Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATV1NN1ILÍF FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 Fyrirtæki Hagnaður Tollvöru- geymslunnar 2,2 milljónir HAGNAÐUR Tollvörugeymslunnar hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 2,2 milljónum króna fyrir skatta skv. milliuppgjöri. Áætlun gerði ráð fyrir tæplega fjögurra milljón króna hagnaði, en fjár- magnsgjöld á þessu tímabili urðu meiri en áætlað var. í fyrra varð hagnaður af rekstri Tollvörugeymslunnar 4,7 milljónir fyrir skatta og skv. áætlun er gert ráð fyrir að hann verði 16 milljónir fyrir allt árið 1992. Rekstrartekjur Tollvörugeymsl- unnar á fyrri árshelmingi jukust um 22% miðað við sama tíma í fyrra eða úr 50 milljónum í 61,2 milljónir. Rekstrarkostnaður sama tímatíils jókst úr 46,4 milljónum í 54,2 milljónir sem samsvarar um 17% aukningu. Rekstrarhagnaður tímabilsins var því um 7 milljónir króna samanborið við 3,6 milljónir á sama tíma í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins námu fjármagnsgjöld Tollvörugeymsl- unnar 4,5 milljónum samanborið við fjármunatekjur upp á eina milljón á sama tímabili í fyrra. Munurinn skýrist að mestu af auknum framkvæmdum í tengsl- um við nýja starfsþætti s.s. komu flugfraktar Flugleiða, opnun frí- svæðis, endurskipulagningu og endumýjun á vöruhúsum Tollvöru- geymslunnar ásamt annarri lag- færingu. Þá námu óregluleg gjöld félagsins um 370 þúsundum. Eignir Tollvörugeymslunnar námu 380 milljónum í lok júní sl., en um síðustu áramót voru eign- imar 325 milljónir skv. efnahags- reikningi. Þá voru skuldir félgasins 125 milljónir samanborið við 186 milljónir skv. sex mánaða uppgjöri þessa árs. Eigið fé dróst saman um 5 milljónir á tímabilinu, úr 199 milljónum í 194 milljónir. Jarðboramr Ákvörðun um álver ætti að hækka gengið á hlutabréfunum TALSMENN Kaupþings, sem annast hlutabréfasöluna í Jarðborun- um, segjast hafa orðið varir við áhuga hjá almenningi og stórum fjárfestum á hlutabréfum í Jarðborunum undanfarna daga, en bréfin verða sett á almennan markað í dag. Stefán Halldórsson hjá Kaupþingi segir mikilvægt að stórir fjárfestar taki þátt í útboð- inu þar sem söluverðmæti bréfanna í Jarðborunum sé það mikið. Bréfin verða til sölu hjá Kaupþingi, öðrum verðbréfafyrirtækjum, afgreiðslum Búnaðarbankans og sparisjóðum. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu verður gengi bréfanna 1,87 og nafn- virði þeirra alls 141,6 miHjónir króna. „Verkefni Jarðborana hafa ver- ið með minna móti hin síðustu ár miðað við það sem áður var. Þess er að vænta að verkefnin aukist á komandi árum. Verðlagning hlutabréfanna hef- ur tekið mið af þessu og í því sam- bandi má benda á að innra virði hlutabréfanna var 2,27 um sl. ára- mót, en nú eru þau selt á 1,87. Mér finnst mjög líklegt að hluta- bréfín hækki í tengslum við samn- inga um sölu á orku til stóriðju þar sem með þeim þarf að fram- kvæma jarðboranir til orkuöflunar fyrir raforku og einnig að setja af stað rannsóknarboranir vegna nýrra virkjana. Ákvörðun um álver myndi því strax leiða til aukinna verkefna hjá Jarðborunum og þar með aukinnar veltu og hagnaðar, sem hafa áhrif á gengi hlutabréf- anna,“ segir Stefán. Jarðboranir hafa skilað hagnaði öll árin frá stofnun fyrirtækisins fyrir utan árið 1988. A síðasta ári varð hagnaður 15,8 milljónir króna af 197,5 milljóna veltu og á þessu ári er talið að veltan verði á bilinu 180-200 milljónir króna og hagnaður 15-25 milljónir. Félagið er sagt búa við mjög sterkan fjár- hag, eigið fé er um 87% af heildar- eignum. Að sögn forsvarsmanna hluta- bréfasölunnar er markaðsstaða hlutafélagins mjög sterk og mun það vera vel í stakk búið til að mæta samkeppni erlendra bor- fyrirtækja, ef þau leita inn á þenn- an markað. Einnig er talið að Jarð- boranir eigi raunhæfa möguleika á að afla sér verkefna erlendis vegna sérþekkingar sinnar á jarð- borunum. Jarðboranir hf. tóku til starfa í byijun árs 1986 og tóku yfír rekstur tveggja borfyrir- tækja sem áður voru í eigu ríkis- ins og borgarinna. Félagið rekur 12 bora til háhita-j lághita- og rannsóknarborana. Á sl. ári störf- uðu að jafnaði 32 menn hjá félag- inu, en að auki voru lausráðnir starfsmenn við einsök borverkefni. Framkvæmdastjóri Jarðborana er Bent S. Einarsson viðskiptafræð- ingur. mest seldu fólks- bílategundirnar í jan.- maí 1992 Fjöldi % 1. TOYOTA 929 20,4 2. NISSAN 563 12,3 3. MITSUBISHI 551 12,1 4. DAIHATSU 548 12,0 5. AE-LADA 255 5,6 6. SUBARU 241 5,3 7. MAZDA 190 4,2 8. VOLKSWAGEN 164 3,6 9. SUZUKI 148 3,2 10. RENAULT 141 3,1 Aðrir 829 18,2 4.559 Bifreiða- innflutningur jan.- júlí 1992 ----FÓLKSBÍLAR HÓP- VÖRU- og SENDIBÍLAR Notaðir bílar 697 315 ALLS voru 712 nýir fólksbílar fluttir inn í júli sl. og hafa þá samtals verið fluttir inn 4559 nýir fólksbílar á þessu ári. Árið 1991 höfðu samtals verið fluttir inn 6102 nýir fólksbílar á sama tíma og er því um 25,3% samdrátt að ræða. Að sögn Jónasar Þórs Steinarssonar hjá Bílgreinasambandinu var innflutningurinn í júlí líkt og búist hafði verið við og samdrátturinn svipaður og verið hefur þar sem af er ársins. í júli mánuði var mest flutt inn af Toyota eða 122 fólksbílar, af Nissan voru fluttir inn 112 og af Mitsubishi 69 fólksbílar. Það sem af er árinu hefur mest verið flutt inn af Toyota, alls 929 og næst mest af Nissan alls 563, þar á eftir koma Mitsubishi og Daihatsu. JARÐBORANIR — Myndin er tekin við rannsóknarboranir sem Jarðboranir voru að framkvæma í Öskjuhlíð í sl. viku, þar sem verið var að kanna jarðhitasvæði. Samkeppni 8.4% Ars;i\öxiun iimlnim vonAbúlgu SKULDABREF GLITNIS 2-4 ára verðtryggð skuldabréf með fastri ávöxtun til gjalddaga. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Tvær íslenskar aug- lýsingar tilnefnd- ar til verðlauna TVÆR íslenskar auglýsingar voru nýlega tilnefndar til verð- launa í samkeppni norrænna sjónvarpsauglýsinga sem ber nafnið Gullni svanurinn. Um er að ræða auglýsingamyndirnar Ugla sat'á kvisti sem ÁUK hf., IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 Auglýsingastofa Kristínar, gerði fyrir Sjóvá-Almennar og Trambolín sem auglýsingastof- an Gott fólk gerði fyrir Ríkis- sjóð. Alls bárust 380 sjónvarpsaug- lýsingar til keppninnar. Auglýs- ingamyndirnar voru frá öllum Norðurlöndunum, þar af 9 frá ís- landi. Af þessum 380 myndum voru 70 tilnefndar til verðlauna. Úr þeim velur dómnefnd síðan ótilgreindan fjölda auglýsinga sem verðugar þykja bronsverðlauna og er sami háttur hafður á með silfur- verðlaunin. Ein auglýsing fær síð- an gullverðlaun. Einnig fá sex auglýsingar sér- stök verðlaun fyrir tæknileg at- riði, tökur, klippingar, lýsingu, hljóðsetningu, leik, leikstjórn og sérstakar tæknibrellur. Að lokum verður valin ein auglýsing sem stendur uppi sem sigurvegari og hlýur Grand Prix verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.