Morgunblaðið - 14.07.1992, Side 1
Mest
byggt
á lliiii-
landi
Töluverðar sveiflur hafa ver-
ið í íbúðarbyggingum á
öllum Norðurlöndunum á tíma-
bilinu 1975-1991, einsog teikn-
ingin hértil hliðar ber með
sér. Mestarvoru íbúðarbygg-
ingar hér á landi á árunum
1977 og 1978, en þau ár voru
fullgerðar liðlega 10 íbúðir á
hverja 1.000 íbúa. í fyrra voru
þær ekki nema tæplega 6. í
Noregi voru íbúðarbyggingar
mestar á árunum 1975 og
1976. Sömu sögu er að segja
um Danmörku, en þar hefur
minnst verið byggt af Norður-
löndunum á þessu tímabili. í
fyrra voru þar byggðar tæplega
4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa og
er það mun minna en á nokkru
hinna Norðurlandanna. Athygli
vekur, hvað íbúðarbyggingar
hafa verið miklar í Finnlandi,
enda þótt þær hafi verið
sveiflukenndar þar líkt og á
öðrum Norðurlöndum. Á und-
anförnum árum hafa verið
byggðar þar fleiri íbúðir á
hverja þúsund fbúa en hinum
Norðurlöndunum. í Svfþjóð
hafa íbúðabyggingar líka farið
vaxandi undanfarin þrjú ár.
Orlofsvöktuti
í heimahúsum
Nú þegar sumarleyfi standa
sem hæst, virðast inn-
brotsþjófar ganga á það lagið
að notfæra sér fjarveru fólks til
þess að brjótast inn í hús. Sem
betur fer er fólk nú meira á verði
gagnvart þessu vandamáli en
áður og margir gera raunhæfar
ráðstafanir, ef þeir þurfa að
skilja húsið eða íbúðina eftir
mannlausa, þegar þeir fara í frí-
ið. Þetta kemur m. a. fram í við-
tali við Svavar G. Jónsson, þjón-
ustustjóra hjá Öryggisþjón-
ustunni Vara. Hann segir, að
eftirspurn eftir orlofsvöktun í
heimahúsum hafi aukizt mjög að
undanförnu. Þessi vöktun fer
fyrst og fremst fram með ör-
yggiskerfum, sem komið er upp
í húsnæðinu. Þau vaka allan sól-
arhringinn.
Vistþorp i
iiiMlirbúniiigi
Senn verður tekið til skipu-
lags fyrsta vistþorpið hér á
landi, en það á að standa
skammt fyrir neðan Lögberg um
15 km frá Reykjavík. Þar verða
44 hús og öll með sérstöku, nýju
hálfkúlulagi. Lóðir verða mjög
stórar eða 2.500-3.500 fermetr-
ar og jafnvel enn stærri. Þetta
hverfi verður byggt í fjórum
áföngum, ellefu hús í hverjum
áfanga. Höfundur og hönnuður
þessarar byltingarkenndu
byggðar er arkitektinn og hug-
vitsmaðurinn Einar Þorsteinn,
sem þegar hefur hannað nokkur
hálfkúluhús hér á landi, sem öll
hafa vakið mikla athygli. í viðtali
hér í blaðinu ídag fjallar Einar
Þorsteinn um þessa húsagerð
og vistræn sjónarmið í tengslum
við húsagerðarlist almennt og
segir, aðtaka verði meira tillit
til líðan fólks við hönnun húsa.
— Við húsagerð hefur verið lögð
geysilega áherzla á formið, segir
Einar. — Nú er vistfræðin farin
að hafa afar mikil áhrif á húsa-
gerðina víða um lönd og vega
jafnvel þyngra en sjálf leitin að
nýjum stflbrögðum innan húsa-
gerðarlistarinnar.
12
Fullgerðar fbúðir á Norðurl
1975-1991
Á hverja 1000 íbúa
ÍSLAND
DANMORK