Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST1992
EF! kí
Sýningar
3 Marel á Norfish-
ing í Þrándheimi
Aflabrögð
4 Aflayfirlit og
staðsetning fiski-
skipanna
Markaðsmál
0 Verður reyktur
háfur búbót fyrir
íslenskan sjávar-
útveg?
Greinar
7 Júlíus Þórðarson
á Akranesi
DORGAÐ VIÐ ARNARSTAPA
Morgwiblaðið/HG
SYSTKININ Kristin og Heiðar voru á döguiium í heimsókn hjá ömmu
sinni á Arnarstapa. Eins og lög gera ráð fyrir, brugðu þau sér reglu-
lega niður að höfn til að sækja björg í bú. Kristín lét reyndar lítið
yfir aflabrögðum, sagði þau treg og það væri helzt að marhnúturinn
biti á. Kristín notaði rækju á öngulinn, en veiðarfæri Heiðars var ein-
faldara í sniðum og fyrir vikið ekki eins fiskið.
Kennslubók um íslenzkan
sjávarútveg tekin í notkun
I NÁMSGANGASTOFNUN
Fyrsta bókin sinnar EíaSSÍ'GSE
tegundar fvrir grunnskóla í)»™n«vepr, þ»ð
° J ° mun vera fyrsta kennslu-
bókin um sjávarútveg fyrir grunnskóla, sem unnin hefur verið. Bókin verð-
ur tekin til kennslu í vetur, en henni fylgir sérstök verkefnabók og mynd-
band. Höfundur bókarinnar er Óttar Ólafsson, landfræðingur, og er hún
unnin að frumkvæði hans og Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarút-
vegi. Óttar segir það hafa verið löngu tímbært að vinna námsefni af þessu
tagi og þyrfti að gera svo um aðra helztu atvinnuvegi okkar. „Það er
mikil vanþekking og skilningsleysi ríkjandi meðal fólks á þessum málefn-
um. Vonandi bætir bókin úr því,“ segir Óttar.
Arný Elíasdóttir hjá Námsgagna-
stofnun er ritstjóri bókarinnar. Hún
segir þetta líklega fyrstu kennslubók-
ina um sjávarútveg, fram hafí komið
hérlendis. Áður hafí verið til ýmislegt
efni, meðal annars hefti um sjávarþorp
fyrir 9. bekk grunnskóla. Þá hefur
Námsgagnastofnun gefíð 10 bæklinga
um lífríki sjávar í samvinnu við Haf-
rannsóknastofnun, en áætlað er þeir
verði 40 alls. Bókin sjálf er nú að fara
í prentun og síðar í haust verður endan-
lega gengið frá útgáfu vinnubóka, sem
Páll Ólafsson, kennari, hefur samið.
Ýmsir aðilar, bæði í skólakerfinu og
innan sjávarútvegsins hafa lesið hand-
rit bókarinnar yfir og komið með
ábendingar um efni hennar. Hún er
um 40 síður að stærð i brotinu A4 og
í henni er mikið af myndum og kort-
um. Þá fylgir bókinni myndband, sem
byggt er á henni og verkefni eru með
þeim hætti, að ýmist þarf að vinna
beint úr texta bókarinnar, eða leita út
fyrir hana með sjálfstæðum vinnu-
brögðum. Þá verður reynt að sníða
verkefni að aðstæðum á hveijum stað.
„Með þessu er reynt að búa börn og
unglinga undir þjóðfélagið þannig, að
þeir geti gert sér grein fyrir því, hve
auðlindir hafsins eru okkur mikilvægar
og geti rætt um málefni sjávarútvegs-
ins án fordóma,“ segir Árný.
„Þetta er löngu tímabært verk og
hefði reyndar mátt líta dagsins ljós
fyrr. Það hefur sáralítið námsefni um
sjávarútveg verið til og reyndar mætti
þetta vera viðameira miðað við vægi
sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum.
Svo þarf að halda áfram á þessari braut
og gefa út námsefni um aðrar helztu
atvinnugreinar okkar,“ segir Óttar
Ólafsson.
BLAÐ
Fréttir Markaðir
Vill stöðva
hvalveiðar
■ WOLFGANG von Geld-
ern, fyrrum sjávarútvegs-
málaráðherra Þýskalands
og núverandi formaður
umhverfisnefndar þýska
Sambandsþingsins, ritar
mjög harðorða grein um
hvalveiðar í ágústhefti
Fisch -Magazin. Vill hann
stöðva alla „slátrun" og
„morð“ á hvölum þegar í
stað, hvort sem er i hagnað-
ar- eða vísindaskyni. Telur
hann EB-aðild ekki koma
til greina fyrir Norðmenn
eða íslendinga meðan þeir
stunda hvalveiðar./2
-----------
Gríski flotinn
úr sér genginn
■ GRÍSKI úthafsflotinn,
sem telur um 50 skip, er
orðinn úr sér genginn og
verður vart gerður út leng-
ur án tafarlausrar viðgerð-
ar og endurnýjunar. Þessi
skip stunda aðallega veiðar
á Persaflóa, við Vestur-Mr-
íku og Falklandseyjar. Árið
1977 skilaði úthafsfloti
Grikkja 26.500 tonnum af
fiski á land, en nú hefur
afli þeirra fallið niður í
10.480 tonn af fiski og 3.500
tonn af rækju á ári./5
-----------
Norðmenn
bjartsýnir
I NORÐMENN te\ja
mögulegt að veiða um
600.000 tonn af þorski, eina
til eina og hálfa milljón af
síld og hálfa milljón af
loðnu árlega undir aldamót-
in, verði viðkoma fiskistofn-
anna góð á næstu árum.
Fiskifræðingar hafa í aukn-
um mæli rýnt í framtiðina.
Lfcif Hamre, fiskifræðingur
á norsku Hafrannsókna-
stofnunarinnar, segir að
eigi þetta að ganga eftir,
verði vöxtur helztu fiski-
stofna verða jafnmikill
næstu árin og verið hefur
undanfarin ár og ekki megi
veiða of mikið fyrr, en hin-
ir sterku árgangar verða
komnir inn í veiðina. Þá
mun norsk-íslenzka síldin
hefja göngur sínar á ný eins
og á síldarárunum miklu./8
Fiskneyzla
þýzkra eykst
■ FISKNEYZLA Vestur-
Þjóðverja hefur aukizt ár
frá ári, en með sameiningu
þýzku ríkjanna varð heild-
arneyzla á fiski á mann á
ári heldur minni, en var í
vesturríkinu fyrir samein-
ingu. Árið 1989 nam fisk-
neyzla á mann 13,5 kilóum
á ári, 14,5 árið 1990 og sé
því haldið aðskildu árið
1991, nam neyzlan þá 15,1
kílói. Ríkin hafa hins vegar
sameinazt og miðað við það,
varð fiskneyzlan í fyrra 14,2
kíló á mann. Eftirspurn eft-
ir fiski í austurhlutanum er
mikil, en dreifikerfið ræður
illa við að svara henni.
Fiskneysla á mann í
Þýskalandi 1989-1991
(tölur frá 89 og 90 eru aöeins fyrir
V-Þýskland, kg/mann)
13,5
1989 1990 1991
Meira af fiski
er flutt inn
Fiskneysla í Þýskalandi
1989-1991 tölur frá 89 og 90 eru
aðeins fyrir V-Þýskland, þús. tonn)
1.074
1.023
836
1989 1990 199 1
HEILDARNEYZLA fisk-
metis í sameinuðu Þýzka-
landi var í fyrra 1,1 milljón
tonna, en var árið áður í
Vestur-Þýzkalandi rúm ein
milljón tonna. 1989 var
heildarneyzlan rúm 800.000
tonn. Innflutningur fer
stöðugt vaxandi, en það ger-
ir útflutningur líka. Land-
anir eigin fiskiskipa nema
að jafnaði nálægt þriðjungi
fiskneyzlunnar, þegar út-
flutningur er frátalinn./6