Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 D 11 hjá Toyota því þá var framleiddur 25 milljónasti bíllinn en þar af voru Corollur 10 milljónir. Þá kom fram fimmta kynslóðin og nú með framdrifi. Vélin var einnig ný frá grunni með yfirliggjandi kambás, síðar 16 ventla og nú var boðin fimm gíra handskipting. Með sjöttu kynslóðinni árið 1987 var enn auk- ið við vélaframboðið og enn var Corollan fáanleg í allmörgum út- gáfum eins og verið hafði frá fyrstu kynslóð. Toyota Corolla er nú seld í yfir 130 löndum. Hún er framleidd í 13 löndum í nánast öllum heimsálf- um og brátt bætast tvö lönd við, Pakistan og Tyrkland. Allt frá ár- inu 1969 hefur Toyota Corolla ver- ið mest seldi bíllinn í Japan og frá árinu 1988 hefur hann verið mest seldi einstaki bíllinn í löndum EB og EFTA. Fimm verðmætustu markaðslönd Toyota í Evrópu eru Þýskaland, Belgía, Bretland, Sviss og Holland. Og nú er komin fram sjöunda kynslóðin. Þar kennir enn margra grasa og verður í næsta bílaþætti greint frá reynsluakstri sem fram fór í Hollandi í síðustu viku. Co- rolla verður fáanleg sem hlaðbakur (hatchback og liftback), stallbakur og langbakur. Corollan er orðin svolítið lengri, 5,5 til 10 cm eftir gerðum, þremur sentimetrum breiðari og örlítið hærri. Þá hefur hjólhafið lengst um 3,5 cm og má segja að stækkunin komi mest fram í farþegarými bílsins. Vélin er endurbætt 1600 rúmsentimetra, 16 ventla og 114 hestöfl með beinni innsprautun og er því heldur öflugri en eldri gerðin sem var með 1300 rúmsentimetra og 75 hestafla vél. Þá er Corollan fáanleg með sjálfskiptingu eða fimm gíra handskiptingu. Verðið er á bilinu 1.049 þús. kr. og uppí 1.274 þús- und kr. ■ Jóhannes Tómasson Sjöunda og nýjasta kynslóðin sem kynnt verður um næstu helgi. Þarna eru mjúku lín- urnar ráðandi og Coroll- an hefur einnig stækkað um nokkra senti- metra. Önnur (að ofan), þriðja (til hægri) og fjórða (að neðan) kynslóð tóku hægum breytingum. Umferðarslys í umdæmi lög- reglunnar í Hafnarfirði jan.- júní '92 í 236 tilvikum var einungis um eignatjón að ræða 15 Hverjir slasast? £ vtf' ^ y* .xv Dreifing umferðarslysa janúar - júni Hvenær dags verða sysin? SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS8S Hvenær vikunnar verða slysin? Heimild: UMFEROARRÁO, somkvæmt skróningu lógreglu Trissa VIÐHALD OG VIDGERÐIR Vélarblokk Kveikjutíminn stilltur og skipt um kerti í SÍÐUSTU grein var fjallað um platínur, og þá var nefnt að sjald- an þurfi að hreyfa við kveikju og stilla tímann eins og það er kall- að, þ.e. hvenær neisti á að myndast, en það verður að gerast ör- skömmu áður en bulla á sprengislagi nær hástöðu. I bíl með raf- eindakveikju þarf naumast að velta vöngum yfir þessu atriði. í slíkri kveikju eru engir þeir hlutir sem slitna með sama hætti og platínur og kveikjutíminn ætti því ekki að breytast nema hreyft sé við henni og hún jafnvel tekin upp. Hér á eftir skal því þó stuttlega lýst hvernig hægt er að stilla tímann með einföldum hætti og er þá miðað við kveikju með platínum í fjögurra strokka vél. Einnig er fjallað um það sem hafa ber í huga þegar skipt er um kerti, og að lokum er vikið lauslega að eldsneytiskerfinu. Það sem þarf til að stilla kveikju- tímann er prufulampi sem svo kall- ast (skrúfjárn með peru og þræði), en hægt er að komast af án hans ef í nauðir rekur, og lykill til þess að losa kveikjuna. Því næst þarf að vita hver tíminn á að vera en hann er mældur í gráðum. Á öllum vélum eru tímamerki, oftast eitt eða fleiri á trissunni á sveifarásnum og annað á vélinni sjálfri (sjá mynd A) eða öfugt. Eitt merkið sýnir hvenær bullan í fyrsta strokki er í hástöðu (TOP DEAD CENTRE, skammstafað TDC) en hin telja gráðurnar áður en þeirri stöðu er náð, fimm gráður fyrir, tíu gráður fyrir o.s.frv. en vélin i snýst réttsælis. í handbók bíls- ins er gefið upp hversu margar gráðurnar eiga að vera. Þegar það er vitað er kveikjulokið tek- ið af og vélinni snúið þangað til merki standast á og kveikjuham- arinn er á fyrsta. Þá er kveikju- lásnum snúið (svissað á) og prufu- lampinn tengdur við straumleiðsl- una fyrir platínurnar og í jörð. Losað er upp á festiboltanum á kveikjunni svo að hægt sé að snúa henni. Ekki er þó sama í hvora átt henni er snúið. Kveikjuflýtirinn flýtir kveikjunni eins og nafnið bendir til og er hægt að taka mið af honum. Hann togar í kveikju- botninn. Snúa á kveikjunni í sömu átt og hann togar (sjá mynd B). Kveikjunni er snúið en gæta verður þess að kveikjuásinn hreyfíst ekki með. Um leið og logar á Ijósinu eru platínurnar að opnast. Þá er tíminn nærri lagi og óhætt að festa kveikj- una en þess skal gætt að hún snú- ist ekki á meðan. Hægt er lika að láta augað ráða og snúa kveikjunni þangað til platínurnar byrja opnast. Þá skal vikið að kertunum. Þau endast ekki mikið lengur en platínur og því er rétt að skipta um þau á 10 til 15 þús. km fresti. Fá verður rétt kerti en þáu eru auðvitað mismunandi. Tvennt ber að hafa huga áður en skipt er um þau. Annað er gamalt húsráð: Alls ekki kippa öllum kertaþráðunum af áður en hafíst er handa nema þeir séu merktir. Margur hefur lent í þeim ógöngum þegar nýju kertin eru komin í að vita ekki hvar hver þráð- ur á heima því að alls ekki er sama hvernig þeir raðast á kertin. Hitt er að skrúfa þau ekki úr ef vélin er mjög heit. Þá er ráðlegt að bregða réttu þykktarmáli á milli oddanna eins og gefið er upp í handbók bílsins þó að sjaldan komi að sök þó að því sé sleppt. En um leið og skipt er um kerti er rétt að skoða hetturnar á kertaþráðun- um, bæði við kertin og kveikjulok- ið. Ef þær eru orðnar harðar og sprungnar af langri notkun er lík- legt að þræðirnir séu að renna sitt skeið á enda og tími kominn til að skipta um þá. Ella er viðbúið að bíllinn neiti að fara í gang þegar rignir. Hægt er að kaupa þræði í réttum lengdum víða en gæðin eru vitaskuld misjöfn. Engihn skyldi þó horfa í að fjárfesta í góðum kertaþráðum. Þegar nýir þræðir eru settir í gildir húsráðið sem vik- ið var að hér á undan: Takið einn þráð í einu og setjið nýjan í staðinn áður en byrjað er á næsta. Þá verð- ur að leggja þannig að þeir liggi ekki á pústgrein eða nuddist ein- hvers staðar við. Kveikjulok geta sprungið en slík bilun gerir einkum vart við sig í rigningatíð. Þegar kveikjan er opn- uð er því rétt að skoða lokið að innan og huga að sprungum. Ef einhvetjar tortyggilegar sprungur sjást skal hiklaust skipt um það og eins og áður aðeins einn þráður tekinn úr í einu. Á hamrinum og reyndar innan á lokinu Mka myndast svart hrúður sem alls ekki má hreinsa burt. Ef það er gert verður lengra fyrir neistann að hlaupa og spennan minnkar. Að síðustu skal vikið hér að elds- neytiskerfinu. Sjaldan þarf að eiga við blöndunga enda eru nánast all- ar stilliskrúfur á þeim þannig í flestum bílum að naumast er hægt að hrófla við þeim nema með sér- stökum verkfærum og raunar er ekki ætlast til að það sé gert án þess að afgasmælir sé notaður. Hins vegar þarf að skipta um loft- síu einu sinni og jafnvel tvisvar á ári, en hún getur verkað eins og innsog ef hún verður of gömul og bensíneyðsla aukist að sama skapi. Lofthreinsari verður þá olíublautur þó að fleira geti að vísu valdið því. Þá er rétt að huga að bensínsíu sem oft er komið fyrir á hvalbakn- um. Auðvelt er að finna hana með því að rekja sig eftir bensínleiðsl- unni. Henni er hent ef hún er sýni- lega orðin gömul en bensínsíur í flestar gerðir bíla fást víða og kosta lítið. ■ Sveinn Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.