Morgunblaðið - 31.07.1992, Page 1
Morgunblaðið/Þorkell
Nýr Lancer kynntur um aðra helgi
NYR Mitsubishi Lancer verður kynntur hjá
Heklu hf. helgina 7. til 9. ágúst, og er það
frumkynning bílsins utan heimalandsins, Jap-
an. Lancer er fáanlegur í tveimur aðalgerðum,
stallbakur og langbakur, og verður um tvær
vélarstærðir að ræða, 1300 rúmsentimetra vél
með 12 ventlum, og 1600 rúmsentimetra vél
sem er 16 ventla og 113 hestöfl. Nýi Lancer-
inn er stærri en fyrri gerðir, hefur lengra hjól-
haf og meiri sporvídd. Stallbakurinn verður
fáanlegur með 1300 og 1600 vélinni, og kost-
ar ódýrasti bíllinn nokkuð innan við 900 þús-
und krónur. Langbakurinn er fáanlegur bæði
með eindrifi ög sítengdu aldrifi og kostar al-
drifsgerðin kringum 1.300 þúsund krónur.
Bæði stallbakur og langbakur eru boðnir með
fimm gíra handskiptingu og sjálfskiptingu, al-
drifsgerðin þó aðeins með handskiptingu. ■
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Spergil-
blómkál á markað
Hafir þú hugsað þér að kaupa
blómkál og spergilkál hvern-
ig væri að sameina hvoru-
tveggja og kaupa spergil-
blóm-
káí? tilefni grænmetisdaga í
Hagkaup fyrir nokkru var haf-
inn innflutningur á spergil-
blómkáli sem upprunalega er
frá Kaliforníu. Lárus Óskarsson
innkaupastjóri sagði að fyrir-
tækið verði með spergils-blóm-
kál áfram og líklega mun kílóið
kosta um 300 kr. Þessa daga
er kálið á tilboðsverði, það er
199 krónur kílóið. ■
FÖSTUDAGUR
31. JÚLÍ 1992
D
ARABISKUR
MATUR
6
-í!’ jA,
Margir ósáttir
við viðgerðir á húsum
Á HVERJUM degi berast Neytendasamtökunum kvartanir og fyrir-
spurmr vegna viðgerða a husum
enda oft háar upphæðir í húfi.
„Kvartanir af þessu tagi eru fyr-
irferðarmiklar á sumrin,“ segir
Málfríður Gísladóttir hjá Neytenda-
samtökunum. „Allir bera ábyrgð á
verkum sínum, hvort sem þeir eru
sérmenntaðir eða ekki. Hins vegar
er grundvallaratriði að gera verk-
samning áður en verkið hefst.“
Neytendasamtökin geta útvegáð
staðlaðan verksamning af þessu
tagi. „Sumir eru ragir að gera slík-
an samning og finnst hann jaðra
við móðgun, nánast vantraustsyfír-
lýsing. Hann minnkar aftur á móti
möguleika á að upp komi ágreining-
ur eða vandamál.“
Neytendasamtökunum berast
kvartanir af ýmsu tagi og sumar
eða dýrum hlutum, svo sem bilum,
léttvægari en aðrar. Fyrir skömmu
leitaði kona til samtakanna eftir að
hafa keypt agúrku í stórmarkaði í
Reykjavík. Þegar heim kom, komst
konan að því að verð og þyngd
gúrkunnar fór ekki saman.
Hún reiknaði út að einn metra
vantaði á gúrkuna til að verðið
stæðist. Fulltrúi samtakanna leitaði
skýringa hjá versluninni. í ljós kom
að ef tölvuvigtin fær ekki nægan
tíma til að vigta, á hún til að gera
vitleysur. Umrædd kona fékk einn
metra af agúrku í sárabætur, en
Neytendasamtökin vilja benda fóiki
á að skoða vel verðmiða á vigtuðum
vörum. ■
Tultugasti hver laföi atvinn
al lerðabjúaustu 1990
Á ÍSLANDI hafa um 5.500 manns eða 4,3% atvinnu af þjónustu
við ferðamenn, og lætur nærri að vera 20. hver landsmanna þegar
miðað er við heildarvinnuaflsfjölda. Þessi tala er frá Þjóðhagsstofn-
un fyrir árið 1990 og inni í henni eru ekki opinberir starfsmenn,
svo ætla má að fjöldinn sé allnokkru hærri. Þegar litið er á skýrsl-
ur um áætluð störf í ferðaþjónustu frá 1973-1990 sést að prósentu-
tala hefur hreyfst tiltölulega lítið í 20 ár. Þannig var hún 4,1%
árið 1973 og 10 árum síðar hefur hún lækkað og er 1983 3,66%.
í ársskýrslu Evrópsku ferða-
málanefndarinnar sem er birt frá-
sögn af á bls. 8 segir að þjónusta
við ferðamenn skapi fleiri störf en
nokkur annar atvinnuvegur í heim-
inum. Sextándi hver maður hefur
í einni eða annarri mynd framfæri
sitt af ferðaþjónustu.
Spáð er að á næsta áratug muni
verða umtalsverð aukning manna í
langferðum, áframhaldandi vöxtur
í flugi nema járnbrautakerfin verði
snarlega endurskipulögð, leyft verði
í ríkari mæli að bóka seint í flug
og afsláttur verði auðfengnari. Þá
er búist við meiri ásókn í hvataferð-
ir og stuttar ferðir, þar með taldar
viðskiptaferðir. ■