Morgunblaðið - 09.07.1992, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992
Tryggingar
Muiiuni innleiða nýjungar
að erlendri fyrirmynd
- segir Gísli Örn Lárusson, forstjóri Skandia á íslandi
ÆÐSTU stjórnendur norrænu
tryggingasamsteypunnar Skandia
hafa gefið út afdráttarlausar yfir-
lýsingar um að stefnt sé að því
að fyrirtækið verði leiðandi á sviði
vátrygginga- og fjármálaþjónustu
á Norðurlöndunum. Þar er Island
engin undantekning og var þessi
stefna áréttuð í ræðu aðalfor-
stjóra Skandia, Björns Wolrath, á
aðalfundi fyrirtækisins þann 26.
maí sl. Umsvif Skandia á íslandi
eru nú orðin allnokkur eftir kaup-
in Verðbréfamarkaði Fjárfesting-
arfélagsins og má nefna að hjá
fyrirtækjunum starfa nú um 50
manns. Ýmsar breytingar eru
áformaðar hjá fyrirtækjunum, s.s.
samræming í húsnæðismálum og
stefnt er að því innleiða nýjungar
í vátryggingar- og fjármálaþjón-
ustu að erlendri fyrirmynd.
Skandia keypti sem kunnugt er
meirihluta í Reykvískri tryggingu
um mitt sl. ár og síðan öll hlutabréf
í Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfé-
lagsins snemma í vor. Þriðja fyrir-
tækið er síðan Líftryggingafélagið
Skandia en þessi þijú félög mynda
Skandia ísland samsteypuna sem
tók formlega til starfa í lok júní.
Á aðalfundi Vátryggingarfélags-
ins Skandia ísland kom fram að um
34 milljóna hagnaður varð af vá-
tryggingarstarfseminni á sl. ári.
Endanleg afkoma félagsins varð hins
vegar 22 milljóna tap. Má rekja
ástæður þess til umsvifa Reyk-
vískrar tryggingar í fiskeldistrygg-
ingum og undirbúningskostnaðar
vegna kaupa Skandia í Svíþjóð á
meirihluta fyrirtækisins þann 27.
júní á sl. ári.
Sú stefna hefur verið mörkuð inn-
leiða nýjungar að erlendri fyrirmynd
þannig að viðskiptavinir fyrirtækis-
ins eigi kost á vátryggingar- og fjár-
málaþjónustu á einum stað. Forráða-
menn Skandia ísland vilja hins veg-
ar ekki greina mjög náið frá þeim
nýjungum sem þeir hafa í undirbún-
ingi. „Skandia-samsteypan kemur
hingað inn á markaðinn með það
að markmiði að verða leiðandi á
sviði vátiygginga og fjármálaþjón-
ustu,“ segir Gísli Örn Lárusson, for-
stjóri Skandia á íslandi. „Við erum
núna að gera úttekt á því hvernig
við náum sem mestri hagræðingu í
rekstri fyrirtækjanna. Erlendis hefur
þjónusta í meira mæli en hér á landi
verið afgreidd gegnum síma og póst
sem þýðir einfaldlega að fyrirtæki
þurfa ekki að leggja í jafnmikinn
kostnað við skrifstofuhald. T.d. get-
um við afgreitt bflatryggingu á 2-5
mínútum gegnum síma sem myndi
taka 20-30 mínútur ef viðskiptavin-
urinn kæmi hingað fyrir utan þann
tima sem það tæki hann að koma á
staðinn, leita að bílastæði o.frv. Við
stefnum þannig að því að mynda
hagkvæmari rekstrareiningu en ver-
ið hefur til þessa með því að draga
úr kostnaði vegna hvers viðskipta-
vinar."
Nýjungar frá Skandia
Investment Management
Gísli Örn segir að stefnt sé að því
innleiða nýjungar hjá fyrirtækinu á
haustmánuðum m.a. á sviði líftrygg-
inga. „Það er stefnt að því að bjóða
neytendum svipaða þjónustu og
stendur til boða annarsstaðar í Evr-
ópu. T.d. vakir fyrir okkur að geta
boðið líftryggingar þeim sem greiða
í Fijálsa lífeyrissjóðinn. Þá verða
settar á markað nýjungar frá Skan-
dia Investment Management hjá
Fjárfestingarféiaginu."
Fyrirtæki Skandia eru nú með
aðsetur á fimm stöðum í Reykjavík
og er talið brýnt að koma starfsem-
inni undir sama þak í nánustu fram-
tíð. „Það er auðvitað æskilegast að
vera með alla starfsemina á einum
stað og við erum núna að líta í kring-
um okkur eftir nýju húsnæði,“ sagði
Gísli Öm. „Við þurfum hins vegar
ekki að bæta við fastráðnu fólki, þar
förum við aðrar leiðir."
Skandia Group er alþjóðlegt al-
menningshlutafélag sem fæst við
hvers konar vátryggingarstarfsemi,
fjármálaþjónustu og eignaumsýslu.
Skandia sem er með höfuðstöðvar í
Stokkhólmi er opinberlega skráð fyr-
irtæki á verðbréfamörkuðum erlendis
og voru hluthafar þess tæplega
28.000 um síðustu áramót. Dóttur-
fyrirtæki og útibú eru í 23 löndum
og starfsmenn rúmlega 11.000.
Heildarvelta samsteypunnar var 488
milljarðar íslenskra ícróna á síðasta
ári. Hlutafé í árslok var 3,8 milljarð-
ar og eigið fé 145 milijarðar.
Leif sem er forstjóri Skandia á
Norðuriöndunum sagði að ekki yrðu
gerðar stefnumótandi breytingar á
stjómun fyrirtækjanna hér á landi á
næstunni en það yrði skoðað hvemig
henni verði háttað með tilliti til þess
hvernig viðskiptavinum á íslandi
verði þjónað á sem bestan máta.
Ákvarðánir um starfsmannafjölda og
húsnæðismál hafa ekki verið teknar
en Leif sagði það myndi skýrast á
næstu mánuðum. Ætlunin er að
bjóða íslendingum nýjungar í þjón-
ustu en aðspurður vildi Leif ekkert
láta uppi að svo stöddu.
— Á hvern hátt myndi Skandia
móðurfyrirtækið standa við bakið á
íslensku dótturfyrirtækjunum t.d. ef
á bjátaði í rekstri þeirra?
„Það segir auðvitað sína sögu
þegar Skandia gefur út þá yfirlýs-
í Skandia er litið á ísland sem
hluta af heimamarkaði fyrirtækisins.
„Starfsemin í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku styrkir starfsemina hér á
landi. Við viljum bjóða góða fjár-
málaþjónustu, líftryggingar og vá-
tryggingar á Norðurlandamarkaðn-
um og getum flutt þekkingxi yfir
landamærin þannig að starfsmenn
geta farið á milli landa til ráðlegging-
ar og viðræðna ef upp koma málefni
sem þarfnast lausnar."
Leggja sitt af mörkum til að
auka sparnað
Leif sagði að ein af ástæðunum
fyrir því að Skandia keypti verð-
bréfafyrirtækið hér á landi væri að
samsteypan vilji leggja sitt af mörk-
um til að auka spamað. „í Svíþjóð,
Noregi, Danmörku og á íslandi hafa
aðstæður verið þannig að auðvelt
var að fá lán. Þetta er að breytast
núna og það er nauðsynlegt að fólk
fari að spara. Við teljum okkur hafa
þekkingu á fjármagnsmarkaðnum
og getum notað þá þekkingu á ís-
lenska markaðnum."
Leif telur að almennt sé þörf á
breytingum á trygginga- og fjár-
ingu að öll Norðurlöndin séu heima-
markaður fyrirtækisins. Það er vert
að vekja athygli á þeirri staðreynd
að ísland er eina landið fyrir utan
Svíþjóð þar sem Skandia nafnið er
notað. Skandia myndi því tvímæla-
magnsmarkaðnum á Norðurlöndun-
um þar sem heimamarkaðirnir hafi
verið verndaðir. ,,Nú verður sam-
keppni lykilorðið. Áður var það sam-
vinna milli fyrirtæki en nú er það
samkeppni milli fyrirtækja. Það þýð-
ir ekki að veita mótspyrnu. Ef fyrir-
tæki vilja vera á markaðnum verða
þau að venjast samkeppninni."
Kemur Skandia ísland til með að
hafa mikil áhrif á trygginga- og fjár-
magnsmarkaðinn hér á landi?
„Það er ekki markmið okkar í sjálfu
sér. En við erum hér til að þjóna
íslenskum viðskiptavinum á sem
bestan máta og ef okkur tekst það
hljótum við að hafa áhrif á markað-
inn.“
Leif sagði að aðalmunurinn á ís-
landi og hinum Norðurlöndunum
væri auðvitað að íslandsmarkaður-
inn væri miklu minni. „Það er minni
samkeppni hér en mér sýnist hún
vera að aukast.“
Ekki tryggingastríð
Skandia fyrirhugaði kaup á hluta-
bréfum í danska tryggingafyrirtæk-
inu Hafnia fyrir nokkru en af þeim
kaupum varð ekki. Leif sagði að
ekkert nýtt væri að gerast núna
milli Skandia og Hafnia en ekki
væri hægt að segja hvað yrði í fram-
tíðinni. „Einhver kallaði þetta hið
mikla tryggingastríð milli Hafnia,
Skandia, UNI Storebrand og Baltica
en ég held ekki að þetta sé stríð.
Hafnia er núna að koma fjármálum
sínum í lag og síðan er að sjá hvað
gerist." Leif sagði að Baltica væri
laust standa við bakið á dótturfyrir-
tækjum sínum auk þess sem fyrir-
tækið væri varia að ieggja tæpar
200 milljónir í Verðbréfamarkað
Fjárfestingarfélagsins nema því
væri full alvara.“
Um 2% markaðshlutdeild í
bUatryggingum
— Hver hefur árangur ykkar ver-
ið á tryggingamarkaðnum hingað til
t.d. í bílatryggingum og hver er
stefna ykkar á þeim markaði?
„Sá markhópur sem við erum að
sækjast eftir eru eigendur um 60
þúsund einkabíla á landinu en þar
af höfum við þegar náð um 3.160
bílum eða 2% markaðshlutdeild á
hálfu ári. Það er stöðugur straumur
bíla til okkar í tryggingu þannig að
við erum á mjög góðri leið. Mér sýn-
ist að markmið okkar fyrir þetta ár
muni nást nokkuð örugglega.
Um 25% af ökumönnum eru á
aldrinum 17-30 ára en þeir valda
hins vegar 60-70% af tjónunum. Við
bjóðum því ökumönnum lægri iðgöld
sem eru eldri en 30 ára. Hér áður
voru svo til engin frávik milli aldurs-
hópa.
Það sem hefur einkennt vátrygg-
ingamarkaðinn er fremur ásókn í
markaðshlutdeild en arðsemi. Enn-
fremur hafa tryggingasjóðir verið
notaðir til að kaupa viðskipti þar sem
tryggingafélög hafa veitt lán til fyr-
irtækja eða keypt hlutabréf til að
tryggja sér viðskipti. Þetta hefur
leitt til þess að útlán hafa tapast
og tryggingafélög orðið að afskrifa
hlutabréf. Skandia ísland hefur hins
vegar markað þá stefnu að skilja á
milli tryggingarstarfseminnar og
ávöxtunar tryggingarsjóða.
Við höfum fengið hingað til lands
tryggingastærðfræðing frá Skandia
í Svíþjóð til að reikna út iðgjaldaþörf-
ina í bílatryggingum. Á þennan hátt
munum við tileinka okkur þau vinnu-
brögð sem hafa tíðkast erlendis til
þess að vera færir um að bjóða okk-
ar viðskiptavinum sambærilega
þjónustu.
sterkt fyrirtæki og einn af aðalsam-
keppnisaðilum Skandia.
Með tilkomu væntanlegs Evr-
ópsks efnahagssvæðis má búast við
aukinni samkeppni á trygginga-
markaðnum. Hvernig hyggst
Skandia mæta þessari auknu sam-
keppni?
„Eitt af aðalverkefnum Skandia
Group síðustu 4-5 ár hefur verið að
aðlaga sig að þessum breyttu að-
stæðum þegar við á einn eða annan
hátt verðum hluti af evrópska mark-
aðnum. Stefnan í Svíþjóð er að opna
markaðinn þar fyrir samkeppni frá
öðrum löndum þannig að við verðum
samkeppnishæfari. Ein leiðin er að
horfa á Norðurlöndin sem einn
heimamarkað. Það gefur okkur
tækifæri til að flytja kunnáttu og
hæfni á milli landa i svo litlum hluta
af Evrópu eins og Norðurlöndin eru.
Sem dæmi þá eru Norðurlöndin að-
eins 10% af heildartryggingamark-
aðnum í Evrópu og hlutur hvers
lands er því aðeins 2-3% af Evrópu-
markaðnum. En ef við getum unnið
saman yfir landamærin þá ættum
við að vera með um 10%.“
En hvernig sér Leif trygginga-
markaðinn á Norðurlöndunum fyrir
sér á næstu árum?
„Eftir 5-10 ár verða líklega um
5-10 stór tryggingafyrirtæki sem
verða ráðandi á öllum Evrópumark-
aðnum. Markmið okkar er auðvitað
að verða eitt af þessum fyrirtækjum
sem halda velli. Þess vegna meðal
annars erum við að styrkja okkur á
Norðurlandamarkaðnum og vera
með starfsemi á íslandi." MSig.
Morgunblaðið/Bjami
SKANDIA Á ÍSLANDI — Leif Victorin forstjóri Skandia Norden (í miðjunni). Með Leif á
myndinni eru Gísli Örn Lárusson forstjóri Skandia ísland (t.h.) og Ragnar Aðalsteinsson stjórnarformaður
í Vátryggingaféiaginu Skandia hf., Líftryggingarfélaginu Skandia hf. og Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfé-
lags Skandia hf.
KB
Stefnan að vera leiðandi
fyrirtæki hér á landi
Rætt við Leif Victorin forstjóra Skandia Norden
„Skandia stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki hér á landi á trygg-
inga- og fjármagnsmarkaðnum. Það næst væntanlega smám saman ef
við verðum með bestu vörumar fyrir markaðinn og ef rekstrinum
verði hagað á þann hátt að hluthafar fái arð,“ sagði Leif Victorin for-
stjóri Skandia Norden i samtali en hann var staddur hér á landi til
að sitja aðalfundi félaganna sem tilheyra norrænu Skandia samsteyp-
unni. Nöfnum fyrirtælqanna þriggja var breytt í síðustu viku og nefn-
ast nú Fjárfestingafélagið Skandia hf., Líftryggingarfélagið Skandia
hf. og Vátryggingarfélagið Skandia hf., en þau eru öll sjálfstæð hluta-
félög og heyra undir Skandia á Islandi.