Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992
KNATTSPYRNA / BIKARURSLITALEIKUR KVENNA
Jöfnunar-
markið
þjappaði
okkur saman
- sagði Jónína Víglundsdóttir fyrirliði ÍA
Við erum auðvitað himinlifandi
með þetta, svona eiga úrslita-
leikir að vera. Við slökuðum á eftir
fyrsta markið og
hleyptum þeim inn
í leikinn, en það
kom aldrei neitt
annað til greina en
að vinna þennan
leik. Jöfnunarmarkið á síðustu mín-
útunni þjappaði okkur bara sam-
an,“ sagði Jónína Víglundsdóttir
fyrirliði IA eftir sigurinn.
Ætluðum okkur þetta
Stefán
Eiríksson
skrífar
kom ekkert annað til greina en að
veija titilinn."
Gáfum alltaf eftir
„Þetta var alveg frábært," sagði
Ragnheiður Jónasdóttir leikmaður
ÍA, sem skoraði sigurmarkið í leikn-
um. „Við gáfum alltaf eftir þegar
við vorum yfir, sem við máttum
alls ekki gera. En á móti því náðum
við að rúkja upp aftur og snúa
leiknum okkur í hag,“ sagði Ragn-
heiður.
Vorum eflaust stressaðar
„Ég er ánægð með úrslitin, en
aldrei ánægð með að fá á mig tvö
mörk,“ sagði Steindóra Steinsdóttir
markvörður ÍA eftir leikinn. „Við
ætluðum okkur þetta alltaf, það
ÍÞRÚWR
FOLK
■ STEINN Helgason þjálfari ís-
lenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu hafði í nógu að snúast á laug-
ardaginn. Ekki nóg með að dætur
hans tvær, íris og Steindóra, væru
að spila til úrslita í bikarkeppninni,
heldur var sonur hans að keppa í
sveitakeppni unglinga í golfi.
■ HANN var því á Grafarholts-
velli og fylgdist þar með syninum
til klukkan tíu mínútur í þijú, en
renndi þá inn á Laugardalsvöll til
að fylgjast með dætrum sínum.
■ RAGNHEIÐUR Jónasdóttir
skoraði sigurmark Skagastúlkna í
leiknum, en hún gerði einnig mark
í bikarúrslitaleiknum í fyrra, þegar
ÍA sigraði ÍBK með sex mörkum
gegn engu.
■ SALOME Þorkelsdóttir forseti
Alþingis var heiðursgestur á leiknum
og afhenti Jónínu Víglundsdóttur,
fyrirliða Skagastúlkna, bikarinn
glæsilega í leikslok.
„Þetta var hörkuleikur. Við byij-
uðum mjög illa bæði í fyrri og seinni
hálfleik, höfum eflaust verið stress-
aðar enda margar að spila sinn
fyrsta bikarúrslitaleik. Við vorum
óheppnar, nýttum ekki færin en
það gerði Skaginn," sagði Sigrún
Óttarsdóttir fyrirliði Breiðabliks.
Hefði getað lent hvorumegin
sem var
„Ég er mjög svekkt yfir þessum
úrslitum. Við vorum mjög tauga-
óstyrkar í byijun eins og sást lang-
ar leiðir. En leikurinn var mjög
jafn og sigurinn hefði getað lent
hvoru megin sem var. En ég er
ánægð með að við sýndum að við
gefumst ekki upp sama hvað á
gengur," sagði Vanda Sigurgeirs-
dóttir leikmaður Breiðabliks.
Gott að ná að jafna tvisvar
„Það er slæmt að byija jafn illa
og við gerðum, því góð byijun ger-
ir oft gæfumuninn. En það var
mjög gott að ná að jafna tvisvar
og ég er ánægð með það. Leikurinn
var mjög jafn og því var þetta
spurningin um að nýta færin,“
sagði Margrét Sigurðardóttir leik-
maður Breiðabliks.
Leikurinn kvennaknattspyrnu
til mikils sóma
„Það er enginn vafi á því að
þessi leikur var kvennaknattspyrnu
á íslandi til mikils sóma. En það
var súrt að tapa þessum leik. Hann
var mjög vel leikinn og skemmtileg-
ur á að horfa,“ sagði Guðjón Reyn-
isson þjálfari Breiðabliks.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meistarar!
Jónína Víglundsdóttir fyrirliði og Steindóra Steinsdóttir markvörður lyfta bikarnum sem Skagastúlkur fengu fyrir sigur-
inn í bikarkeppni kvenna.
Þróun í rétta átt
segirSteinn Helgason landsliðsþjálfari um kvennaknattspyrnu
Leikurinn var ákaflega fjörugur
og skemmtilegur, og á köflum
vel leikinn," sagði Steinn Helgason
landsliðsþjálfari í samtali við Morg-
unblaðið eftir leikinn.
Steinn sagði aðspurður að nú
væru að koma upp i meistaraflokk
stelpur sem byijað hefðu snemma
að æfa, og það sé augljóslega að
skila sér í betri bolta. „Þessar ungu
stelpur sem léku þarna í dag hafa
allar byijað snemma að æfa, sex, sjö
ára gamlar, sem er mjög góð þró-
un,“ sagði Steinn. Hann sagði að
þetta væri mikill munur frá því sem
var bara fyrir nokkrum árum, en þá
hefðu stúlkurnar oft ekki byijað að
æfa fyrr en 13-14 ára gamlar, og
hefðu ekki haft þann nauðsynlega
grunn sem þessar ungu stúlkur hefðu
í dag.
Aðspurður um úrslitin sagðist
hann ekkert vera óánægður með
þau. „En þessi leikur var mjög góð
kynning fyrir kvennaknattspyrnu
sem er í sókn,“ sagði Steinn Helga-
son.
Morgunblaöið/Árni Sæberg
Bikar-
meistarar ÍA
Bikarmeistarar IA í meistaraflokki
kvenna. Efri röð frá vinstri: Gunn-
ar Sigurðsson formaður knatt-
spyrnufélagsins ÍA, Smári Guð-
jónsson þjálfari, Berglind Þráins-
dóttir, íris Þorðvarðardóttir, Ragn-
heiður Jónasdóttir, Anna Lilja
Valsdóttir, Halldóra Gylfadóttir,
Guðlaug Jónsdóttir, Sigurlín Jóns-
dóttir, Helena Ólafsdóttir, Ólöf
Guðjónsdóttir og Júlía Sigursteins-
dóttir. Neðri röð frá vinstri: Karitas
Jónsdóttir, íris Steinsdóttir, Jónína
Víglundsdóttir fyrirliði, Steindóra
Steinsdóttir, Ásta Benediktsdóttir,
Magnea Guðlaugsdóttir, Alda Ró-
bertsdóttir.