hlut-
verki hefðbundinnar tölvu við
gagnavinnslu og fleira. Vélin mun
skara fram úr eldri gerðum, einkum
á fjórum sviðum:
Newton á að geta lesið handskrif-
uð skilaboð. Vélin á að ráða við að
lesa vel skrifaðan texta af svo til
öllum gerðum og stærðum. Hún
getur einnig geymt teikningar og
handskrift á tölrænu formi.
eiga að fara af fornafninu einu sam-
an, fundið töivunúmer hans, nýjustu
skilaboðin frá notandanum og sent
þau.
Samskiptamöguleikar verða
auknir. Sumar vélar verða færar
um að tengja sig inn á netkerfi.
Aðrar vélar geta tekið á móti og
lesið útvarpsmerki.
Aðgangur að gögnum verður
bættur. Hugbúnaður verður hann-
aður með það í huga að mjög auð-
velt verði að finna og fá fram upp-
lýsingar, óháð því hvenær eða
hvernig þær hafa verið færðar inn.
Allt hljómar þetta nú vel, en eft-
ir á að koma í ljós hvort Apple
getur staðið við stóru orðin. Ef svo
verður á líka eftir að koma í ljós
hvort Apple getur fylgt því eftir.
Bæði má búast við að margir keppi-
nautar muni kynna svipaðar vélar
áður en langt um líður, og enn
minnast menn þess hve illa Apple
gekk að fylgja eftir velgengni Mac-
intosh-vélanna. Þá voru forsvar-
menn fyrirtækisins svo ánægðir
með árangurinn að þeir huguðu
ekki að því að lagfæra þá galla sem
trufluðu notendur. Forsvarmenn
Apple ætla ekki að láta sömu mis-
tökin henda sig aftur.
Á endanum má búast við því að
sú vél fari með sigur af hólmi sem
mest notagildi hefur. Af þeim sök-
um hefur Apple lagt mikla áherslu
á að afla sér góðra samstarfsaðila.
Nú þegar er tryggð samvinna Sky-
Tel sem ábyrgist að unnt verði að
senda tölvupóst um allan heim, svo
og samvinna útgáfufélagsins Ran-
dom House sem hefur forystu í út-
gáfu notendahandbóka fýrir tölvur.
LOKUN VEGNA
SUMARLEYFA
Skrifstofa Útflutningsráðs verður lokuð
frá 13. júlí til 3. ágúst vegna
sumarleyfa starfsfólks. Þó verða
ATA-Carnet skírteini afgreidd og
svarað verður í síma
milli kl. 9 og 11 árdegis.
Við biðjum þá sem þurfa á þjónustu
okkar að halda á næstunni vinsamlega
að taka mið af ofangreindum
upplýsingum
ÚTFLUTNINGSRÁÐ
ÍSLANDS
ÍSLENSKT VELTÁ GOTT
LÁGMÚLA 5 108 REYKJAVÍK SlMI 91 688777 MYNDSÍMI 91 689197
Newton mun einnig verða fær
um að þekkja síendurtekin verk.
Til dæmis ef notandi sendir mjög
oft skilaboð til sama aðila, þá mun
vélin geta áttað sig á hvert skilaboð
C'STÖiD j
Þ.ÞORGRfMSSON &C0
Ármúla 29, Reykjavík, simi 38640
-bilarmr
á mjög hagstæöu veröi.
ISUZU-NKR, 5.5 tonna heildarþyngd, kr 1.910.000.-
ISUZU-NPR, 7 tonna heildarþyngd, kr. 2.265.000.-
ISUZU-FSR, 9 tonna heildarþyngd, kr. 3.200.000.-
Ryðvörn, skráning og virðisaukaskattur eru innifalin í verði.
Arleg ókeypis þjónustuskoðun frá framleiðendum í Japan
fylgir öllum ISUZU bílum.
ISUZU verksmiðjurnar eru stærstu útflytjendur vörubíla í
heiminum, enda eru ISUZU bílarnir viðhaldslágir,
sparneytnir vinnuþjarkar.
EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX
<jj©utiMD
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 634000 - 634050.