Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 Sigurborg Þórðar- dóttir — Minning að passa litla bróður sem vill ekki sofna, afi að lesa fyrir mig Andrés Önd á dönsku og afi að hjálpa stóra bróður með lexíurnar. Og bíómynd- irnar í afmælunum, þær voru alveg „spes“. Iiingu fyrir daga mynd- banda og upptökuvéla gat maður státað af afa sem kunni að taka kvikmyndir og átti fullt af skemmti- legum bíómyndum í skúffunni sinni. Gög og Gokke, Chaplin og „Skrípó“. Hápunktur allra afmæla var þegar afi kom með sýningarvélina og sýndi allar skemmtilegu myndirnar og við krakkarnir æptum af ánægju þegar feiti kallinn datt á rassinn og fína kona fékk ijómaís ofan á bakið. Jólaboðin voru alveg í sér- flokki, langborðið stóra sem amma dúkaði og skreytti svo fallega. Jólin hjá okkur bytjuðu alltaf seinna en hjá öðrum, þau byijuðu ekki fyrr en afí var kominn úr messunni á spítalanum. Þá fýrst var sest að borðum, afi við annan borðsendann og amma við hinn. Þá voru jólin komin. En mest og best vil ég minnast Gísla afa míns fyrir hjartahlýju hans og manngæsku. Hann byrsti sig aldrei við okkur systkinin, sama hvenig við létum og í veikindunum síðustu árin var hann sama ljúf- mennið. Hann breyttist aldrei. Ég veit heldur ekki hvernig ég hefði lifað af spítalavistina þegar ég var sjö ára og lá á barnadeild Landspít- alans. Þá mátttu foreldrar ekki heimsækja börnin nema á vissum tímum og stuttan tíma á dag en þá kom afi til mín á hveijum degi í hvíta sloppnum sínum og sat hjá mér lengi og talaði við mig. Hann vildi allt fyrir mig gera og þess vegna varð spítalavistin mér ekki eins erfið og hún hefði orðið annars. Hann afi missti heilsuna of fljótt og hann var orðinn veikur þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Hann gladdist samt innilega yfir litla barnabarnabarninu sínu. Ég kveð hann nú með þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig -og vona að börnin mín megi líkjast honum sem mest. Þá fá þau gott veganesti út í lífið. Herdís Þórisdóttir. Gísli Friðrik Petersen, fyrrverandi yfirlæknir og prófessor, lést á hjúkr- unardeild Borgarspítalans í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur að morgni laugardagsins 18. júlí síðastliðins, eftir langvinn veikindi. Gísli Friðrik fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1906, sonur hjónanna Aage Lauritz Petersen og fyrri konu hans Guðbjargar Jónínu Gísladóttur. Aage Lauritz var fæddur í Kaup- mannahöfn árið 1879, sonur Augusts Ferdinands Petersen málaflutnings- manns í Kaupmannahöfn og konu hans Alvildu Hansine Petersen. Aage Lauritz nam verkfræði í Kaup- mannahöfn en fluttist síðan til Reykjavíkur og var mælingamaður Reykjavíkurbæjar. Hann varð sím- stjóri í Vestmannaeyjum 1911, og fulltrú á Skattstofu Reykjavíkur frá stofnun hennar 1922. Aage var lýst sem tæplega meðalmanni á hæð, frekar hnellnum, snörum í snúning- um og atorkusömum í starfi sínu, þar sem hann þótti einstaklega vand- virkur og nákvæmur. Guðbjörg Jónína fæddist í Jóns- húsi í Vestmannaeyjum árið 1880, dóttir Gísla Stefánssonar kaupmanns og útvegsbónda í Hlíðarhúsum í Vestmannaeyjum og konu hans Soff- íu Lísbetar Andersdóttur. Guðbjörg tók mikinn þátt í félagsstörfum í Vestmannaeyjum og var meðal stofnenda kvenfélagsins Líknar og Leikfélags Vestmannaeyja. Hún var um tíma ein helsta leikkona í Vest- mannaeyjum. Hún var fríð kona og björt yfirlitum, fremur lágvaxin og nokkuð gildvaxin, blíðlynd og hæg- lát, létt í lund og skipti lítt skapi. Finnst undirrituðum sem þessir skap- gerðareiginleikar Guðbjargar hafi komið skýrt fram hjá Gísla, syni hennar, sem einnig líkist móðurfólki sínu í útliti. Gísli Stefánsson, faðir Guðbjargar og afi Gísla Friðriks heitins, var fæddur í Selkoti undir Eyjafjöllum árið 1842 en flutti til Vestmannaeyja og hóf þar sjálfstæða verslun fyrstur innlendra manna árið 1881. Ritaði Gísli Stefánsson þar með nafn sitt óafmáanlega í sögu Vestmannaeyja, þar sem dönsk einokunar- og sel- stöðuverslun hafði ríkt í hundruð ára. Hann stuðlaði auk þess mjög að öðrum framförum og nýjungum í atvinnumálum staðarins. Soffía Lísbet Andersdóttir, kona Gísla Stefánssonar, var fædd í Stakkagerði í Vestmannaeyjum árið 1874. Hún hafði meðfæddar gáfur til lækninga og hjúkrunar. Leituðu meiddir og veikir sjómenn og aðrir til hennar, áður en sjúkrahús var komið í Vestmannaeyjum og var heimili hennar oft alsett sjúkrarúm- um. Gísli Stefánsson og Soffía Lísbet Andersdóttir eignuðut tíu börn. Elst- ur var Friðrik Gísli, ljósmyndari f. 1870, þá Jes Andres, prestur f. 1872 og næstir komu þeir Ágúst f. 1874 og Stefán f. 1876, útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, en þeir urðu fyrst- ir manna til að klífa Eldey, ásamt Hjalta Jónssyni árið 1894. Næst í aldursröðinni var Anna Ásdís f. 1878, fyrri kona Gísla J. Johnsen, stórkaup- manns og útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum. Sjötta í röðinni var Guðbjörg, móðir Gísla Friðriks heit- ins, en yngst voru Lárus, Jóhann, Kristján og Rebekka. Guðbjörg giftist Aage, föður Gísla Friðriks, árið 1903. Var Gísli þriðji í röðinni af fjórum börnum þeira hjóna. Elst var Ásdís Elísabet f. 1902, þá Ágústa Hansína f. 1905 (amma undirritaðs) og yngstur var Ágúst Ferdinand f. 1908, listmálari. Eru alsystkini Gísla Friðriks nú öll látin. Þau Guðbjörg á Aage sltiu sam- vistir árið 1915. Guðbjörg giftist síð- ari manni sínum, Sæmundi Jónssyni útgerðarmanni á Gimli, Vestmanna- eyjum, árið 1919 og átti með honum einn son, sem enn er á lífi, Jón Karl ljósmyndari í Reykjavík f. 1921. Áage Lauritz kvæntist einnig aftur, og var síðari kona hans Guðný Magn- úsdóttir og urðu börn þeirra fjögur talsins; Stella, Betsy hjúkrunarkona, Magnús verkamaður og Gunnar gull- smiður. Stella er enn á lífi og búsett í Englandi en hin systkinin eru látin, nú síðast Magnús, sem lést degi síð- ar en Gísli Friðrik. Gísli Friðrik ólst upp í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1924 og embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla ís- lands árið 1930, aðeins 24 ára að aldri. Hann stundaði síðan læknis- störf í Vestmanneyjum og á Vífíls- söðum þar til hann hélt utan til sérnáms í geislalækningum í Svíþjóð og Danmörku árið 1932. Árið 1934 kom hann heim til starfa á röntgen- deild Landspítalans, þar sem hann varð yfirlæknir árið 1948 og gegndi því starfi til ársins 1974, er hann hætti vegna aldurs. Gísli varði doktorsritgerð sína við Háskóla íslands árið 1942 og varð prófessor í geislalækningum við læknadeild Háskóla íslands 1967. Hann hlaut lausn frá því embætti árið 1975. Um félagsmálastörf og áhugamál Gísla Friðriks verður ekki fjallað í þessari grein, enda væntir undirrit- aður þess að aðrir muni gera þeim þætti skil hér í blaðinu. Gísli kynntist árið 1930 eftirlifandi konu sinni Sigríði Guðlaugu, f. 23. febrúar 1910, Brynjólfsdóttur söng- kennara í Reykjavík Þorlákssonar og konu hans Guðnýjar Magnúsdóttur. Þau Gísli og Sigríður gengu í hjóna- band 3. nóvember 1934 og eignuðust þrjá syni, en hafa misst tvo þeirra. Elsti sonurinn, Már, lést skömmu eftir fæðingu árið 1936. Yngsti son- urinn, Áki Gíslason, f. 1945, bóka- safns- og sagnfræðingur, lést fer- tugur að aldri, ókvæntur og barn- laus. Eftirlifandi sonur Gísla Friðriks er Þórir f. 1937, tannlæknir í Kópa- vogi, kvæntur Helgu f. 1936, menntaskólakennara, Siguijónsdótt- ur. Börn Þóris og Helgu eru Brynjólf- ur f. 1958, tölvufræðingur, Herdís f. 1963, fóstra, gift Ingva Guttorms- syni flugstjóra og eiga þau tvö börn og Gísli Friðrik læknanemi f. 1969. Þau Gísli og Sigríður hæfðu vel hvort öðru, enda bæði góðum gáfum gædd, velviljuð og ljúf í allri um- gengni. Menningarbragur var yfir heimili þeirra, sem frá 1954 var að Oddagötu 16 í Reykjavík. Sigríður Guðlaug sér nú á bak manni sínum eftir 62 ára samfylgd. Á saknaðarstundu eru henni og nán- ust aðstandendum færðar samúðar- kveðjur. Olafur F. Magnússon. Fædd 10. janúar 1937 Dáin 19. júlí 1992 Á morgun, mánudaginn 27. júlí, verður jarðsungin svilkona mín Sig- urborg Þórðardóttir, eða Siddý, eins og hún var alltaf kölluð af sínum vinum. Siddý fæddist 10. janúar 1937 í Bolungarvík, elsta barn hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur og Þórð- ar Hjaltasonar símstöðvarstjóra. Hún sleit barnæskunni og unglings- árunum í Bolungarvík og átti þaðan margar hlýjar minningar, sem hún minntist oft á. Ung að árum kynnt- ist hún eftirlifandi manni sínum, Friðgeiri Sörlasyni, sem ættaður er frá Gjögri í Strandasýslu. Þau ganga 'í hjónaband 1957 vestur í Bolungarvík og sama ár fæðist einkasonur þeirra, Þórður. Skömmu síðar flytjast þau alfarin til Reykja- víkur. Kynni mín af Siddý komu í fram- haldi af kynnum mínum af eigin- manni mínum, Þorsteini, sem er bróðir Friðgeirs, og hefur ávallt verið góð og djúp vinátta milli okk- ar síðan. Það var fastur siður að koma til þeirra hjóna á Þorláks- messu, borða saman skötu og fagna komu jólanna. Þá var gjarnan sagt: „Nú eru jólin komin hjá okkur.“ Síðastliðna Þorláksmessu kemur Siddý heim af Landspítalanum, sár- þjáð eins og hún var búin að vera undanfarið ár, svo ég býðst til að breyta út af venjunni og taka skötu- boðið heim til mín, en Siddý svar- aði á augabragði: „Nei, á meðan ég stend hef ég þetta kvöld hjá okkur.“ Já, hún Siddý mín stóð á meðan stætt var enda var hún traustur hlekkur í Sörlafjölskyld- unni eins og við nefnum ávallt þann góða stofn. Ég kom að kveðja Siddý á Land- spítalann fimmtudaginn 16. júlí, áður en við lögðum í ferð okkar hjónanna út á land. Þegar kveðja skyldi reyndist það erfiðara en fyrr, svo ég segi: „Siddý mín, það er svo erfitt að kveðja þig núna,“ en Siddý kom með kjarkinn og segir: „Við förum bara vonandi austur í haust.“ Sú ferð verður ekki farin, því hún Siddý fór í ferðina löngu eftir erfið veikindi undanfarin ár. Já, við áttum margar góðar sam- verustundir saman, sem koma upp í hugann núna, en þær geymi ég í hjarta mínu, og þakka fyrir árin sem við fengum saman. Þó að leiðin virðist vönd vertu ekki hryggur. Það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. Samúðarkveðja frá fjölskyldu minni til allra ástvina Siddýar og Guð gefi eiginmanni hennar og ást- vinum huggun í sorg þeirra. Edda, Þorsteinn og fjölskylda. Hryggð og söknuður skyggja gljáandi fleti minninganna sem teygja sig rúm þijátíu ár aftur í tímann. Þegar við nú kveðjum hinstu kveðju kæra vinkonu okkar, hana Siddí. Það var glaðvær hópur sem bauð hana velkomna, vinkonu hans Friðgeirs, fyrir þijátíu og fímm árum. Hún var frá Bolungar- vík og það fylgdi henni hlýja þá og ævinlega síðan. Þegar tíminn leið varð þessi kunningsskapur að staðfastri vin- áttu, sem ekkert skyggði á. Öll vorum við tengdafólkið á sama róli gegnum lífið, eignast börn, koma þaki yfir höfuðið, hittast og skemmta okkur af og til. Hún Siddí okkar er fyrst úr hópn- um til að kveðja og það er dálítið erfitt að skilja að ekki mun lengur heyrast röddin hennar í símanum. Hún var nefnilega svo dugleg að hafa samband við okkur til að spyija frétta af krökkunum eða bara hvort ekki ætti að fara austur næstu helgi. Austur í Dal stefndi hugurinn alltaf allar götur síðan 1965 að þau Friðgeir byijuðu að byggja kotið sitt. Það er kallfæri á milli okkar þar í dalnum og vel má muna þegar strákarnir okkar biðu eftir að hvíti Broncoinn birtist niðri á vegi. Siddí og Friðgeir eru að koma, var kallað. Þá var passlegt að fara að hella uppá könnuna. Siddí minntist þess oft síðar hve annar tvíburinn okkar, hann Heim- ir, var duglegur að ganga á móti þeim. Þótt hann þæði aldrei far til baka. Árin okkar austur í dal skilja eftir sjóð minninga sem hægt er að fletta upp eins og myndabók, sumar myndirnar eru daufar og kannske farnar að gulna dálítið fýrir aldurs sakir, aðrar eru skýrar og það glampar á þær eins og þær hefðu verið gerðar í gær, reyndar eru þær nýjustu aðeins hálfs mán- aðar gamlar. Elsku Friðgeir, bróðir og mágur, Þórður og Guðrún, ykkar missir er mikill og sár. Við sendum ykkur samúðarkveðjur. Elín og Einar. En þú hvarfst mér eins og draumur, eins og sól í djúpin blá, eins og blóm, sem bylgja og straumur bera nauðugt landi frá. Eins og svanur sólarfjalla, er særður inn á heiðar fer, með sumar mitt og sælu alla sveifstu burt frá aupm mér. Úr húminu ég hrópa og kalla í himininn - á eftir þér. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Líkt og svanurinn í ljóði Davíðs Stefánssonar hér á undan, er hún Siddý frá okkur farin. Ský hefur dregið fyrir sólu, og í augnablikinu finnst okkur sem það muni seint draga frá. Enn og aftur erum við minnt á það, að ekkert er öruggt í lífi manna, nema dauðinn. Hann bíður við enda lífsgöngu hvers og eins, og ganga sú er ekki alltaf löng. Eftir sitjum við hin með sorg í hjarta og eigum erfitt með að skilja hvers vegna ástvinir okkar eru hrifnir á braut, alltof snemma að okkur finnst. Kallið er alltaf jafn óvænt, öll höldum við í vonina fram á síðustu stundu. En ákvörðunin er ekki okkar. Siddý var ætlað ann- að hlutverk á öðrum stað. Við £em eftir lifum verðum að reyna að sætta okkur við það. Siddý átti við erfið veikindi að stríða síðastliðin tvö til þijú ár. Hún bar þau með mikilli reisn og reyndi ávallt að gera sem minnst úr þeim. Alltaf var jafn hlýlegt að koma til þeirra Friðgeirs á Urðarbakkann. Siddý var mikil húsmóðir og á þeim bænum var gestum ávallt boðið allt það besta. Hún töfraði fram ótrú- legustu kræsingar, kransakökurnar hennar voru til að mynda ómissandi í veislum Ijölskyldunnar. Sama máli gegndi um Siddý sjálfa. Hún var mikil félagsvera og undi sér best í góðum hópi frændfólks og vina. Þeir voru ófáir brandaramir sem fengu að íjúka þegar Siddý var í essinu sínu. Hún var góður sögumaður og hafði mikið yndi af að segja frá því sem fyrir hana bar í gamansömum tón. Þar sem Siddý var leiddist manni ekki, svo mikið er víst. Þær em margar minningarnar um samvistirnar við Siddý. Okkur er ofarlega í huga heimsókn til hennar og Friðgeirs í sumarbústað þeirra í Laugardal í fyrrasumar. Þar komum við saman öll fjölskyld- an og áttum yndislegan dag f bú- stað þeirra hjóna. Siddý sá til þess að öllum liði vel og að ávallt væri nög á borðum fyrir okkur sælker- ana. Dagurinn leið fljótt, enda var mikið spjallað, spilað og hlegið. Stundir sem þessar eigum við þó í minningunni, þótt Siddý sé ekki með okkur í bili. Siddý og Friðgeir fóru svo oft sem þau gátu í bústað- inn sinn, og þangað fór Siddý að- eins viku áður en hún lést. Hún var ákveðin í því að láta veikindin ekki stöðva för síná, þrátt fyrir að hún væri varla fótafær. Ef hún var búin að einsetja sér að gera einhvern hlut var honum hrint í framkvæmd. Seigla hennar í baráttu sinni við sjúkdóminn var ótrúleg. Einmitt þess vegna er svo erfitt að sætta sig við það að hún hafí þurft að lúta í lægra haldi. Elsku Friðgeir, Þórður, Guðrún, Ina-amma, - Ragna, Lauga og mamma. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Við kveðjum elsku Siddý okkar að sinni. Guðlaug, Kristín Þórunn og Gunnar Karl. Með fáum orðum ætlum við hjón- in að kveðja kæra vinkonu. Sorg og eftirsjá fyllir huga allra ástvina og vinafólks Siddýjar, sár- astur er missir hjá eiginmanni henn- ar og einkasyni, tengdadóttur, aldr- aðri móður og systrum hennar. Minningarnar um hana eru dýr- mætar, það er fyrir svo mikið að þakka að hafa átt hana að vini. Siddý var skapmikil kona en hjálp- samari og traustari vinkona er vandfundin. Við hjónin þökkum allar sam- verustundirnar sem við höfum átt með þeim Siddý og Friðgeir, svo sem veiðiferðirnar í Selá og Vatns- dalsá, fíölskylduferðalögin og síðast en ekki síst heimsóknirnar í sumar- hús þeirra að Laugarvatni, þar sem við áttum margar ánægjulegar samverustundir og naut gestrisni hennar sín hvergi betur en þar. Við kveðjum hana með söknuði, og þér kæri Friðgeir og Þórður, og öllum aðstandendum hennar send- um við innilegustu samúðarkveðjur. Ó góða sál til friðar fegins heima. Far þú nú vel á guðs þín náðar fund, en minning þína veit og vinir geyma, þótt vegir skiljist hér um litla stund. (úr Erfiljóðum, Guðlaugur Guðlaugsson) Guð blessi minningu Sigurborgar Þórðardóttur. Sísí og Pétur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.