Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 4
4 D
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992
Hver veit nema
íslendingar kunni
að meta arabískan mat?
Smsmiya: arabískt kaffimeðlæti úr sesamfræjum.
í SNOTURRI íbúð í Vesturbænum býr fimm manna fjölskylda frá
írak. Þau hafa verið búsett hér á landi í tæpt ár og una hag sínum
nokkuð vel þó eðlilega sakni þau ættingja sinna í Irak.
A Wafa Mahdi, húsmóðirin, er
S listakokkur, enda vann hún í
I mörg ár sem matreiðslukenn-
o ari áður en hún flutti hingað.
Hún hefur mikla þekkingu á
t arabískri matargerðarlist og
laai eldar yfirleitt arabískan mat
fyrir fjölskylduna. „Nánast
allt hráefnið fæst hér, en sumt
er of dýrt til að hægt sé að
nota það í jafn miklum mæli og ég
er vön,“ segir hún. Grænmeti er
mikið notað í arabískan mat og
kardimommur eru mikilvægt krydd.
Arabískt kaffi
Kaffið sem Wafa bauð uppá, var
einmitt bragðbætt með kard-
imommum og einstaklega ljúffengt.
Kardimommumar kaupir hún heilar
og malar í duft. Duftið geymir hún
í lokaðri kmkku og notar sem krydd
í hina ýmsu rétti. Á móti tveimur
skeiðum af kaffidufti notar hún 1
tsk. af muldum kardimommum og
hellir síðan uppá kaffið. Nokkuð
erfitt er að mala kardimommur, en
hægt er að gera það í kaffikvörn
eða með söxunarhníf.
Þær hugmyndir sem við gerum
okkur um írösku þjóðina eru vissu-
lega litaðar af fréttum sem þaðan
berast. Við sjáum gjarnan fyrir
okkur öfgafulla hópa af stríðsglöð-
um mönnum sem beijast af hörku
fyrir opinberan málstað þjóðarinn-
ar. Við það að sitja stund hjá írösku
fjölskyldunni í látlausu íbúðinni
þeirra í Vesturbænum, hverfa fyrri
hugmyndir um íraska alþýðu eins
og daggardropar fyrir sólskini.
Bömin, Nawar, Bashar og Yasmin,
eru prúð og kurteis og gætu vissu-
lega verið gott fordæmi fyrir íslensk
böm. Hjónin, Wafa og Imad, eru
líka sérlega hlýleg og þakklát fyrir
þær móttökur sem þau hafa fengið
hér á landi.
Vill elda arabískan mat
fyrir íslendinga
„Þeir íslendingar sem við höfum
kynnst, hafa reynst okkur afar vel
og aðstoðað okkur mikið,“ segja
þau. Hvorugt hefur gott vald á ís-
lensku, en strákamir, Nawar og
Bashar, tala íslensku og ensku
nokkuð vel, auk arabísku. Þeir voru
í Melaskóla sl. vetur og gekk vel.
Yasmin, 2 ára, talar íslenskt og
arabískt bamamál.
Imad er bifvélavirki og vinnur
hjá Jötni. Wafa er heimavinnandi
og hún hefur áhuga á að nýta þekk-
ingu"sína á arabískri matargerð og
kynna hana íslendingum.
Wafa reyndi fyrir sér kvöld nokk-
urt fyrir skömmu er Listasafn ís-
lands skipulagði arabíska kvöld-
stund í tengslum við sýninguna á
jórdönskum og palestínskum bún-
ingum, skarti og mósaík. Boðið var
uppá arabískan mat sem Wafa eld-
aði og ekki var annað að sjá en
gestir kynnu vel að meta kræsing-
arnar. Nú býðst hún til að útbúa
arabískar veislur fyrir fólk í heima-
húsum. „Þá elda ég matinn heima
hjá mér og fer síðan með hann
heim til þeirra sem ætla að borða
hann.“ Hún útilokar ekki að halda
í framtíðinni námskeið í arabískri
matargerð. „Núna get ég eldað
arabískan mat fyrir þá sem hafa
áhuga,“ segir hún af einstakri hóg-
værð.
Morgunblaðið/Bje
Wafa Mahdi, íraska konan sem tekur að sér að elda arabískan mat
fyrir íslendinga.
Bryani (hrísgrjónaréttur
með lambakjöti)
1 kg hrísgrjón
1 kg lambakjöt m. beinum (t.d.
lærisneiðar)
4 laukar
4 tómatar
2 grænar paprikur
4 kartöflur
3-4 msk. tómatpuré (1 lítil dós)
250 g frystar grænar baunir
250 g gulrætur
2 tsk. kardimommur (kvarnaðar í
duft)
1 msk. salt
1 tsk. safran
2 tsk. kanill
1 tsk. chili-pipar
5 negulnaglar
olífuolía til steikingar
Kjötið skorið í bita og soðið ásamt
beinum í vatni með örlitlu salti, 1
tsk. kanil, 1 tsk. kardimommum, 3
negulnöglum og 1 lauk. Látið
krauma í u.þ.b. 40 mín. eða þar til
kjötið er soðið. Fitu fleytt ofan af
og soðið geymt. Kjötið tekið af bein-
um og kjötbitarnir geymdir.
Paprika, kartöflur og gulrætur
skorið smátt og steikt í stutta stund
við fremur lágan hita. Þá er laukur-
inn saxaður og steiktur þar til hann
er glær. Tómatar skornir í bita og
látnir saman við laukinn. Baunum
bætt útí. Þá er grænmetinu, sem
áður var steikt, blandað saman við.
Tómatpuré, 1 tsk. kardimommu-
dufti, chili-pipar, 1 tsk. kanil og 2
negulnöglum bætt saman við. Látið
Birkikvistur, aspir
laukar og mjöllýs á stofublómum
KRISTINN Helgi Þorsteinsson garðyrlq'ufræðingur svarar fyrir-
spumum lesenda hér í Daglegu lífi í dag. Þeir sem vilja koma fyrir-
spurnum áleiðis í næsta þátt sem birtist að viku liðinni geta hringt
í dag frá klukkan 11-12 í síma 691100.
Öspin hefur að
auki þann
ókost að rætur
hennar eiga
það tíl að
troða sér inn í
frórennslis-
lagnir í leit að
roka og gera
þannig skaða.
VINNINGUR í SUMARLEIK
FJALLAHjÓLABÚÐAjílNNAR
KOM A MIÐA NUMER
Á hverjum Fimmtudegi á
milli klukkan 16:30 og 17:00
er dregib nýtt númer í
sumarleik okkar
Nútíðinnl FaxafenTYIV^Tmi: 68 55 80
Sighvatur í Reykjavík spyr:
Hvað á ég að gera til að losna
við hvítar flugur af stofublómi?
Svar: Hvítar flugur eða mjöllýs
eru litlar jurtasugur, snjóhvítar og
um 2 millimetrar að lengd. Þær
fljúga fjörlega um þegar hreyft er
við blöðum plantnanna. Hérlendis
er ein tegund þekkt, svokölluð gróð-
urhúsamjöllús, sem getur lifað í
allt að mánuð og orpið yfir 100
eggjum, örsmáum grængulum að
lit sem sitja á neðra borði blaða.
Lirfumar eru gulleitar.
Ég ráðlegg þér að kaupa skordýra-
eitur seih fæst víða í blómabúðum.
Úðaðu yfir plöntuna og mjöllúsina
svo hún falli. Eftir em þá egg á blöð-
unum sem næstu daga á eftir ættu
að klekjast út. Ég mæli með að þú
úðir einu sinni í viku í mánaðartíma
en að því loknu skaltu fylgjast vel
með því hvort líf kvikni á ný og vera
þá tilbúinn að grípa inn í.
Gísli í Reykjavík spyr:
Ég er með aspir í garðinum,
allt að þrjátíu ára gamlar. Þær
eru mjög ljótar í sumar. Hver
getur ástæðan verið? - Onnur
kona hafði reyndar líka samband
útaf þessu sama en hún var með
ungar aspir. Hún vildi einnig fá
að vita hversvegna. henni hafi
verið ráðlagt að planta ekki ösp-
um upp við hús?
Svar: Víða má sjá skemmdir á
trjáplöntum, bæði til sjávar og
sveita. Mikill fjöldi aspa hefur orðið
fyrir verulegum skemmdum jafnt
ungar sem gamlar. Stór munur er
þó milli einstaklinga. Á sumum
tijám eru engar merkjanlegar
skemmdir en á öðrum er greina-
dauði mikill eða jafnvel verulegur.
Eftir hlýtt og vindalítið sumar
síðastliðið ár hefði mátt gera ráð
fyrir að plönturnar væru þróttmikl-
ar. Veturinn varð hlýr og aðeihs tvö
kuldaköst sem komu.
Ég er þeirrar skoðunar að sumar
tijáplöntur hafi ekki fengið þá vetr-
arhvíld sem þær þurftu. Of mikil
hlýindi urðu þess valdandi að þær
náðu ekki að varðveita þann þroska
sem sumarið á undan veitti. Þá
gerðist það einnig í byijun maí að
hitinn fór niður fyrir frostmark. Það
er ekki óvanalegt að kuldakast komi