Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
B 7
Stjórnun
Eyðublaðasafn fyrir
rekstur fyrirtækja
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Um-
gjörð hf. sem hóf starfsemi í
byijun þessa árs hefur gefið út
á íslensku safn eyðublaða fyrir
stjórnun og rekstur. Eyðublöðin
voru þróuð og hönnuð í Þýska-
landi undir heitinu „Know how
collection" en á íslandi eru þau
nefnd „Know how“ eyðublaða-
safnið.
Markmiðið með gerð eyðublað-
anna er að búa til tæki sem sparar
vinnu við undirbúning, fram-
kvæmd og eftirlit með rekstri, að
því er segir í frétt frá Umgjörð
hf. Um er að ræða grunnsett sem
samanstendur af 50 gátlistum og
eyðublöðum fyrir áætlanagerð og
skipulagningu. Einnig verða innan
skamms fáanleg 4 viðbótarsett
sem hvert um sig er u.þ.b. 15 eyðu-
blöð. Þau ná til tímastjórnunar,
starfsmannamála, fjármála og
skipulagningar. Þá er hægt að sér-
panta eyðublöð hjá Umgjörð hf.
eða láta fyrirtækið hanna ný eða
endurbæta þau gömlu. Hvert eyðu-
blað er prentað á pappaspjald.
Öðru megin á spjaldinu er sjálft
eyðublaðið, tilbúið til ljósritunar.
Hinum megin á spjaldinu er
smækkuð mynd af eyðublaðinu,
útfyllt með rauðu letri. Ennfremur
er þar að finna stuttan skýringar-
texta um tilgang viðkomandi eyðu-
blaðs og aðferðir við útfyllingu.
Safnið er einnig fáanlegt á diskl-
ingum og er unnt að færa upplýs-
ingar inn á eyðublöðin með Page
maker forritinu. Síðan má geyma
upplýsingar í minni, endurbæta og
breyta þeim eftir þörfum. Bent er
á að eyðublaðasafnið nýtist á öllum
sviðum rekstursins, t.d. við gerð
fjárhagsáætlana, við markaðs- og
auglýsingastjómun, starfsmanna-
stjórnun, við undirbúning og eftir-
lit söluferða og söluherferða og
undirbúning funda. Nánari upplýs-
ingar era veittar hjá Umgjörð hf.
í s. 11331.
Ráðstefna
Réttsetaer
mikilvæg
PENNINN sf. mun á morgun,
föstudaginn 21. ágúst, halda ráð-
stefnu um mikilvægi réttrar setu
við vinnu á skrifstofum. Peter
H. Geissler, heldur fyrirlestur
um efnið, en hann starfar í
Þýskalandi sem óháður fyrir-
tækjaráðgjafi og hefur um ára-
bil kynnt vinnuvernd eftir þvi
sem segir í fréttatilkynningu frá
Pennanum.
í fréttatilkynningunni segir enn-
fremur að röng seta sé heilsuspil-
landi og skrifstofur og vinnustaðir
sem ekki uppfylli kröfur um rétta
vinnuaðstöðu séu oft ástæða fyrir
skertri starfsorku fólks. Það sé
skylda hvers þess er hefur umsjón
með vinnuaðstöðu starfsfólks að
fylgjast með þróun í heilsuvemd.
Ráðstefnan fer fram á Hótel
Esju frá kl. 10.00 til 16.00. Þar
verður m.a. fjallað um vinnustell-
ingar og líkamsbyggingu, rann-
sóknir á skaða sem röng seta getur
valdið og möguleika á vinnuvernd.
Að lokun geta menn skipst á skoð-
unum um þessi málefni og prófað
stóla frá Pennanum.
Ber er hver að Baki...
Dauphin BL 1300 er traustur
bakvörður sem styður þig dyggi-
lega í dagsins önn. Hann er með
allar nauðsynlegar stillingar,
hjólin renna léttilega en hemla
þegar staðið er upp. Dauphin
BL 1300 er líka fáanlegur með
örmum.
Verð kr. 21.900.
DOUpHIN
Allt í einni ferð.
CHEEO-
Hallarmúla 2,
sími 813211, fax 689315.
Útbob
ríkisbréfa
(RBR. 4. fl.1992)
Fjármálaráðherra, f.h. rikissjóðs, hefur ákveðiö að
bjóða út ríkisbréf í samræmi viö heimildarákvæöi
lánsfjárlaga fyrir árið 1992 og meö hliðsjón af
ákvæðum laga nr. 79/1983 svo og laga nr. 43/1990,
1. gr., um Lánasýslu ríkisins.
í boði verða ríkisbréf 4. fl. 1992 með útgáfudegi 28.
ágúst 1992 og gjalddaga 26. febrúar 1993. Lág-
marksfjárhæð útboðsins er 300 milljónir króna.
Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð um 500 milljónir
króna samkvæmt nánari ákvörðun fjármálaráðherra
um töku tilboða.
Ríkisbréfin verða gefin út í þremur verðgildum;
2.000.000, 10.000.000 og 50.000.000 krónur að
nafnvirði og verða þau innleyst hjá Lánasýslu ríkis-
ins eða Seðlabanka íslands á gjalddaga. Ríkisbréf
eru án nafnvaxta og verðtryggingar.
4. Öllum er heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf
samkvæmt eftirfarandi reglum:
a) Löggiltum veröbréfafyrirtækjum, löggiltum verö-
bréfamiölurum, bönkum og sparisjóöum er einum
heimilt aö gera bindandi tilboð í ríkisbréf samkvæmt
tilteknu tilboðsverði.
b) Öllum öörum er heimilt að gcra bindandi tilboð í
vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun
vegin með fjárhæð). Tilboð samkvæmt þessum lið
eru háð því að samþykkt tilþoð samkvæmt a-lið
þessarar greinar verði að minnsta kosti samtals 200
milljónir króna.
5. Gera skal þindandi tilþoð í nafnverð ríkisbréfa, sbr.
lið 3, eða heilt margfeldi verðgilda.
6. Tilboð má senda á sérstökum eyöublöðum sem fást
hjá Lánasýslu rfkisins. Tilboðin skulu berast Lána-
sýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir kl.
14.00 miðvikudaginn 26. ágúst 1992 og séu í lokuð-
um ómerktum umslögum, að öðru leyti en því að
þau séu sérstaklega merkt oröinu „Tilboö í ríkisbréf“.
7. Heimilt er að símsenda tilboð í staðfestu símskeyti,
og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 6. lið
hér að framan. Ennfremur má senda tilboð með
myndsendi í númer 91-626068 milli kl. 13 og 14 á
tilboðsdegi ef það er staðfest með símtali á sama
tíma við forstjóra Lánasýslu ríkisins eöa fulltrúa hans.
8. Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða
hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eða
afturköllun tilboðs skal hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14.00 hinn 26. ágúst 1992.
9. Tilboðsgjöfum verða kynntar niðurstöður útboösins
með símtali eða sfmsendu bréfi eins fljótt og hægt
er eftir að þær liggja fyrir, þó eigi síðar en daginn
eftir að tilboðsfrestur rennur út.
10. Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega eins
fljótt og hægt er, án vísunar til nafna tilboðsgjafa,
með fréttatilkynningu til fjölmiöla.
11. Greiðsla fyrir ríkisbréf, skv. tilboðum sem tekin
verða, þarf að berast Lánasýslu ríkisins fyrir kl.
16.00 á útgáfudegi, þann 28. ágúst 1992, og verða
bréfin afhent eða póstsend fyrir kl. 17.00 sama dag
nema þess sé óskað sérstaklega aö Lánasýsla rík-
isins geymi ríkisbréfin. Berist greiðsla ekki á réttum
tíma áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefja tilboðs-
gjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann
tíma sem greiösla dregst.
12. Ríkisbréf þessi eru stimpilfrjáls. Um skattskyldu eða
skattfrelsi ríkisbréfa, svo og forvexti af þeim, fer eftir
ákvæðum laga um tekju- og eignaskatt eins og þau
eru á hverjum tíma, sbr. nú 8. gr., 1. tl. B-liðar 30.
gr., 74. og 78. gr. laga nr. 75/1981, með síðari
breytingum, sbr. og lög nr. 7/1974 og lög nr.
79/1983. Ríkisbréf eru framtalsskyld.
13. Flokkur þessi verðúr skráður á Verðbréfaþingi ís-
lands og verður Seðlabanki íslands viðskiptavaki
flokksins.
14. Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja frammi
hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík.
Reykjavík 19. ágúst 1992
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91-626040