Morgunblaðið - 26.08.1992, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.08.1992, Qupperneq 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST1992 K. Jónsson selur reykta kvenloðnu K. JÓNSSON & Co á Akureyri kaup- ir frosna, hrognafulla kvenloðnu og selur hana reykta til Tævans, að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar hjá K. Jónssyni & Co. Loðnan er sett í pæk- il, því næst er hún léttreykt og eftir það lögð í soyaolíu. K. Jónsson & Co bytjaði að leggja niður hausskoma loðnu árið 1973. Fyrir- tækið gerði stóran samning við Japani og fékk mjög gott verð fyrir loðnuna en Japanar telja að hún auki vemlega kyngetu karlmanna. Norðurstjaman í Hafnarfirði hafði áður lagt niður loðnu með haus og sporði. K. Jónsson & Co var stofnað árið 1947 og hefur því framleitt og selt nið- ursuðuvörar í nær hálfa öld. Fyrirtækið selur um 80% af framleiðslu sinni úr landi og flytur m.a. út neytendavörar til Frakklands, Bretlands, Þýskalands, Belgíu og Norðurlandanna. Þessir mark- aðir gera miklar gæðakröfur en fullkom- in rannsóknastofa K. Jónssonar & Co sér um allt gæðaeftirlit í fyrirtækinu, að sögn Guðbjarts Ellerts. Fiskifræðingar í Noregi eru bjartsýnir á vöxt fískistofna SÁ GULI GAF SIG EKKI Morgunblaðið/Alfons ÓLAFSVÍK - GUÐMUNDUR Sölvason er einn fjölmargra triliukarla, sem hafa lífsviðurværi sitt af útgerð, en hann gerir út trilluna Guðjón SH, sem er 2,2 tonna Færeyingur. Guðmundur byijaði snemma til sjós og var fyrst á síðutogurum á stríðsárunum. Sá guli gaf sig ekki til í róðrinum, sem Verið brá sér í með Guðmundi í blíðviðrinu fyrir skömmu. Aflinn var einungis nokkrir ufsar, enda hefur verið lítið fiskirí út af Víkinni að undanförnu. Bátarnir hafa því þurft að sækja 40-50 mílur á haf út til að ná í þann, sem heldur þjóðarbúinu á floti. Mögnleg þorskveiði um aldamót um 600.000 tonn NORÐMENN telja mögulegt að veiða um 600.000 tonn af þorski, eina til eina og hálfa milljón af síld og hálfa millj- ón af loðnu árlega undir aldamótin, verði viðkoma fiskistofnanna góð á næstu árum. Fiskifræðingar hafa í auknum mæli rýnt í framtíðina. Leif Hamre, fiskifræðingur á norsku Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að eigi þetta að ganga eftir, verði vöxt- ur helztu fiskistofna jafnmikill næstu árin og verið hefur undanfarin ár og ekki megi veiða of mikið fyrr en hinir sterku árgangar verða komnir inn í veiðina. Þá mun norsk-íslenzka síldin hefja göngur sínar á ný eins og á síld- arárunum miklu. Leif Hamre ræddi þessi mál á nýaf- staðinni sjávarútvegssýningu og ráð- stefnu í Þrándheimi í Noregi. Þar kom fram, að stofn norsk-íslenzku síldarinn- ar yrði orðinn 6 til 8 milljónir tonna, þegar árgangamir frá 1989, 1990 og 1991 verða orðnir kynþroska. „Stofninn verður því orðinn stærri en hann var á sjötta áratugnum, þegar mest veiddist og við munum geta veitt 1 til 1,5 milljón- ir tonna árlega," segir Hamre. Þessi mikli styrkur síldarstofnsins mun takmarka vöxt loðnustofnsins og því verður að halda sumarveiðum á loðnu niðri til að tryggja nýliðun henn- ar, en Hamre benti einnig á, að á gjöf- ulum árum gæti heildarstofn loðnunnar orðið um 6 milljónir tonna. Hins vegar skiptir hitastig og tengsl milli sfldar, loðnu og þorsks miklu máli í þessari þróun og ekki er talið hægt að taka hvern stofn út fyrir sig án þess að gera ráð fyrir samspilinu, sem er á milli þeirra. „Sé líffræðilegt jafn- vægi í hafinu, og svo sýnist okkur vera, getur sfldin tekið upp hinar hefðbundnu göngur sínar og haldist sjávarhiti áfram hár, er útlitið gott. Síldarstofn af sömu stærð og var á gullaldarárunum óx um 5 milljónir tonna ári og gæti haldið uppi þorskstofni, sem væri 3 til 4 millj- ónir tonna og úr svo stóram þorsk- stofni mætti taka mikið,“ segir Hamre í frétt í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren. FÓLK Ekki einn uggi í gám ■ EKKI var að sjá að skortur væri á þorski hjá Þormóði ramma hf. á Siglufirði, þegar fréttabréf Ríkismats sjávarafurða leit þar inn í sumar. Daní- el Baldvins- son verkstjóri greip tvo gol- þorska í mót- tökunni og sýndi sigri hrósandi. Hann sagði að þeir væra mest með togarafisk en aflinn hefði verið að glæðast eftir magran vetur. „Þetta er allt unnið hérna og ekki fer uggi út í gámum,“ sagði Daníel. í júlí var verið að vinna ufsa í blokk fyrir Evrópumarkað en söluhorfur era ekki góðar. Daníel sagði að mun auðveldara væri að fá mannskap nú en verið hefði til margra ára. „Uppistaðan hjá okkur er heimafólk og við þurf- um því ekki að flytja inn vinnu- afl.“ Breytingar á Hofsósi ■ MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á húsnæði Fiskiðj- unnar á Hofsósi á síðustu mánuðum. Búið er að taka kaffi- stofu, anddyri og snyrtingu í gegn og unnið er að breyt- ingum á mót- töku. Þá hefur Pétur frárennsli ver- Sævarsson ið lagfært og safnþró.byggð en eft vill það dragast æði lengi hjá bæjar- og sveitarfélögum að ganga frá þeim málum, seg- ir í nýjasta fréttabréfi Ríkis- mats sjávarafurða. Pétur Sævarsson hefur unnið við verkstjórn hjá Fiskiðjunni síð- astliðin fjögur ár. Hann kveðst vera ánægður með það samráð, sem haft var við Ríkismatið og fleiri um breytingarnar en í raun hefði átt að vera búið að þessu fyrir löngu. Nú er fyrir- tækið rekið af Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. á Sauðár- króki og því er úthlutað hrá- efni eftirþví sem vantar. Bílar koma að sunnan með fisk, ann- að hvort beint eða með viðkomu á Sauðárkróki. Daníel Baldvinsson I heimsókn til Hull ■ YFIRVÖLD í brezku hafn- arborginni Hujl_hafa nú boðið fulltrúum frá LIU í heimsókn um miðjan næsta mánuð. Bæj- arbúum er mikið í mun að fá sem mest af ferskum fiski héð- an til sölu og vinnslu og er heimboð þeirra LÍÚ-manna lið- ur i að styrkja sambandið milli íslenzkra útgerðarmanna og fiskkaupenda í Hull. Það eru þeir Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmda- stjóri LÍÚ, og Vilhjálmur Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri Aflamiðlunar, sem fara utan á samt eiginkonum sínum. Þau munu meðal annars snæða há- degisverð með borgarstjóra Hull, hitta fjölmarga fulltrúa hagsmunaaðila í Hull og brezk- um sjávarútvegi. Pétur Björnsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Isbergs í Hull og Páll Sveinsson, starfsmað- ur Fylkis í Grimsby, verða meðal annarra í móttökunefnd- inni ytra. Pönnusteikt bleikja KRISTMUNDUR Jónasson, matreiðslumaður í Lands- banka íslands Laugavegi 77, kemur hér með uppskrift að steiktri bleikju fyrir les- endur Versins. Bleikja hef- ur lengi þótt herramannsmatur, þó hún hafi verið í skugga af laxinum. Bleikjuekli er nú vaxandi hér á landi og auk þess hefur nýting ýmissa fiskivatna skilað miklu af sér. í þennan rétt, sem er fyrir tvo þarf: Eina bleikju, um það bil eitt og hálft pund Þijár matskeiðar hveiti. Eitt egg. Krydd eftir smekk. Sipjör til steikingar. Bleikjan er flökuð, roðdreg- in og beinhreinsuð. Hvort flak er skorið í tvennt og velt upp úr hveiti. Síðan eru fiökin sett í egg, sem búið er að slá sundur og krydda eftir smekk. Þá eru flökin tekin upp úr egginu og steikt i smjöri á pönnu þar til þau eru orðin hæfilega brún. Fiskinn má einnig steikja með roði. Með bleikjunni er gott að bera fram hvítlauks- smjör, soðnar kartöflur og salat. SOÐIMINGIIM 1 Gámur, 40 fet. + 2°C. Perskur lax. Afhending Boulogne. Á mánudag kl.0S:00 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.