Morgunblaðið - 20.08.1992, Side 8
V^terkurog k-J hagkvæmur JHtfgmiHiifetfr XJöfðar til JLX fólks í öllum
auglýsingamiðill! VEDSKIFTIAIVINNULIF starfsgreinum!
Hugbúnaður
Nýr Gluggapúki kominn
á markað
Verslun
Elstajámvöruverslun lands-
ins skiptír um eigendur
Morgunblaðið/
GLUGGAPÚKINN — Komin er á markað ný útgáfa af
Windows ritvilluvamarforritinu Gluggapúki sem skrifað er af eigendum
Tölvupúka sf. Þeir eru Steinþór Bjamason, sem er til hægri á mynd-
inni, og Friðrik Skúlason.
ELSTA járnvöruverslun landsins, Zimsen, hefur skipt um eigendur en
hún var stofnuð árið 1894. Hinir nýju eigendur eru bræðumir Snorri,
Haukur og Steingrimur Þorvaldssynir og keyptu þeir verslunina af
Einari Elíassyni sem hafði átt hana síðan árið 1974. Bræðumir hyggj-
ast ekki breyta starfseminni í grundvallaratriðum. Þeir ætla hins veg-
ar að auka vöraúrval og innflutning og fara að selja til annarra endur-
söluaðila. Hins vegar segja þeir að sú persónulega þjónusta sem veitt
hafi verið í versluninni, sem hafi verið einkennandi fyrir hana, komi
til með að sitja áfram í fyrirrúmi.
Tveir bræðranna, Snorri og Hauk-
ur, koma til með að vera í fullu starfi
við verslunina, Haukur sem fram-
kvæmdastjóri en Snorri sér um bók-
haldið. Þeir hafa báðir nokkra
reynslu af svipuðum rekstri. Haukur
hefur starfað sl. 6 ár í tengdum
rekstri, þ.á.m. var hann sölustjóri
hjá heildverslun Marinós Péturssonar
en Snorri starfaði hjá bílavarahluta-
verslun sl. ár.
Hjá Zimsen eru, auk Snorra og
Hauks, sjö fastir starfsmenn en
verslunin er starfrækt á tveimur
stöðum, Hafnarstræti 21 og Ármúla
42, en útibúið í Ármúla hefur verið
starfandi frá árinu 1980. Hinir nýju
eigendur hyggjast áfram reka þessar
tvær verslanir og halda sama starfs-
mannaíjölda. Verslanirnar eru báðar
reknar í leiguhúsnæði. Hafnarstræti
21 er í eigu Reykavíkurborgar en
það er eitt af elstu verslunarhúsum
á landinu. Húsið er friðað enda er
það talið byggt um árið 1839.
Haukur segir að þeir bræður hafí
ákveðið að kaupa Zimsen í stað þess
að stofna nýtt fyrirtæki og byija
alveg frá grunni líkt og þeir hafi í
fyrstu íhugað. „Okkur þótti árenni-
legra að taka við eldra fyrirtæki, sem
er þekkt, líkt og Zimsen, fyrir góða
vöru og þjónustu. Það er of lítið um
það að yngri menn taki við af þeim
eldri og reyndari. Hins vegar er allt-
af verið að stofna ný fyrirtæki og
bæta nýjum nöfnum í firmaskrána."
Snorri og Haukur segja að þeim
lítist vel á reksturinn. Þrátt fyrir að
þeir hafi starfað stutt í versluninni,
einungis frá 1. júní sl. hafi þeim
verið mjög vel tekið, jafnvel betur
en þeir hafí búist við. „Samkeppnin
er mikil en hún er alltaf af hinu
góða. Við verðum þó ekki varir við
mikla samkeppni í smásöluverslun-
inni þar sem Zimsen er með sína
föstu kúnna sem hafa lengi verið í
viðskiptum við verslunina. Auk þess
finnum við minna fyrir samdrætti í
byggingariðnaðinum þar sem við
leggjum meiri áherslu á viðhaldsvör-
ur en margir aðrir. Hins vegar er
meiri samkeppni í heildsölunni. Við
lítum þó bjartsýnir fram á við, aðalat-
riðið er að aðlaga reksturinn að
þjóðfélaginu," segir Snorri.
Að sögn Steinþórs er Gluggapúk-
inn frábrugðinn öðrum ritvillu-
vamarforritum að því leyti að
hann notar íslenska beygingar-
fræði við yfirlestur í stað þess að
byggja á orðasafni og þekkir þann-
ig mismunandi beygingar orða,
nýyrði og samsett orð.
„Forritið byggir á því að horft
er á eitt orð í einu og beygingar-
fræðin notuð til að yfirfara það.
Nýjungin í Gluggapúka II er hins
vegar fólgin í því að þessi nýja
útgáfa forritsins getur annars veg-
ar fylgst með innslætti og varað
notandann við ef slegið er inn
ranglega stafsett orð. Hins vegar
getur Gluggapúkinn nú lesið yfir
innsleginn texta, yfirfarið hann
og látið vita ef villur fínnast. Not-
andi getur lagfært ranglega staf-
sett orð sjálfur eða beðið Glugga-
púkann um tillögur að réttu orði,“
sagði Steinþór. Hann sagði enn-
fremur að hægt væri að kenna
Gluggapúkanum ný orð ef þörf
væri.
Gluggapúkinn er sem fyrr segir
Windows forrit sem ætlað er til
notkunar með ritvinnsluforritun-
um Word fyrir Windows, Word
Perfect og Just Write.
ZIMSEN — Hinir nýju eigendur Zimsen em bræðumir Snorri,
Haukur og Steingrímur Þorvaldssynir. Á myndinni era Snorri og Hauk-
ur en þeir era báðir í fullu starfi við verslunina.
NÝ útgáfa af Windows forritinu
Gluggapúki er komin á markað.
Nýja útgáfan, Gluggapúki II,
inniheldur bæði yfirlestur og
orðskiptingar sem er breyting
frá eldri útgáfunni.
Gluggapúkinn er skrifaður af
eigendum Tölvupúka sf., Steinþóri
Bjamasyni og Friðriki Skúlasyni.
Tímamót í vioskiptalífinu
í dag eru þau tímamót í viðskipta-
lífinu þar sem nú eru í fyrsta sinn
sett á almennan markað hlutabréf
í opinberu fyrirtæki. Nú getur hver
sem áhuga hefur keypt hlut í Jarð-
borunum hf., þó ekki meira en 5%
og ekki fyrir minna en 30 þúsund
krónur að nafnvirði. Hlutafjárútboð
þetta verður prófraun á fram-
kvæmd áframhaldandi einkavæð-
ingar á stærri fyrirtækjum, svo
sem ríkisbönkunum, og því verður
spennandi að fylgjast með hvernig
fjárfestar, smáir og stórir, koma
til með að taka hlutabréfunum í
Jarðborunum.
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að beita sér fyrir því að hluti af
söluandvirði ríkisfyrirtækja sem
verða einkavædd renni til rann-
sóknar- og þróunarverkefna í þágu
atvinnulífsins og til sköpunar nýrra
atvinnutækifæra ætti að virka
hvetjandi fyrir fjárfesta. Ákvörðun-
in ætti ekki síst að örva hlutafjár-
kaup lífeyrissjóðanna þar sem
tengsl þeirra og ábyrgð gagnvart
viðskipta- og atvinnulífinu eru mik-
il.
Þrátt fyrir að þetta sé f fyrsta
sinn sem hlutabréf í ríkisfyrirtæki
eru sett á almennan markað hefur
ýmislegt verið að gerast í tengslum
við einkavæðingu hjá ríkinu, sér-
staklega eftir að framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu var sett á
laggirnar. Skipaútgerð ríkisins hef-
ur verið lögð niður og eignirnar
ýmist seldar eða leigðar út. Fram-
leiðsludeild ÁTVR hefur einnig ver-
ið lögð niður ásamt útgáfustarf-
semi Menningarsjóðs. Prentsmiðj-
an Gutenberg hefur verið seld
ásamt hlutabréfum ríkissjóðs í
Ferðaskrifstofu íslands. Þá hafa
hlutabréf ríkissjóðs í Þróunarfélagi
íslands verið auglýst til sölu.
Ýmislegt fleira er á döfinni og
má þar nefna að fyrirhugað er að
breyta Lyfjaverslun ríkisins í hluta-
félag og selja eignarhlut ríkisins í
(slenskri endurtryggingu. Þá er
útboð á rekstri Fríhafnarinnar í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í undir-
búningi. Auk þess er fyrirhuguð
endurskipulagning á bönkum og
sjóðum í eigu ríkisins, Pósti ög
síma og Rafmagnsveitum ríkisins.
í viðtali við norska dagblaðið
Dagens Næringsliv fyrir stuttu
minnist Jónas Haralz, fyrrverandi
bankastjóri Alþjóðabankans, á
skýrslu frá Alþjóðabankanum og
Bostonháskóla. í skýrslunni er
m.a. rætt um hvernig einkavæðing
hefur áhrif á almenna velmegun
og hvort jafn ólíkir aðilar á borð
við ríki, fjárfesta, launafólk og neyt-
endur hagnist eða tapi á einka-
væðingu. í rannsókninni voru m.a.
tekin dæmi frá Bretlandi, Mexíco,
Chile og Malasíu. Jónas segir að
með einni undantekingu hafi allir
aðilar hagnast á einkavæðingu.
Meginástæðan fyrir þessu séu
aukin afköst og í Ijós hafi komið
að það skiptir máli hverjir eiga fyr-
irtækin.
Þrátt fyrir að einkavæðing eigi
sér ekki langa sögu hérlendis hefur
það sýnt sig að eignarhald skiptir
einnig máli hér á landi, að einkafyr-
irtæki eru almennt betur rekin en
ríkisfyrirtæki. Oft á tíðum er verið
að reka ríkisfyrirtæki sem allt eins
er hægt að selja einkaaðilum eða
leggja niður. Nærtækt er að taka
dæmi af Skipaútgerð ríkisins. Það
að Skipaútgerðin var lögð niður
leiddi til þess að samkeppni komst
á í strandflutningum á milli Eim-
skips og Samskipa. Sú samkeppni
getur varla verið nema af hinu
góða fyrir neytendur. Ekki er síður
mikilvægt að með því að leggja
niður Skipaútgerðina hætti ríkið
að leggja fjármuni í fyrirtæki sem
stóð ekki undir eigin rekstri, en á
sl. ári var tap útgerðarinnar 94
milljónir umfram ríkisframlagið.
Alls þurfti ríkissjóður að greiða
tæplega 300 milljónir króna með
rekstri Skipaútgerðarinnar. Því má
segja að það að ríkisstjórnin tók
af skarið og lagði niður fyrirtækið
komi í veg fyrir að skattborgararn-
ir þurfi að greiða tæplega 1 milljón
króna á dag með rekstri sem
einkaaðilar geta sinnt.
Þó að Skipaútgerðin hafi hér
verið tekin sem dæmi eru það
ekki einungis fyrirtæki í taprekstri
sem ríkið á að einkavæða. Fyrir-
tæki í einkaeign ættu alltaf að
geta gert betur en ríkisfyrirtæki
þar sem þau geta ekki endalaust
sótt fjármagn til ríkisins þegar iila
árar líkt og sum ríkisfyrirtæki hafa
fengið að gera. Einkarekin fyrir-
tæki þurfa að iúta lögmálum mark-
aðarins og gera betur en keppi-
nautanir til að laða til sín viðskipta-
vini. Hlutafélög í einkaeign þurfa
að sýna árangur og arðsemi til að
þóknast eigendum sínum og jafn-
vel laða til sín nýja fjárfesta. Fyrir
utan þessi rök er mikilvægt að
eðlilegra er að fjárfestar hafi áhuga
á að kaupa hlutabréf í ríkisfyrir-
tækjum sem sýnt hafa hagnað.
Einmitt nú er nauðsynlegt fyrir rík-
issjóð að afla fjár með velheppn-
aðri sölu ríkisfyrirtækja svo að
unnt verði að ná jafnvægi í ríkisfjár-
málunum.
Óhætt er að taka undir með
Jónasi Haralz og segja að allir
hagnist á einkavæðingu; ríki, fjár-
festar, launafólk og neytendur. Þá
má ekki gleyma því að vonandi
kemur einkavæðingin til með að
hleypa krafti í máttfarinn hluta-
bréfamarkað. Auk þess koma
væntanleg framlög til atvinnulífs-
ins vonandi til með að stuðla að
frumkvæði og framkvæmd, sem
sannarlega veitir ekki af.
ÁHB