Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 NÝTT LEIÐAKERFI Á HÖFUÐBORG- ARSVÆÐINU 15.ÁGÚST LÆKJARGATA HLEMMUR MJÓDD | HAFNARFJORÐUR KÓPAVOGUR < eftir Ingu Oónj Sigfúsdóttur Kort: Auglýsingastofan Nýr Dogur LEIÐAKERFI almennings- vagna á höfuðborgarsvæð- inu verður samræmt 15. ág- úst nk. um leið og nýtt fyrir- tæki, Almenningsvagnar byggðasamlag, hefur starf- semi sína. Fyrirtækið er sameiginlegt fyrirtæki sex sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu Bessastaða- hrepps, Garðabæjar, Hafn- arfjarðar, Kjalarneshrepps, Kópavogs og Mosfellsbæjar. Að sögn Ingimundar Sigur- pálssonar, stjórnarformanns Almenningsvagna bs., verð- ur með nýja kerfinu brotið blað í almenningssamgöng- um á höfuðborgarsvæðinu. Ferðir verða víðast hvar örari og leiðakerfið tengt leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur auk þess sem það mun tengjast innbyrðis. ÞINGVALLAVEGUR VESTURLANDSVEGUR ÁLFATANGI VARMÁRSKÓLI SKEIÐHOLT BOGATANGI REYKJALUNDUR VESTURLANDSVEGUR AÐALTUN REYKJAVEGUR MOSFELLSBÆR LAXNES ASLAND SUÐUH fíEYKIfí jiiJllinjiiiiiiuliliíiimiiiiijmiiiiiiJiiiiniL ______________ LEHD 170 MOSFELLSBÆR - QRENSÁS LEIÐ 75 DALUR ^—agnar Almennings- iB vagna bs. munu að MH jafnaði aka á 20 mín- útna fresti. Undan- tekningar verða leiðir wKm í Mosfellsbæ, en þangað verður ekið á 30 mínútna fresti, og í Bessastaðahrepp á 60 mínútna fresti. Á kvöldin og um helgar verða vagnarnir yfirleitt á 30 mínútna fresti í stað 20 mín- útna. Hraðleiðir til Reykjavíkur Á milli Hafnarfjarðar, Garða- bæjar og Kópavogs annars vegar og Reykjavíkur hins vegar mun ganga hraðleið. Innanbæjarleiðir í hverri byggð munu aka að skipti- stöðvum, þar' sem farþegar geta tekið hraðvagninn. Þá mun hrað- leið ganga á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Að sögn Ingimundar var við hönnun leiðakerfisins reynt að ná sem bestri samræmingu við leiða- kerfí SVR. Vagnar Almennings- vagna bs. munu því aka til allra aðalskiptistöðva SVR í Reykjavík, en þær eru Mjódd, Grensás, Hlemmur og Lækjargata. Auk hefðbundinna leiða um Hlemm og niður Lækjargötu bætast tvær nýj- ar við. Onnur um Bústaðaveg, Grensásveg, Suðurlandsbraut og Borgartún með endastöð á Hlemmi og hin um Hafnarfjörð og Garðabæ með endastöð í Mjódd. Endastöð Mosfellsleiðar verður á Grensásvegi eins og nú er. Mestar breytingar á suðursvæði Frá núverandi leiðakerfi verða breytingar mestar á suðursvæði. Frá Hafnarfirði er reiknað með að þrír vagnar fari um Hafnarfjarðar- veg á klukkustund og taki farþega í miðbæ Garðabæjar og Kópavogs, þ.e. leiðir 140, 141 og 142. Leiðir 140 og 141 munu aka á 20 mínútna fresti niður í bæ, með endastöðvar í Lækjargötu og á Hlemmi en einu sinni á klukku- stund er áætlað að leið 142 aki milli Hafnarfjarðar og Mjóddar um Reykjanesbraut. Tvær innanbæjar- leiðir verða í Hafnarfirði, leið 41 um norðurbæ og 42 um suðurbæ. Á virkum dögum munu þessir vagnar aka frá kl. 6.30 á morgn- ana til 18.30 og 18.50 á kvöldin. Fram til kl. 24.50 virka daga og um helgar mun einn vagn, leið 45, aka um bæinn á hálftíma fresti. Innanbæjarleiðir í Kópavogi eru áætlaðar eins og þær eru nú, að viðbættri nýrri leið síðar um svæði, sem byggjast mun á næstu árum. Leið 61 mun aka um vesturbæ og leið 62 um austurbæ en leiðir 63B og 63H um Digraneshlíðar og 63B tengjast skiptistöð SVR í Mjódd. Leiðir 61 og 62 munu aka á 20 mínútna fresti virka daga fram til um kl. 18.30 á kvöldin en leiðir 63B og 63H á klukkustundar fresti. Eftir það á kvöldin og um helgar til kl. 24.30 mun einn vagn aka um bæinn á hálftíma fresti, leið 66. í Garðabæ er reiknað með einni innanbæjarleið, leið 51, á 20 mín- útna fresti virka daga fram til um kl. 19 en á 30 mínútna fresti til rúmlega 24.30 og um helgar. Inn- anbæjarleiðin mun tengjast hrað- leiðum frá Hafnarfirði í miðbæ Garðabæjar, á Arnarnesi og við Vífilsstaði. Um Álftanes mun leið 57 aka til Garðabæjar á klukkustundar fresti og tengjast þar hraðleið til Hafnarfjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur. Aætlað er að tíðni ferða milli I > > Í í i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.