Morgunblaðið - 26.08.1992, Page 3
Hitt 09 þetta
Japanir kaupa
mjöl frá Chile
■ INNFLUTNINGUR á fiski-
rnjöli til Japans á síðasta ári
nam alls 282.000 tonnum.
Langmest var flutt inn frá
Chile, 211.000 tonn eða þrír
fjórðu hlutar alls innflutn-
ings. Þannig var n\jöl frá
Chile orðið tœpur þriðjungur
þess, sem Japanir framleiddu
sjálfir, en það voru tæp
700.000 tonn. Japanir hafa
aukið nyölkaup sín frá Chile,
vegna vaxandi gæða mjölsins
þaðan og er búizt við enn
frekari innflutningi, þar sem
samdráttur á sardínuafla við
Japan er fyrirsjáanlegur. Chi-
lenska fiskimjölið er selt á
95.000 yen tonnið, 40.850
krónur, en það er 4.300 krón-
um lægra en fæst fyrir jap-
anskt fiskimjöl. Heildar inn-
flutningur á fiskimjöli til Jap-
ans fyrsta þriðjung þessa árs
nam 117.741 tonni, en var á
sama tima árið áður aðeins
67.455 tonn. Hlutur Chile hef-
ur á sama tima aukizt úr
41.771 tonni 1991 upp i 78.183
tonn umrætt tímabil á þessu
ári.
----------
Óska bóta
vegna hruns í
þorskveiðum
■ DÖNSKU sjómannasam-
tökin hafa farið þess á leit
við danska þingið, að flýtt
verði fjárhagslegri aðstoð við
sjómenn við Eystrasalt vegna
hruns þorskveiða i austan-
verðu Eystrasaltinu. Fyrri
hluta þessa árs hafa aðeins
16.000 af þorski veiðzt, en á
sama tíma í fyrra nam aflinn
39.700 tonnum. Magnið hefur
því fallið um 60% en verð á
sama tíma aðeins hækkað um
10%. Veiðiheimildir fyrir aðr-
ar fiskitegundir hafa ekki
reynzt nægar til að bæta upp
þorskskortinn. Sjámannasam-
tökin hafa farið fram á það,
að bætur til sjómanna verði
sambærilegar bótum, sem
bændur munu fá vegna tjóns
vegna þurrka í sumar. Aldrei
hefur jafnlitið rignt í Dan-
mörku og í sumar frá því
mælingar hófust. Samtökin
fara einnig fram á bann við
veiðum stærri skipa á grunn-
sævi í Eystrasaltinu til að
koma í veg fyrir frekara hrun
þorskstofnsins.
----♦♦»
Dauðaslysum
á sjó fækkar
■ DAUÐASLYSUM á sjó við
Noreg hefur fækkað mikið á
undanförnum árum, en slys-
um hefur almennt fjölgað.
Frá því um 1980 hefur dauða-
slysum meðal norskra sjó-
manna fækkað úr 15 að með-
altali á ári í 6 hin sfðustu árín.
Öðrum slysum hefur hins veg-
ar fjölgað úr 13 í 16 til 17
síðustu tvð árin. Helzta skýr-
ingin á fækkun dauðaslysa er
talin sú, að frá árinu 1982
hafa um 12.000 sjómenn feng-
ið leiðsögn á námskeiðum um
öryggi á sjó. Þrír af hverjum
fjórum norskum sjómönnum,
sem verða fyrir slysum, hafa
ekki sótt slik námskeið. Slysa-
varnanámskeið fyrir sjómenn
eru skylda í Noregi. Frá og
með fyrsta ágúst á þessu ári,
skal að minnsta kosti helm-
ingur áhafnar á bátum ineð
tvo eða fleiri um borð, hafa
sótt slíkt námskeið. Um þess-
ar mundir sækja um þúsund
sjómenn slysavarnanámskeið-
in árlega.
MORGUNBLAÐR SÝfHipGAR^
MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1992
—
Li
B 3
Marel sækir á nýja markaði
innan norska sjávarútvegsins
GESTKVÆMT
Margaralvöru fyrirspumir
á Nor-Fishinff í Þrándheimi vörur ^Iarels.hf;
0 voru til sýms a
alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Nor-Fishing, sem haldin var í
Þrándheimi í Noregi nýlega. Marel hyggst leggja aukna áherslu á
sölu á norska markaðnum vegna mikils uppgangs, sem þar er í sjáv-
arútvegi um þessar mundir, að sögn Geirs A. Gunnlaugssonar fram-
kvæmdastjóra Marels.
Morgunblaðið/Lilja Ágústa Guðmundsdóttir
Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf., er hér á bás
Maritech Systems, umboðsaðila Marels í Noregi, á sýningunni Nor-
Fishing, sem haldin var í Þrándheimi í Noregi nýlega.
„Mjög góð þátttaka hefur verið
á þessari sýningu, fjöldi manns hef-
ur heimsótt okkur og við höfum
fengið margar alvöru fyrirspurnir,"
segir Geir A. Gunnlaugsson, þegar
hann gefur sér smátíma til að setj-
ast niður á Nor-Fishing sýningunni.
„Hér í Noregi verður töluverð upp-
bygging í fiskvinnslunni á næstu
árum. Því höfum við horft til þess
að leggja aukna áherslu á sölu hing-
að og mér virðist þessi sýning stað-
festa að það sé rétt, því búið er að
selja töluvert hér.“
Hveiju hafa Norðmenn áhuga á
frá ykkur?
„Við sýnum allar vörur hér og
erum með sjóvogir, flokkara, vogir
sérstaklega hannaðar fyrir makríl-
vinnslu, sem er mikil hér, og mynd-
greiningartækin okkar. Segja má
að áhugi sé á þessu öllu en þó sér-
staklega flokkun hvers konar, bæði
í landi og um borð í skipum. Þeir,
sem kaupa fisk og fiskafurðir, gera
auknar kröfur um að fá flokkaða
vöru og það kemur fram í miklum
áhuga þessum tækjum."
Samkeppnl
Sýna samkeppnisaðilar ykkar
hér?
„Aðalsamkeppnisaðili okkar,
ScanVekt, er hérna við hliðina á
okkur. Þeir bjóða upp á svipaðar
vörur og við en eru þó frábrugðnir
okkur að því leyti að þeir hafa ekki
sama úrval í myndgreiningartækni
og við. En þeir eru hér og nauðsyn-
legt er að hafa samkeppnisaðila.
Enda þótt við séum í samkeppni
röbbum við saman og göngum um
básana hvor hjá öðrum.“
Lærið þið af þeim?
„Já, eitthvað horfum við á þeirra
tæki og þeir á okkar og reynum að
endurbæta okkar tæki í ljósi þess,
sem þeir eru að bjóða. Á sama hátt
koma þeir til okkar.“
Er það hollt?
„Já, það er gangur lífsins. Ákveð-
in samkeppni er æskileg. Hún hvet-
ur menn til dáða, til að gera betur
og stuðlar að framförum. En sam-
keppnin þarf að vera á vinsamlegum
grunni, þannig að menn geti talað
hver við annan vegna þess að á
svona sýningar koma sömu menn-
irnir ár eftir ár, sýningu eftir sýn-
ingu. Það er bara ánægjulegt að
geta talað við samkeppnisaðila sína
og strítt þeim svolítið. Það gerum
við á báða bóga.“
Hafið þið upp á eitthvað að bjóða,
sem aðrir hafa ekki?
Myndgreiningarvog
„Við bjóðum upp á svokallaðan
rækjuskanna eða myndgreiningar-
vog, sem viktar flæði af rækju.
Enginn annar býður upp á slíkt.
Myndgreininguna, eða formflokk-
unina, býður ScanVekt einnig upp
á en við teljum að sú tæknilega
lausn, sem við erum með, sé tölu-
vert betri en þeirra lausn. Við getum
t.d. gert þetta í þrem víddum en
þeir eingöngu í tveimur. Það er
margt, sem ekki er hægt að greina
lögun á, nema nota þriðju víddina."
Kemur ykkur eitthvað á óvart á
þessari sýningu?
„Það kemur mér á óvart að hér
er ekki íslenskur bás. Hér eru sömu
aðilarnir og voru á sýningunni í
Bella Center í Kaupmannahöfn í
sumar en þó eru sýnendur hér lík-
lega fleiri og náttúrlega miklu fleiri
norskir aðilar. Að vísu er þetta í
fyrsta skipti, sem ég kem á sýningu
hér í Þrándheimi. Það, sem annars
kemur helst á óvart, er hversu
margt fólk kemur hingað úr veiðum
og vinnslu og er með alvöru fyrir-
spurnir. Það er mjög ánægjulegt í
ljósi þess að hér er mikil fjárfesting
fyrirsjáanleg."
Nýr markaður
Vekur engin ný framleiðsla sér-
staka athygli þípa hér?
„Nei. Samkeppnisaðilar okkar
sýna ekkert nýtt hér, sem kemur
okkur á óvart. Það, sem er nýtt
hér, er e.t.v. sérstakar útfærslur á
vogum. Myndgreiningartæknin er
nýjung og rækjuvogin, svo og form-
flokkararnir eru nýjungarnar hér.
Að vísu tekur það menn smá tíma
að átta sig á þeim möguleika, sem
þessi tækni gefur. Búið er að selja
töluvert af rækjuskönnunum, eða
vogunum, bæði á íslandi og Græn-
landi og formflokkarar verða settir
upp á Islandi í næsta mánuði. Við
erum einnig búnir að setja hann upp
í kjúklingavinnslu í Bandaríkjunum.
Það er nýtt svið og við bindum mikl-
ar vonir við að nýir möguleikar opn-
ist þar fyrir okkur.“
Eruð þið eingöngu bundnir við
fiskinn?
„Við höfum verið það. Tækin,
sem við erum að þróa, eru miðuð
við físk, því þar höfum við ein-
hveija reynslu til að byggja á. Hins
vegar eru mörg þeirra vandamála,
sem eru í kjúklingavinnslu, svipuð
og í fiskinum. Því bjóðum við þessi
tæki í kjúklingavinnslu og leggjum
aukna áherslu á að breikka grunn
fyrirtækisins á næstunni."
Hversu gömul eru myndgreining-
artækin?
„Við byijuðum að fást við þau í
ársbyijun 1987, þegar einn af
starfsmönnum okkar fór til Dan-
merkur og var þar í framhalds-
námi. Fyrstu tækin seldust í fyrra
en það voru lengdarflokkarar, sem
byggðu á þessari tækni, og rækju-
vogirnar. Fyrstu formflokkarana
fórum við síðan að selja á þessu
ári. Tækin sjálf eru því eins árs
gömul en þróunin hefur tekið 5 ár.
Fram að þessu hafa öll okkar tæki
byggt á viktun en nú erum við að
breikka vöruúrvalið og bjóða upp á
tæki, sem byggja á annarri tækni,
myndgreiningartækni, sem gefur
nýja möguleika."
Hversu stórt hlutfall af fram-
leiðslunni fer á erlendan markað?
„Á undanförnum árum hafa um
80% af framleiðslu okkar farið á
erlendan markað.“
Sýningarkostnaður
Er dýrt fyrir ykkur að sækja sýn-
ingu sem þessa hér í Þrándheimi?
„Já, sýningarnar eru kostnaðar-
samar en þær eru nauðsynlegur
hluti af sölu á alþjóðlegum mörkuð-
um. Annars vegar hittir þú gömlu
viðskiptavinina þína og getur sýnt
þeim nýjungarnar, átt möguleika á
að ræða við þá um það, sem þeir
eru að velta fyrir sér í ijárfestingu
og slíku. Hins vegar hittir þú nýja
viðskiptavini. Síðast en ekki síst
sérðu hér hvað samkeppnisaðilarnir
eru að gera.“
Eru fleiri sýningar á döfinni hjá
ykkur?
„Næsta sýning, sem við tökum
þátt í, verður í Suðaustur-Asíu. Þá
tökum við þátt í sýningunni Marin-
Expo í Seattle í Bandaríkjunum og
förum á sýningar í Holiandi 0g
Vladivostok í Rússlandi í septem-
ber. í Chile verður sýning í byijun
desember nk. og í tengslum hana
stendur til að nokkur íslensk fýrir-
tæki stofni sölufýrirtæki í samvinnu
við aðila í Chile. Það mun einbeita
sér að Chile og öðrum Suður-Amer-
íkulöndum. Við sækjum 6-8 sýning-
ar á ári en stærsta þátttaka okkar
var í Bella Center.
Básar okkar á sýningunum eru
misjafnlega stórir og kostnaður
mjög mismunandi eftir því hvemir
sýningamar em. Á minni sýningum
og þeim, sem við sækjum í fyrsta
skipti, reyna íslensku fyrirtækin að
vera saman. Hér eru t.d. Kvikk sf.
og Traust-verksmiðja hf. saman á
bás. Á þessari sýningu kostar fer-
meterinn rúmar tíu þúsund krónur
en í Bella Center kostaði hann um
14.000 krónur. Evrópsku sýning-
arnar eru dýrar en kostnaðurinn er
minni á sýningum í Bandaríkjunum.
T.d. verður kostnaðurinn um 4-5
þúsund krónur á fermeterinn á
stórri sýningu í Atlanta í Bandaríkj-
unum, þar sem við sýnum búnað
fyrir kjúklingaiðnaðinn."
Sýningaiðnaður
„Eiginlega er orðinn til sérstakur
iðnaður í kringum sýningahald. Þar
er sums staðar of langt gengið, t.d.
á World-Fishing sýningunni í Dan-
mörku. Hún mætti að ósekju vera
deginum styttri. Sama má segja um
World-Fishing sýninguna á Islandi.
Einnig er vafamál hvort réttlætan-
legt er að halda þessar sýningar
árlega þó sýningarhaldinu sé skipt
á milli þriggja landa. Hins vegar
er nauðsynlegt fyrir fyrirtækin, sem
taka þátt í þessu, að styrkja stöðu
okkar gagnvart þessum sýningar-
iðnaði, sem við erum eiginlega ofur-
seldir.
Við vitum nefnilega að sam-
keppnisaðilar okkar fara á þessar
sýningar og því verðum við einnig
að vera þar. Það er orðin nokkur
óánægja hjá fýrirtækjunum með
þetta. Ég ræddi t.d. nokkuð við
dönsku fýrirtækin á sýningunni í
Bella Center um lengd sýningarinn-
ar og kostnað við hana en hún stóð
í 5 daga. Okkur fínnst að fækka
mætti bæði sýningunum og sýning-
ardögunum að ósekju. Mikill tími
og kostnaður fer í sýningarnar og
mikil vinna er lögð í undirbúning
við þær, vinna sem ef til vill væri
betur varið í annað.“
Er ekki samkeppni milli þeirra,
sem halda sýningamar?
„Jú, það er náttúrlega bæði sam-
keppni milli þeirra, sem sjá um sýn-
ingarnar, og fyrirtækjanna, sem
sýna. Þessi samkeppni veldur því
að nauðsynlegt er að fara á sýning-
una, þótt menn hefðu gjarnan viljað
sleppa því,“ segir Geir.
Höfundur er Litju Ágústa Guð-
mundsdóttir í Ósló.
Tuttugn mest veiddu
fisktegundir heims
Afli í tonnum
Tegund 1988 1989 1990
Alaskaufsi 6.658.607 6.320.902 5.792.813
Japanssardína 6.428.922 5.142.930 4.734.922
Suður-Ameríkusardína 5.382.681 4.530.393 4.253.718
Chiiemakríll 3.245.699 3.654.628 3.828.452
Ansjósa 3.613.107 5.407.527 3.771.577
Evrópusardína 1.366.325 1.558.305 1.539.708
Atlantshafssfld 1.685.904 1.631.298 1.538.418
Atlantshafsþorskur 1.955.675 1.775.667 1.499.153
Silfurkarpi 1.508.371 1.359.695 1.423.381
Makríll 1.825.770 1.685.485 1.391.250
Túnfiskur 1.282.625 1.221.486 1.238.972
Karpi 1.204.943 1.090.225 1.229.434
Graskarpi 608.832 960.922 1.042.429
Guluggatúnfiskur 896.072 936.763 986.529
Loðna 1.142.325 897.657 982.434
Bítill 617.616 682.818 752.711
Stórhöfðakarpi 716.365 653.566 677.687
Atlantshafsmakríll 708.673 591.099 657.385
Kyrrahafsostmr 707.671 649.327 654.706
Kolmunni 671.636 662.655 576.673