Morgunblaðið - 09.07.1992, Side 7

Morgunblaðið - 09.07.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKflPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992 B 7 Tölvur Marinó G. Njálsson Ortölvutækni tekur yfir Digital-umboðið í annað sinn á hálfu ári tók Örtölvutækni-Tölvukaup hf. upp pyngjuna og keypti keppinaut á tölvumarkaðnum. í desember var það Tölvutækni Hans Petersen hf., en nú tölvudeild Kristján Ó. Skagfjörð (KÓS) eða Digital- umboðið. Það verður að segjast eins og er, að þetta var óvænt. Ég, eins og margir aðrir sjálfskip- aðir sérfræðingar, hafði frekar átt von á meiri samvinnu og síðar samruna Örtölvutækni og HP á íslandi. En málin tóku heldur bet- ur aðra stefnu. Eftir að IBM á íslandi og Skrif- stofuvélar - Sund hf. ákváðu að sameinast, hófust viðræður á milli annarra fyrirtækja um sams konar sameiningu. Um tíma hljóðaði sag- an að Tæknival, Sameind, tölvu- deild KÓS og eitthvert eitt fyrir- tæki ætluðu í samstarf. Sam- kvæmt mínum heimildum báðu forráðamenn KÓS Tæknival um að gera tilboð í tölvudeildina og því tilboði var síðan hafnað. Næsta skref var að stjórnendur tölvu- deildarinnar reyndu að kaupa deildina með að stoð fjármögnun- arfyrirtækis. Og svo öllum á óvart var Digital-umboðið komið til Ört- öivutækni. Með kaupunum á Digital- umboðinu skaut Örtölvutækni enn einni sterkri rót undir starfsemi sína. Digitla Equipment Corporati- on (eða DEC) er eitt sterkasta og virtasta tölvufyrirtæki í heimi. Fyrirtækið hefur verið í farar- broddi í framleiðslu millitölva og nýlega kynnti það nýjan RISC- örgjörva, s.k. Alpha-örgjörva. DEC bindur miklar vonir við þenn- an nýja kubb, sem er mjög hrað- virkur. Margir spá því að þarna sé kominn sá örgjörvi, sem beri tölvuiðnaðinn inn í 21. öldina. Ársvelta yfir 800 milljónir Örtölvutækni hefur verið ört stækkandi fyrirtæki. 1989 velti fyrirtækið um 190 milljónum krón- um, 1990 um 250 milljónum og á síðasta ári var veltan orðin um 400 milljónir krónur. Örtölvutækni hefur gengið í gegnum miklar breytingar síðan um áramót, fyrst vegna yfirtöku á Tölvutækni og nú síðast tölvudeildar KÓS. Á árs- grundvelli þýðir þessi viðbót heild- arveltu á bilinu 8-900 milljónir króna. Þó það sé ekki endilega markmiðið að vera stórt, heldur miklu fremur að bjóða lausnir, þá hefur Örtölvutækni nú skipað sér óvéfengjanlega í hóp hinna stóru með u.þ.b. 15% markaðshlutdeild. Ótrúleg fjölbreytni Örtölvutækni virðist nú geta boðið upp á alla tölvuflóruna, frá minnstu tölvum til þeirra stærstu. Digital-umboðið gaf fyrirtækinu beinan aðgang að stærri tölvun- um, sem fyrirtækið áður vantaði. í samtali við forráðamenn Örtölvu- tækni kom fram að fyrirtækið tel- ur að slíkar tölvur verði í ríkari mæli notaðar í samblandi við PC- tölvur. Ýmis konar dreifð vinnsla krefst vélarafls, sem tölvur með Intel-örgjörva ráða ekki við, en RlSC-tölvur og þaðan af öflugri (t.d. Alpha) henta vel. DEC í Bandaríkjunum er í for- ystu varðandi opin kerfi. Það er með í Open Software Foundation og raunar byrjað að þróa hugbún- að fyrir OSF/1. Þá hefur fyrirtæk- ið opnað VMS, þannig að það er jafn opið og t.d. UNIX frá Sun. Einnig hefur DEC forskot á aðra í þróun á Alpha-tölvum. Mikilvæg- ast er fyrir þá að koma með hug- búnað fyrir Alpha. Stór sigur í þeirri baráttu var þegar Microsoft tilkynnti að fyrirtækið væri að þróa Windows NT fyrir Alpha. Tölvudeild KÓS hafði hér áður fyrr umboð fyrir mikinn fjölda af erlendum fyrirtækjum. Má þar nefna NEC, ALR, Ericson In- formation System og Nokia svo einhver séu nefnd. NEC fór á sín- um tíma til Sameindar og er núna hinu megin við ganginn hjá Tæknival, ALR er dottið upp fyrir og Nokia náði aldrei fótfestu. Helstu nýjungarnar hjá Ört- ölvutækni, fyrir utan Digital- umboðið, er úr búri Tölvutækni, þar sem fer tölvubúnaður frá Si- emens-Nixdorf Information Sy- stem. Það fyrirtæki er stærsti tölvuframleiðandi Evrópu og jafn- framt einn sá stærsti í heimi. Alls konar afgreiðslukerfi frá fyrirtæk- inu hafa verið sett upp í bönkum, pósthúsum og verslunum um alla Evrópu og nú hefur ísland bæst í hópinn. Þó svo að ekki hafi gengið að sameina Örtölvutækni og HP á íslandi í þessari atrennu, er ekki því að neita að samvinna þessara tveggja fyrirtækja er þeim báðum mjög mikilvæg. Órtölvutækni hef- ur selt gífurlega mikið af HP- jaðartækjum undanfarin ár, þó svo að HP tölvur hafi átt erfitt upp- dráttar. HP geislaprentarar munu t.d. vera með um 60-70% markaðs- hlutdeild hér á landi: Hugsanlegt er að yfirtakan á Digital-umboðinu geti enn frekar aukið á þessa hlut- deild. Samtök tölvuseljenda Forráðamenn Örtölvutækni telja að mikil þörf sé á því, að tölvuseljendur myndi með sér sam- tök. Þessi samtök gætu stuðlað að því að koma útboðum á staðlað form og bætt vinnureglur í kring- um þau, einnig mundu þau semja með sér siðareglur um samskipti seljenda og kaupenda. Slíkar siða- reglur gætu stuðlað að betra við- skiptasiðferði og einnig væri þá hægt að vísa ágreiningsefnum, eins og þeim sem risu upp í kring- um ríkissamninginn, til siðanefnd- ar sem hefði þá úrskurðarvald. Síðast en ekki síst gætu samtökin komið á sölueftirliti með tölvubún- aði. Útlitið á tölvumarkaðnum Breytingarnar á tölvumarkaðn- um hafa orðið miklar á síðustu mánuðum. Hafa þær verið svo örar, að erfitt hefur verið að fylgj- ast með. En er þessu lokið? For- ráðamenn Örtölvutækni halda að svo sé. Nú sé komið að því að stóru fyrirtækin þurfi að sanna sig. Hafið er gríðarlegt auglýsinga- stríð, þar sem stóru fyrirtækin reyna eftir megni að ná athygli kaupenda. Þá hafa þijú minni fyr- irtækjanna tekið sig saman um auglýsingar, vegna óánægju með afgreiðslu Innkaupastofnunar rík- isins á ríkissamningnum. Þegar tölvumarkaðurinn er skoðaður í ljósi síðustu hreyfinga, virðist sem þokkalegt jafnvægi sé komið á. Áppel-umboðið heldur áfram sérstöðu sinni í sölu Macint- osh-tölva, en á hinum vængnum eru línurnar orðnar skarpari en áður. Fækkað hefur um fjögur fyrirtæki á síðasta hálfa ári og Nýherji hf„ EJS hf„ Tæknival hf. og Örtölvutækni-Tölvukaup hf. gnæfa hátt yfir samkeppnina með 70-75% af markaðnum. Búast má við að einhver minni fyrirtækjanna verði undir í verðstríðinu, sem nú er í gangi, og þá er eins víst að umbrotin haldi áfram. Höfundur er tblvunarfræðingur. ŒM tekur upp beina sam- keppni við einkatölvuhermana IBM-tölvurisinn bandaríski hefur stofnað sjálfstæð dótturfyrirtæki í Bretlandi og Kanada og eiga þau að taka upp beina samkeppni við ódýru hermana á einkatölvumarkaðinum. Verður um að ræða ýmsar gerðir undir vöruheitinu Ambra. Breska fyrirtækið, Individual Computer Products, sér um söluna í Evrópu og verður verðið á Ambra- tölvunum frá því allt frá 1.000 sterl- ingspundum eða 105.000 ÍSK. Hjá kanadíska fyrirtækinu, ExperComp Services, verður söluverðið lægra, um 76 þús. ÍSK„ og að auki munu fylgja með í kaupunum ýmis forrit. Breska fyrirtækið hóf starfsemi sína í júníbyijun en það kanadíska tekur til starfa í ágúst. Segja má, að með þessu hafi IBM tekið upp nýja stefnu en hún felst í því að gefa dótturfyrirtækjunum og einstökum deildum fijálsari hendur í sölustarfseminni. Hingað til hefur IBM átt lítið erindi á „ódýra einkatölvumarkaðinum" en nú á að verða breyting þar á og sölustarf- semin verður sniðin að aðstæðum í hveiju landi fyrir sig. Talið er, að IBM muni beita öðr- um aðferðum í Bandaríkjunum þar sem hermarnir kosta minna en 1.000 dollara í tölvumörkuðunum. Kemur meðal annars til greina að kaupa hlut í fyrirtækjum, sem eru í þessari framleiðslu. Að undanförnu hefur hallað mik- ið á stóru tölvuframleiðendurna í samkeppninni við hermana og má nefna sem dæmi, að í Evrópu hefur „ódýri markaðurinn" vaxið um 45% en tölvumarkaðurinn í heild um 21%. Ambra-tölvurnar verða fram- leiddar í ónefndu Asíulandi og bún- ar 386-örgjörvum frá Advanced Micro Devices en ekki frá Intel eins og venjan hefur verið. HUGBÚNAÐUR — Á myndinni má sjá starfsmenn Rögg-verkfræði- þjónustu, Helga Geirharðsson (t.v.) og Örn Tryggva Johnsen. Fyrirtæki Rögg setur ný forrit á markað RÖGG-verkfræðiþjónusta er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar og þjónustu vegna afkomuáætlana. Hugbúnaður- inn er aðallega gerður í Microsoft-Excel sem gerir kleift að útbúa ' lausnir á ákveðnum vandamálum. Að sögn Helga Geirharðssonar, eiganda Röggs, býður fyrirtækið m.a. upp á forrit sem leysa vanda- mál sem hafa ekki verið leyst áður hér á landi t.d. Skattafjölva og Arðsemilíkan. Markmið fyrirtækisins er einkum að ná til ein- staklinga, fyrirtækja, endurskoðenda, iðnaðarmanna og þeirra sem selja út þjónustu sína. Rögg hefur hannað forrit sem nefnt er Skattafjölvi og sagði Helgi að þetta væri fyrsta forritið til framtalsgerðar hér á landi. Skattafjölvi heldur utan um framt- öl fyrir einstaklinga og rekstrarað- ila auk þess sem forritið reiknar sjálfkrafa álagningarseðil. Rögg hefur einnig hannað svo- kallað Verkbókhald sem sér um eftirlit með allri starfsemi fyrir- tækis, nýtingu starfsmanna, efnis og véla í mismunandi verkþáttum og fyrir mismunandi verk í vinnslu. Þá má nefna tvö forrit sem sér- staklega eru hönnuð fyrir afkomu- og greiðsluáætlanir. Það er forritið Straumur sem er einfölduð útgáfa af forritinu Arðsemilíkan. Straum- ur skilar fyrst og fremst fjár- streymisáætlun til skamms tíma og hentar jafnt fyrir heimili sem og stór og smá fyrirtæki. Arðsemi- líkan skilar niðurstöðum í formi rekstrar-, fjárstreymis- og efna- hagsreikninga til lengri eða skemmri tíma. Kaplakriki Vöru- og sölusýning haldin íágústmánuði STÓR vöru- og sölusýning verð- ur haldin dagana 21.-23. ágúst í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði. Stjórn handknatt- leiksdeildar FH sér um sýning- una. Sýningarsvæðið innan dyra verð- ur 700-900 fermetrar, en undir beru lofti verður hægt að koma fyrir stærri og þyngri sýningargrip- um. Samkvæmt upplýsingum frá FH verður vandað til allrar aðstöðu og geta væntanlegir sýnendur valið um ýmsar stærðir og gerðir sýning- arbása. Þá er áformað að bjóða upp á skemmtiatriði og veitingasölu á sýningunni. Til leigu Til leigu er hluti af nýrri vélvæddri starfsemi, þar sem umhverfissjóðarmið eru höfð að leiðarljósi. Miklir tekjumöguleikar fyrir atorkusaman einstakl- ing. Upplýsingar, varðandi aldur, fyrri störf og fjár- hagslega stöðu, sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Stæður 92", fyrir 1jS. júlí ’92. s Lokun vegna sumarleyfa Iðntæknistofnun verður lokuð vegna sumarleyfa frá 13. júlí til og með 3. ágúst 1992. Áríðandi prófanir og gæðaeftirlit á sviði suðutækni verða starfrækt meðan á lokun stendur, sími 687 004 frá kl. 8:30-9:00, annars í síma 985-33448. M Iðntæknistof nun 11 Keldnaholti, 112 Reykjavík. sími 687000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.