Morgunblaðið - 09.07.1992, Page 8

Morgunblaðið - 09.07.1992, Page 8
VZterkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! flfamggiiiMfiMfe VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992 T-Jöfðar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! Fyrirtæki , Fólk Landssmiðjan tekur yfir rekstur Eðalstáls Sindrastál kaupir innflutningsverslun Landssmiðjunnar LANDSSMIÐJAN hf. hefur að undanförnu unnið að gagngerri endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins sem felur m.a. í sér yfirtöku á Eðalstáli hf. frá og með 1. júlí sl. Þá hefur Sindrastál hf. yfirtekið innflutningsverslun Landssmiðjunnar og verður hún sameinuð rekstri Sindrastáls frá þeim tíma. Á síðastliðnu ári urðu breytingar á eignarhaldi Landssmiðjunnar þegar allt hluta- fé félagsins var keypt af Útgerðarfélaginu Frey hf., sem á jafn- framt hlut í Sindrastáli. í framhaldi af því var ákveðið að hag- ræða í rekstri þessara tveggja systurfélaga og byggja upp meiri sérhæfingu. Að sögn Óskars Einarssonar, framkvæmdastjóra Landssmiðj- unnar hf., byggist breytingin sem varð hinn 1. júlí sl. á að Sindrastál hf. yfirtekur og kaupir innflutn- ingsverslun Landssmiðjunnar og verður hún sameinuð rekstri Sindrastáls frá þeim tíma. Er áætl- að að verslunin verði flutt og sam- einuð annarri starfsemi Sindrastáls í Borgartún 31 í lok ágúst. Sindr- astál hefur yfirtekið öll umboð sem Landssmiðjan hafði á vörum frá Alfa Lava, Atlas Copco og Dexion ásamt öðrum innflutningi sem Landssmiðjan hefur haft með höndum undanfarin ár. Óskar sagði að Landssmiðjan hf. yrði rekin sem iðnaðarfyrirtæki á sviði málmiðnaðar og væri stefnt að aukinni uppbyggingu fyrirtæk- isinsi Landssmiðjan myndi áfram annast þjónustu vegna búnaðar sem hún hefur selt og gert þjón- ustusamning við Sindrastál í því skyni. Þessi sérhæfða þjónusta væri fyrst og fremst á sviði loft- þjappa, loftstýrikerfa og loftkerfa ásamt þjónustu við viðhald og rekstur skilvinda. Hann sagði að fyrirtækin myndu bjóða upp á sér- staka þjónustusamninga um fyrir- byggjandi viðhald fyrir þann vél- búnað sem þau hefðu á boðstólum. Landssmiðjan hefði sérstakt jafn- vægisstillingartæki sem væri hið eina sinnar tegundar hér á landi sem gerði kleift að jafnvægisstilla m.a. skilkarla úr skilvindum og annan búnað. Óskar sagði ennfremur að Landssmiðjan hf. hefði keypt rekstur, vélar og framleiðsluvörur Eðalstáls hf. í Kópavogi 1. júlí sl. Markmiðið væri að efla fyrirtækið sem málmiðnaðarfyrirtæki með því að heija framleiðslu úr ryðfríu stáli, auk áframhaldandi reksturs renni- og vélaverkstæða og al- mennrar stálsmíði á plötuverk- stæði. Landssmiðjan hefði einkum átt viðskipti við stóriðjufyrirtæki hér á landi, tekið þátt í uppbygg- ingu orkuvera og iðnaðar auk þjón- ustu við fiskimjölsiðnaðinn. Landssmiðjan hefur byggt ýms- an vélbúnað og má þar nefna töpp- unarskörung sem þróaður var af SAMEINING — Veigamiklar skipulagsbreytingar hafa að undanfömu staðið yfir hjá Landssmiðjunni hf. Á myndinni em þeir Óskar Einarsson framkvæmdastjóri Landssmiðjunnar hf. og Bjöm Jóhannsson tæknilegur framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Jámblendifélaginu. Hefur búnað- urinn verið seldur til annarra járn- blendiverksmiðja víða um heim. í samvinnu við Jón Hjaltalín Magn- ússon, JHM Verkfræðiþjónustu, hefur Landssmiðjan ennfremur þróað og framleitt róbóta til ásetn- ingar á krögum á forskaut í álver- um. Ofangreindir aðilar eru nú í vömþróunarverkefni með Iðn- tæknistofnun í því skyni að vinna að lokaútfærslu á þessum búnaði ásamt öðmm tækjabúnaði sem er hægt að nota til hagræðingar í skautverksmiðjum álvera. Öflug framleiðsla úr ryðfríu stáli „Með kaupunum á rekstri Eðal- stáls getum við byggt upp öfluga framleiðslu á vörum úr ryðfríu stáli. Eðalstál hefur verið leiðandi í framleiðslu á fiskvinnslubúnaði og einn af frumkvöðlum í þróun og framleiðslu flæðilína fyrir frystihús sem hafa valdið veralegri framleiðniaukningu á síðari ámm. Fyrirtækið hefur m.a. framleitt einfalda og ódýra flokkara fyrir fisk auk þess að vera í samvinnu við Norðurfísk um búnað til fram- leiðslu á saltfiskmarningi", sagði Bjöm Jóhannsson tæknilegur framkvæmdastjóri Landssmiðj- unnar hf. Óskar sagði að Landssmiðjan hf. stefndi á að verða leiðandi í framleiðslu á ofangreindum búnaði og hefði í þeim tilgangi tekið upp samstarf við verkfræðistofuna Efli um þróun viðbótarbúnaðar fyrir fískvinnslu. Fyrirtækið stefndi að framleiðslu annars vegar fyrir inn- lendan markað, þar sem Eðalstál hafí haft sterka stöðu og hins veg- ar að byggja upp framleiðslu fyrir útflutning í framtíðinni. „Þörf er á að flytja út þekkingu okkar á sjáv- arútvegi og vinnslu fískafurða og liggur vaxtarbroddur málmiðnaðar m.a. í framleiðslu þess háttar vél- búnaðar. Með markvissri vinnu emm við fullvissir um að hægt sé að ná árangri og með öflugum heimamarkaði gefst tími til að vinna að þessum markmiðum og ná árangri", sagði Óskar. Nýr meðeigandi að Endurskoð- unarmiðstöð- inni hf. N. Manscher MHJALTI Schiöth löggiltur end- urskoðandi varð meðeigandi að Endurskoðunarmiðstöðinni hf. N. Manscher hinn 1. júní síð- astliðinn. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðing- ur frá Háskóla íslands í júní árið 1986 og hlaut lög- gildingu sem end- urskoðandi árið__ 1990. Undanfarin Hjaiti sex ár hefur Hjalti starfað á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Hann er þrítugur að aldri og ókvæntur. Rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Dýr- firðinga MAUÐUR Sigríður Kristins- dóttir hefur hafið störf hjá Kaup- félagi Dýrfirðinga á Þingeyri. Hún mun hafa umsjón með versl- unar- og þjón- ustudeild Kaupfé- lags Dýrfírðinga ásamt áætlana- gerð og tölvumál- um. Auður út- skrifaðist sem kerfísfræðingur frá Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands árið 1990 Auóur og rekstrarfræð- ingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst nú í vor. Hún er 29 ára og kvænt Einari B. Valdimars- syni, stjómmálafræðinema og eiga þau eitt bam. Torgid Horfurnar í vaxtamálum Vextir á algengum skammtíma- lánum banka hérlendis eru nú nokkuð nálægt því sem gerist í helstu viðskiptalöndum íslend- inga. Þá virðist raunávöxtun ríkis- skuldabréfa vera svipuð og gerist og gengur hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum. Þetta kemur fram í júní hefti Hagtalna mánaðarins þar sem gerður er samanburður á vöxtum hérlendis og erlendis. Má ætla að slíkur samanburður verði nú smám saman raunhæfari eftir að stöðugleiki komst á í verðlags- málum. Jafnframt hefur ríkissjóður hafið regiubundin útboð á ríkis- bréfum til sex mánaða með svip- uðum hætti og þekkist á þróuðum fjármagnsmörkuðum en þessum bréfum er ætlað að koma í stað yfirdráttar í Seðlabankanum. Áfram verður þó við ýmis vand- kvæði að etja í samanburði milli landa þar sem stundum eru þókn- anir og lántökugjöld inn ívöxtunum og taka verður mið af þeirri reglu að vextir af lánum til einstaklinga eru hærri en vextir af skammtíma- lánum til fyrirtækja. í Hagtölum mánaðarins er bent á að raunávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hér á landi sé nú 9°/o og 10,2% á meðan hliðstæð ávöxtun er að meðaltali tæplega 11% á öðrum Norður- löndum, 9,2% í Þýskalandi og 6% í Bretlandi. í Bandaríkjunum, Japan og Sviss er hún hins vegar öllu lægri eða ó bilinu 2,4-4,6%. Raun- ávöxtun ríkisskuldabréfa er nú frá 1,2% upp í 8,3% en hér á landi er hún 6,5%. Þessar tölur miðast við nýjustu vaxtagildi og sex mánaða verð- bólgu umreiknaða til árshækkunar. Hins vegar fer raunávöxtun lækk- andi því ef miðað er við óbreytta nafnvexti á óverðtryggðum skulda- bréfum, 12,2% og þriggja mánaða verðbólgu miðað við lánskjaravísi- tölu með spá fram í ágúst, yrði raunávöxtunin 8,0%. Vextir verðtryggðra skuldabréfa hafa skv. Hagtölum mánaðarsins verið á bilinu 7,7-9,2% frá 1987 til og með 1991 miðað við ársmeð- altöl og voru lægri en vegið meðal- tal vaxta á öðrum Norðurlöndum 1989-1991. Vaxtalækkanir eru alþekkt stjórntæki til að örva efnahagslífið í þróuðum hagkerfum. Að sama skapi er beitt aðhaldi í peningamál- um til að halda niðri verðbólgu sem aftur leiðir til vaxtahækkunar. Greinarhöfundur bendir á að fyrir- sjáanlegur samdráttur í efnahags- lífinu hér á landi dragi úr verð- bólguvæntingum en sökum vægis sjávarútvegs í atvinnulífinu sé ekki með sama hætti hælgt að beita vaxtalækkunum til að örva atvinnu- starfsemina og byrjað sé að gera í nokkrum löndum OECD. T.d. virð- ist vaxtalækkanir ætla að skila árangri á þessu ári í Bandaríkjun- um því gert sé ráð fyrir 1,6% hag- vexti samanborið við 0,7% sam- drátt á sl. ári. Hins vegar sé svig- rúm stjórnvalda í Evrópu til að beita aðgerðum í peningamálum víða þrengra vegna viðmiðunar- marka í efnahagsmálum í tengsl- um við myntsamstarf þessara þjóða. Þá hafi erfiðleikar fjármála- álofnana sett svip sinn á efnahags- lægðina víða að undanförnu og treg aðlögun á fjármagnsmarkaði, einkum langtímavaxta að skamm- tímavöxtum gæti enn átt eftir að tefja batann í alþjóðaefnahagsmál- um. Er það niðurstaða greinarhöf- undar að enn um sinn megi búast við því að raunávöxtun algengra skammtímalána verði tiltölulega há í nágrannalöndunum. í framhaldi af þessu má líta á horfur í vaxtamálum hérlendis. Vextir hafa sem kunnugt er haldist háir vegna mikillar eftirspurnar eft- ir lánum frá hinu opinbera til að mæta hallarekstri og frá einstakl- ingum til húsnæðiskaupa. I nýjasta fréttabréfi íslandsbanka, íslands- póstinum gerir Valur Valsson, bankastjóri nokkra grein fyrir við- horfum bankans í vaxtamálum í leiðara blaðins. Þar kemur m.a. fram að óverðtryggðir vextir bank- ans miðist við 2% verðbólgu eða sama og áætlað er að verði á árinu í heild. Er þá horft fram hjá því að næstu mánuði muni lánskjaravísi- talan hækka töluvert meira. Síðan segir: „Þess vegna er ekki líklegt að óverðtryggðir vextir bankans lækki á næstunni nema raunvextir lækki almennt. Því er spurningin hvort líklegt sé að raunvextir lækki meira en þegar hefur gerst. Á þessari stundu er það óvíst. Vextir á nýjum spariskírteinum rík- issjóðs eru nú 6,5%. Hæpið er að á næstunni verði unnt að lækka þá meira. Vextir á eftirmarkaði hafa þokast niður á við en sú þró- un virðist hafa stöðvast um sinn. Sparnaður hefur farið minnkandi undanfarna mánuði og mikilvægt er að snúa þeirri þróun við. í Ijósi þessa er ólíklegt að raunvextir í landinu lækki frekar á næstunni." Þróunin á íslenskum fjármagns- markaði hefur verið í þá átt að vextir ráðist að markaðsaðstæð- um hverju sinni og nægir að líta til útboða ríkissjóðs á skammtíma- verðbréfum og skuldabréfaútboða Húsnæðisstofnunar. Með opnun íslenska fjármagnsmarkaðarins á næstunni gagnvart útlöndum má síðan ætla að meira verði horft til vaxtaþróunarinnar í öðrum löndum en verið hefur hingað til. KB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.