Morgunblaðið - 27.08.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992
C 3
Fjölmargir hafa styrkt
þátttöku Islendinga
Án þeirra hefðum
við ekki komist á
Ólympíuleikana í
eðlisfræði
Undirbúningur að Landskeppni í eðlisfræði hefst í
nóvember á hverju ári er framkvæmdanefnd býður
öllum framhaldsskólum landsins að taka þátt í for-
keppni í eðlisfræði. Menntamálaráðuneytið hefur góð-
fúslega leyft að keppnin væri haldin í skólatima og
eru verkefnin send í tíma fyrir keppnisdaginn í febr-
úar. Efstu 10 - 15 nemendum úr forkeppninni er boð-
ið til úrslitakeppni í Háskóla íslands í mars og keppa
þeir eina helgi í fræðilegri og verklegri eðlisfræði.
Allan kostnað við Landskeppnina, prentun, dreifingu
og verðlaun, greiðir Morgunblaðið, en samningu verk-
efnanna og yfirferð lausna vinna kennarar við eðlis-
fræðiskor Háskólans í sjálfboðavinnu.
Fimm hinum efstu í úrslita-
keppninni sem jafnframt
uppfylla aldursskilyrði
Ólympíuleikanna er boðið að fara
til keppninnar erlendis og hefst
þjálfun þeirra að loknum skóla í
maí. í ár var þjálfunin umfangs-
meiri en áður og stóð verkleg og
fræðileg þjálfun yfir frá morgni
til kvölds í 4 vikur auk þess sem
síðustu helgina fyrir þátttöku var
farið í þjálfunarbúðir. Til að kosta
þennan undirbúning og bæta
keppendunum tekjutapið af sum-
arvinnunni styrktu Fjárfestingar-
félagið, íslandsbankinn, Mennta-
skólinn á Akureyri og Seðlabank-
inn keppendur til þjálfunarinnar
en kennarar við Háskólann sinntu
þjálfuninni í sjálfboðavinnu.
CASIO-umboðið á íslandi gaf
keppendunum fjórum reiknivélar
sem uppfylla skilyrði Ólympíuleik-
anna en Atson, Sólarfílma og Glit
gáfu minjagripi sem íslensku liðs-
mennirnir gáfu keppendum og far-
arstjórum annarra landa á Ölym-
píuleikunum. Menntamálaráðu-
neytið greiddi fargjöld til leikanna
en gestgjafarnir í Finnlandi sáu
um uppihald og ferðir innan Finn-
lands.
“Þátttaka íslendinga í Ólympíu-
leikunum í eðlisfræði útheimtir
mikla vinnu sem að langmestu
leyti er unnin af sjálfboðaliðum
íslensku þátttakendurnir
á 23. Ólympiuleikunum i
edlisf rœói frá vinstri far-
arstjórarnir Vióar Ágústs-
son og Ingibjörg Haralds-
dóttir, Halldór Olafsson
frá MR, Davió Þ. Braga-
son og Reimar Pétursson
frá MA og Siguróur F Mar-
inósson frá MR vió is-
lenska fánann aó loldnni
verólaunaafhendingu.
en útlagður kostnaður er einnig
umtalsverður. Þeim aðilum sem
styrkt hafa keppnisþátttökuna
færir keppnisliðið bestu þakkir
fyrir stuðninginn sem verið hefur
ómetanleg hvatning fyrir kepp-
endur og aðstandendur keppninn-
ar“ segir Viðar Ágústsson, aðal-
fararstjóri íslenska liðsins á
Ólympíuleikunum í eðlisfræði og
framkvæmdastjóri Landskeppni í
eðlisfræði.
Salih Adem, 14
óra tyrkneskur
piltur, var yngsti
keppandinn ó 23.
Ólympiuleik-
unum i eólis-
fraeói. Hann nóói
samt bronsveró-
launum meó 28,5
stigum.
Yngsti keppandinn
á Olympíuleikunum er 1 4 ára Tyrki
Salih Adem
kláraði grunnskólann
og fékk brons
YNGSTI keppandinn á 23. Ólympíuleikunum í eðlisfræði er Salih
Adem, fæddur 7. nóvember 1977, og kláraði hann grunnskólann í
vor. í vetur var hann einn af 200 keppendum sem þátt tóku í lands-
keppni í eðlisfræði í Tyrklandi og komst í 30 ungmenna undanúrsli-
takeppni. Eftir tveggja vikna þjálfun var hann einn 12 ungmenna
sem nutu þjálfunar í aðrar tvær vikur og að loknum þeim var hann
valinn í fimm manna keppnislið Tyrkja þar sem hann fékk þjálfun
í einn mánuð í viðbót fyrir 23. Ólympíuleikana í eðlisfræði.
/
g byijaði að læra eðlisfræði
og stærðfræði með diffrun
og tegrun í fyrrasumar í
grunnskólanum heima,“ seg-
ir Salih Adem á ágætri ensku. „Eg
hef mjög gaman af því og les dálít-
ið af eðlisfræðibókum og tímaritum
í frístundum.
í haust byija ég svo í framhalds-
skóla og eftir þijú ár ætla ég í
eðlisfræði í háskóla. Það tekur mig
fjögur ár og seinna ætla ég að verða
prófessor og vísindamaður," bætir
hann við með meiri einbeitni en 14
ára unglingar venjulega hafa.
Salih Adem kemur úr ósköp
venjulegri fjölskyldu í Tyrklandi.
Pabbi hans er hagfræðingur og
móðir hans, sem er heimavinnandi,
hefur stúdentspróf. Eldri systir
hans er líka stúdent en hún er
heimavinnandi með tvö lítil börn.
Salih leikur stundum fótbolta og
svo fer hann öðru hveiju í sund
með fjölskyldunni. Hann á ekki
tölvu en langar til að læra á slíkt
verkfæri.
Salim Adem er nú í fyrsta skipti
á ævinni á erlendri grund og finnst
það mjög gaman. Aldursins vegna
á hann möguleika á því að sækja
þrenna ólympíuleika áður en hann
byijar í háskóla og hann er ákveð-
inn í því að komast til Bandaríkj-
anna á 24. Ólympíuleikana í eðlis-
fræði á næsta ári. Það bendir líka
allt til þess að hann komist þangað
því þrátt fyrir ungan aldur varð
hann næstefstur í tyrkneska keppn-
isliðinu með 28,5 stig og hlaut
bronsverðlaun. „Hann heldur áfram
upp í gullverðlaun," segir tyrkneski
fararstjórinn sigurviss.
24. Ólympíuleikarnirí eðlisfræði verða í
Bandaríkjunum 1 993
Keppnislið ffrá 40
þjóðum væntanleg
„FYRIR hönd Félags eðlisfræðikennara býð ég ykkur öllum
að koma til Williamsburg í Bandaríkjunum á næsta ári til að
sækja 24. Ólympíuleikana í eðlisfræði. Við þátttakendur höfum
í þessari viku orðið aðnjótandi framúrskarandi gestrisni Finna
og þeir hafa boðið okkur upp á áhugaverð og frumleg eðlis-
fræðiverkefni. Á næsta ári munum við bandarísku skipuleggj-
endur Ólympíuleikanna einskis láta ófreistað til að gera ykkur
dvölina í Williamsburg ánægjulega og eftirminnilega."
að var Arthur Eisenkraft,
sem venjulega er aðalf-
ararstjóri bandaríska
keppnisliðsins á Ólympíu-
leikunum, sem þetta mælti við
lokaathöfn leikanna í Finnlandi.
í þetta skiptið var hann reyndar
aðeins einn af þremur áheymar-
fulltrúum Bandaríkjanna á leik-
unum en hann lagði kapp á að
væntanlegt starfslið Ólympíu-
leikanna kynntist framkvæmd
þeirra í Finnlandi. Hann verður
aðalframkvæmdastjóri þessarar
árlegu keppni framhaldsskóla
nemenda hvaðanæva úr heimin-
um. Keppnin mun fara fram í
Menntaskóla Williams og Mary,
sem á næsta ári heldur hátíðlegt
300 ára afmæli sitt. í nágrenni
skólans er nýlendubærinn Will-
iamsburg þar sem landnemar
settust að árið 1633, gæddur lífí
með endurgerð gamalla húsa og
starfsmönnum klæddum 18. ald-
ar fötum.
„Hvorki keppendum né farar-
stjórum á eftir að leiðast í frítíma
sínum á 24. Ólympíuleikunum í
eðlisfræði. Fyrir utan að geta
gengið eftir lifandi götumynd frá
18. öld mun þátttakendum verða
boðið að skoða vindgöng þar sem
NASA prófar eldflaugahreyfla.
Við munum fara í CEBAF til að
sjá rafeindahraðalinn og fara í
sjóinn á ströndum Virginíu-rík-
is,“ segir Arthur sem greinilega
ætlar að standa fyrir glæsilegum
Ólympíuleikum á næsta ári.
Hann bættir glettnislega við:
„Hvað segir þú um að koma í
tívolíið í Busch Gardens og rann-
saka eðlisfræðina í rússíbanan-
um?“
Arthur gerir ráð fyrir keppn-
isliðum frá 40 þátttökuþjóðum
og hann vonar að meðal þeirra
verði einhverjar nýjar frá Suður-
Ameríku. Þetta mun kosta um
milljón dollara að meðtöldum
kostnaði við þátttöku Banda-
ríkjamanna sjálfra. Mest af fénu
kemur frá menntamálaráðuneyti
Virginíu-ríkis en Arthur hyggst
einnig sækja styrki til fyrirtækja
og Vísindasjóðs Bandaríkjanna.
Keppendur verða hýstir í heima-
vistum Menntaskóla Williams og
Mary en fararstjórar og
áheyrnarfulltrúar fá herbergi á
hóteli í nágrenninu. Leikarnir
munu standa yfir frá 10. til 18.
júlí. „Það verður mikið um að
vera allt til síðasta dags þegar
við skoðum Loft- og geimferða-
safnið í Washington, veitum
verðlaun og sláum upp balli,“
sagði Arthur Eisenkraft að lok-
um.
í raaáustálnum viá
lokaathöfnina; Arthur
Eisenkraft,
aáalframkvæmdastjóri
24. Ólympiuleikanna i
eálisfrœái, býáur öllum
núverandi
keppnísþjóáum aá koma
til Williamsburg á neesta
ári.