Morgunblaðið - 20.08.1992, Page 4

Morgunblaðið - 20.08.1992, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNCLÍF FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 Gengismál Gengislækkun dollars talin hagstæð fyrir þjóðarbúið Áhrifín eru einkum jákvæð á greiðslubyrði af erlendum skuldum þar sem meira en helmingur langtímalána er í dollurum GENGI dollars gagnvart íslensku krónunni hefur lækkað verulega nú í sumar eftir nokkra hækkun framan af árinu og er nú skráð kringum 54 krónur. Gengið er um 8% lægra en að meðaltali í fyrra gagnvart krónunni og rúmlega 15% lægra en það var var hæst í fyrra. Náði sölugengi hæst 63,90 kr. í byrjun júlí í fyrra en var að meðaltali yfir árið 59,04 kr. Frá áramótum er þó einungis um 3% lækkun að ræða. Ákaflega erfitt hefur reynst að spá fyrir um þróun dollarans vegna þeirrar óvissu sem ríkir í bandarísku efnahagslífi. Sömuleiðis hafa háir vextir í Þýskalandi þrýst gengi marksins gagnvart dollar upp en á sama tíma hefur vöxtum verið haldið mjög lágum í Bandaríkjunum vegna stöðnunar í efnahagslífinu þar í landi. Lækkun dollars hefur margvísleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og virðast þau fremur vera hagstæð m.a. vegna þess hve hátt hlutfall erlendra skulda er i dollurum. SPfl N0KKURRA BflNKfl UM ÞRÖUN Á GBMGID0LLARS gagnvart þýska markinu og japanska jeninu 13. nóvember 1992. Gengi um miðjan dag í gær var 1,4585 fyrir þýska markið og 126,47 fyrir japapska jenið. . .. SW gagnvart marki gagnvart jem D.K.B. 1,5300 + 130,00 + ■- ' / - . \ FUJlMNK ,..l: 1,5500 + 133,00 + i.b.j.^ 1,4200 120,00 MITSUBISHI BANK 1,5200 + 128,00 + SAKURA BANK 1,4850 + 125,00- SUMITOMO BANK 1,6000 + 122,00 SANWA BANK 1,5000 + 130,00 + KYOWA BANK 1,5500 + 120,00 TOKAI BANK 1,6500 + 123,50- BANK OF AMERICA 1,5700 + 130,00 + NOVA SCOTIA 1,5000 + 130,00 + BANKERS TRUST 1,7500 + 120,00 BARCLAYS BANK 1,4700 + 123,00 CITIBANK 1,4350 122,00 BANK OF NEW YORK 1,5000 + 130,00 + NIPPON CREDIT 1,5500 + 129,50 + CHASE MANHATTAN 1,5020 + 129,20 + TORONTO DOMINITON 1,4300 125,00 BANK OF TOKYO 1,5900 + 132,00 + MITSUI TRUST 1,6800 + 129,50 + BANK OF MONTREAL 1,5000 + 128,00 + SUMITOMO TRUST 1,5120 + 128,20 + MITSUBISHI TRUST 1,6450 + 129,50 + YASUDA TRUST 1,6500 + 140,00 + NORINCHUKIN 1,7000 + 130,00 + LONG TERM CREDIT 1,5100 + 123,00 DAIWA BANK 1,4500 124,00 í Hagvísum sem Þjóðhagsstofnun gefur út kemur fram að erfítt sé að meta heildaráhrif þessarar gengis- lækkunar á þjóðarbúskapinn. Ætla megi þó að áhrif dollarans í vöru- og þjónustuviðskiptum séu ekki ósvipuð á útflutnings- og innflutn- ingshlið. Hins vegar sé hlutfall er- lendra skulda í dollurum hærra en í vöru- og þjónustuviðskiptum og því hafí lækkun dollarans hagstæð áhrif á greiðslubyrði af erlendum lánum meðan hún varir. Við blasir að lækkun á gengi doll- arans er óhagstæð fyrir þá útflytj- endur sem selja vöru sína á Banda- ríkjamarkaði og rýrir tekjur þeirra. Aftur á móti þýðir hækkún Evrópu- mynta hærri tekjur fyrir þá aðila sem selja vörur sínar til Evrópulanda en þangað fer t.d. stór hluti af útflutn- ingi iðnaðarvara. Á sama hátt lækk- ar innkaupsverð á bandarískum vör- um hingað til lands og ódýrara verð- ur að ferðast til Bandaríkjanna en áður. Hvað greiðslubyrðina varðar má benda á að um 54% af löngum erlendum lánum þjóðarbúsins er í dollurum þannig að til skemmri tíma litið hefur þetta hagstæð áhrif. Þess- ar skuldir hafa sömuleiðis að miklum hluta verið með breytilegum vaxta- kjörum þannig að lækkun dollara- vaxta hefur dregið talsvert úr vaxta- byrði. Þetta á við t.d. um Flugleiðir en skuldir félagsins eru sem kunnugt er að langmestu leyti í dollurum. Erfíðara er hins vegar að segja til um áhrif gengislækkunar dollars á afkomu félagsins þar sem gengis- hagnaður eða -tap á sér mótvægi í endurmati flugvélaflotans. Má ætla að þetta liggi ekki ljóst fyrir fyrr en eftir að lokið verður við milliuppgjör félagsins. Minnkandi birgðir fyrir Bandaríkjamarkað „Lækkun dollarans hefur fyrst og fremst haft þau áhrif að framleiðend- ur hafa verið að fá minna vöruna sem við höfum verið að flytja út,“ sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Söl- umiðstöðvar hraðfrystihúsanna þeg- ar hann var spurður hvaða áhrif gengisþróunin hefði á útflutning fyr- irtækisins. „Á þessu stigi hefur þetta ekki haft mikil áhrif á framleiðsluna vegna þess að við höfum verið með dálitlar birgðir fyrir Bandaríkin. Hins vegar fara birgðir mjög minnkandi svo það fer að reyna á það á næstu vikum hvort að hægt er að sýna fram á það að hagkvæmt sé að halda áfram framleiðslu fyrir þennan markað með svona lágt gengi doliar- ans. Alveg á næstu vikum kemur upp sú staða að við getum farið að sjá aftur skort á físki til Bandaríkj- anna vegna þessara dollarabreytinga í þessum hefðbundnu tegundum okk- ar sem skipta okkar þar mestu máli ef ekki verður veruleg breyting á. Ég tel einfaldlega of snemmt að segja til um það. Mjög margir eiga von á sveiflum á dollaranum áfram. Mjög margir spá að hann fari upp en aðr- ir spá lækkun. Ég get ekki spáð neinu um það. Sú staða sem framleið- endur eru í, skelfíleg kreppa og tap sem þeir flestir standa frammi fyrir, verður til þess að að flestir telja sig ekki hafa efni á því að framleiða neitt annað en það sem gefur þeim góða afkomu til skamms tíma. Það getur í sumum tilvikum stangast á við það sem við myndum telja heppi- lega markaðsstarfsemi." Friðrik segir að allar sveiflur af þessu tagi séu afskaplega óheppileg- ar vegna þess að þær gangi á svig við aðrar eðlilegar markaðsforsend- ur. „Oftar en ekki er alveg nóg að glíma við mismunandi framboð og eftirspum og samkeppni við aðrar vörur á einstaka mörkuðum þó því sé ekki bætt ofan á að fá gengis- sveiflur í viðbót sem gjörsamlega kollvarpa framleiðsluforsendum hverrar tegundar fyrir sig á viðkom- andi markaði. Hlutur Evrópu- og Asíumarkaðar- ins hefur stöðugt verið að aukast og í framleiðslunni síðustu vikur höfum við ekki séð lægra hlutfall fyrir Bandaríkjamarkað í háa herrans tíð. Það teljum við afskaplega bagalegt vegna þess að hlutfall okkar í fram- leiðslu til Bandaríkjanna er orðið miklu lægra heldur en við teljum heppilegt. Sá markaður hefur alla jafna tekið þá vöru sem í er mestur virðisaukinn. Stór hluti af þeirri vöru sem unninn er fyrir þann markað er beinlaus og roðlaus flök og niður- skorin flakastykki. Það er mestur virðisaukinn í henni undir venjuleg- um kringumstæðum en þessi sveifla á dollarnum á undanfömum fjórum til fimm áram hefur skaðað mjög það markaðsstarf og þá markaðsupp- byggingu sem þar hefur átt sér stað í áratugi." „Lækkun dollarans hefur fremur áhrif til lækkunar á skuldum og greiðslubyrði hjá fyrirtækjum,“ segir Yngvi Harðarson, hagfræðingur Fé- lags íslenskra iðnrekenda. „Á móti kemur hækkun á Evrópumyntum sem bætir stöðuna bæði hjá sam- keppnisiðnaði og útflutningsiðnaði. Langstærstur hluti af útflutningi iðn- vamings fer tii Evrópu eða rúmlega 80%. Hins vegar kemur þetta illa við fyrirtæki sem flytja út til Bandaríkj- anna eins og t.d. þau sem flytja út vatn.“ Lágir vextir í Banda- ríkjunum halda niðri genginu Skýringin á lágu gengi dollars gagnvart Evrópumyntum er að vera- legu leyti fólgin í þeim mun sem er nú milli vaxta í Bandaríkjunum og Evrópu. Þýski seðlabankinn hækkaði forvexti úr 8% í 8,75% 16. júlf sl. og styrktist þá gengi marksins gagn- vart dollar. Hafa vextir ekki verið jafnháir þar í landi frá lokum síðari heimstyijaldarinnar. Háir vextir í Þýskalandi hafa augljóslega í för með sér að peningalegar eignir í þýskum mörkum verða vænlegri fyr: ir fjárfesta en eignir í dolluram. í Bandaríkjunum hafa vextir verið lækkaðir mjög mikið í því skyni að örva efnahagslífið og hafa ekki verið lægri í 30 ár. Þar í landi ríkir einnig óvissa vegna forsetakosninganna en niðurstaða þeirra er líkleg til að hafa áhrif á framvindu gengismála á al- þjóðamarkaði. Á sama hátt kunna aðgerðir seðlabanka á gjaldeyris- markaði að breyta gangi mála en seðlabankar keyptu mikið af dollur- um á markaði fyrr í þessum mánuði til að spoma við frekari lækkunum. Spár um þróunina á gengi dollars á alþjóðagjaldeyrismarkaði af þess- um ástæðum á ýmsa vegu. Almennt er þó gert ráð fyrir að dollarinn eigi eftir á hækka á ný en ýmis sjónar- mið era uppi um hvenær það geti orðið. Hagfræðingar benda á að doll- arinn sé vanmetinn gagnvart Evr- ópumyntum á mælikvarða kaupmátt- arkenninga. Þessi mælikvarði er hins vegar einungis taldinn gefa vísbend- ingu um þróunina til lengri tíma litið. „Hagfræðingar era almennt sam- mála um það að gengi Bandaríkja- dollars sé tiltölulega lágt með tilliti til sjónarmiða sem byggjast á lang- tíma jafnvægissjónarmiðum," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri íjóð- hagsstofnunar. „Þegar beitt er kaup- máttaijafnvægiskenningum þá virð- ist gengi dollarans vera tiltölulega mjög lágt. Þess vegna hafa hagfræð- ingar verið að spá hækkun á Banda- ríkjadollar undanfarið en þó með þeim formerkjum að enginn reiknar með því að þessi hækkun verði nema að breyting verði til batnaðar í bandarísku efnahagslífí. Þessi upp- sveifla á dollamum á fyrri hluta árs- ins stafaði af þess háttar væntingum. Menn reiknuðu með því að efnahags- lífíð í Bandaríkjunum væri að rétta úr kútnum. Þá fór dollarinn strax af stað upp en síðan hafa efasemdir manna aukist og hik kemur fram í efnahagslífínu á marga mælikvarða. Menn vita einfaldlega ekki hvort efnahagskerfíð er á leið upp úr öldu- dalnum eða fast niðri. Ég tel líkleg- ast að Bandaríkjadollar haldist lágur þar til ótvíræðar vísbendingar fást um að efnahagslífið sé að rétta úr kútnum. Vaxtastigið í Bandaríkjunum er lægra en í Evrópu sem stafar af tölu- verðu leyti af mismunandi áherslum í hagstjóm. í Evrópu er verið að halda ákveðnum viðmiðunarmörkum í gengi en Bandaríkjamenn leggja hins vegar áherslu á að nota vextina til að örva efnahagslífið og láta skeika að sköpuðu þó að gengið lækki á móti. Óróleiki í Evrópu hefur aukist á undanfömum mánuðum og efasemdir hafa aukist um styrk tveggja gjaldmiðla, þ.e.a.s. lírannar og pundsins. Margir hagfræðingar telja að fyrr eða síðar komi að því að nauðsynlegt verði að endurskoða gengisafstöðuna innan Evrópu- bandalagsins." Margir stærstu bankar heims spá hækkun dollarans Erlendir bankar senda að jafnaði frá sér spár yfír gengi dollars og hefur t.d. deild erlendra viðskipta hjá íslandsbanka aðgang að spám 27 banka. Þar á meðal eru stærstu og þekktustu bankar heims. I nýrri spá bankanna sem nær fram til 13. nóv- ember er að fínna athyglisverðar nið- urstöður um horfumar sbr. meðfylgj- andi töflu. Flestir bankarnir gera ráð fyrir hækkun dollars eða 23 talsins en fy'órir spá lækkun frá núgildandi gengi. Gengið hefur að undanförnu verið á bilinu 1,46-1,47 þýsk mörk en alls 14 bankar gera ráð fyrir áð það muni verða á bilinu 1,50-1,60 mörk i nóvember. Nokkrir bankar telja að gengið verði 1,70 mörk eða hærra en fáeinir telja að gengið muni lækka frá því sem nú er. KB Auglýsing þessi er birt í upplýsingaskyni samkvæmt reglum um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands. Auglýsingin felur ekki í sér tilboð um sölu hlutabréfa. Tilkynning um skráningu hlutabréfa á Veröbréfaþingi íslands Skráning hlutabréfa Flugleiða hf. Þann 29. júní 1992 voru hlutabréf Hugleiða skráð á VerÖbréfaþingi íslands. Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur félagsins og samþykktir þess liggja frammi á skrifstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. FLUGLEIDIR JmT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.