Morgunblaðið - 27.08.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.08.1992, Qupperneq 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1992 23. Ólympíuleikarnirí eðlisfræói 1 992 í Finnlandi í júlí síðastliðnum KINVERJARNIR 5 FENGU GUU Islendingarí 27. sæti af 37 Texti og myndir Vióar Ágústsson „Þið eruð öli úrvals fulltrúar þeirrar greinar sem er undirstaða þess hátækni samfélags sem við búum við. Þið eruð komin tii að keppa, ekki við hvert annað heldur við fræðigreinina. Aðeins eitt ykkar verður efst en sérhvert ykkar hefur unnið stóran sigur með því einu að hafa verið valin til að keppa á þessu móti afburðaungmenna," sagði mennta- málaráðherra Finna, Ritta Uosukainen, við setn- ingu 23. Ólympíuleikanna í eðlisfræði í Espoo, ná- grannaborg Helsinki í Finnlandi. „Ég vil nota tæki- færið hér til að lýsa yfir fyrirætlunum mínum um að auka eðlisfræðikennslu í finnska grunnskólanum og að gera tvo eðlisfræðiáfanga að skyldu í fram- haldsskólanum," sagði hún ennfremur Olympíuleikarnir í eðlisfræði eru árleg alþjóðleg keppni fram- haldsskólanema 19 ára og yngri. Þeir hófust árið 1967 í Varsjá í Póllandi með þátttöku Tékka, Ungverja, Rúmena og Pólveija. Smám saman fjölgaði þátttöku- þjóðum og 1972 tók fyrsta Vest- ur- Evrópuþjóðin, Frakkland, þátt. Enn fjölgaði þátttökuþjóð- um á þessu ári þegar 4 fyrrum Sovétlýðveldi tóku þátt í fyrsta sinn og tvö júgóslavnesku ríkj- anna einnig. Að vísu kom enginn keppandi frá Kúvæt og frá Þýskalandi hefur aðeins komið eitt lið síðan þýsku ríkin samein- uðust. íslendingar hófu þátttöku 1984 þegar 15. Ólympíuleikamir í eðlisfræði voru haldnir í Sigt- una í Svíþjóð. Það var fyrir til- stilli Eðlisfræðifélags íslands og Félags raungreinakennara að Morgunblaðið styrkti Lands- keppni í eðlisfræði til að velja 2 íslenska keppendur til fararinnar og greiddi menntamálaráðuneyt- ið fararkostnað. Arlega síðan hefur sami háttur verið hafður á og hefur fjöldi íslensku þátt- takendanna vaxið upp í að vera fullt lið, 5 keppendur. Að þessu sinni fóru þó aðeins 4 drengir þar sem sá fimmti gat ekki bæði sótt Ólympíuleikana í eðlisfræði og stærðfræði! íslensku dreng- imir vom Sigurður F. Marinós- son og Halldór Ólafsson frá MR og Pétur Reimarsson og Sigurð- ur Þ. Bragason frá MA. Þeir Halldór og Reimar voru einnig í keppnisliði íslendinga á 22. Ólympíuleikunum í eðlisfræði á Kúbu i fyrra. Skipulag Ólympíuleikanna Á Ólympíuleikun- um er keppt í fræði- legri og verklegri eðl- isfræði á sitthvorum keppnisdeginum. Fræðilegu verkefnin em geysierfið fyrir alla venjulega fram- haldsskólanemendur og krefjast næmrar þekkingar og innsæis í eðlis- fræði. Stundum em þetta meira að segja verkefni sem háskóla- nemar í framhaldsáfanga í eðlis- fræði væra fullsæmdir af að klára skikkanlega. Verklegu verkefnin era á sama hátt óvenjuleg fyrir framhaldsskóla- nemendur því framkvæmda- seðillinn segir Iítið til um hvernig á að fara að; það er frjáls aðferð við að komast að niðurstöðunum. Miklar kröfur eru gerðar til þess að verklegi hlutinn sé leystur á vitrænan hátt með vísindalegu mati á hve nákvæmar niðurstöð- urnar eru. Ólympíuleikarnir era einstakl- ingskeppni þar sem lagður er saman árangur hvers keppanda úr fræðilegu og verklegu keppn- inni og er mest hægt að fá 50 stig. Besta lausn er síðan skil- greind sem meðalárangur þriggja efstu keppendanna. Þeir keppendur sem ná meira en 90% af bestu lausn fá gullverðlaun, þeir sem hafa milli 78 og 90% af bestu lausn fá silfurverðlaun, þeir sem fá milli 66 og 78 % af Menntamálarádherra Finnlands, Ritta Uosukainen, opnar 23. Ólympiuleikana i eólisfreeái viá setningarat- höfnina i hátíóasal Teekniháskólans i Helsinki. Henni á hœgri hönd er túlkur sem þýóir hina ensku ræóu jafnóóum yfir á rússnesku, hitt vinnumál leikanna. Hinn 18 ára kinverski sigurvegari, Han Chen, meö verólaunin fyrir af- buróa árangur á 23. Ólympiuleik- unum i eólisfræói; gullpeninginn, vióurkenningarskjalió og HP lófa- tölvu. Hann hlaut einnig sórstök verólaun, púlsteljara, fyrir bestu lausnina á 1. fræóilega verkefninu. bestu lausn fá bronsverðlaun og þeir sem ná 50 til 66 % af bestu íausn fá sérstaka viðurkenningu. Það er almenn regla í þátt- tökulöndunum að velja keppend- ur til Ólympíuleikanna með landskeppni í tveimur stigum eins og gert er á íslandi. Sem dæmi um umfang hennar má nefna að í Kína tóku 70.000 framhaldsskólanemendur þátt í Landskeppninni þar og keppend- urnir sem valdir voru fengu tveggja mánaða þjálfun, aðal- lega í fræðilegri eðlisfræði áður en þeir komu til Finnlands. í samtölum sínum við aðra kepp- endur komust íslensku drengim- ir að því að flestir höfðu lengra eðlisfræðinám að baki og sumir vora jafnvel heimagangar í ná- grannaháskólanum. Þetta stað- festist er keppendur sjálfír gáfu upp heimilisföng sín og tölvuvist- föng sem sum vora í háskóla heimaborgar þeirra. Úrslit 23. Ólympíuleikanna í eðlisfræði Oftast hefur hinum keppnis- vönu austantjaldsþjóðum vegnað vel á Ólympíuleikunum og 23. Ólympíuleikarnir í eðlisfræðf í Espoo voru engin undantekning. Efstur með 44 stig varð 18 ára drengur frá Kína en samlandar hans stóðu honum lítt að baki; þeir fengu allir gullverðlaun. Af 13 keppendum sem fengu gull- verðlaun vora 10 frá austantjald- slöndum. í gullhópnum voru fimm frá Kína, þrír frá Rúss- landi, tveir frá Bandaríkjunum og einn frá hveiju landanna Ukraínu, Rúmeníu og Þýska- landi. Efsti íslendingurinn var Pétur Reimarsson með 16 stig af 50 mögulegum og náði 111. sæti af 178. Þó Ólympíuleikarnir í eðlis- fræði séu einstaklingskeppni er fróðlegt að skoða meðalstiga- fjölda hverrar þátttökuþjóðar. Langefstir voru Kínveijar með 41,45 stig að meðaltali, í öðru sæti yoru Rússar með 36,95 stig Og Ukraínumenn í þriðja sæti með 35,25 stig. í fjórða, fimmta og sjötta sæti vora í þessari röð: Bretar, Bandaríkjamenn og Þjóð- veijar. íslendingar náðu 13,6 stigum að meðaltali og lentu í 27. sæti af 37 sem er besti árang- ur okkar hingað til. Fróðlegt er að bera saman árangur íslendinganna og Norðurlandaþjóðirnar og aðrar Vestur-Evrópuþjóðir. Svíar urðu efstir Norðurlandabúanna með meðalárangurinn 23,5 stig, þá komu Finnar með 16,35 stig, þá Norðmenn með 16,1 stig en Is- lendingar ráku lestina. Danir taka ekki þátt í leikunum þrátt fyrir að áheymarfulltrúi kom frá þeim til að skoða aðstæður fyrir 2 árum. Þijár Vestur-Evrópu- þjóðir náðu lakari árangri en ís- land en þær voru Grikkland, Belgía og Spánn. Ályktanir af Ólympíuþátttökunni Árangur íslendinga í fýrri Ólympíuleikum hefur jafnan ver- ið heldur slakur og hefur ísland oftast vermt eitt af neðstu sæt- unum. Það að vera í 11. sæti frá botni er það lengsta sem við höfum komist frá upphafí. Úr- slitin hvetja engu að síður til átaks í eðlisfræðikennslu á ís- landi, jafnt í grannskóla sem framhaldsskóla. í kjölfar fyrri Ólympíuleika hefur ítrekað kom- ið upp umræða um að gera raun- greinum hærra undir höfði og veita þeim jafnvel sama kennsl- utímafjölda og tungumálum. Þar við bætist nú sú staðreynd að óöguð framsetning íslensku keppendanna á lausnum jafnt í fræðilegum verkefnum sem verklegum kallar á aukna áherslu kennara á vönduð vinnu- brögð við skil á dæmum og skýrslum. íslensku drengirnir stóðu sig eins vel og framast mátti búast við en þess ber að gæta að flest- ir keppendurnir á Ólympíuleik- unum hafa lengra nám að baki en hinir íslensku og algengt er að keppendur annarra þjóða hafí átt kost á að sækja, auk fram- haldsskólanámsins, eðlisfræði- tíma í háskóla í heimaborg sinni. Þennan möguleika hefur eðlis- fræðiskor Háskóla íslands góð'- fúslega boðið og með því að nýta hann eiga Islendingar ekki að þurfa að vera lakastir Norður- landaþjóða í keppni sem þessari. Aukin þátttaka skólanna í landskeppninni veitir einnig mik- ilsverðum upplýsingum inn í framhaldsskólakerfíð. Á undan- fömum árum hefur framhalds- skólanemendum sem þátt taka í forkeppninni fjölgað í yfír 150. Meginskýringin er sú að Mennta- málaráðuneytið hefur heimilað að halda keppnina á skólatíma í samráði við skólastjóra viðkom- andi skóla. Engu að síður er er það áhyggjuefni að aðeins 11 framhaldsskólar tilkynntu þátt- töku í forkeppninni í febrúar síð- astliðnum. Kennarar þeirra skóla sem ekki taka þátt í forkeppn- inni missa því af þeim saman- burði sem samræmd keppni af , þessu tagi veitir um stöðu nem- enda þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.