Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 stað víða í þróunarlöndum til að lækka bamadauða og tryggja af- komu og heilsu bama. Gore vitnar m.a. í Julius Nyerere fv. forseta Tanzaníu sem sagði: „Öflugasta getnaðarvömin er sú þegar foreldr- ar telja góðar líkur á að böm þeirra muni komast af.“ c) Sjá til þess að getnaðarvamir verði eins aðgengilegar og hvert og eitt menningarsvæði leyfír. Gore telur ýmsar stofnanir reiðu- búnar að leggja slíkum áætlunum lið af krafti, t.d. muni kaþólska kirkjan styðja af heilum hug tvo lið- ina þó hún reynist ófáanleg til að leggja nafn sitt við þann þriðja. 2. Þróun og útbreiðsla vist- rænnar tækni. Gore afneitar því að vandamálin verði leyst með tækninni einni saman. Slíkur hugs- unarháttur sé einmitt hluti vandans. Engu að síður séu tækninýjungar mikilvægar. Gore leggur til að ýtt verði úr vör stórfelldu þróunar- og rannsóknarverkefni í stíl við stjörnu- stríðsáætlun Reagans. Tillaga Gore miðar hins vegar að þróun á vist- rænni tækni í samhæfðu átaki ríkis- valds og atvinnulífs en ekki að þró- un hátækni til notkunar í hernaði. í þessum þætti leggur Gore m.a. áherslu á: a) Skattaívilnanir til vistrænnar tækni en skattaíþynging gagnvart tækni sem er óhagstæð umhverfinu. b) Sérstakar fjárveitingar til þró- unar og rannsókna á vistrænni tækni. c) Stjómvöld geri sér far um að kaupa inn vistrænar vömr til að hjálpa iðnaði til að ná hagkvæmni stærðarinnar og verða þ.a.l. sam- keppnisfær. Hið opinbera er oft stærsti einstaki viðskiptaaðili fyrir- tækja og hefur því í hendi sér hvort ný tækni nær að komast úr hreiðr- inu. d) Fýrirheit um mikinn ábata á markaði sem þróist samhliða því að gömul og óvistræn tækni er dæmd úr leik. e) Komið verði á ströngu, víð- tæku og samhæfðu eftirliti og próf- unum á nýrri tækni þar sem kostn- aður/ábati hinnar nýju tækni sé metinn bæði út frá efnahagslegum og umhverfislegum forsendum. Gore fullyrðir að þeirra bíði mik- ill hagnaður sem treysti sér til að ganga fram fyrir skjöldu í þessari þróun. Því miður fyrir Bandaríkin hafí Japanir náð forystu á sviði vist- rænnar tækni. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að flestar ef ekki allar þær uppgötvanir sem Japanir séu nú að umbreyta í framleiðslu- vöru, séu gerðar í Bandaríkjunum. Ekki sé einleikið hvað Bandaríkja- menn eru slakir við að nýta til fram- leiðslu allar þær góðu hugmyndir sem þar fæðast. Gore kennir kreddufestu Bush og Reagan stjóm- anna um að hluta. Hugmyndafræði þeirra sé þó í hrópandi innra ósam- ræmi. Þannig vilji repúblíkanar ekki trufla markaðinn með afskiptum af rannsóknum og þróun þegar um- hverfismál eru annars vegar en ausi hins vegar milljörðum á milljarða ofan í vafasöm þróunarverkefni á borð við hemaðartækni. 3. Nýtt vinnulag við alþjóða efnahagsmál og útreikning hag- stærða. Gore fer hér m.a. í smiðju Hermans Daly hagfræðings hjá Al- þjóðabankanum, en Daly þessi hefur lengi haft uppi gagnrýni á vinnu- brögð hagfræðinnar út frá sjónarm- iðum umhverfisvemdar. Gore legg- ur hér m.a. til: a) Skilgreining þjóðartekna (GNP) verði endurskoðuð í því skyni að taka inn umhverfískostnað og umhverfísábata. b) Skilgreining á framleiðni verði endurskoðuð á sama hátt til að end- urspegla áhrif efnahagsstarfsem- innar á umhverfið. c) Niðurgreiðslum á hvers konar óvistrænni starfsemi verði hætt. d) Átak til að bæta og auka upp- lýsingar um umhverfísáhrif fram- leiðslu og koma þeim upplýsingum óbjöguðum til neytenda. e) Inn í alþjóðasamninga um við- skipti m.a. þarf að koma inn ákvæð- um um umhverfisstaðla. f) Skuldir þróunarríkja verði í auknum mæli afskrifaðar gegn því að þróunarríkin geri átak til verndar vistkerfum eins og t.d. regnskógum. Gore fullyrðir að Bandaríkin hafí hér skyldum að gegna sem forystu- ríki hins frjálsa markaðsskipulags. Heimsbyggðin horfír til Banda- ríkjamanna í von um frumkvæði við að koma á leiðum til að láta mark- aðsöflin vinna umhverfinu gagn í stað þess að spilla því. Það sé ekki nóg að benda á hruninn kommún- isma og umhverfisspjöllin þar eftir misheppnað efnahagskerfí heldur verði Bandaríkjamenn og aðrir fylgjendur ftjáls hagkerfís að viður- kenna að markaðskerfíð í núverandi formi geti ekki leyst þennan hnút. Gore leggur m.a. til að í heimalandi sínu verði stofnaður sjóður (Envir- onmental Security Trust Fund) sem í verði greitt í hlutfalli við losun C02 út í andrúmsloftið, sem í raun er kolefnisskattur. Féð verði notað til að greiða niður vistræna fram- leiðslu. Hann leggur einnig til að sérstakt frumvinnslugjald verði lagt á öll hráefni sem koma beint frá náttúruauðlindum sem hvati fyrir hvers kyns endurvinnslu. 4. Nýir alþjóðasamningar um umhverfismál. Gore telur ða Montreal skjalið um verndun ósonlagsins geti virkað sem fyrirmynd að öðrum samningum um hnattræn umhverfísvandamál. Gore telur að hér verði Bandaríkin að fara úr hlutverki úrtöluaðilans og verði leiðandi. 5. Ný alheimsstaða um mikil- vægi umhverfismála. Gore viðurkennir að þetta sé e.t.v. erfíðasti en jafnframt mikilvægasti þátturinn í Marshall áætlun sinni. Gore leggur áherslu á að auka menntun um umhverfismál, að æskulýðurinn sé virkjaður strax í grunnskóla við söfnun upplýsinga um umhverfismál sem notaðar verði í samræmdu átaki þjóða heims um söfnun og túlkun upplýsinga. Gore telur að Sameinuðu þjóðirn- ar séu, þrátt fyir allt, hentugasti aðilinn til að hafa yfirumsjón með áætlun af þessu tagi. Hann stingur upp á því að stofnað verði Vistráð Sameinuðu þjóðanna sem hafí svip- að hlutverk varðandi umhverfismál og Öryggisráðið hefur varðandi ófrið í heiminum. Sigla eftir stjörnunum Kostnaður bandarískra skatt- greiðenda af Marshall áætluninni á árunum 1948 til 1951 var u.þ.b. 2% af vergum þjóðartekjum. Sama hlut- fall í dag svarar til 100 milljarða á ári. Heildar þróunaraðstoð Banda- ríkjamanna í dag er um 15 milljarð- ar á ári og er þá hernaðaraðstoð ekki tekin með í reikningin. Gore gerir sér engar gyllivonir um að auðvelt verði að ná samstöðu um áætlun af þessu tagi. Marshall áætl- unin hafí á sínum tíma einnig verið umdeild áður en aðstæðurnar sköp- uðu um hana víðtæka samstöðu. Gore vitnar í Omar Bradley hers- höfðingja frá eftirstríðsárunum sem sagði í hita umræðunnar þá að „kominn er tími til þess að við sigl- um eftir stjörnunum en ekki eftir siglingaljósum annarra skipa“. Gore telur slíka siglingafræði afar tíma- bæra einnig í dag þegar margir stýra eftir ljósum næstu skipa eins og t.d. skoðanakönnunum. Það verður að segjast eins og er að boðskapur A1 Gore kemur á óvart. Bók hans hefði getað verið skrifuð af einhvetjum framústefnu- manni fyrir nokkrum árum og feng- ið þá dóma að vera athyglisverð og skrifuð af miklu ímyndunarafli en a^skrifuð sem óraunsæ og útópísk. Hér er það verðandi varaforseti Bandaríkjanna sem sendir frá sér róttækan boðskap um ný viðhorf á flestum sviðum til að sporna við kreppu nútímans. Það kemur einnig á óvart hversu vel ígrunduð bók hans er að flestu leyti. Gore reynir óvíða að komast ódýrt frá hlutunum, t.d. talar hann hvergi um gáfaða hvali eða fallega seli. Fyrir þá sem telja umhverfismál mikilvægustu mál samtímans er frami A1 Gore í stjómmálum mikið fagnaðarefni. Fyrir þá vilja upplýstan og víðsýnan mann í eitt valdamesta embætti heims væri varaforsetinn A1 Gore hreinasti hvalreki. Höfundur er umh verfisfræðingur. 15T SUMARTILBOÐ Valhúsgögn, Reykjavík Vörubær, Akureyri Glæsilegt leðursófasett í mörgum litum og leðurflokkum. Verö frá kr. 153.000stgr. VALHÚSGÖGN, Ármúla 8, Reykjavík, sími 812275 VÖRUBÆR, Tryggvabraut 24, Akureyri, sími 96-21410 Visa - Euro raðgreiöslur V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 RAFSTÖÐVAR ALLT AÐ 30% LÆKKUN 0,67 kw 49*114 stgr. 1,90 kw 62.627 stgr. 2,15 kw 55.456 stgr. 3,00 kw 80.741 stgr. 3,40 kw 1 fasa 3,80 kw 3 tasa 115.446 stgr. 1987 ELSKOM ALLA 1992 ÞJÓNOM ÓLLVM AFMÆLISVEISLA í dagkl. 16-19 OKEYPIS UTITONLEIKAR OKEYPIS Þeir sem koma fram: Sálin hans Jóns míns, Síóan skein sól, Testimony, Ný dönsk, Stjórnin, Sléttuúlfarnir, Bogomil, Júdas, Silfurtónar, Laddi, Tveir m/öllu Jón og Gulli. VTIGRILL: ,Big Túri“ stjórnar: Hamborgari og Coke kr. 300, Frostpinni kr. 50,- Allur ágóói af útigrilli rennur til þroskaheftra. TEYGJUHOPP - “Bungeejump Stokkió veróur úr 55 meÍra hæó. cc Tommi stekkur í fyrsta stökkinu milli kl. 17-18. Síóan stökkva hinir ýmsu aóilar t.d. Helgi Björns í Síóan skein sól, Sigtryggur Sykurmoli höfuópaur Bogomil o.fl o.fl. VELIIOMIN A HARD ROCK SÍMI689888 L “Love alI Serve all" “You can’tbeat the feeling“ J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.