Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 1
GEWCISIWÁL: Gengislækkun dollars talin hagstæö fyrir þjóöarbúiö /4 SJÓFLUTNINGAR: Komast Samskip upp úr öldudalnum? /5 VIÐSKITn JOVINNULtF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 BLAÐ Framleiðsla Hampiðjan með hagnað þrátt fyrir 6% samdrátt HAGNAÐUR af reglulegri starf- semi Hampiðjunnar og dótturfé- lags hennar í Portúgal fyrir skatta varð 15,3 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 11,8 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hampiðjan seldi fyrr á þessu ári allar fasteignir sínar við Stakkholt og hreinn hagnaður fyrstu sex mánuðina varð þvi 39,1 miiyón að meðtöldum söluhagnaði og að frádregnum reiknuðum sköttum. Rekstrartekjur Hampiðjunnar á fyrri árshelmingi drógust saman um 6% frá því í fyrra á verðlagi hvors árs, eða úr 381 milljón í 359 milljón- ir króna skv. milliuppgjöri. Á fyrri árshelmingi í fyrra námu rekstrar- gjöld alls 369 milljónum miðað við 344 milljónir á ár og er samdráttur- inn þar 7%. í frétt frá Hampiðjunni segir að helsta ástæðu samdráttar í rekstr- artekjum megi rekja til minni sölu á fiskilínu og köðlum á innanlands- markaði,. Hins vegar hefði orðið nokkur aukning útflutnings á netum og trollum þ.a. í heild hefði sala neta aukist frá fyrra ári. Ennfremur segir að í ljósi eigin- fjárstöðu og veltu fyrirtækisins þyrfti hagnaður af reglulegri starfsemi að vera mun meiri en náðist á fyrstu sex mánuðunum. Velta félagsins dróst saman um 6% frá fyrra ári og framleiðslan enn meira eða 11% enda voru birgðir of miklar í upphafi árs. Tekist hefur að draga verulega úr framleiðslu- kostnaði á árinu með almennum að- „Við teljum það stóran áfanga að vera búin að fá græna ljósið á heilsu- saltið. Þessi tegund af salti er hvergi annars staðar framleidd í heiminum. Við erum því búnir að sanna það fyrir sjálfum okkur og öðrum að það er hægt að framleiða hér heilsusalt sem á að geta staðið undir sér,“ seg- ir Ingólfur. Saltverksmiðjan hefur verið lokuð haldsaðgerðum, en þó sérstaklega með stofnun gamverksmiðju Hamp- iðjunnar í Portúgal. Eignir félagsins skv. milliuppgjör- inu námu 1.539 milljónum sam- anborið við 1.510 í lok júní 1991. Skuldir lækkuðu úr 843 milljónum í 793 milljónir á þessu tímabili og eig- ið fé félagsins jókst úr 613 milljónum í 632 milljónir króna. í lok júní sl. nam tekjuskattsskuldbinding Hamp- iðjunnar 114 milljónum en var 55 milljónir í júnflok 1991. Um síðustu mánaðarmót hófst bygging 3. áfanga við Bíldshöfða, um 3.900 fm húsnæðis. Reiknað er með að starfsemin við Hlemm flytjist að Bíldshöfða um áramótin næstu. að undanfömu vegna sumarfría en í þessari viku er verið að setja hana í gang aftur. Heilsusaltsframleiðslan mun því fara aftur í gang fljótlega og afgreiðslusamningur til Akzo hef- ur verið gerður til nokkurra mánaða. Ekki fæst uppgefið hversu mikið magn af heilsusalti íslenska saltfé- lagið hyggst framleiða en verð á því er margfalt hærra en venjulegt salt. HUJUU.II.I.III J Sala heilsusalts und- irbúin íHollandi FYRSTA sendingin af framleiðslu íslenska saltfélagsins hf. af heilsu- salti er komin til hollenska fyrirtækisins Akzo, sem saltverksmiðjan er með langtímasamning við um sölu og dreifingu á heilsusaltinu. Að sögn Ingólfs Kristjánssonar verksmiðjustjóra eru viðbrögð hinna hol- lensku aðila mjög jákvæð og mun heilsusattið standast allar þær gæð- akröfur sem gerðar eru. Akzo mun því fara að undirbúa markaðssetn- ingu heilsusaltsins og kynna það fyrir sínum viðskiptavinum. Samanbuður á mapbreytingar á milli ára 1992 1993 1992 1993 Einkaneysla -3,8 -1,8 -4,5 -2,0 Samneysla 0,5 0,0 1,5 2,0 Fjárfesting -9,7 -10,4 -12,0 -8,0 Neysla og fjárfesting alls -4,2 -3,3 -4,8 -2,3 Birgðabreytingar* -0,3 0,0 -0,2 0,8 Þjóðarútgjöld -4,5 -3,3 -5,0 -1,4 Útflutningur vöru og þjónustu 1,3 -1,0 -1,2 0,5 Innflutningur vöru og þjónustu -3,3 -6,3 -7,9 -5,5 Landsframleiðsla -3,0 -1,5 -2,7 0,6 Þjóðartekjur -3,9 -2,3 -4,7 -0,1 Viðskiptakjör -4,2 -0,5 -4,4 -2,1 Viðskiptajöfnuður (milljarðar) -15,0 -9,8 -15,7 -11,0 hlutfall af landsframleiðslu (%) -3,9 -2,6 -4,1 -2,8 Verðbólga {%) 4,4 1,9 4,2 2,5 Atvinnuleysi ** 2,9 3,6 2,8 3,8 *Vöxtur eða samdráttur I birgöabreytingu sem hlutfail af landsfrarrteiðslu fyrra árs *' Meðaifjöki skráðra atvinnulausra sem hlutfal! af vinnuframboói FÉLAG íslenskra iðnrekenda sendi nýverið frá sér þjóðhags- spá og má sjá helstu niðurstöður hennar hér að ofan. Til samanburðar má einnig sjá niðurstöður í þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar sem lögð hefur verið tii grundvallar viö gerð fjárlagafrumvarpsins. Athyglisvert er að nokkur munur er á spám þessara tveggja aðila og vekur þar sérstaka athygli að iðrekendur gera ráð fyrir að 0,6% aukningu á landsframleiðslu á næsta ári en Þjóðhagsstofnun spáir 1,5% samdrætti. Iðnrekendur eru allbjartsýnir fyrir næsta ár og gera ráð fyrir að útflutningur vaxi þrátt fyrir aflasamdrátt og að verð sjávarafurða muni hækka á seinni helmingi næsta árs. Ennfremur er búist við vexti í útflutningi iðnvarnings, einkum vegna útflutnings áls og kisiljárns. Aftur á móti gera báðir aðilar ráð fyrir miklum samdrætti í innflutningí og eru jafnframt nokkuð samstíga í spá um aukið atvinnuleysi en mjög litla veröbólgu á næsta ári. íslandsbréf 7,1% - án bindingar Þú þarft ekki að festa fé þitt í langan tíma til að njóta góðrar ávöxtunar. íslandsbréf, góður kostur íyrir þig. Ráðgjafar Landsbréfa og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land. 5J5 Raunávöxtun sl. 3 mánuði á ársgrundvelli. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, slmi 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verdbréfafyrlrtæki. AdiII að Verðbréfaþingi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.