Morgunblaðið - 14.07.1992, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
2 B
Meiri efnrspiini eilir «i-
lofsvöktiui í lieiiiialiíisum
— Fólk er meira rakandi nú
gagnvarl innbrotsliællu, segir
8vavar G. lónsson lija Vara.
Svavar G. Jónsson tekur við lyklum frá húsráðanda, skömmu áður
en fjölskyldan fer í orlof.
INNBROTUM á heimili hefur
fjölgað mjög, bæði á síðasta ári
og það sem af er þessu ári. Nú
stendur tími sumarleyfa sem
hæst og innbrotsþjófar virðast
ganga á það lagið að notfæra sér
fjarveru fólks til þess að brjótast
inn í hús, þar sem þeir ekki bara
stela öliu sem stela má heldur
eyðileggja kannski enn meira.
Þetta kom þetta fram í viðtali
við Svavar G. Jónsson, þjónustu-
stjóra hjá öryggisþjónustunni
Vara.
Við þekkjum mörg dæmi um, að
hringt er í hús til þess að
kanna, hvort nokkur svari, sagði
Svavar. — Ef einhver svarar, þá
er bara lagt á. Þess eru líka dæmi,
að menn gangi í hús og banki upp
á og spyrji eftir einhverjum, sem
svo er hvergi til í húsinu eða blokk-
inni. Þá hefur þjófurinn verið að
leita að mannlausum íbúðum eða
húsum. Svo fréttist af innbroti í
mannlausu húsi eða íbúð, þar sem
fólkið var íjarverandi vegna sumar-
leyfa eða af öðrum ástæðum.
Ég get sagt frá fólki, sem skrapp
í sumarbústað um hálf eitt leytið á
laugardegi og var komið aftur heim
um sjöleytið sama kvöld. Þegar
heim kom, var búið að stela öllum
borðbúnaði, silfurmunum og dýr-
indis munum úr gulli. Sumt af þessu
voru gamlir ættargripir, sem geng-
ið höfðu mann fram af manni í fleiri
kynslóðir. Þarna var því um mikið
óbætanleg tjón að ræða, ekki bara
vegna þeirra verðmæta, sem þarna
fóru forgörðum, heldur líka sökum
þess að þarna á meðal voru dýrgrip-
ir, sem höfðu mikið minjagildi fyrir
þessa fjölskyldu og miklar tilfínn-
ingar voru bundnar við. Sem betur
fór upplýstist þetta mál að lokum,
þannig að eitthvað af þessum mun-
um náðust til baka en alls ekki allir.
Oft er skemmt miklu meira en
því sem stolið er. Innbrotsþjófarnir
fara hamförum, bijóta húsgögn,
skera í sundur málverk, eyðileggja
hljóðfæri, tölvur og tilheyrandi bún-
að svo að nokkuð sé nefnt.
Sem betur fer er fólk orðið miklu
meira vakandi gagnvart innbrots-
hættunni en var. Það sézt m. a. af
því að það leitar í vaxandi mæli
eftir aðstoð okkar, þegar það
hyggst fara að heiman í frí. Við
höfum vart haft undan að sinna
þeim beiðnum, sem okkur hafa bor-
izt að undanförnu. Fólk fer að von-
um miklu öruggara og ánægðara í
fríið, þegar það veit, að það hefur
gert nauðsynlegar ráðstafanir til
þess að koma í veg fyrir innbrot.
Auk þess léttir þetta áhyggjum af
fólk varðandi mörg önnur atriði.
Hver á að taka póstinn, á meðan
fólk er í fríinu. Hver á að vökva
blómin, hvað á að gera við fugla
og fiska og margt fleira.
Öryggiskerfin vaka allan
sólarhringinn
Orlofsvöktunin fer fram fyrst og
fremst með öryggiskerfum, sem
komið er upp á staðnum. Þau vaka
allan sólarhringinn og eru bein-
tengd við öryggismiðstöðina í aðal-
stöðvum Vara, sem eru í því gamla
og virðulega húsi, Þóroddsstöðum
við Skógarhlíð í Reykjavík. Þar er
vakt allan sólarhringinn og hún
sinnir útköllum, þegar þau koma
upp. Inni í orlofsvöktuninni er þjófa-
vörn, vatns- og brunaviðvörun og
einnig aðvörun um rafmagnsleysi í
húsinu eða íbúðinni. Síðastnefnda
aðvörunin er mjög mikilvæg, því
að fari rafmagn t. d. af frystikist-
um, eyðileggst ekki einungis það,
sem í þeim er, heldur geta þær einn-
ig skemmt mikið út frá sér.
Svavar segir, að það sé ekki síð-
ur þörf á öryggiskerfum í fjölbýlis-
húsum með mörgum tugum íbúða
en í einbýlishúsum, enda þótt þau
síðarnefndu kunni að vera í meiri
hættu, ef þau eru skilin eftir mann-
laus. Kostnaður við venjulega ör-
yggisgæzlu í tvær vikur er frá 7.500
kr., en fer annars eftir þeim bún-
aði, sem fenginn er, en hann tekur
að sjálfsögðu mið af því húsnæði,
sem um er að ræða. Innifalið í or-
lofsvöktun eru tvær heimsóknir ör-
yggisvarða í hverri viku og þeir
sinna auk beinnar gæzlu ýmss kon-
ar verkum, sem falla undir öryggis-
mál svo sem að fjarlægja póstinn
og vökva blómin. En ef um viðbót
við mannaða gæzlu er að ræða, fer
kostnaðurinn að sjálfsögðu einnnig
eftir því, hve umfangsmikil hún er.
Svavar kvaðst að sjálfsögðu ekki
vilja skýra frá, hvernig aðvörunar-
kerfin væru útbúin að öðru leyti
en því, að þau væru byggð upp af
sérstökum skynjurum, sem komið
væri fyrir á vissum stöðum. Sérþjál-
faðir tæknimenn kæmu á vettvang
til þess að setja viðvörunarbúnaðinn
upp og tækju hann svo niður aftur,
þegar þar að kæmi. Að sjálfsögðu
væru íbúðirnar eða húsin merkt
með merki Vara, sem auðvitað yrði
til þess að hræða hugsanlega inn-
brotsþjófa frá. Oft færi svo, að fólk,
sem einu sinni væri búið að fá ör-
yggisbúnað, kysi að hafa hann
áfram, svo mikið væri öryggið og
ekki síður öryggistilfinningin við
að hafa þennan búnað heima hjá
sér.
— Það er ekki miklum örðugleik-
um bundið að setja upp öryggisbún-
að af þessu tagi í nánast hvaða
húsnæði, sem er, sagði Svavar G.
Jónsson að lokum. — En það er
æskilegt, að beðið sé um hann með
nokkurra daga fyrirvara, því að ein-
hvern tíma þarf til þess að setja
hann upp. Eitt sinn hringdi hingað
maður kl. 9 að morgni og bað um
öryggiskerfi, því að hann og fjöl-
skyldan væru að fara erlendis með
flugi kl. 12. Skyndiúrlausn af þessu
tagi er því miður erfitt að veita á
háannatíma, þegar flestir eru að
fara í sumarfríin. Við leystum þó
úr þessu máli, en vissulega væri
það æskilegast, að fyrirvarinn væri
lengri.
SMIÐJAIM
Eldöiim
gamlar gölur
LÍKAST til hefur verið vandalítið að aka um götur Reykjavíkur á
þeim árum sem ég var lítill hnokki að alast upp i bænum. Bílarnir
voru að vísu ekki eins fullkomnir að gerð í þá daga en þeir voru færri
en nú. Ég átti þó ekki við þetta er ég sagði að vandalítið muni hafa
verið að aka um göturnar. í þá daga mátti yfirleitt aka eftir götunum
til beggja átta, það var bara tilskilið að lialda sig vinstra megin á
götunni. Nú er talað um einstefnu akstur og tvístefnu akstur á götum
margra bæja hérlendis. I Reykjavík er hægt að komast í hinar mestu
ógöngur í sumum hverfum af því að akstursleiðir eru gerðar svo flókn-
ar. Auk þess sýnist mér vera gert of mikið af að breyta um stefnu á
sömu götum.
Við erum mörg þeirrar skoðunar
að hér sé ekki háþróuð né góð
umferðarmenning. Oft heyrist spurt
hvað sé til ráða. Ég treysti mér ekki
til að gefa ráð í þeim efnum en vil
hins vegar spyrja
hvort ekki sé
mögulegt að ein-
falda akstursleiðir,
draga úr boðum og
bönnum en láta
reyna betur á
,. hæfni og kunnáttu
Óiofsson™ ökumanna.
Einstefna — bíll á móti
Gömlu göturnar í bænum eru skilj-
anlega þröngar til aksturs nú er bíla-
eign okkar er svo mikil. Það er þó
mesta furða hve miklu þessar götur
anna, því að um leið og þær skila
flestar umferð til einnar áttar eru
þær notaðar til geymslu á bílum.
Mér þykir samt æði klaufalegt þegar
ekið er eftir götu í gamla bænum
þar sem einstefna er skylda, að sjá
allt í einu bíl koma á móti mér úr
gagnstæðri átt. Báðir bílamir reyn-
ast þó vera á réttri leið því að við
þvergötu sem famundan er skiptir
um aksturs stefnu á götunni, þannig
að hvorugur bílanna má halda áfram
akstri eftir götu þessari. Þeir sem
eiga heima í slíkum hverfum bæjar-
ins, þar sem göturnar líkjast helst
gestaþraut, völundarhúsi, venjast
þessu og læra að velja sér leið til
og frá heimili sínu. Oðru máli gegn-
ir aftur á móti með þá sem ekki eru
heimavanir í viðkomandi hverfí.
Að ofleika
Oft er vandinn að finna hófíð í
því sem gert er. Leikari má ekki
ofleika. Rithöfundurinn má ekki nota
of mörg orð. Hið sama má segja um
foreldra og kennara sem uppalendur.
Of mörg orð og endurtekningar leiða
til þess að barnið og unglingurinn
hætta að heyra það sem sagt er við
þau. Þá verður ekki farið eftir leið-
beiningum. Reynt hefur verið að
halda niðri aksturshraða í gömlum
bæjarhverfum. Það tel ég vera af
hinum góða, en ég tel að margar
þeirra gatna sem nú eru einstefnu
aksturs götur mættu vel vera tví-
stefnu götur. Umferð um þær marg-
ar hveijar er það lítil, en það þarf
að gera oftar átak til að kenna öku-
Grettisgata
11. Húsið var
byggt 1907 af
Jens Eyjólfs-
syni trésmíða-
meistara.
mönnum að fara að settum reglum
um hraða.
Óþægindi íbúa götunnar
Við sumar þessara gatna verða
íbúarnir fyrir töluverðum óþægind-
um og jafnvel fjárhagslegum kostn-
aði, ef þeim er gert að greiða leigu
á bílastæði framan við hús sitt.
Margar þeirra ráðstafana sem gerðar
eru í skipulagningu umferðarinnar
eru þó auðvitað fyrst og fremst gerð-
ar beinlínis í þeim tilgangi að bjarga
mannslífum og forða slysum. Mun
það eiga við í nágrenni barnaskól-
anna. Eg tel að töluvert mætti draga
úr allri þeirri umferð sem skapast á
vetrum þegar foreldrar aka bömum
til skólanna. Það mundi draga úr
mengun, spara bensín, fækka slysum
og veita börnum holla útivist með
göngu þeirra í skólana.
Ekið eftir Grettisgötu
Ein af þessum gömlu götum er
Grettisgatan. Sú gata var um ára-
tugaskeið lokuð umferð til vesturs.
Nú hefur þessu verið snúið við að
hluta til. Vesturendi Grettisgötu er
með akstursstefnu til austurs frá
hegningarhúsinu og að Klapparstíg,
þar mætir gatan sjálfri sér í þeim
skilningi að ekki má aka lengur til
austurs. Akstursstefna til vesturs
gildir á Grettisgötu alla leið frá Rauð-
arárstíg að Klapparstíg. Á tveimur
götum lokast gatan, þ.e. við Snorra-
braut, sem ekki má aka þvert yfír
og einnig við Klapparstíg, þar sem
aksturs stefnan snýst við.
Að ganga um bæinn
Sennilega erum við mörg sammála
um að það er mun yndislegra að
anga um bæinn en að aka um hann.
gamla hlutanum sér maður húsin
öðruvísi og betur með því að vera
fótgangandi. Akandi fer athyglin að
miklu leyti í það að gæta að umferð-
inni. Grettisgatan er ein af þeim
gömlu götum sem skemmtilegt og
athyglisvert er að skoða raðir hús-
anna sem standa við götuna. Þar
gefur að líta mörg gömul hús. í
Árbæjarsafni hefur verið unnið að
rannsóknum og samantekt á riti um
gömul hús á þessu svæði og hefur
Hrefna Róbertsdóttir safnvörður
annast það verk. Mörg þessara húsa
láta lítið yfir sér en eru falleg þar
sem þau standa í sínu umhverfí.
Skrautlegast
Skrautlegast þeirra timburhúsa
sem standa við Grettisgötu er húsið
nr. 11. Það var byggt árið 1907 af
Jens Eyjólfssyni trésmíðameistara.
Þeir sem götuna fara hljóta að taka
eftir þessu skrautlegu timburhúsi
sem þar stendur með háu risi og
bogadregnum gluggum. Jens Ey-
jólfsson var merkis byggingarmeist-
ari á sínum tíma. Næsta hús austan
við eða nánar tiltekið nr. 13 við Grett-
isgötu var lengi eign Þorsteins Sig-
urðssonar húsasmíðameistara og rak
hann þar verkstæði og húsgagna-
verslun. Húsin við Grettisgötu voru
mörg byggð af iðnaðarmönnum sem
einnig stunduðu vinnu sína heima.
Viðauki við síðustu Smiðju, þ.
7. júlí sl.
í síðustu grein gaf ég nokkur ráð
til vamar smádýrum er sækja á að
komast inn um kjallaraglugga.
Ágætur
maður, Þór-
arinn
Björnsson
forstjóri,
hringdi til
mín og gaf
mér upplýs-
ingar um
enn eina
góða lausn
við frágang
á kjallara-
glugga. Þá
eru settar
tvær rúður í
gluggann
með svo sem
20 mm.
millibili. Ytri
rúðan er
ekki látin ná
alla leið nið-
ur. Innri
rúðan er
hins vegar látin ná alveg niður á
undirstykki gluggans. Opnu rifunum
er síðan lokað með fínriðnu kopar-
neti. Með slíkum frágangi loftar
hæfílega um gluggann og meindýr
komast ekki inn. Þetta er ágæt lausn
á máli þessu.