Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 D 5 I- sjóða í um 20 mínútur og vatni bætt útí ef með þarf. Hrísgrjónin þvegin og soðin í kjöt- soðinu sem geymt var. Olía hituð á stórri pönnu og matur- inn látinn í lögum á pönnuna. Kjöt látið á botninn og svolitlu safrani stráð yfir. Þá kemur grænmetið og safrani stráð yfir og loks hrísgrjón- in og safran. Hægt er að gera þetta í þremur lögum eða sex, eftir því sem hver og einn vill. Lok sett yfir pönnuna og látið krauma við vægan hita í 10-15 mínútur, svo kryddið aðlagist matnum vel. Athugið að hræra ekki í pönnunni. Lokið tekið af og stórt fat sett á hvolf ofan á pönnuna. Matnum hvolft á fatið. Sterk tómatsósa Rétturinn er gjarnan borinn fram með sterkri tómatsósu og súrmjólk drukkin með. Um 1 tsk. af salti er hrært saman við 1 glas af súrmjólk og hún drukkin þannig. í tómatsós- unni eru: 4 tómatar 1 pressað hvítlauksrif 1 msk. olía 1 tsk. chili-pipar 1 msk. tómatpuré 1 tsk. salt Tómatar skornir í bita og steiktir í olíunni. Pressuðum hvítlauk bætt útí, síðan chili-pipar, salti og tóm- atpuré. Látið krauma í 2-3 inín. Þynnt með vatni ef vill. Smsmiya (arabískt kaffi- meðlæti úr sesamf ræjum) 1 kg sesamfræ 1 bolli hunang 1 bolli sykur bolli muldar pistasíu-hnetur (fóst t.d. í heilsubúðum) 1 msk. kardimommur (kvarnaðar í ______________duft)______________ Hunang og sykur soðið saman við vægan hita og hrært vel í. Eftir 1-2 mínútur, þegar efnin hafa sam- lagast, er sesamfræjum, kard- imommudufti og pistasíu-hnetum bætt útí. Hrært vel saman og látið í smurt skúffukökumót. Þjappað niður í mótið með olíubornum hönd- um. Meðan blandan er enn heit, er hún skorin í tveggja sentímetra stóra bita og látin kólna þannig í mótinu. Borðað með tei eða kaffi. ■ Brynja Tomer í maímánuði og verður oftast lítill sem enginn skaði af. Hinsvegar tel ég að maíkuldafastið hafi haft slæm áhrif á ýmsar plöntur þar sem mótstaða gegn kulda var minni vegna hlýindanna um veturinn. Hefði komið hlýtt sumár eftir kulda- kastið held ég að skemmdir hefðu orðið óverulegar. Þess í stað fáum við langvarandi kalda og vindasama daga. Sum brum opnuðust ekki, önnur náðu rétt að opnast, grænn litur sá dagsins ljós og svo visnuðu þau. Þau bnim sem næst voru stofni náðu yfirleitt að springa út. Þéssir þrír áhrifavaldar tel ég að geti útskýrt skemmdir á 30 ára öspunum og þeim yngri. Svarið er ekki vísindalegt., þetta eru aðeins getgátur og eflaust margir sem kunna aðrar skýringar á þessu. Ég ráðlegg þér að klippa alla dauða sprota• af öspum þínum, gefa þeim kaliáburð sem nemur 5 kg á hveija hundraö fermetra sem stuðlar að auknu frostþoli trjámia og sjá hvqrt aspirnar nái ekki að jafna sig með tímanum. Árið 1983 gróðursetti ég aspir við sumarbústað á Þingvöllum, þá tveggja metra háar. Þær urðu fyrir verulegum skemmdum eftir gróður- setningu en í dag eru þær vöxtuleg- ar og fallegar og hafa ekki orðið fyrir skaða þetta sumar. Hvers vegna sumar plöntur verða fyrir skaða en aðrar ekki við sömu skil- yrði og innan sömu tegundar liggur í mismunandi uppruna þeirra og þar að auki mismunandi kröftugleg- um>veinstaklingum. Þá var spurt hvers vegna ekki * Núna eiga brúðarkjólar að hafa blæ liðinna tíma GAMALDAGS og rómantískt eru orð sem undanfarin misseri hafa verið mikið notuð í hvers kyns sölumennsku og nú eru brúðarkjólar ekki undanskildir að sögn ítalskra tiskuhönnuða. Menn biðu spenntir um áramótin síðustu, er Laura Biagiotti gifti sig, því fólki þótti að vonum forvitnilegt að sjá hvernig hún yrði klædd við brúðkaupið. í ljós kom að kjóllinn var nýr en fylgihlutirnir gamlir, þar með talinn handsaumaður hálskragi, sem setti fallegan svip á kjólinn. Laura Biagiotti reið sem sagt á vaðið og í ítölskum tískublöðum verð- ur skríbentum tíðrætt um að nú skuli brúðarkjólar hafa gamaldags blæ. Reyndar segir bandarískt máltæki eitthvað á þá leið að allar brúðir skuli bera eitthvað nýtt, eitthvað gamalt, eitthvað blátt og eitthvað sem þær hafi fengið að láni frá ann- arri konu. Við vitum af nokkrum ís- lenskum brúðum, sem þykja væntan- lega hagsýnar, því þær hafa slegið þijár flugur í einu höggi og fengið lánað gamalt, blátt sokkaband til að uppfylla þrjú af þessum fjórum heil- ræðum Bandaríkjamanna. Meðal vinsælla fylgihluta á Ítalíu .núna má nefna hálskraga, áþekkan þeim sem Laura Biagiotti notaði, hanska, hatta, og lítil veski, sem helst eiga að vera handsaumuð eða skreytt með litlum perlum. Þá eiga skórnir helst að vera úr taui, með satín-áferð, og ekki er verra að smá- perlur hafl verið saumaðar á skóna. Hællinn á að vera lágur og fremur breiður. ■ B.T. mætti planta öspum upp við hús. Víða hefur trjám verið plantað fast að húsum, einkumvið upphaf ttjá- ræktar á íslandi. Ýmsa ókosti má finna því samfara og má þar helst nefna að rótarkerfi trjánna nær ekki að vaxa í þá átt sem snýr að húsi og þar af leiðandi er talsverð hætta á að trén falli um koll frá húsinu þegar þau stækka. Þá má benda á að greinar trjáa eiga til að lemjast við hús á vinda- sömum dögum nema plöntunni sé fylgt eftir með klippingum. Auk þess hefur reynslan sýnt að trén eru oft þannig staðsett að þau varpa skugga á glugga með tímanum. Þau dæmi sem ég hef nefnt hér á undan eiga við allar tegundir trjáa. Öspin hefur að auki þann óskost að rætur hennar eiga þáð til að troða sér inn í frárennslislagn- ir í leit að raka og gera þannig skaða. Það má gera ráð fyrir að ösp við hús stífli rör'með tímanum. Verður það að teljast mikill ókostur. Hinsvegar er því ekki að neita að tré við hús geta verið umhverf- inu til prýði og gott dæmi um það er reyniviðurinn við danska sendir ráðið við Hverfísgötu og við Raf- stöðina í Elliðaárdal. Það væri rangt að telja lesendum trú um að alfarið ætti ekki að gróðursetja tijágróður við hús því það yrði sjónarsviptir ef því yrði með öllu hætt. IJfeuódir í Fossvogi spyr: Ég er með birkikvist sem er hættur að blómstra. Hver er ástæðan? Sv^Bteirkikvist skal grisja að vori áðuren vöxturhefst. Séhinsveg- ar umfang og hæð minnkuð er ekki von til að hann blómstri það árið. Sú aðgerð er framkvæmd að lokinni blómgun eða í þínu tilfelli þar sem engin blóm eru núna í júlílok. I sumum tilfellum getur verið ástæða til að klippa hann alveg niður eða 10-15 sentimetra frá jörðu og láta hann endumýja sig. Það er gert áður en vöxtur hefst á vorin. Á það má einnig benda að birki- kvisturinn lifir ekki endalaust frek- ar en aðrar plöntur og trúlegt. þyk- ir mér að hann blómgaðist ríkulega áður en hann félli. Mig grunar að vandi þinn sé til kominn vegna klippinga. Linda í Reykjavík spyr: Ég er með gamlan garð og þegar ég var að stinga. beðin upp í sumar rakst ég á ótal lauka sem ekki hafa blómstrad það sem af er sumri. Á ég að geyma lauk- ana? Svar: Það hefði verið fengur í að fá upplýsingar um tegundir lauk- anna en ég get þó ráðlagt þér að taka þá upp þegar blöðin eru visnuð og gróðursetja þá í vel framræstan og næringarríkan jarðveg og sjá til hvað gerist. Að gera einstaka tegundum skil hér er of langt mál. Ef þú vilt efla kunnáttu þína um lauka og stuðla þannig að markvissri ræktun er greinagóður kafli um blómlauka í Skrúðgarðabókinni. Einnig er ástæða til að benda á Garðyrkjufé- lag íslands sem er félag áhuga- manna og ég veit með vissu að þar kæmir þú ekki að tómum kofunum. Höggmynd úr marmara eftir Herþrúði. Þessi höggmynd verður á sýningum í Svíþjóð i sumar og haust. Á STÓRRI húsgagnasýningu sem haldin var í París fyrir nokkru vakti athygli að margir sófar voru með mjög stórum skemli fyrir framan sem kom þá í staðinn fyrir sófaborð. Þetta er eflaust nokk- uð þægilegt þegar hvíla á lúin bein og kaffibollinn getur hæglega staðið á hliðarborði. Hver veit nema þetta taki við af leðurhús- gagna- og glerborðaæðinu sem hefur verið hér undanfarin ár. ■ Er þetta það sem koma skal? Islensk kona nær mjög góðum árangri í listaháskóla í Stokkhólmi HERÞRÚÐUR Ólafsdóttir útskrifaðist nýlega með masters-próf frá Konstfack-listaháskólanum i Stokkhólmi og er ein höggmynda hennar nú á sýningu þar. Um þessar mundir dvelur Her- þrúður í lista- mannaþorpinu Pi- etra Santa á ítölsku rivíerunni, en þangað fór hún eft- ir að hafa dvalið í London í boði af- steypufyrirtæk- isins Burleighfield Arts. Höggmynd Herþrúðar verður á sýningu hjá Frövifors Bruk AB í bænum Frövi í Svíþjóð til 16. ágúst, Herþrúður en þar sýna nokkrir útskriftarnem- endur verk sín. Að þeirri sýningu lokinni fer höggmyndin til Sigtuna þar sem hún verður sýnd á listahátíð. Herþrúði hefur verið boðið að kenna við Konstfack-skólann, en hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún þekkist boðið. Við útskrift- ina fékk hún bæði bóka-og peninga- verðlaun fyrir góðan árangur og á nemendasýningu skólans seldist eitt verk eftir hana. ■ B.T. Drykkur búinn til úr ávöxtum í barnaafmælið HVERNIG væri nú að breyta út af vananum, sleppa gosdrykkjum í barnaafmælinu og gefa krökk- unum ferskan ávaxtadrykk með kökunum eða pizzunni? Uppskriftin er ættuð frá Noregi og er svohljóðandi: 1-2 lítrar ferskur appelsínudjús, kreistur sítrónusafi eftir smekk 3 dl af ferskum jarðarbenum sem eru skorm í tvennt 1 dl þunnar bananasneiðar þunnar appelsínu og sítrónusneiðar bláber ef til eru Öllu blandað saman og ef vill má fyt’st meija ávextina í safamauk og setja síðan út í appelsínusafann. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.