Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 1
VIKUNA 11. - 17. JÚLÍ PRENTF MTÐJA MORG UNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Hr. Humphries, frú Slocombe og frk. Brahms eru meðal persóna í þáttaröðinni Á grænni grein. Sjónvarpið: Á GRÆIMIMIGREIIM Á þriðjudagskvöid kl. 20.35 sýnir Sjónvarpið nýjan, breskan gaman- myndaflokk. Starfsfólk stórverslunar verður fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að missa vinnuna þegar versl- uninnni er lokað. Eftirlaunasjóður fyr- irtækisins er rýr, ekkert eftir í honum nema hótel úti á landi. Starfsfólkið tekur saman pjönkur sínar og heldur upp í sveit en þar bíður þess gamalt hótel í niðurníðslu þar sem allri starf- semi er löngu hætt. Starfsfólkið hefur afar takmarkaða reynslu af öðru en verslunarstörfum og því gengur ýmis- legt á þegar það reynir að koma sér fyrir og takast á við nýjar aðstæður. Með aðalhlutverk fara John Imman, Mollie Sugden, Nocholas Smith, Jo- anna Heywood, Wendy Richards, Frank Thornton, Billy Burden og Fleur Bennett. Þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir. Aðalstöðin: Fyrstur á fætur Á hverjum laugardags- morgni kl. 9.00 vekur Jón Atli Jónsson hlustendur Aðalstöðvarinnar með Ijúfri danstónlist, kannar við- burði helgarinnar, lítur með þeim í blöðin, spilar lögin þeirra og leikur brot úr dag- skrá liðinnar viku. Cestur Jóns Atla á morgun, laugar- daginn 11. júlí, verður Bo- gomil Font, betur þekktur sem Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Hann og Jón munu snæða saman morgunverð og spjalla saman um suður-ameríska og afríska tónlist. Þarna gefst hlustendum tækifæri til að fræðast um mambó, merengue, cha, cha, cha og fleira. Jón Atli Jónsson Sjónvarpið: Sniglar Sjónvarpið sýnir á mánudags- kvöld kl. 21.25 nýsjálenska heimildamynd um snigla. Líf snigilsins er alls ekki eins ein- falt og það virðist vera í fljótu bragði. Með því að nota mjög fullkomin tæki til Ijósmyndunar sjá áhorfendur snigilinn í nýju Ijósi og kynnast lifnaðarhátt- um þessa smáa dýrs. Stöð 2: RIDDARAR NÚTÍMANS Nú er að hefjast ný 6 þátta röð í breska gamanmyndaflokknum Riddurum nútímans (El C.I.D.) um hina háðsku uppgjafa-leynilögreglu- menn Douglas og Frank. I fyrsta þættinum gerist það helst að dóttir Douglasar er alkomin til hans eftir að hafa verið langdvölum í Ástral- íu. Annar aðili og ekki eins velkominn skýtur upp kollinum eftir langa fjarveru. Það er Merc- er, einhenti glæpamaðurinn sem félagarnir komu á bak við lás og slá í fyrstu þáttaröð- inni. Frank hefur nú snúið sér að pizzubakstri og lagt leynilögreglustarfið á hilluna með sorg- lega slæmum árangri. Stöð 2 sýnir Riddara nútímans á þriðjudagskvöldum kl. 21.35. Douglas með dóttur sinni. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Utvarpsdagskrá bls. 2-8 Sjónvarpið: TINA TURNER f heimildarmynd um Tinu Turner sem sýnd verður á miðvikudagskvöld kl. 21.00 er fjallað um lif hennar allt frá því er hún sleit barnsskónum í Ten- nessee til þess er hún sló í gegn og varð ókrýnd drottning rokksins á nfunda áratugnum. Tina man svo sannarlega tímana tvenna. Hún vann á bómullarekrum er hún var lítil stúlka og bjó við takmörkuð réttindi eins og aðrir svertingjar. Þegar hún komst til fullorðinsára giftist hún manni sem kom henni á framfæri sem söngkonu en misnotaði hana herfilega bak við tjöldin. f myndinni er rætt við hana sjálfa, fyrrum eiginmann hennar, vini og samstarfs- fólk eins og t.d. Cher, Mick Jagger, David Bowie, Elton John o.fl. Myndbönd bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.