Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR
25. AGUST 1992
lega ekki eins sterk og áður og það
væri kannski skýrningin að 1. deild-
arsætið væri nú þegar gulltryggt
þegar þijár umferðir eru eftir. „Fylk-
ir hefur sýnt meiri stöðugleika en
önnur lið í deildinni í sumar. Þó svo
að við höfum verið að spila illa höfum
náð að sigra. Það er mikið sem býr
í þessu liði og það hefur alla bruði
til að öðlast stöðugleika í fyrstu deild.
Við erum með þijá leikmenn sem
spila með U-21 árs landsliðinu og
einn A-landsliðsmann og ef ekki er
hægt að búa til gott lið í kringum
þessa stráka þá er það aldrei hægt,“
sagði Magnús. Hann sagði að ekki
væri búið að ákveða hvort hann yrði
áfram með liðið næsta ár. „Ég gerði
aðeins samning til eins árs í fyrra."
Grind-
víkingar
eiga von
Með ágætum sigri á Stjörnunni
eygja Grindvíkingar enn von
til að spila í 1. deild að ári en þó
því aðeins að Keflvíkingar tapi í síð-
ustu þremur umferð-
Frímann um og þeir vinni alla
Ólafsson sína leiki. Það blés
skrífar þó ekki byrlega fyrir
heimamönnum því Stjömumenn
náðu forystunni eftir tæpar 2 mínút-
ur er Ólafur Ólafsson varð fyrir bolt-
anum eftir fyrirgjöf Kristins Lár-
ussonar og setti hann í eigið mark.
Hvorugu liðinu tókst að byggja upp
spil eftir þessa óvæntu byijun þann-
ig að Ieikurinn var lítið fyrir augað.
Jöfnunarmark Grindvíkinga var
af svipuðum toga og Stjörnumarkið,
vamarmaður Stjömunnar hugðist
gefa til baka á Jón Otta Jónsson en
Guðlaugur Jónsson UMFG stóð fyrir
framan hann í markinu og fékk
knöttinn, renndi honum út til Ólafs
Ingólfssonar sem renndi honum i
markið á 27. mínútu. Eftir markið
náðu Grindvíkingar góðum tökum á
leiknum og gerðu harða hríð að
marki gestanna.
Það voru þó Stjörnumenn sem
náðu forystunni á nýjan leik með
marki Sigurðar Más Harðarsonar á
33. mínútu eftir klaufagang í óör-
uggri vörn Grindvíkinga. Gestur
Gylfason UMFG var á ferðinni
skömmu síðar með glæsilegt mark,
hann vann boltann á miðjunni lék í
átt að Stjömumarkinu og lét skot
ríða af fyrir utan vítateig sem virðist
hafa komið Jóni í markinu á óvart
og hann kom engum vömum við.
Heimamenn réðu gangi leiksins í
seinni hálfleik og það var alveg eftir
gangi leiksins að Guðlaugur Jonsson
náði forystunni á 66. mínútu.
Stjömumenn vom þó ekki búnir að
segja sitt síðasta orð og jöfnuðu á
82. mínútu. Magnús Gylfason fékk
boltann um 35 metra frá markinu
og sá að Þorsteinn Bjarnason hafði
tiætt sér of framarlega og skoraði
með bogaskoti yfir hann. Þorsteinn
skoraði síðan sigurmarkið úr víta-
spymu þremur mínútum fyrir leiksk-
lok eftir að Ragnari Eðvarðssyni var
hrint í vítateig Stjörnumanna.
FYLKISMENN tryggðu sér sæti
í fyrstu deild að ári með því að
leggja ÍR-inga að velli 1:2, í
Mjóddinni á laugardaginn. ÍR-
ingar aftur á móti eru nú komn-
ir í mjög erfiða stöðu í botnbar-
áttu deildarinnar. Magnús Jóna-
tansson, þjálfari Fylkis, sagðist
vilja þakka þennan árangur fyrst
og fremst góðu starfi sem búið
er vinna í Arbænum undanfarin
ár. „Ég man ekki eftir að hafa
starfað áður hjá félagi þar sem
allir hlutir eru í jafn góðu lagi,
utan vallar sem innan,“ sagði
Magnús.
Leikurinn fór frekar rólega af stað
og voru ÍR-ingar nokkuð
sprækir, en náðu þó ekki að skapa
sér nein vemleg færi.
Á 30.mín var dæmd
vítaspyma á ÍR eftir
að Kristni Tómassyni
var bmgðið af mark-
verði þeirra ÍR-inga. Kristinn tók
vítaspymuna sjálfur og skoraði af
Ólafur Már
Sigurösson
skrífar
miklu öryggi, 0:1. Annað markið kom
síðan tveimur mínútum síðar; það
var eftir nokkuð góða fyrirgjöf frá
Baldri Þór Bjamasyni að Indriði Ein-
arsson skallaði boltann glæsilega í
netið hjá ÍR-ingum, 0:2 og þannig
var staðan í hálfleik.
Síðari hálfleikur var frekar daufur
og fátt markvert gerðist framan af
og virtust liðin vera búin að sætta
sig við orðinn hlut. Það var svo ekki
fyrr en á 85. mín. að það kom að
því að ÍR-ingar náðu að minnka
muninn með skaliamarki Ágúts Ól-
afssonar. ÍR-ingar virtust hressast
svolítið við markið og vom mun nær
því að jafna leikinn en Fylkismenn
að bæta við.
Eftir á að hyggja var sigur Fylkis
sanngjarn þó að í sumar hafi þeir
oft sýnt betri og yfirvegaðri leik.
Þórhallur D. Jóhannsson stóð sig
einna best í annars jöfnu liði Fylkis
og Kristófer Ómarsson átti góða
spretti í liði ÍR.
Magnús þjálfari sagði að með fullri
virðingu fyrir 2. deild væri hún lík-
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Kjartan Elnarsson og Óll Þór Magnússon framheijar Keflavíkurliðsins
hafa verið atkvæðamiklur við að skora í sumar.
Selfyssingar með
6 mörk á bakinu
Selfyssingar riöu ekki feitum
hesti frá viðureign sinni gegn
Keflvíkingum f Keflavík á laug-
ardaginn og máttu sættu sig við
að fara heim með 6 mörk á bak-
inu án þess að geta svarað fyrir
sig. Yfirburðir heimamanna sem
tefldu fram nokkrum ungum og
efnilegum leikmönnum að
þessu sinni voru miklir og skor-
aði Kjartan Einarsson 4 mörk í
leiknum. Nú skortir ÍBK aðeins
eitt stig í þrem síðustu leikjun-
um til að gulltryggja 1. deildar-
sætið.
| arkakóngar Keflavíkurliðsins,
þeir Kjartan Einarsson og
Óli Þór Magnússon voru þó aðal-
■■■■■■ mennimir að þessu
Bjöm sinni og léku þeir
Blöndal félagar Selfossvöm-
skrifarfrá ina 0ft grátt. Kefl-
Keflavik víkingar fengu óska-
byijun því þeir fengu dæmda víta-
spymu strax á 5. mínútu eftir að
Óla Þór hafði verið brugðið innan
vítateigs og úr vítasymunni skoraði
Kjartan örugglega. Markið virkaði á
Selfyssinga sem rothögg og voru
þeir lengstum í vamarhlutverkinu.
Keflvíkingar gerðu raunar út um
leikin strax í fyrri hálfleik með því
að bæta 3 mörkum við fyrst skoraði
Kjartan tvívegis með stuttu millibili
og síðan Óli'Þór eftir mikið harðfylgi.
í síðari hálfleik var ekki eins mik-
ill broddur í sóknum heimamanna
sem þá létu sér næja að skora tvíveg-
is þegar nokkuð var liðið á Ieikinn.
Fyrra markið skoraði Kjartan og síð-
ara markið setti Róbert Ólafur Sig-
urðsson sem kom inná sem varamað-
ur í síðari hálfleik.
„Þetta var vel ieikinn leikur af
okkar hálfu og við erum að ná settu
marki að vinna sæti í 1. deild. Okkur
vantar nú aðeins eitt stig til að svo
megi verða og ég trúi ekki öðru en
það mark náist í einum af þremur
síðustu leikjunum," sagði Kjartan
Másson þjálfari ÍBK.
Hafa gert 29 mörkfyrir ÍBK
Framheijarnir í liði ÍBK, þeir Kjartan Einarsson inni náði Kjartan að setja 11 mörk, en Óli Þór sem
og Óli Þór Magnússon hafa verið að gera góða þá átti við meiðsli að stríða missti af leikjum en
hluti með iiði sínu í sumar og allt stefnir nú í ein- setti samt 3 mörk.
______ vígi þeirra í millum um markakóngs- Til gamans má geta þess að Keflavíkuriiðið hefur
Bj0rn titilinn í 2. deild. óli Þór hefur nú skorað 36 mörk í 2. deild og af þeim hafa þeir félag-
Biöndai skorað 15 mörk í deildinni en Kjartan ar sett 29 mörk - ekki ónýtt að hafa siíka framheija.
skrífar er kominn með 14 mörk. í bikarkeppn-
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Fylkir í 1. deild
Fylkir hefur alla bruði til að öðlast stöðugleika
ífyrstu deild, segir Magnús Jónatansson, þjálfari
Fylkismenn höfðu ástæðu til að fagna eftir leikinn gegn ÍR á laugardaginn
enda tryggði liðið sér sæti í 1. deild að ári. Hér eru þeir Zoran Micovic og
Indriði Einarsson, sem gerði síðara mark Fylkis í leiknum.
ísfirðingar uppi!
ÍSFIRÐINGAR tryggðu sér
áframhaldandi veru í 2. deild á
næsta ári er lið þeirra sigraði
Þrótt 1:2 í Reykjavík. BÍ gerði
mörkin með tveggja mínútna
miliibili í síðari hálfleik eftir að
Þróttur hafði náð forystu um
miðjan fyrri hálfleik. Þetta var
jafnframt fyrsti útisigur BÍ í
deildinni í ár.
Bí hefur ekki tapað síðustu átta
leikjum sínum, eða síðan liðið
tapaði fyrir Fram 1:4 í bikarkeppn-
inni. Ámundi Sig-
mundsson, þjálfari og
leikmaður BÍ, sagði
að mikill stígandi hafi
verið í liðinu að und-
anförnu. „Helsta skýringin á slöku
gengi okkar í fyrri hluta mótsins er
aðstöðuleysið sem við búum við á
vorin. Nú erum við komnir á gott
skrið og liðið bætir sig í hvetjum leik.
Þessi sigur var mjög mikilvægur og
nú erum við endanlega sloppnir við
fall,“ sagði Ámundi.
Þróttur byijaði leikinn betur og það
var ekki gegn gangi leiksins er Sig-
fús Kárason skoraði á 25. mínútu.
Hann fékk sendingu innfyrir vörn
ValurB.
Jónatansson
skrifar
BÍ og sendi boltann í markhornið
fjær. Skömmu síðar skall hurð nærri
hælum við mark BÍ er Ingvar Ólason
komst í gegn en Jakob Tryggvason,
markvörður, sá við honum og varði
meistarlega. Fyrri hálfleikur var ekki
áferðafallegur hjá liðunum en Þrótt-
arar þó öllu skárri.
Síðari hálfleikur var líflegri en sá
fyrri. ísfirðingar gerðu breytingar á
liði sínu, tóku Örn Torfason úr vörn-
inni og settu á miðjuna og Jóhann
Ævarsson kom inná í stöðu sóknar-
manns. Við þetta varð leikur BÍ allt
annar og betri. Gunnar Björgvinsson
jafnaði leikinn eftir undirbúning Arn-
ar Torfasonar á 64. mínútu og Örn
bætti marki við úr þröngu færi tveim-
ur mínútum síðar og reyndist það
sigurmarkið. Þróttur sótti án afláts
síðustu mínútur leiksins en inn vildi
boltinn ekki.
Örn Torfason var yfirburðamaður
á vellinum. Geysilega sterkur og út-
sjónasamur leikmaður sem myndi
sóma sér vel í 1. deildinni. Jakob
Tryggvason markvörður, Helgi
Helgason og Sigurður Sighvatsson
léku einnig vel fyrir BÍ. Haukur
Magnússon og Serbinn Dragan
Manjlovic voru bestir Þróttara.
Enn tapar Víðir
Benjarp/n
Jósepsson
skrifar frá
Ólafsfiröi
Staða Víðis í botnbaráttu 2. deild-
ar er orðin mjög slæm. Á laugar-
daginn fór liðið til Ólafsfjarðar og
mátti sætta sig við áttunda tapið í
deiidinni. Leiftur
vann 2:0. Pétur Mar-
teinsson kom heima-
mönnum yfir á 9.
mínútu. Hann skor-
aði með skalla eftir fyrirgjöf og þann-
ig var staðan í hálfleik.
Leiftursmenn gerðu endalega út
um vonir Víðis er þeir gerðu annað
markið á 52. mínútu.
Pétur Marteinsson einiék upp völl-
inn og sendi boltann inní teiginn á
Þorlák Ámason sem renndi út á
Gunnlaug Sigursveinsson sem koma
á fullri ferð og hamraði í netið. Und-
ir lok hálfleiksins 'áttu Víðismenn
skot í slá.
Leiftursmenn sköpuðu sér mun
fleiri færi og var sigurinn síst of stór.
Friðgeir Einarsson fékk besta færi
leiksins í fyrri hálfleik er hann fékk
stungusendingu innfyrir vörn Víðis
og var einn og óvaldaður á mark-
teig, lyfti yfír markvörð Víðis en
boltinn fór einnig jrfir markið.
Mikil barátta einkenndi leikinn og
eiga Víðismenn hrós skilið fyrir að
gefast aldrei upp þó á móti hafí blás-
ið. Pétur Marteinsson var besti leik-
maður vallarins og Mark Duffield
barðist einnig vel. Hjá Víði var
meðalmennskan allsráðandi.