Morgunblaðið - 31.07.1992, Side 2
2 D
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992
Sefur þú á góðri dýnu
eða ertu stirður og skakkur
VARIST að látn gærdag-
inn fá of miki6 al degin-
um í dng.
WILL ROGERS
þegar þú skríður framúr á morgnana?
þannig að hvort um sig geti fengið
dýnu sem hentar.
Á markaðnum eru líka til eggja-
bakkadýnur sem hafa verið notaðar
sem yfirdýnur.
Náttúrugúmmídýnur eða Latex
dýnur hafa ágæta fjöðrunareigin-
leika og eru með loftgötum til að
hleypa raka frá og lofti að.
Vatnsdýnur
Fyrir nokkrum árum var úrvalið
mjög fjölbreytt af vatnsdýnum. Til
eru flæðihólfsdýnur það er að segja
dýnumar eru hólfaðar til að dema.
Trefjafylltar dýnur em líka á mark-
aðnum en það veltur þá á þyngd
viðkomandi hversu miklar trefjar
eru í dýnunni. Mismunurinn á
trefja- og flæðihólfsdýnum felst því
í stífleika. Trefjafylltu dýnurnar eru
mun stífari. Það má síðan fá mis-
munandi útgáfur af trefjafýlltum
VIÐ eyðum um það bil einum þriðja ævinnar í rúminu svo líklega
borgar sig að spara við sig annað en góða dýnu. Urvalið er mikið
og oft veit fólk hreinlega ekki hver gæðamunurinn er og hvað því
hentar. Dýnur er líka hægt að fá á mjög mismunandi verði, í gam-
alt hjónarúm er hægt að kaupa nýjar dýnur fyrir tuttugu og fimm
þúsund krónur og auðveldlega hægt að fara yfir hundrað og tvö
hundruð þúsund. Það var ekki fyrr en á síðasta áratug að Islending-
ar fóru virkilega að velta því fyrir sér á hverju þeir svæfu og eins
og Ingvar Þorsteinsson hjá Ingvari og sonum bendir réttilega á
sofa líklega margir ennþá á gömlum, hörðum beddum í sumarbústöð-
unum sínum þó þeir séu búnir að endurnýja dýnuna heima. En áhug-
inn er vaknaður og Ingvar telur að næsta skrefið hjá sér verði að
fara heim til viðkomandi og segja hvað ami að, hvernig dýna henti
í herbergið og hvernig hann eigi að búa um sig þægilega. Við á
daglegu lífi fórum á stúfana og kynntum okkur hvað er á boðstólum.
■gp Af nógu er að taka það er
víst en það eru tískusveiflur í
.5% dýnum sem og öðru. Vatns-
dýnurnar sem fólk rauk upp
til handa og fóta fyrir nokkr-
52 um árum og keypti upp í versl-
J unum eru á undanhaldi og
margir eru nú orðið með tak-
markað úrval af slíkum dýnum.
Svampdýnur, eggjabakkadýnur,
fjaðradýnur, náttúrugúmmí og und-
ir, yfir og kelidýnur, það er allt til.
Fljótt á litið virðist svokallað amer-
ískt kerfi vinsælast um þessar
mundir, þ.e.a.s. tvær stórar dýnur
óg sumir bæta síðan við einni þunnri
og laufléttri ofan á.
Sérfræðingum ber hinsvegar
saman um að allar þessar dýnuteg-
undir geti verið ágætar hver með
sínu lagi séu þær nógu vandaðar
og það sem skiptir máli auk inni-
haldsins er frágangurinn.
Fjaðradýnur
Fjaðradýnur eða ' svokallaðar
springdýnur eru mismunandi að
gæðum. Fjöldi fjaðra skiptir máli
og Þjóðveijar telja til dæmis að rúm
sem er metri á breidd og tveir
metrar á lengd skuli að minnsta
kosti hafa 200 fjaðrir. Þessi tala
segir þó ekki alla söguna því sver-
leiki fjaðra skiptir líka máli og lengd
vírsins sem notaður er í fjaðrirnar.
Nauðsynlegt er að frágangur
fjaðradýnu sé vandaður.
Svampdýnur
Þegar svampur er annarsvegar
skiptir þykkt svampsins máli og því
þykkari sem svampurinn er því
mýkri og endingarbetri er dýnan.
Lágmarksþykkt svampdýnu fyrir
fullorðna manneskju er 12 senti-
metrar. Ef viðkomandi er þungur
borgar sig hafa stinnari dýnu en
annars.
Botninn undir dýnunni er líka
mikilvægur. Svampdýnan þarf að
láta lofta um sig. Hver meðalmaður
getur framleitt allt að hálfum lítra
af svita á nóttu og ef botninn er
ekki réttur getur svitinn safnast í
dýnuna. Þetta á reyndar við allar
dýnutegundir. Réttur rúmbotn fyrir
svampdýnu eru fjalir með þriggja
sentimetra bili á milli. Hentugt er
líka að riota fjaðrandi rúmbotna.
í Evrópu er notaður RAL staðall
sem gefur til kynna að rúmtak dýn-
unnar eigi ekki að vera minna en
35kg/m3.
Náttúrugúmmídýnur
Halldór Snæland hjá Lystadún-
Snæland hf. segist ráðleggja fólki
tveggja laga dýnu og vinsælastar
hjá honum eru náttúrugúmmídýn-
urnar. Þær fást reyndar víða í versl-
unum sem selja dýnur.
Meðalstíf dýna er þá blanda af
stífum svampi og náttúrugúmmíi.
Halldór segir að oftast borgi það
sig fyrir hjón að taka tvær dýnur
Notkun vélbáta er oft
illa séð í nágrenni við sumarbústaði
Ekki búa um rúmið um leið og þú ferð á fætur. Loft þarf að fá að
leika um dýnuna á hverjum degi.
Hagnýt
ráð fyrir fólk
sem er að kaupa dýnu
Þegar farið er af stað í dýnu-
leit borgar sig að kynna sér vel
allt sem í boði er. Sumir lána
heim dýnur en þá verður við-
komandi líklega að sjá sjálfur
um flutningskostnað. Einhveij-
ar verslanir bjóðast til að taka
vöruna til baka henti hún ekki
og finna hentugri dýnu í stað-
inn.
Það borgar sig að skoða hve
lengi ábyrgð er tekin á dýnun-
um. Hikið ekki við að spyrja
og láta sýna ykkur. Reyndar
fannst undirritaðri á ferð sinni
um bæinn sölumenn vera vel
að sér og vilja ailt fyrir við-
skiptavinina gera.
Þegar heim er komið með
dýnuna borgar sig að láta ioft
leika um svefnherbergið í
nokkra daga þvi nýjum dýnum
fylgir ævinlega framandi lykt.
ÁHUGI á siglingum virðist vera að aukast hér á landi og að sögn
þeirra sem til þekkja, stækkar bátafloti landsmanna sífellt. Undarfarna
blíðviðrisdaga hafa menn notið þess að sigla út, bæði á vélbátum og
seglskútum, en notkun vélbáta er misvel liðin, sérstaklega á vötnum
sem sumarbústaðir umlykja, eins og Þingvallavatni og Hafravatni.
Ekki þarf sérstök réttindi til að
sigla bátum sem eru innan við sex
metra langir, en víða eru þó haldin
námskeið í meðferð vélbáta og segl-
báta. Að sögn Páls Guðmundssonar
deildarstjóra hjá Siglingamálastofn-
un, eru nokkur brögð að því að notað-
ir séu bátar sem ekki standast reglur
um styrk og stöðugleika. Sagðist
hann telja að hinar kraftmiklu vélar
sem oft væru settar á tiltölulega litla
báta byðu hættunni heim. „Af þeim
hlýst ekki bara hávaðamengun, held-
ur stóraukin slysahætta. Þá eru oft
á ferð aðilar sem hafa litla sem enga
þekkingu á meðferð slíkra báta,“
sagði hann.
I mörg ár voru litlir vélbátar ekki
fluttir til landsins, því þeir samræmd-
ust ekki innflutningsreglum, en í vor
varð breyting þar á og innflutningur
hafinn að nýju. Vatnaköttur heitir
nýtt farartæki, en það er eins konar
vélsleði fyrir vatn. Útbreiðsla vatna-
katta er óveruleg hér á landi þó
endrum og eins sjáist þeir. Notkun
þeirra er bönnuð sums staðar, til
dæmis á Þingvallavatni.
Vélbátar raska ró
Hjá Siglunesi, siglingaklúbbnum í
Nauthólsvík, sem um margra ára
skeið hefur haldið námskeið í segl-
skútusiglingum, fengum við þær
upplýsingar að aðsókn í sumar hefði
verið allgóð. „Áhuginn er nokkuð
stöðugur," sagði Guðjón Guðjónsson
hjá Siglunesi. „Þegar menn eru orðn-
ir leiðir á vélbátum, koma þeir til
okkar og læra að sigla seglskútu.
Þá læra þeir að meta hversu gaman
er að fara hljóðlaust um vötn og sjó.“
Sumir vilja sigla hljóðlega um sjó
og vötn með því að láta vindinn
þenja seglin, en aðrir kjósa
vélknúna og hraðskreiða báta.
Sumarbústaðaeigendur sem eiga
bústaði við vötn, eru ekki sammála
um ágæti vélbáta og kvarta sumir
undan hávaðamengun. Aðrir njóta
þess að þeysa um vötnin á hinum
vélknúnu farkostum sínum. Svein-
björn Einarsson bóndi á Heiðabæ í
Þingvallasveit er formaður Veiðifél-
ags Þingvallavatns. Hann sagði að
félagið hefði samþykkt að banna
notkun svokallaðra vatnakatta á
Þingvallavatni. „Bæði vegna slysa-
hættu og hávaðamengunar," sagði
hann og bætti við að félagið hefði
áhuga á að settar yrðu reglur um
notkun báta á vatninu og komið yrði
á einhvers konar skoðanaskyldu,
jafnvel í tenglsum við slysavamar-
samtök.
„Ég hef orðið þess var að oft eru
unglingar á ferð í hraðbátum, sem
mér finnst mjög varasamt. Einnig
er töluvert um bátaumferð seint á
kvöldin, sem truflar þá sem vilja
njóta kvöldkyrrðar. „Mér þætti eðli-
legt að hraðbátar færu ekki um vatn-
ið eftir klukkan tíu á kvöldin." ■
Brynja Tomer
¥